Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 13
12 nagblaðið. Þriðjudagur 25. nóvember 1975. Hagblaðið. Þriðjudagur 25. nóvember 1975. •S3 Stórlið í eldlínu UEFA-keppninnar! Þriðja umferö UEFA-kcppninnar i knattspyrnu verður á morgun — fyrri leik- irnir — og það eru mörg stórlið eftir meðai þeirra sextán, sem Icika. Ajax, Evrópuineistaraliðið i þrjú ár, ieikur á heimavelli gegn Spartak Levski. Búlgaríu — og AC Milanó leikur á hcimavelli gegn Spartak Moskvu. Það veröa liclztu leikir umferöarinnar. En fleiri góðliö eru I eldllnunni. Liverpool, sem 11 ár samfleytt hefur tekiö þátt i Evrópukeppni og vann UEFA-bikarinn 1973, leikur I PóIIandi — gegn Slask Wroclaw —og Barcelona leikur viö Vasas Budapest, Hamborg leikur við Oporto, Portúgal — og Brugeois, sem nú er efst i 1. deildinni belgfsku, leikur við Róm. Sfðari leikirnir i umferðinni vcrða háöir 10. desember. Tvö mörk Best ó Stamford Bridge George Bcst — einn mesti knatt- spyrnusnillingur sem uppi hefur verið — lék sinn þriöja leik á tveimur vikum i gærkvöld. Þá lék liann I ágóðaleik fyrir Peter Osgood á Stamford Bridge. Þar áttust annars vegar við leikmcnn, sem áður gerðu garðinn frægan hjá Chelseaog hins vegar leikmenn, sem nú leika fyr- ir Chelsea. Þarna voru margar frægar stjörnur — fyrstan skal að sjálfsögðu nefna Best, einnig voru Ifudson.Stoke, — Os- Tottenham ávann sér rétt i átta liöa úrslit deildabika;sins enska, þegar lið- ið sigraöi nágranna sfna West Ham 2-0 á Upton Park I gærkvöld. Eftir venjulegan leiktima var staöan 0-0 — og I framlengingunni skoruöu þeir John Puncan og Willie Young mörkin, sem nægðu. \ Tottenham mætir Ooncastcr Rovers I átta liða úrslitum á White Ilart Lane 3. dcsember. Einnig voru þrir leikir I 1. umferö ensku bikarkeppninnar, Bedford — Wycombe 2-2 Wrexham—Mansfield 1-1 Port Vale—-Grantham - 4-1 good, Southampton — Ilouseman, Ox- ford — Webb og Hollins QPR. Lið núverandi leikmanna Chelsea sigraði 4-3 imjög skemmtilegumlcik. Best lét ekki sitt eftir liggja, skoraði tvö falleg mörk og sýndi oft gamla snTUdartakta. Eftir að Manchester United gaf Best upp á bátinn hafa mörg lið verið á höttunum eftir honum — sérstaklega hcfur Stokc sýnt mikinn áhuga. Það verður fróðlegt aö sjá livert Best fer — og hann er alltaf jafnvinsæll.—h.halls Axel markhœstur í Evrópuleiknum Axel Axelsson var markhæstur leikmanna Dankersen I Evrópuleiknum I Austurriki á sunnudaginn. Dankersen lék þá viö Salzburg f keppni bikarhafa og skoraöi Axel sjö mörk i leiknum — eitt vfti. Dankersen vann stórsigur 28-13 og eins og alltaf, þegar vel gengur hjá liði Ólafs H. Jónssonar, reyndi hann lftiö við inarkskotin — nákvæmlega eins og f góðum leikjum fslenzka landsliðsins og Vals hér áður. Busch skoraöi 5 mörk og Kramer þrjú. Nokkrir leikir voru f Bundesligunni um helgina. Phönix Essen sigraði Alten- liolz 24-1«— Hamborg vann Wellinghofen 10-8 og Göppingen sigraði Beriínarliöið Reinickendorfer Fusche á heimavelli sfnum i Göppingen meö 16-15. Gunnar Einarsson var ekki mikið með i leiknum vegna meiðsia i fingri — en skoraði þó þrjú mörk. Fyrir leikinn við Weliinghofen fingurbrotnaði Einar Magnússon sam- kvæmt fréttum, sem