Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 14
14 Pagblaðið. Þriðjudagur 25. nóvember 1975. ÁTRÚNAÐARGOÐ Á ÁTTRÆÐISALDRI Ekki einungis siðhærðar og gullklæddar poppstjörnur safna um sig sæg ungra aðdáenda, sem leggja á sig endalausar bið- raðir til að komast á hljómleika átrúnaðargoða sinna. Alexander Stein, sem er 13 ára New Yorkbúi, tók sér stöðu fyrir utan Carnegie Hall á há- degi á mánudegi til að næla sér i miða að tónleikum hins 72 ára pianóleikara, Vladimir Horo- witz, þann 16. nóvember. Sala á 1800 aðgöngumiðum átti að hefjast klukkan 10 á þriðjudagsmorgni. Fjöldi ungra og gamalla aðdáenda hins heimsfræga pianóleikara eyddi nóttinni i biðröðinni fyrir utan Carnegie Hall, margir tóku með sér mat og svefnpoka og tveir ungir ákafir Mozartaðdáendur tóku með sér helztu tónverk meistarans til að lesa á meðan þeir biðu. Haldiðiasénú! ÞÚ FÆRÐ AÐ SJÁ MÍNA EF ÉG FÆ AÐ SJÁ ÞÍNA Borgarhverfið Haringey i London vill ekki vera á eftir sin- um tima. Fyrir niu árum sam- þykkti hverfisstjórnin að félag- ar i náttúrudýrkendaklúbb i hverfinu fengju að synda bað- fatalausir i almenningslaug staðarins og nú á að leyfa kon- um og körlum að sækja sauna- baðstofuna slfammt frá sam- timis og án klæða. Það eru ibúar i hverfinu, sem farið hafa fram á þetta fyrir- komulag. Vissar hömlur eru þó settar á baðgestina. Enginn undir átján ára aldri fær inn- göngu og hver gestur verður að vera i fylgd einstaklings af gagnstæða kyninu. Til að eigin- menn geti virt nágranna- frúrnar fyrir sér i allri sinni dýrð verða þeir þvi að fá sina eigin frú til að baða sig fata- lausa. BREIÐHOLTSBÚAR Sparið bensin og verzlið ódýrt í Iðufelii Ýmsar vörur á markaðsveröi ódýrt hvalkjöt Úrvals nautakjöt Tilbúið í frystikistuna, 388 kr. pr. kíló Pakkasúpur 52 kr. pakkinn Libbys tómatsósa 157 kr. flaskan. Ferskjur í 1/1 dósum 230 kr. dósin. Fay WC pappír, 10 rúllu poki á 600 kr. Eplakassinn á 960 kr. Ávallt ný linu-ýsa í fiskbúðinni VERZLUNIN Opið til 10 á föstudögum og 9 til 12 á laugardögum IIIUFEtL Iöufelli 14, Breiðholti simar 74550 og 74555 DAGBLAÐIÐ ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐ „Herra Emmanuelle" vinnur annan sigur — og James Bond kominn í kassonn Fyrsta mynd franska leik- stjórans Just Jaecklin hefur verið mikill sigur fyrir þennan unga kvikmyndagerðarmann. Þetta er myndin „Emmanu- elle” sem Stjörnubió sýnir um þessar mundir. En á meðan „Emmanuelle” nýtur enn gifurlegrar aðsóknar i Frakklandi er nýjasta mynd Jaecklin þegar farin aðdraga til sin stóra hópa aðdáenda. Mynd þessi heitir „The Story of O”. f henni leikur hinn kunni brezki leikari, Anthony Steel, rikan höfðingja ungra (og vitan- lega illa klæddra) ambátta. Hollywood hefur nú fengið augástað á Just Jaecklin og mun hann leikstýra næstu mynd sinni þar. Áður en Just Jaecklin datt i lukkupottinn með „Emman- uelle” hafði hann unnið við gerð auglýsingakvikmynda eins og raunar allir þeir sem tóku þátt i gerð myndarinnar með honum. Það er ekki laust við að áhrifa þess gæti eins og þeir sem þeg- ar hafa