Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 3
Pagblaðiö. Þriðjudagur 25. nóvember 1975. 3 „Fjósqkallqr" og utanríkisþjónustq Raddir lesenda Viggó Oddsson skrifar frá Jóhannesarborg: Cowboys eða kúrekar og kú- rekamyndir höfðu þau einkenni að þar voru ætið einhverjir vondir eða góðir, enginn meðal- vegur, enda hefði myndin ekki borið sig ef ekki hefði verið ein- hver „bardagi i guðspjallinu.” Ég mundi nú þýða orðið ,,cow- boy” einfaldlega fjósakall, en það voru þess konar menn kall- aðirá íslandi, eða jafnvel gegn- ingamenn, engum til meintrar minnkunar eða álitshnekkis. Cowboys og gegningamenn Islenzkir cowboys hafa að jafnaði verið meinleysismenn, eins og saga okkar ber ljósan vott um, en ameriskir gegn- ingamenn hafa ætið verið tákn um hið góða og vonda i kvik- myndahúsum landsins. Það vill svo einkennilega til að einmitt þær persónur, sem núna eru að stússa i utanrfkismálum okkar, innanlands og hjá Sameinuðu þjóðunum, voru krakkar á þeim tima sem kúrekamyndir nutu sem mestra vinsælda. Þeir lærðu ekki að leita að rökum um hvað væri gott eða vont eða að lita á málin frá fleiri sjónarmið- um. Allt var skipulagt fyrirfram fyrir litlu gemlingana sem núna marka utanrikisstefnu Islands, af biómenntuninni forðum daga. island og Uganda Siðan Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar hefur aldrei verið meiri stórsjór á þeirri fiskatjörn. Hinn frægi Amin for- seti Uganda og Einingarsam- taka Afriku, hefur látið að sér kveða. Allrahanda fáránlegar samþykktir samdar og sam- þykktar með island á harða spretti á eftir „meirihlutan- um”. Bretland, Bandarikin, Frakkland og jafnvel DAN- MÖRK sitja hjá eða andmæla dæmalausustu tillögunum. Lið- in er sú tið að við Islendingar kjósum það sem réttara virðist. Það er bara meirihlutinn sem mestu skiptir í flestum málum. island og S-Afríka. Ég veit ekki betur en boð dr. Verwoerds fyrrum forsætisráð- herra S-Afriku gildi til handa ut- anrikisráðherra islands og fylgifiska hans, til að kynna sér málefni Afriku sem þeir virðast hafa svo mikinn áhuga á. Ætti utanrikisráðherra að vera óhætt að skreppa i nokkra daga,- hér er hásumar og ágætis veður. Margir leiðtogar svertingja hafa þegið boð stjórnar S-Afriku til að ræða skoðanir Vorsters forsætisráðherra um friðsam- lega sambúð og samvinnu milli Afrikuþjóða og annarra sem þiggja vilja allt það sem hér stendur til boða. Að skara fram úr i réttlæti og sjálfstæðum skoðunum er háttur mikil- menna. Múgmennskan er au- virðilegt hlutskipti sem fram- sóknarmennskan hefur valiö ts- landi. Sjálfstæði fyrir allar 20 þjóðir i S- og SV-Afriku er tak- mark stjórnarinnar, án erlendr- ar ihlutunar, vinátta og við- skipti við allar þjóðir sem virða lýðræði og frjáls viðskipti. Spurning dagsins Krtu kominn með nagladekk undir hilinn? (íuðmundur llansson banka- starl'smaður: ,,Ég er með snjó- dekk undir bilnum og keðjur i skottinu— það læt ég nægja.” Ilihnar Karlsson prentari: ,,Ég lét þau undir fyrir hálfum mán- uði. Siðan hefur allt gengið með ágætum.” krislin (iuðmundsdóttir verk- smiðjuverkakona: ,,Ég lét setja þau undir núna 15. nóvember, svo ég er við öllu búin.” I’all Þorláksson rafvirkjameist- ari: ,,Ég er með þau i skottinu og læt setja þau undir núna á eftir, — eftir nokkrar minútur." llvalbátarnir ciga nú náðuga daga framundan, eöa alveg fram á næsta sumar, en saint tala menn um að taka togara af veiöum og selja i gæziustörfin. Xillijálinur Pálinason vélstjóri: ,,Að sjálfsögðu. Búinn að hafa þau undir núna i rúma viku — en tiðin hefur verið svo góð. Ég átti nagladekk síðan i fyrra, svo þetta urðu ekki mikil útgjöld i þetta sinn." Notið hvalbátana í þorskastríðið gafst vel siðast 4sgeir M. Asgeirsson skrifar: „Mikið hefur verið rætt um ívort islenzka landhelgisgæzlan ;é fær um að verja landhelgina. Flestir eru sammála um að ;vo sé — þeirra á meðal skip- íerrar og yfirmenn Gæzlunnar, íf fleiri skip komi til. Bent hefur rerið-á að taka skuttogara til pessara starfa. Þessi skip hafa nikinn ganghraða — en eru þau ekki of svifasein i snúningum? Bretar hafa sýnt að undan- förnu að þeir hafa ekkert lært og engu gleymt. Hvað eftir annað hafa brezku togararnir reynt að keyra á islenzku varðskipin. Landhelgisgæzlan tók á sinum tima á leigu einn af hvalbátun- um, sem reyncdstmjög vel i alla staði — úrvals sjóskip og mjög lipurt i snúningum. Það mun vera til lagaheimild fyrir þvi að taka hvalbát á leigu og vil ég benda ráðamönnum á að taka hvalbát á leigu strax. Hvalbátarnir geta komizt 14—16 milur og ég er viss um að engin skip eru snúningsliprari en þessir bátar. Reyndar væri gott hjá ráðamönnum Gæzlunnar að bera saman skuttogara og tival- bát og sjá hvort skipið mundi henta betur þörfum Landhelgis- gæzlunnar. Sjálfur hef ég verið skipstjóri á fiskiskipi og veit þvi undir hvaða álagi starfsmenn Land- helgisgæzlunnar eru — þvi riður á að hafa skipin sem bezt úr garði gerð. Það þarf að sýna Bretunum hörku — þá halda þeir ekki lengi út að stunda veiðar á fs- landsmiðum.” Geir 11. Guðmundsson skrifstofu- sljóri: ,,Já, — ég lét setja þau undir núna fyrir skömmu. Vildi spara mér það til þess að skemma ekki götur um of.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.