Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 17
Hagblaðið. Þriðjudagur 25. nóvember 1975. 17 Bergþór Sigurbjörnsson andaðist 17. nóvember og verður jarðsettur frá Fossvogskirkju i dag kl. 13:30. Hann fæddist 2. júli 1891 að Svarfhóli i Laxárdal. For- eldrar hans voru hjónin Sigur- björn Bergþórsson bóndi á Svarf- hóli og Guðbjörg Kristin Guð- brandsdóttir. Systkini hans voru Guðbrandur, Guðrún, Þorsteinn, Gisli og Margrét. Af þeim eru Guðrún og Þorsteinn enn á lifi. Bergþór fluttist ungur til Reykja- vikur og vann þar sem verka- maður og bókbindari. Hann var ókvæntur og barnlaus. Jóliann Bjarni Jósepsson fyrrverandi húsvörður hjá Vita- málastofnun rikisins andaðist 21. nóvember og var jarðsettur i morgun. Hann fæddist 4. júni 1891 i Áshildarholti i Skagafirði, sonur hjónanna Jóseps Jónssonar og Sigurbjargar Bjarnadóttur. Hann fór ungur i vinnumennsku, en kvæntist árið 1927 Ingibjörgu Guðnadóttur frá Miðfelli i Lýt- ingsstaðahreppi. Bjuggu þau fyrst í Blönduhlið, siðan á Sauð- arkróki og loks i Reykjavik. Þau slitu samvistum. Börn þeirra eru tvö, bæði búsett erlendis. Þau eru Þorgrimur og Kristjana. Þor- grimur var sprengiefna- sérfræðingur hjá banda- riska landgönguliðinu, en er nú á eftirlaunum. Hann er kvæntur hollenzkri konu og eiga þau eina dóttur. Kristjana er ekkja manns af sænskum ættum og áttu þau þrjú börn. Þau hjón stunduðu lengi hótelrekstur i Bandarikjun- um. Valgcrður Þorvarðardóttir Miklubraut 78, andaðist 16. nóvember og verður jarðsett i dag kl. 13.30 frá Háteigskirkju. Hún fæddist að Norður-Hvammi i Mýrdal 6. nóvember 1908, dóttir séra Þorvarðs Þorvarðssonar og Andreu Elisabetar Þorvarðar- dóttur frá Litlu-Sandvik i Flóa. Hún var fimmta i röðinni af átta systkinum. Hún ólst upp i Vik i Mýrdal og stundaði siðan nám i Reykjavik og i Sviþjóð. Arið 1952 giftist hún Bjarna Guðmundssyni jklæðskerameistara, sem andaðist 1963. Stjúpsynir Valgerðar eru Guðmundur og Valgarður Bjarnasynir. Systkini hennar, sem enn eru á lifi, eru Þorvarður fyrrv. aðalféhirðir Seðla- bankans, Hjörtur, fyrrverandi verzlunarmaður i Vik, Kristján, læknir i Reykjavik, séra Jón, sóknarprestur i Reykjavik og Svanhildur, frú i Reykjavik. Ásthildur Pétursdóttir Isafirði, sem fæddist 23. júli 1957, andaðist 18. nóvember 1975 og verður jarðsungin i dag frá tsa- fjarðarkirkju. Jóbannes J. Kristjánsson leigubilstjóri, Langholtsvegi 101, andaðist sunnudaginn 23. nóvem- ber. Ingimundur Þorsteinsson kennari, Kársnesbraut 11, Kópa- vogi, andaðist 22. nóvember. Ingibjörg Björnsdóttir, Vesturgötu 20, andaðist 22. nóvember. Lárus Guðmundsson kennari verður jarðsettur frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. nóvember kl. 15. Einar Magnússon verksmiðjustjóri á Seyðisfirði verður jarðsettur frá Dómkirkj- unni miðvikudaginn 26. nóvember kl. 13:30. Bragi Ólafsson verkfræðingur verður jarðsettur frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 26. nóvember kl. 13:30. Kvenfélag Hreyfils Fundurinn verður haldinn i Hreyfilshúsinu þriðjudaginn 25. nóvember kl. 20.30. Hreyfilskonur eru vinsamlegast beðnar um að skila basarmununum. Kvenfélag Laugarnessóknar. Jólaföndrið verður næstkomandi þriðjudagskvöld, 25. nóvember kl. 8.30 i kjallara kirkjunnar. Fótsnyrting fyrir aldrað fólk i M osf e lls s ve i t. Kvenfélag Lágafellssóknar verður með fót- snyrtingu fyrir aldrað fólk að Brúarlandi. Timapantanir i sima 66218. Salome frá kl. 9—4, mánu- daga—föstudaga. Eiginmaður minn og faðir okkar Gunnar Gunnarsson rithöfundur, er lczt 25. