Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 9
Pagblaðið. Þriðjudagur 25. nóvember 1975. 9 TELGDIEG FORÐUM TRÉ MEÐ EGG um bók dr. Kristjóns Eldjórns „Hagleiksverk Hjálmars í Bólu". Helgafell, 136 bls., með fjölda Ijósmynda Nú eru islenskir bókmennta- fræðingar farnir að gefa gaum ýmsum minni háttar skáldum aftan úr öldum, i þvi skyni að fá breiðari yfirsýn yfir bók- menntastarfsemi á hverjum tima. En ennþá er stór hluti is- lenskrar listsögu litt kannaður af isl. fræðimönnum, eink- anlega tréskurðurinn sem þó stóð i blóma i hartnær þrjár ald- ir i landinu. Dr. Kristján Eld- járn er sá fræðimaður hérlendis sem hvað mest hefur lagt af mörkum hvaðþetta snertir, þótt itarlegustu ritgerð um islenskan tréskurð hafi að visu skrifað danskur fræðimaður, Ellen Marie Mageröy. Nú hefur dr. Kristján enn bættúFiávöntuninni islendinga megin með hinni vönduðu bók sinni um tréskurð Hjálmars Jónssonar frá Bólu. Viðsvegar um landið eru geymdir útskornir gripir, sem kenndir hafa verið við Hjálmar, og dr. Kristján skýrir frá þvi að löngu fyrir 1960 hafi hann ihug- að að safna þeim saman i eina bók og gera grein fyrir hand- bragði skáldsins. Þessi útgáfa hefur dregist þar til nú og telur dr. Kristján sig geta skilgreint heildarsvipinn á hagleiksiðju Hjálmars af þeim 55 gripum sem hann hefur náð til, þótt hann telji liklegt að fleiri verk hans eigi eftir að koma i leitirn- ar. Vel rökstudd Bók dr. Kristjáns er ekki stássleg myndabók til flettingar yfir kaffibolla, heldur vel rök- studd fræðileg ritsmið, sam- tengd góðum ljósmyndum, og hefur Erna Ragnarsdóttir séð um smekklegt útlit. En dr. Kristján gæti ekki ritað þurrt og leiðinlegt mál þótt hann reyndi og lifgar þvi hinn knappi og kjarnmikli ritháttur hans upp á „corpus” skrá bókarinnar. i stuttum inngangi rekur hann tilurð þessarar bókar, fjallar vill eigna Hjálmari og kemst að þeirri niðurstöðu sem mér sýn- ist rétt, — þ.e. að öll einkenni, auk uppruna, bendi til handa Hjálmars. 30 hluti i viðbót eign- ar dr. Kristján svo Hjálmari og eru þær ályktanir sömuleiðis byggðar á ströngu stilfræðilegu prófi og athugunum á uppruna og eru niðurstöður höfundar i hæsta máta sannfærandi. Að visu freistast lesandi til að efast um höfund verka eins og nr. 24, 41 og 53, þvi i þeim tilfellum eru heimildir óljósar og stillinn mjög frábrugðinn öðrum verk- um Hjálmars. En þar sem höf- undur hefur skoðað þessa gripi náið, stendur hann mun betur að vigi en við sem verðum að not- ast við ljósmyndir. Einnig hefði fávis lesandi gjarnan viljað fá nánari útlistun á Nordalskistl- unum svonefndu, en þeir eru stór hluti af framleiðslu Hjálm- ars. Var hann sá eini sem skar kistla með þessu fyrirkomulagi, þ.e. þrem láréttum bekkjum á skreyttu flötunum fimm? Gam- an hefði einnig verið að sjá myndir af þeim tréskurði sem liklegt er að Hjálmar hefði i æsku getað lært eitthvað af. Síðasti alþýðutréskerinn Vil ég að lokum vitna i lokaorð dr. Kristjáns um stöðu Bólu- Hjálmars i islenskri listsögu: „Segja má að þjóðleg islensk tréskurðarlist liði undir lok upp úr miðri 19. öld og er þá merki- legt skeið á enda runnið. Hjálm- ar i Bólu var einn hinn siðasti alþýðutréskeri sem var i órofn- um tengslum við list sina sem fornan feðraarf og tókst að gera ágæta hluti i anda hinnar æva- gömlu stilhefðar, ósnortinn með öllu af nýjum erlendum áhrif- um.” Vonandi mun dr. Kristján finna tima til þess að gera nán- ari grein fyrir þessari hefð. um ævi Hjálmars og greinir sið- an markvisst frá heimildum um hagleik skáldsins i tré og járn. Bróðurpartur bókarinnar er sið- an skrá yfir verkin og i yfirliti eftirá gerir dr. Kristján grein fyrir ályktunum sinum. 