Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 6
6 Pagblaðið. Þriðjudagur 25. nóvember 1975. Mikill bylur i Colorado og næriiggjandi fylkjum Bandarikjanna að undanförnulicfurorðið fjöida manns að bana og gert enn fleiri heimilislausa. Þessi fallega haustmynd frá Denver er þó i fuliu gildi, ekki að- eins þar, heldur hvarvetna. Eftir friðargönguna miklu til Sahara: Þríveldastjórn tekur við völdum Þrfveldastjórn tekur form- lega við völdum i Vestur-Sahara i dag samkvæmt samkomulagi Spánar, Marokkó og Máritaniu, sem gert var fyrr i þessum mánuði. í tilkynningu frá skrifstofu spænska landstjórans i E1 Aaiun i V-Sahara sagði að ásamt hon- um i þrlveldastjórninni myndu eiga sæti fulltrúar Máritaniu og Marokkó. Myndu þeir gegna embættum aðstoðarlandstjóra. í samkomulagi rikjanna þriggja um Vestur-Sahara er í dag gert ráð fyrir þvi, að Spánverjar veröi farnir úr landinu fyrir 28. febrúar á næsta ári. Samkomu- lagið var gert i kjölfar „friðar- göngu” 350 þúsund Marokkó- manna inn i Vestur-Sahara. Gangan stöðvaðist skammt inn- an við norðurlandamæri eyði- merkurrikisins, þar sem spænskt jarðsprengjusvæði varö fyrir göngumönnum. Valdatakan tekur gildi um leiö og yfirlýsing þar um hefur veriö gefin út af skrifstofu land- stjórans. Aöstoðarlandstjórarnir verða Reynt að þvinga Sovét- menn til kjarnorkuaf- vopnunar í S-Ameríku líbonon: „Þjóðin þolir ekki meira" Þing Libanon kemui’ saman til i'undar i dág til að ræða aukin innan- landsátök. Forsætis- ráðherra landsins, ilashid Karami, hefur varað landsmenn við þvi, að þjóðin ,,þoli ekki meira”. Karami sagði þetta I gær- kvöldi, eftir að fundur ráðs 20 forystumanna stjórnmálalifs- ins leystist upp vegna fjarveru Camille Chamoun innanrikis- ráðherra. Chamoun, sem hefur veru- leg áhrif meðal kristinna manna i landinu, sagði frétta- mönnum siðar, að hann heföi tafizt vegna öryggismála. Reuter- hefur eftir heimild- um innan nefndarinnar, að Karami hafi sagt á fundi hennar, að vopnaðir hópar, er styddu Suleiman Franjieh for- seta og Chamoun væru ábyrg- ir fyrir auknum vopnaviö- skiptum og götubardögum. Leiðtogi vinstrimanna, Kamal Junblatt, hefur spáð þvi, að átökin muni halda áfram allt til jóla. Hann skor- aði á Franjieh forseta og inn- anrikisráöherrann til að segja af sér. Tólf manns féllu i gær i bardögum hægri- og vinstri- manna I Beirút. Rúmlega 250 manns hafa fallið I átökunum i Libanon undanfarnar fjórar vikur. Fyrrum forsætisráðherra Frakklands Maurice Couve de Murville, heldur i dag áframhaldandi fundi með stjórnmála- og trúarleiðtog- um i landinu. Hann kom fyrir hönd frönsku stjórnarinnar til Libanon i siðustu viku til að kanna ástandið. Frakkar sem fyrrum réðu Libanon gera sér vonir um að geta haft jákvæð áhrif á ástandið i landinu. Meirihluti þjóða í S- Ameríku og við Karabfska hafið hefur hvatt Allsherj- arþing Sameinuðu þjóð- anna til að reyna að fá Sovétríkin til að sam- þykkja sáttmála, er gerir ráð fyrir Suður-Ameríku sem kjarnorkuvopnalausu svæði. í stuttorðri ályktunartil- lögu 21 þjóðar, sem lögð var fram í stjórnmála- nef nd