Dagblaöiö fékk frá islendingi i Hamborg. Nánari fréttir af stysinu hafa ekki borizt. Einar hefur cnn ckki fengið sfma ytra. Tottenham komst í 8-liða úrslitin Þœr v-þýzku fremstar Vestur-þýzkar stúlkur hafa haft mikla yfirburöi á heimsmeistaramótinu I nú- timafimleikum, sem nú er háö f Madrid i f jarveru þeirra sovézku — og annarra austantjaldslanda — sem ekki mættu til lciks vegna stjórnmála Spánvcrja. Christiana Rosenberg hlaut gullverðlaunin fyrir æfingar meö kylfum — einnig bolta — en Carmen Rischer gullverðlaun f stökki. Þá hlaut Rischer einnig gull- verðlaun fyrir fjórar greinar samanlagt. t sveitakeppninni sigraði italia — sex keppendur frá hverju landi. Japan var I öðru sæti og Spánn þriðjá. Evrópumeistarar Bayern Munchen fengu hroðalega útreið gegn þýz.ku bikarmeisturunum, Eintracht Frankfurt, i 1. deildinni þýzku f Frank- l'urt á laugardag. Frankfurt sigraði 6-0 og það þó þýzki heimsmeistar- inn i marki Bayern, Sepp Maier, sýndi hvað eftir annað stórkostlega markvörzlu — markvörzlu á heimsklassa að sögn BBC. En það nægði skammt, svo illa voru Evrópumeistararnir leiknir. í Iiði Eintracht Frankfurt eru heimsfrægir knattspyrnumenn eins og Grabrowski og lioeizenbein — og það er einmitt sá siðarnefndi, sem réttir upp hend- urnar fagnandi á myndinni að ofan. Maier er með knöttinn i markinu — langt fyrir innan marklinu. Réð ekki við spyrnu samherja sins i þýzka landsliðinu — og gamli kappinn Grabrowski skoraði einnig i leiknum. -- _ y Ólofur H. og Axel gegn Luxemborg ekkí Norðmönnum -Olympíuleikurinn við Luxemborg í Laugardalshöll á sunnudag Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson munu leika með landslið- inu gegn Luxemborg, 30. nóvem- ber en hins vegar verða þeir ekki með gegn Norðmönnum 2. og 3. desember — Dankersen á þá leik gegn Gummersbach I Bundeslig- unni. Ekkert nánar hefur frétzt af Einari Magnússyni — en eins og fram kom I Dagblaðinu i gær fingurbrotnaði Einar og vitum við ekki nánar um meiðsli hans. Ólafur Einarsson kemur heim á sunnudag og mun leika gegn Norðmönnum. Bróðir hans Gunn- Ársþing FRÍ Arsþing Frjálsiþróttasam- bands tslands verður haldið að Hótel Esju næstkomandi laugar- dag og hefst kl. tvö. Ýms merk mál verða til umræðu á ársþing- inu — og þar meðal annars komið inn á Olympiuleikana i Montreal næsta sumar. ar mun siðan koma til móts við landsliðshópinn i Danmerkur- ferðinni i byrjun desember. Landsliðsnefnd HSl, Ágúst ög- mundsson og Viðar Simonarson, hafa valið „útlendingana” Axel, Ólaf H. og Einar gegn Luxemborg og ásamt þeim verða eftirtaldir i landsliðshópnum. Markverðir: Ólafur Benediktsson, Val Gunnar Einarsson, Haukum Guðjón Erlendsson, Fram Aðrir leikmenn: Stefán Gunnarsson, Val Páll Björgvinsson, Viking Björgvin Björgvinsson, Viking Viggó Sigurðsson, Viking Hörður Sigmarsson, Haukum Arni Indriðason, Gróttu Ingimar Haraldsson, Haukum. Að sjálfsögðu reyna íslenzku leikmennirnir að sigra Luxem- borg stórt — þvi kemur svolitiö á óvart að fljótasti leikmaður hér I handboltanum, Stefán Halldórs- son, skuli ekki vera meö. Hins vegar ræður innbyrðis marka- hlutfall íslands og Júgóslaviu — að þvi gefnu að Islendingar