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni fimmtudaginn 27. nóvember nk. kl. 10.30. Franzisca Gunnarsson Gunnar Gunnarsson Úlfur Gunnarsson. Vegna jarðarfarar Braga Ólafssonar forstjóra verða verzlanir vorar og skrifstofur lok- aðar miðvikudaginn 26. nóv. frá kl. 12.00. FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 Reykjavík ■ Sími 8-46-70 tmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmá Til sölu Geirskurðarhnifur og hjólsög. Notaður danskur hnifur og Rock- well hjólsög til sölu, ásamt 4 tomma afréttara. Uppl. i sima 82424. Gólfteppi til sölu, vel með farið. Uppl. i sima 26648 eftir kl. 20 i kvöld og annað kvöld. Saumavélar Singer sikk sakk vél til sölu einn- ig saumavél fyrir leðursaum og 2 stk. Union Special. Simi 42263 eft- ir kl. 7. Sjónvarp til sölu, nýtt Toshiba 12 tommu tæki, litur rautt. Verð 35 þúsund. Simi 51348. Til sölu sem ný, brún jakkaföt á ungling og svartir listskautar nr. 41. Simi 34143 eftir kl. 6. Kynditæki af fullkomnustu gerð til sölu, þar á meðal 5 fermetra ketill frá Tækni. Upplýsingar i sima 53068 og 52510 eftir kl. 19 næstu daga. Tækifæriskaup. Sjónvarp RCA til sölu, stærsta gerð, stereoútvarp, allt i einu húsgagni. Afborgunarskilmálar. Einnig til sölu sýningarvél fyrir slides, sýningartjald og sjónvarp, hvitt. Allt mjög litið notað. Simi 10184. Til sölu unglingahnakkur, útskorinn, Texas-tegund. Uppl. i sima 52996. Nýtt baðkar til sölu, verð 10 þús. kr. Uppl. i sima 32502. Til sölu barnakojur, burðarrúm, göngugrind og barnastóll, barnakerra og komm- óða. Uppl. i sima 84902. Til sölu ca 4 fermetra miðstöðvarketill, 8—9 ára gam- all, með innbyggðum hitaspiral, dælu og öllu tilheyrandi. Uppl. i sima 42685. Nýlegur 12 tonna Bátalónsbátur til sölu. Fæst i skiptum fyrir fasteign eða gegn fasteignaveði. Simi 30220. Leikjateppin með bilabrautum til sölu að Nökkvavogi 54. Simi 34391. Hring- ið áður en þér komið. Megið koma eftir kvöldmat. Óskast keypt i) Óska eftir ati kaupa Payloader ámoksturs- vél. Helzt eins rúmmetra skúffu. Á sama stað til sölu 4 tonna kraft- lyftari. Simi 96-61231 og eftir kl. 7 96-61344 eða 96-61163. I Verzlun 8 Rýmingarsala á öllum jólaútsaumsvörum verzl- unarinnar. Við höfum fengið fall- egt úrval af gjafavörum. Vorum að fá fjölbreytt úrval af nagla- myndunum vinsælu. Við viljum vekja athygli á að þeir sem vilja verzla i ró og næði komi á morgn- ana. Heklugarnið okkar, 5 teg. er ódýrasta heklugarnið á Islandi. Prýðið heimilið með okkar sér- stæðu hannyrðalistaverkum. Einkunnarorð okkar eru „ekki eins og allir hinir”. Póstsendum. Simi 85979 — Hannyrðaverzlunin Lilja Glæsibæ. Skóverzlun: Þekkt skóverzlun á bezta stað i bænum til sölu. Uppl. i simum: 