séö myndina eflaust kannast við. Og svo við höldum áfram að tala um kvikmyndir, þá hefur BBC 2 sjónvarpsstöðin tilkynnt að jólamynd hennar i ár verði „Butch Cassidy and the Sun- dance Kid” með þeim Paul Newman og Robert Redford. Sjónvarpsstöðin varð að semja sérstaklega við Paul Newman um sýningarréttinn, en þetta er i fyrsta sinn sem umgetin mynd er sýnd i sjónvarpi. Keppinautur BBC, ITV sjón- varpsstöðin, er hins vegar farin, fyrst allra sjónvarpsstöðva, að sýna James Bond myndir i sjón- varpinu. Fyrsta James Bond myndin, „Dr. No”, var sýnd i siðasta mánuði. Tvö stór kvikmyndahús i London hafa nú einnig tilkynnt jólamyndir sinar i ár. önnur myndin er nýjasta mynd kvik myndaleikstjórans Kubrick, „Barry Lyndon”, með Ryan O’Neal i aðalhlutverki og hin er „Jaws”, sem ekki hefur verið hægt að fá til Evrópu fyrr. Til- kynnt hefur verið, ýmsum til mikillar furðu, að myndin verði ekki bönnuð börnum i Englandi. I Anthony Steel og einn af mót- leikurum hans, Corinne Clery, við upptöku á ,,The Story of O” nýjustu mynd „Herra Emmanuelle”. EINKAVINEKRA HANDA — poppkóngurinn kaupir sér lúxushöll í Englandi Popptónlistarmaðurinn heimsfrægi, Elton John, er ný- búinn að festa kaup á nýju hús- næði I Berkshire i Englandi. Fyrir á hann stórt einbýlishús i Californiu í Bandarikjunum. Nýja húsið kostaði Elton 15 milljónir króna, sem kann að virðast mikið i fyrstu en er hreint gjafvirði þegar nánar er athugað hvað húsið hefur að geyma. Þjóðsagan segir að umrætt hús hafi verið byggt af Hinriki konungi áttunda fyrir einhverja elskuna. Siðasti eigandi á undan Elton bjó húsið út með öllum hugsanlegum nútimaþægind- um, en varð svo að selja allt saman vegna hins geigvænlega rekstrarkostnaðar. Kvikmyndasalur með kvik- myndatjaldi i fullri stærð og sætum fyrir 100 áhorfendur er I húsinu og einnig iþróttasalur með búningsherbergjum og annarri aðstöðu, sem mundi vekja öfund flestra iþróttafé- laga. Fimm aðalmóttökuherbergi eru í húsinu og inn af viðhafnar- herberginu er að finna plöntusal með banana- og appelsinu- trjám.sem teygja sig yfir glæsi- lega skrauttjörn. Eldhúsið á sér sennilega eng- an jafningja nema vera kynni eldhúsið i sjálfri Buckingham- höll. Þar er stór djúpfrystiklefi, grænmetiskæliklefi, þvottahús, blómaskreytingaherbergi, vin- geymsla og ekki minna en þrjár eldavélar sin af hverri gerðinni. Ef Elton gerist svo djarfur að renna sér niður stigahandriðið á aðalstiganum i húsinu sinu brýtur hann i bága við landslög og má búast við háum fjársekt- um. Stiginn er nefnilega undir lagalegri vernd þjóðminja- varðar, sem safngripur. En Elton ættiekki að hafa of miklar áhyggjur af þvi, i húsinu er nefnilega lyfta, sem þjóðminja- vörður hefur enn sem komið er engan áhuga á, og Elton getur ferðazt i á milli hinna þriggja hæða. Utandyra er að finna sjálf- sagða hluti eins og upphitaða útilaug og tennisvöll en það sem heillaði vinunnandann Elton John fremur en allt annað er Frainliliðin á höll Eltons John i Berkshire í Englandi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.