Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 15
Hagblaðið. Þriðjudagur 25. nóvember 1975. 15 Brandarakarl settur í bann Lestarstöðin Chelmsford fyrir utan London var til skamms tlma ólik öðrum lestarstöðvum i Englandi og sennilega átti hún ekki sinn lika þótt viöar væri leitað. Jafnvel snemma á mánu- dagsmorgnum, þegar mann- fjöldinn beið þar eftir lestinni á ieið i vinnuna, var bros að finna á hverju andliti. Menn, sem aldrei höfðu sézt áður, gáfu hver öðrum olnbogaskot og gerðu að gamni sinu eins og þeir hefðu þekkzt i áraraðir. En i sfðasta mánuði var þessi blómatimi, er staðið hafði I tiu ár, á enda. Stöðvarstjórinn, sem var orðinn frægur meðal Eng- lendinga, va r þá settur i bann og nú sést enginn biða hlæjandi eft- ir lestinni sinni á morgnana. Brezku járnbrautunum þótti sem hin alþekkta kimnigáfa stöðvarstjórans Jim Whitley hyggi of nærri hagsmunum stofnunarinnar. Tiikynningar um komu- og brottfarartima lesta voru ekki i hinum hefðbundna vélræna stil hjá Jim, heldur læddi hann þar ætið inn grini, sem fékk þá sem biðu eftir lestnnum til að skella upp úr. — Hérer áriðandi tilkynning: 8.50 lestin verður hér á réttum tima... sökum meðvinds. — Tilkynnt hefur verið um seinkun á 8.42 lestinni. Ekki er ljósthversu töfin verðu löng, en 1., 2. og 3. bindi af „Strið og friður” fást I bóksölunni. — Lestinni til Victoria hefur seinkað þar eð lestarstjórinn freistaðist til að tina nokkur falleg blóm i leiðinni. Sllkar tilkynningar heyrast vart framar i hátölurum Chelmsford lestarstöðvarinnar. Hundruð farþega hafa harðlega mótmælt þessari skerðingu á tjáningarfrelsi stöövarstjórans. ósennilegt er þó að mótmælin fái nokkru breytt. Jim Whitley vill ekki eiga á hættu að missa starfið og hefur þvi brennt brandarabókinni sinni. UMBÚÐIRNAR EÐA INNIHALDIÐ? Samkvæmt nýjustu þjófnaða- skýrslu vaxmyndasafnsins i Hollywood hefur fimmtiu brjóstahöldum verið stolið utan af Racquel Welch það sem af er árinu. Þar sem ósennilegt er talið að brjóstahöldin hennar Rakelar passi almennt á aðrar konur telja forráðamenn safns- ins fullvist að innihaldið en ekki umbúðirnar hafi heillað þjóf- ana. A sama tima hefur 40 settum af trommukjuðum verið stolið frá vaxmyndinni af Ringo Starr og 15 vindlum úr munni Winston Churchills. ELTON JOHN Svelnlierbergi poppstjörnunnar sjálfrar er búið glæsilegu súlna- rúnii ineð liimni. einkavinekra, sem fylgdi með i kaupunum. Vinuppskeran nægir allri þörf ibúa hússins. Auk vinekrunnar eru á hinum 37 ekrum lands, sem fylgja hús- inu, hesthús fyrir sjö hesta, hænsnabú, sem sér Elton John fyrir kjúklingum og eggjum og blóma- og grænmetisgarðar, sem sjá fyrir þörfum húseig- anda allan ársins hring. A landsvæðinu eru einnig þrjú mismunandi stór vötn og sögu- frægt skógarsvæði. — Það trúir þvi enginn maður hvaö það kostar að reka þetta heimili, sagði fyrri eigandi, en hinn 27 ára gamli Elton John ætti ekki að hafa áhyggjur af sllkum smámunum. Arstekjur hans eru taldar nema um 700 miljónum króna. Auðugir strœtisvagnafarþegar Það sannaðist heldur betur um daginn að strætisvagnar eru ekki lengur farartæki fá- tæka mannsins. Þá fann far- þegi, sem fékk sér far með ein- um af þessum rauðu strætis- vögnum iLondon, poka með mu milljónum króna i reiðufé i sæt- inu við hliðina á sér. Forráðamenn strætisvagn- anna I London heilluðust svo af þessari frétt um góðan fjárhag farþega sinna að þeir hækkuðu fargjöldinum 25% tveim dögum siðar. Siðgœði, mafían og lœknirinn, sem þorði Ung stúlka, læknir, áræðir aö klæðast bikini á Sikileyjaklas- anum, þarsem hún vinnur. Hún verður skyndilega — vegna þess — miðdepill mikilla deilna ibúa Miðjarðarhafsins um almennt siðgæði. Bæjarstjórinn kemur i fylgd þriggja lögregluþjóna á sjúkrahúsið til hennar um miðja nótt. Þeir segja henni aö hún sé hér með rekin fyrir siðleysi, að hún verði handjárnuð og sett i fangelsi verði