þingsins, sagði — og itrekaði f lutningsmaður, mexíkanski sendiherrann Alfonso Garcia Robles það í ræðu sinni — að tilgangur tillögunnar væri að reyna enn einu sinni að fá Sovét- ríkin til að skrifa og sam- þykkja ályktun II. Samkvæmt þeirri álykt- un er það hlutverk kjarn- orkuveldanna að sjá um að kjarnorkuvopn verði aldrei höfð i S-Ameríku. Að sögn mexíkanska sendiherrans hafa Bretar, Bandaríkjamenn, Frakkar og Kínverjar þegar skrifað undir ályktunina. „Leggja verður áherzlu á það," sagði Garcia, „að í meira en ár hafa Sovétrík- in staðið ein gegn sam- þykkt tillögunnar." Ahmed Bensouda af hálfu Marokkómanna og Abdalah Uld Chiej af hálfu Máritaniumanna. Spænska fréttastofan CIFRA skýrði frá þvi i morgun, aö Ben- souda hefði komið til Vest- ur-Sahara I gær og að fulltrúi Máritaniustjórnar væri væntan- legur i dag. 1 tilkynningu spænska land- stjórans sagði að mennirnir tveir yröu kynntir fyrir þjóö- þingi Vestur-Sahara, „sem er æösta fulltrúastofnun ibúa landsins”. Samkvæmt þriveldasam- komulaginu verður framtið landsins borin undir ibúa þess. Að sögn hefur einn embættis- manna máritaniska landstjór- ans yfirgefið hann og gengiö til liðs við Hassan Marokkókon- ung. Stjórn Alsir hefur hafnað þri- veldasamkomulaginu og lýst þaö ómerkt. Alsirmenn styðja helztu sjálfstæðishreyfingu Vestur-Sahara, Polisario, sem segist stjórna stórum landsvæö- um, er spænskar hersveitir hafa þegar yfirgefiö. Argentína: Isabella mœtir ekki í vinnuna, 120.000 verkamenn í verkfalli Isabella Perón, forseti Argen- tinu, mætti ekki til vinnu sinnar á skrifstofunni I forsetahöllinni I morgun og hefur þar meö á ný komiö af stað vangaveltum um heilsufar sitt. I stjórnarherbúðum i Buenos Aires var i gær skýrt frá þvi, að forsetinn myndi koma til vinnu i fyrsta skipti siðan 31. október, en i morgun sögöust embættismenn ekkert vita um það. Blöð I Argentinu hafa eftir heimildum, sem þau telja áreið- anlegar, að frú forseti hafi ekki viljaö taka á móti nokkur þúsund ungum perónistum á laugardag- inn, þar sem hún liti ekki nægi- lega vel út til aö sýna sig meöal almenings. Stærsta bilaverksmiöja Argen- tinu var lokuð i morgun vegna sólarhrings verkfalls allra starfs- manna, sem eru um 120 þúsund talsins. Talsmenn verkalýðssambands- ins sögöu verkfallið vera háð til að mótmæla tilraunum til að sameina samband starfsmanna i bilaverksmiðjum sambandi verkamanna I málmiðnaði. Einn- ig er farið fram á bætt laun. Taliö er að þessar tilraunir til sameiningar verkalýðssamband- Isabella Pérón á fundimeð rikisstjórn sinni I forsetabústabnum i Buones Aires: skrópar I vinnunni. anna tveggja beri vitni um ákafa valdabaráttu innan Perónista- hreyfingarinnar. Stjórnin lýsti þvi yfir I morgun, aö kauphækkun, sem næmi 1500 pesos (4000 krónum) mánaðar- lega, heföi verið ákveöin handa rikisstarfsmönnum og starfs- mönnum einkafyrirtækja. Fjöldi verkalýösfélaga I Argentinu hefur krafizt meiri- háttar kauphækkana að undan- förnu til aö eiga eitthvað upp i verðbólgu, sem nú er 240% á árs- grundvelli.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.