sigri Luxemborg bæði heima og úti — ef löndin verða jöfn að stigum. —h.halls. Getraunospó — 24 raðir | íþróttir Ég hef verið spurður að þvi hvers vegna ég væri ekki ein- göngu með kerfi sem gæfu minnst ellefu rétta — og hef svarað þvi til, að i fyrsta lagi þyrfti miklu fleiri raðir svo þau væru dýrari. t öðru lagi þarf alltaf að finna fleiri vissa leiki og i þriðja lagi gefa flest kerfi, sem eru gefin upp fyrir tiu rétta, það mikla möguleika á ellefu eða tólf, að þar væri litill munur á. Þar má til dæmis nefna kerf- ið, sem ég var með i fyrsta þætt- inum, gem hálftryggði átta leiki og var 12 raðir. Það gefur yfir 60% möguleika á 11 eða 12 rétt- um. Hálftryggir tveimur leikj- um meira heldur en það væri með 11-tryggingu. Þá mundi það aðeins hálftryggja sex leiki og það munar miklu hvort finna á sex eða fjóra leiki vissa. Gott dæmi um þetta er kerfið, sem við erum með i dag. Það heiltryggir fjóra og hálftryggir fjóra leiki og er 24 raðir. Gefur mínnst tiu rétta eða meir. Ef við mundum nota kerfi, sem gæfi minnst 11 rétta með þessum tryggingum, væri kerfið 144 raðir. Það er sem sagt hægt að spila 24 raða kerfið sex sinnum og breyta þá i þvieins og manni finnst bezt vissu leikjunum og fleiru. Það er enginn vafi hvort gæfi meiri möguleika. Það er af þessari ástæðu að kerfi með ell- efu tryggingu eru litið notuð af þeim, sem eru vel að sér i þess- um málum. Þá er það kerfið. Heiltryggðu leikina setur þú við erfiðustu leikina og hálftryggingunum má breyta eins og áður hefur verið skýrt frá. Ef þú vilt breyta linu sem er lx i 2x þá lætur þú x standa á sinum stað, en setur 2 allsstaðar sem 1 er. Ef þú vilt hafa 1 2 þá lætur þú 1 vera og setur 2 allsstaðar'sem x er. Með ósk um góðan árangur. Helgi Rasmussen. RITSTJORN: HALLUR SiMONARSON James til Derby? Einn snjallasti leikmaðurinn i ensku knattspyrnunni, Leighton James hjá Burnley, reynirnú allt til að komast frá féiagi sinu. Hann lék ekki að eigin ósk gegn QPR sl. laugardag — og Jimmy Adamson framkvæmdastjóri Burnley hefur gefið honum fri i nokkra daga. ^Derby County hefur boðið Burnley 300 þúsund sterlingspund fyrir James — og er nú talið ólik- legt, aö félagiðgeti lengur komið i veg fyrir, aöJames fái sölu. Hann er 22ja ára, frábær kantmaður, og telur sig hafa litla framtið hjá Burnley. Boð Derby er i beinhörð- um peningum — engin skipti á leikmönnum þar innifalin. Svan for- maður GR Svan Friðgeirsson var kjörinn formaður Golfklúbbs Reykjavik- ur á aðalfundi félagsins á sunnu- dag. Gyða Jóhannsdóttir, sem var formaður félagsins, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Með Svan i stjórn voru kjörnir Konráð R. Bjarnason, Gunnar Þorleifson, Jón B. Hjálmarsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson. Fyrir i stjórn voru Guðriður Guð- mundsdóttir og Haukur V. Guð- mundsson. Aðalfundurinn var mjög vel sóttur — og eftir hann svignuðu borð undan kökum, sem félags- konur bökuðu. Markið, scm þýzkir fögnuðu svo mjög. Á myndinni að ofan rennir Jupp Heynckes, miðherji Vestur- Þýzkalands og Borussia Mönchengladbach, knettinum framhjá búlgarska markverðinum Filipoff i Evrópukcppni landsliða. Það var eina markið i