hún ekki farin strax daginn eftir. Stúlkan er greind, með há- skólapróf i barnasálfræði og taugasjúkdómum frá Messina- háskóla. Hún hefur heyrt um orðstir bæjarstjórans og hún fer. Stúlkan, sem um ræðir, er 26 ára, dr. Caterina Arena. Þetta atvik hefur orðið til þess að bit- urt „strið” hefur brotizt út á milli gamallar siðgæðiskenndar Suður-Italiu og hinna ungu, „frelsuðu” kvenna ítaliu. Arena nýtur stuðnings starfsbræðra sinna og hefur hafið málsókn á hendur bæjarstjóranum og bæjarstjórn hans fyrir brot á stjórnarskránni. Málið gæti endað i hæstarétti landsins. Þessi dramatiska barátta um kynferðisleg boð og bönn fer fram á sannkallaðri paradisar- eyju i Miðjarðarhafinu. Eyjan er einn eldfjallatoppanna sem standa upp úr sjó norður af Sikiley. Þar hafa ferðamenn þegar byrjað að setja sinn svip á ævaforna siðgæðishefð ibúanna. Flestar konur ganga enn svart- klæddar: fótleggir þeirra klæddir i þykka, svarta sokka og hárið greitt slétt undir svört- um höfuðklútum. Þar sem stúlkur fá ekki að vera einar með piltum giftist fólk yfirleitt mjög ungt. En það er ekki aðeins þetta atriði sem liggur að baki her- ferð Liberatore Giuffre bæjar- stjóra gegn Arena, eftir að hún hafði verið þar i aðeins 27 daga. Hún er sjöundi læknirinn sem hefur verið rekinn frá eynni á tæpum tveimur árum. Efna- Hr. Caterina Arena i forboðnum klæðnaði. fræðingi nokkrum og sjö skrif- stofumönnum á borgarskrif- stofunni hefur einnig verið visað burt. Giuffre er sagður mafiu- maður. Hann stjórnar eynni eins og minniháttar Guðfaðir og þvi var þessi breytingagjarna kona hættuleg. „Aðeins þrir menn utan bæjarstjórans hafa aðgang að þeim peningum sem eynni eru ætlaðir,” segir Arena. „Það eru efnafræðingurinn bæjarritari og læknirinn, þvi jafnframt læknis- störfum gegnir hann embætti heilbrigðiseftirlitsmanns. Stjórnin i Róm veitir miklum peningum til eyjunnar en megn- ið af þvi fé rennur i vasa bæjarráðsmanna. Þeir stjórna öllu. öll opinber verkútboð verður að auglýsa, en mafian sér til þess að aðeins mafiu- fyrirtæki sækja um.” Til að vera á eynni, segir dr. Ar.ena, verður læknirinn að vera reiðubúinn að fara i einu og öilu eftir fyrirmælum mafiunnar. Flestir læknanna á undan henni stönzuðu ekki lengi. Einn dugði i 20 daga, annar i aðeins tvo. Arena segir sjúkrahús sitt hafa verið fátæklega búið læknis- áhöldum, þegar hún kom þang- að, þvi fjárveitingar til heilsu- gæzlu hefðu runnið i vasa einka- aðila. Vatnsgeymarnir á eynni voru óhreinir og óvarðir. Óskir hennar um aukinn tækjabúnað og aðgerbir til varnar drykkjar- vatni voru ekki teknar til greina. Fáir eru þeir sem þora að gagnrýna bæjarstjórann i heyr- anda hljóði. Staðreyndin er þó sú að hann var dæmdur i tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjárdrátt — og látinn laus, náðaður, þegar i stað. Giuffre heldur þvi fram að bæjarstjórnin hafi rekið dr. Arena samkvæmt fyrirmælum frá sér vegna „versnandi sambands” hennar við eyjaskeggja. Sjúklingarnir kvörtuðu um að hún væri ekki i læknisklæðum þegar þeir komu til hennar. Þeir sögðu einnig að hún væri ekki mjög góður lækn- ir,” segir hann. Starfsemi mafiunnar þar um slóðir er ekki umfangsmikil og hún er yfirleitt án blóðsúthell- inga. Vitað er hverjir eru félag- ar og bæjarstjórinn er eins konar útibússtjóri sem sjaldan fær heimsókn frá höfuðstöðvun- um. Á Salina-eyju er markmiðið að halda óbreyttu ástandi og sjá til þess að utanaðkomandi skipti sér ekki af þvi sem fram fer. 1 þessu skyni eru gerðar tilraunir til að koma i veg fyrir að frjáls- lyndi nútimans berist til eynna. Arena er farin en á kvöldin ganga mæður um með dætur sinar — og dæturnar horfa á ungu mennina. f augnaráði þeirra er varúð — og eftirvænt- ing. DÖNSK BORÐSTOFUHÚSGÖGN ÚR SÝRUBRENNDRI EIK Garðarshólmi h.f. Hafnargötu 32 og 36, Keflavík Sími 92-2009

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.