Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 24
SVEIK 600 ÞUSUND KR. ÚT ÚR BANKAKERFINU Á HLUTA ÚR DEGI Bírœfinn ávísanaþjófur 09 falsari á ferð milli bankadeilda Sex hundruð þúsund krónur voru sviknar út úr bankakerfinu hér i Reykjavík s.l. föstudag. Var lævíslega að farið og sýnilega með þaulhugsaðri aðferð. En glæpurinn tókst. Sá er hann framdi er ófundinn ennþá, en rann- sóknarlögreglan vinnur að málinu. . Fyrsti þáttur málsins er áð ávisanahefti frá Alþýðubankan- um er stolið. Sá er þann verknað framdi kemur svo inn i einn af aðalbönkunum i miðborginni. Stofnar hann þar sparisjóðsbók meö 50 þús. kr. innleggi. Innleggið greiðir hann með 100 þúsund króna ávisun úr sloina heftinu, og fær þvi 50 þús. kr. til baka. Siðan heldur hann rakleitt i eitt útibúa sama banka. Þar leggur hann enn inn i bankabókina, sem hann var nýbúinn að stofna i aðal- bankanum. Nú hljóðaði innleggið jpp á 550 þús. krónur. Greiddi hann það með 500 þúsund kr. ávisun úr stolna heftinu og 50 þús- und krónunum, sem hann hafði tengið til baka i aöalbankanum. Vegna þess að peningar i iausu fylgdu með ávisuninni, vaknaði enginn grunur hjá bankafólki. Út úr útibúinu hélt þvi maðurinn með sina nýstofnuðu bankabók og hijóðaði nú innistæða hennar upp á 600 þúsund krónur. Aftur hélt svikarinn i aðalbank- ann. Þar skrifaði hann úttekt úr bókinni sinni góðu upp á 600 þús und krónur. Leikurinn heppnað- ist. Viðskiptum hans við bankann var lokið. Þau höfðu öll átt sér stað á hluta úr degi— en út fór maðurinn með 600 þúsund krónur i reiðufé. —ASt Bœjarstjórinn og ásakanirnar: „Hef ekki neina ástœðu til að gagnrýna skrif Dagblaðsins" rikisráöinn Lvald 'l'homsen, annar fiölunganna dönsku, ..spilleinand” i Danmörku (DB-mynd Bjarnl.) Danskir fiðlungar skemmta: Dansað um alla ganga í Norrœna húsinu Tveir danskir fiðlungar gerðu heldur betur lukku i Norræna húsinu i gærkvöldi. Þeir léku þar af miklu fjöri hambóa og ræla, og hvað það nú heitir allt þetta gamla og fjöruga. Fóru leikar svo að viðstaddir réðu ekki lengur við fæturna, og fóru að dansa um alla ganga hússins. Var það mál manna að fjörugra kvöld hefðu þeir ekki átt i þessu ágæta húsi i Vatnsmýrinni. Danirnir skemmta aftur i kvöld á sama stað. Hlaut opið höfuðkúpubrot t dagblaðinu Visi birtist i gær eins konar frétt um niðurstöður könnunar á meðferð bæjarstjór- ans i Vestmannaeyjum á fjár- munum. Er haft eftir bæjarstjór- anum, Sigfinni Sigurðssyni, að hann gagnrýni mjög skrif Dag- blaðsins um „þetta mál”. Dagblaðið bar þetta undir Sig- finn i morgun. Hann kvað sér þykja nóg að gert, þótt ekki yrði nú farið að togast á um það, hvernig bæri að skilja það, sem hann hefði sagt um það, sem aðrir hefðu sagt. Aðspurður kvaðst Sigfinnur ekki hafa haft neina ástæðu til að gagnrýna skrif Dagblaðsins eða meðferð þess á málinu. Hér fer á eftir yfirlýsing, sem Dagblaðinu barst morgun: Yfirlýsing vegna ummæla bæjarstjórans i Vestmannaeyj- um. Vegna viðtals viö bæjarstjór- ann i Vestmannaeyjum, sem birt- isti dagblaðinu Visi 24. nóvember sl. vill nefndin sem bæjarstjórn skipaði til að kanna ásakanir minnihluta bæjarstjórnar um Samstarfsnefndin til vernd- ar landhelginnar skorar á þjóðina að taka sér fri frá störfum næstkomandi fimmtudag. Tilefnið á að vera að mótmæla samningsdrögun- „Það er mat mitt, að allur þingflokkur Sjálfstæöisflokksins muni styöja samningana,” sagði Gunnar Thoroddsen, for- maður þingflokksins, i morgun i við'tali viðDagblaðið. „Já, ég tel það vist,” sagði Gunnar, þegar hann var spurður, hvort hann teldi liklegt, að samningsdrögin viö Vestur-Þjóðverja yrðu samþykkt á Alþingi. misnotkun bæjarstjóra á fjár- munum Vestmannaeyjabæjar taka eftirfarandi fram: 1. Þann 4. nóvember sl. barst bæjarstjóra i hendur launa- greiðsluform ásamt áfestu af- riti af innleggsnótu i Útvegs- banka íslands Vestmannaeyj- um, sem sýndu að laun bæjar- stjóra fyrir timabilið 1. ág. til 31. okt. 75 höfðu verið lögð á ávisanareikning bæjarstjóra við ofangreint bankaútibú. 