leiknum, er háður var i Stuttgart — og var raunveru- lega aögöngumiði heimsmeistaranna í úrslit Evrópukeppninnar. KNATTSPYRNAN í BELGÍU Sigurvinsson Gamall samherji Alberts þjálfar nú Standard Liege Liege 19.nóvember. Hinn gamalkunni landsliðs- maður Frakka, Lucien Leduc, mun taka viðstöðu aðalþjálfara Standard Liege nú á næstunni — tekur við af hoilenzka þjálfar- anum Cor van der Hart, sem hefur þjálfað Standard-Iiðið sið- ustu tvö árin. Cor van der Hart mun þó ekki láta af störfum hjá félaginu, heldur verða Leduc innan handar þangað til samn- ingur hans rennur út i lok mai 1976. Leduc er 58 ára gamail og skrifaði undir samning við Standard til eins árs hinn 17. nóvember. Lucien Leduc á langan knatt- spyrnuferil að baki. Hóf at- vinnumennsku sina hjá Red Star, en fór þaðan til Routsaix. Hjá Racing de Paris lék-hann i nokkur ár. Siðasta árið, sem hann lék með Racing var Albert Guðmundsson keyptur til fé- lagsins. Það var árið 1949 og þetta sama ár urðu þeir bikar- meistarar saman. Leduc hélt siðan til Italiu og lék þar með 1. deildarliði Fen- eyja i tvö ár. Heim til Frakk- lands kóm hann aftur og lék sitt siðasa ár sem atvinnuknatt- spyrnumaður með St. Etienne. Fljótlega eftir að knatt- spyrnuferli hans lauk fór Leduc að þjálfa. Fyrst sem þjálfari og leikmaður hjá áhugamannaliði Annecis. Þjálfaraferill hans hófst raunverulega ekki fyrr en hann tók Monaco-liðið að sér. Þar náði hann frábærum ár- angri. Var þjálfari liðsins i fimm ár og á þeim tima varð lið hans tvivegis Frakklands- meistari og tvivegis bikar- meistari Frakklands. Frá Monaco lá leiðin til Sviss, þar sem hann þjálfaði Servette i Genf. Þar var hann þjálfari i þrjú ár og árangurinn sá, að þrisvar varð liðið i einu af fjór- um efstu sætunum i l.deild og tvisvar komst liðið i úrslit sviss- nesku bikarkeppninnar. Frá Sviss hélt Leduc til Alsír og þjálfaði þar i eitt ár — og Mar- seille varð svo næsti ákvörðun- arstaður hans. Hann gerði liðið að Frakklandsmeisturum strax fyrsta árið. Frá Marseille fór hann til Reims. Það var um mitt keppnistimabil og Reims þá á botninum i 1. deildinni i Frakk- landi. En áhrifa Leduc gætti fljótt — liðið var i áttunda sæti, þegar keppninni lauk, og komsl I úrslit i franska bikarnum. Leduc hefur ekki starfað að þjálfun siðan 1974 — og hvernig honum tekst upp hjá Standard Liege fær timinn einn úr skorið. En það er ekki vafi á þvi, að fé- lag mitt hefur þarna náð i af- burðamann á þessu sviði. Kærkveðja Ásgeir Sigurvinsson. LEIKVIKA 14- Kerfl.Heiltryggir 4 leiki og hálftryggir 4 leiki. 1. A8ton Villa-Leicester 2. Coventry-Birmingham 3. Derby-Middle sbro 4.Ipswich-Sheff.Utd. 5. Leeds-Everton 6. Liverpool-Norwich 7. Manch.Utd.-Newcastle 8. QPR-Stoke City 9. Tottenham-Burnley lo.West Ham-Arsenal tll.Wolves-Manch.City 12.Eulham-Bristol City Seðill 2 Seðill 1 1x21x2 1 1 1 x x x xxxxxxll lllllllx X X X X X 12x12 1 1 1 x' x 2 1 x x 2 2 1 x 1 x xlllxxxl xl2xxl2x xxxxlllx 121x21x2 221x1x21 Seðill 3 x21x21x2 xxlllxxx xxxxxlll 1 1 x x x 1 1 2 x x 1 2 X X X X X 1 1x1x21 x 2 x 2 1 x Lucien Leduc —I Ijósa frakkanum — ásamt Cor van der Hart.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.