1 skránni kemur fram að ekki er til nema eitt verk, þ.e. Vida- linsskápurinn i Þjóðminjasfni, sem merkt er Hjálmari, en 14 aðrir gripir eru siðan traustlega raktir til hans. að Hjálmar fylgdi i flestu fornri hefð útskurðar i notkun sinni á teinungum og fléttum, en eins og aðrir sjálfmenntaðir trésker- ar fyrri alda var hann litt fyrir mannsformið, eins og kemur fram i skurði hans á „Syndafall- inu”. En náin rannsókn á verk- unum 15 leiðir i ljós nokkur per- sónuleg einkenni Hjálmars, sem eru til að mynda tið notkun á hringflötum i enda teinunga og skýrt, grunnt rist höfðaletur. Hefðbundinn Siðan athugar dr. Kristján þá 10 Höfundur sýnir siðan fram á hluti til viðbótar sem sögusögn BATÍK í BOGASAL um batíksýningu Katrínar H. Ágústsdóttur í Bogasal Þjódminjasafnsins Batiklist er ekki ýkja gömul hérlendis, en þó eru hér nokkrar listakonur sem náð hafa um- talsverðum árangri tæknilega séð. Hins vegar hafa þær enn verið mjög hefðbundnar i myndefni sinu, litir þeirra hafa jafnan jaðrað við sætleikann og maður hefur haft það á tilfinn- ingunni að möguleikar þessarar listgreinar hafi enn sem komið er ekki verið fullnýttir hér á landi. Á sunnudag lauk sýningu Katrinar H. Ágústsdóttur á batik i Bogasal Þjóðminjasafns- ins. Sýndi hún 36 verk alls og var framlag hennar að mörgu leyti ánægjulegt, þótt ekki hafi það að öllu verið laust við þá galla sem nefndir eru hér að of- an. Gaman var að sjá batikkonu takast á við efni eins og vél- menningu, umferð, bila, há- spennustaura og þ.u.l., og er Myndlist myndbygging Katrinar nokkuð traust og teikningin sæmileg þótt vart sé hún einstæð. At- hyglisvert var einnig hvernig myndefni hennar nálgast hið ó- hlutbundna, eins og i nr. 1, 6, 7, 13, 14 o.fl., en þá leið finnst mér að batikin ætti að fara oftar. Aðrar myndir Katrinar voru einnig vandlega útfærðar en all- hefðbundnar, þótt stöku sinnum brygði fyrir frumlegheitum, eins og t.d. i „Flyðrur” (nr. 2). Litum sinum heldur Katrin yfirleitt i skefjum, en þó má inn á milli sjá sætlegan viðkvæmn- isblæ. Kannski að batik krefjist lita sem slikra? Um það veit ég ekki nægilega mikið. Leiðrétting Með grein Aðalsteins Ingólfs- sonar um FfM sýninguna sið- astliðinn laugardag var fyrir mistök birt röng mynd. Hlutað- eigendureru beðnir afsökunar á þessum mistökum. aumnoN á^a LEYNIVOPNIÐ UNDIR VÉLARHLÍFINNI er nýtt sett af Championkertum. Fáið úr vélinni þá orku sem henni er ætlað að gefa. , Laugavegi 118 - Sími 22240 EGILL VILHJALMSSON HF •••• TANDBERG Ævintýraleg fullkomnun. Um allan helm er Tandberg segulbandstækjum hrósað upp f hástert. Enda bjóða þau upp á marga möguleika, svo sem sound-on-sound, ekkó o.fl. en fyrst og fremst tóngæðl. HAFNARSTRÆTI 17 SÍMI 20080 •••• TANDBERG Ævintýraleg fullkomnun. . Fjarstýrlng fyrlr elektrónlsku Tandberg segulbandstækln. HAFNARSTRÆTI 17 SÍMÍ 20080 •••• TANDBERG Ævintýraleg fullkomnun. Geymist þar sem lltlu börnln ná ekkl til. HAFNARSTRÆTI 17 SÍMÍ 20080

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.