2. Þann 8. nóvember sl. hélt bæjarstjóri til Reykjavikur i erindum bæjarstjórnar Vest- mannaeyja og dvaldist þar til 16. nóvember. 3. Þann 18. nóvember greiddi bæjarstjóri kr. 600 þúsund inn á viðskiptareikning sinn við bæjarsjóð. Að öðru leyti visast til sameiginlegs nefndarálits um mál þetta. um við Vestur-Þjóðverja og samningum um landhelgis- málið almennt. Nefndin hyggst boða til úti- fundar klukkan tvö á fimmtu- „Máliö hefur verið kynnt i þingflokknum, og menn hafa rætt til þrautar allar hugsanleg- ar leiðir,” sagði Ellert B. Schram, alþingismaður i morg- un. „Menn sjá kosti og galla á drögunum, en það kæmi mér á óvart, ef allir greiddu ekki atkvæði með þeim.” Einar Agústsson utanríkis- ráðherra sagði i morgun, að Sjómaðurinn, sem fluttur var i þyrlu af miðunum fyrir sunnan land i gær, liggur nú i gjörgæzlu- deild Borgarspitalans. Hann hlaut opið höfuðkúpubrot og flestallir þingmenn Framsókn- arflokksins mundu styðja samningana við Vestur-Þjóð- verja. „Andstaða gegn þeim er ekki veruleg i þingflokknum,” sagði Einar. Samningsdrögin verða ekki tekin til umræðu fyrr en á morg- un, að beiðni stjórnarandstöð- unnar, sem taldi sig þurfa meiri umhugsunartima. gekkst undir aðgerð i Borgar- spítalanum i gær. 1 morgun fékk blaðið þær upplýsingar að honum liði vel eftir atvikum. Hann er með meðvitund. ASt Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, sagði i viðtali við blaðið, að Alþýðuflokkurinn væri andvigur öllum samning- um við útlendinga um veiðar rnnan landhelgismarkanna. Alþýðubandalagið og Samtökin hafa einnig lýst yfir andstööu. Mikill slagur er i uppsiglingu á Alþingi. —HH frfáJst, óháð dagblað Þriðjudagur 25. nóvember 1975. GENGUí BÚÐIR OG STÁLU Um hádegisbilið i gær voru tveir piltar handteknir i mið- borginni. Piltarnir höfðu kom- ið i úra- og skartgripaverzl. að Laugavegi 8. Varð þess vart eftir komu þeirra þangað að armbandsúr var horfið. Lögreglunni var tilkynnt um þjófnaðinn. Fylgdi svo góð lýsing á piltunum, að lögregl- an fann þá þegar i miðborg- inni. Er nánar var að gáð kom i ljós að þeir höfðu einnig með- ferðis tvær bækur sem þeir höfðu stolið i annarri verzlun Sá sem virtist ráðandi aðili i þessari ferð var 15 ára gamall. ASt Á skeflinöðrum á Austurvelli Rétt fyrir miðnætti i nótt tók lögreglan tvo pilta á skellinöðr- um. Gerðu þeir sér að leik að hjóla á Áusturvelli. Ekki ollu þeir tjóni, enda jörð freðin. Ólöglegt er athæfið samt. Glannaakstur skellinöðru- og vélhjólapilta fer vaxandi. Hafa þeir verið teknir fyrir alls kyns glæfraakstur og einnig teknir ölv- aðir við akstur. ASt. Braut rúður og réðist að bíl í ölœði Lögreglan á Akranesi hafði i gær hendur i hári pilts sgm s.l. laugardagsnótt olli talsverðu tjóni i ölæði og vonzku. Piltur- inn hafði ásamt mörgu öðru fólki komið í rútubil af sveita- balli. Er til Akraness kom yf- irgaf pilturinn og nokkrir fé- lagar rútuna i útjaðri bæjar- ins. Þar sinnaðist piltinum við félaga sina og lét skapvonzku sina og ölæði bitna á rúðum og kyrrstæðum bil. Varð hann þannig valdur að talsverðu tjóni. Pilturinn hvarf óséður af vettvangi. En máíið er nú upp- lýst og hefur pilturinn viður- kennt brot sitt. ASt. Landhelgisgœzlan: „Engin slysahœtta" Að gefnu tilefni vill Land- helgisgæzlan benda á, að undanfarin ár, frá septem- ber 1972, hafa átt sér stað á annað hundrað viraklipping- ar og aldrei hefur brezkur eða þýzkur sjómaður fengið svo mikið sem skrámu. Landhelgisgæzlan hefði aldrei notað klippur, ef hætta væri á slysum þeim sam- fara. Þegar klippt er á vir i sjó, dettur virinn dauður niður — hringast upp i sjón- um, þarsem skorið er á hann i djúpu vatni. Bretar búa hér til grýlu i áróðri sinum, að tilefnislausu, segir Land- helgisgæzlan. —HH 25. nóv. 1975 Jóhann Pétur Andersen Arnar Sigurmundsson Jóhannes Kristinsson Siguröur Jónsson SKORAR Á FÓLK AÐ TAKA SÉR FRÍ dag.—HH Yfirgnœfandi þingmeirihluti ALLUR ÞINGFLOKKUR SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS STYÐUR SAMNINGSDRÖGIN Umrœðu frestað að beiðni stjórnarandstöðunnar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.