30220 Og 16568. Koddar, svanadúnsængur, gæsadúnsæng- ur, ullarteppi, straufri sængur- verasett, damask sængurvera- sett, lérefts sængurverasett, efnin fást lika i metratali, fláuel, flúnel vinnuskyrtur, nærföt á herra og dömur, terelyn dúkar úr blúndu, allar stærðir, handklæði i úrvali. Póstsendum. Verzlunin Höfn, Vesturgötu 12. Simi 15859. Mikið úrval Baby budd fata, barnafatnaður til sængurgjafa og jólagjafa, peysur i miklu úrvali. Hjá okkur fáið þér góðar vörur á hagstæðu verði. Barnafataverzlunin Rauðhetta, Hallveigarstig 1 (Iðnaðarhúsi). Antik kaup og sala Kaupi og tek i umboðssölu hús- gögn, málverk, myndir, silfur, postulin og margt fl. Einnig vöru- skipti. Hef mikið af fallegum og sérstæðum munum, tilvalið til jólagjafa. Verið vplkomin. Stokk- ur Vesturgötu 3, simi 26899. Hnýtið teppin sjálf. I Rýabúðinni er borgarinnar mesta úrval af smyrnateppum. Veggteppi i gjafaumbúðum, þýzk, hollenzk og ensk. Pattons- teppi i miklu úrvali og mörgum stærðum, m.a. hin vinsælu „bænateppi” i tveim stærðum. Niðurklippt garn, teppabotnar i metratali og ámálaðir. Pattons smyrnagarn. Póstsendum. Rýa- búðin Laufásvegi 1, Simi 18200. Kópavogsbúar! Smáir og stórir dúkar nýkomnir, einnig kringlóttir með kögri,| stærð 1,60. Full búð af gjafavör-* 1 um. Hraunbúð Hrauntungu 34,| Kópavogi. Þríþættur. lopi Okkar vinsæli þriþætti lopi er á- vallt fyrirliggjandi i öllum sauða- litunum. Opið frá 9-6 alla virka daga og til hádegis á laugardög- um. Magnafsláttur. Póstsendum um land allt. Pöntunarsimi 30581. Teppamiðstöðin Súðarvogi 4, Reykjavik. Haglabyssa nr. 12, Brno, til sölu. Uppl. i sima 42073 eftir kl. 7 i kvöld. Hagiabyssa og riffill til sölu. Uppl. i sima 92-8122. I Til bygginga Til eiginmanna og unnusta Við vorum að fá gobelinpúða i gjafapakkningum á kr. 1.395,- Hnýtt veggteppi 40x120, kr. 6.870.- Tilvaldar jólagjafir handa eigin- konunni og unnustunni. Verzlið þar sem úrvalið er mest og verðið bezt. Hannyrðaverzlunin Grims- bær við Bústaðaveg. Það eru ekki orðin tóm að flestra dómur verði að frúrnar prisi pottablóm frá Páli Mich i Hveragerði. Blómaskáii Michelsens. Barnafataverziunin Dunhaga 23. Nýkomnar sokkabuxur, mynda- peysurnar vinsælu, sængurgjafir og fl. Gjörið svo vel og litið inn. Barnafataverzlunin, Dunhaga 23. I Vetrarvörur 8 Tvenn Elan skiði, 170 cm og 150 cm, til sölu ásamt bindingum og skiðastöfum. Enn fremur reimaðir skiðaskór nr. 37 og 35 til sölu. Upplýsingar i sima 34116. . Húsbyggjendur Til sölu Ford vörubifreið 5 1/2 tonn. Billinn þarfnast smá lag- færingar fyrir skoðun. Uppl. i sima 26373 eftir kl. 7 i kvöld og næstu kvöld. Fasteignír 8 1,5 til 2 millj. út Litil kjallaraibúð til solu. Mjög snotur, á góðum stað, ósamþykkt. Lysthafendur leggi nafn og sima- númer inn á afgreiðslu Dagblaðs- ins merkt „7308” fyrir föstudags- kvöld. Falleg hæð, ca. 170 ferm, til sölu við Flóka- götu. Simi 30220. Til sölu i Bolungarvik 4ra herb. ibúð. Uppl. i sima 94-7221. Verzlunarplássið Laugarnesvegur 112 til sölu. Gef- ur möguleika með alls konar at- vinnnurekstur. Simi 30220.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.