Dagblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. APRlL 197»-. BÍLASALA Renault 12 TL 72 Renault 12 TL 74 Renault 12 TL 74 Renault 16 TL 73 Renault 16 TL 74 Renault 16 TL 74 Renault 16 TL 75 Renault 12 station 75 Renault 12 station 75 Renault 4 sendibíll 75 Renault 4 sendibíll 75 Opið frá kl. 1-6 laugardag. Kristinn Guðnason hf. SUÐURLANDSBRAUT 20 — SÍMI 866S2 Mest seldi bíllinn í Evrópu 1976. RENAULT Rýmingarsala hefst í dag. Munið að hjá okkur er hægt að gera góð kaup. Hannyrðaverzlunin Grímsbœ v/Bústaðaveg l!=LÆHJAniior LÆKJARGATA 32 • PÓSTH.53 HAFNARFIRDI • SÍMI 50449 Seljum: Málningu — málningarvörur járnfittings — rör Danfoss — stillitœki Allt til hitaveitutenginga. Opið í hádeginu og laugardaga 9-12, nœg bÚastœði. Matsveinn óskast á nýjan skuttogara. Umsóknir ásamt uppl. um fyrri störf sendist í pósthólf 223, Hafnarfirði. Gegn samábyrgd flokkanna Frægð Skjaldhamra hefur flogið víða. Þessi mynd sýnir þá leikgerð Skjaidhamra sem sýnd var á írlandi. Svartil Hnífsdælings: Hann hefði átt að fylgjast betur með I ^ Z Zæ —-JLS_um — en við biðjum leikendurna afsökunar leiKritmU aónæðinu Svar til Hnífsdælings: Þar sem ég var fararstjóri í leikhúsferðinni sem Hnífsdæl- ingur gerir svo ósmekklega að umræðuefni I DB sl. miðviku- dag, þar sem tuttugu súgfirzkar konur eru settar undir smásjá, vil ég að eftirfarandi komi fram: Við áttum pantaða miða á Skjaldhamra í Iðnó á föstudags- kvöld. Við biðum eftir flugi all- an daginn til kl. 6 og komum í bæinn kl. 7. Kona sem rætt er um í greininni er mjög flug- hrædd og þorir alls ekki upp í flugvél án þess að fá sér „hress- ingu“. Eftir þvi sem flugið dróst versnaði ástandið. Þegar suður kom urðum við að rífa okkur af stað beint í leikhúsið og ekki um neina afslöppun eða hvíld að ræða. Konan fór að kalla frammí og æstist mjög við hlátrasköll Hnifsdælinganna sem höfðu ekki augun af henni. Ein úr okkar hóp og fór svo fram með konuna og eftir það dofnaði mjög yfir Hnifsdælingum. Við biðjum leikhúsið afsök- unar á þessari truflun. Leikar- arnir voru dásamlegir og efnið gekk beint í hjartað á okkur, þvi það var einmitt í Galtarvita við Súgandafjörð sem þýzkur njósnari dvaldi og var miðaður út á stríðsárunum. Við vorum svo heillaðar að við tókum ekki eftir hvað konan var að muldra en Hnífs- dælingurinn .missti ekki af neinu. Hann hefði, félaga sinna vegna, átt að setja nafnið sitt undir greinina og álít ég að hann hafi gert þeim meiri skömm með þessum skrifum en umrædd kona okkur súgfirzk- um konum. En við, sem til þekkjum, vitum að þar er aðeins um einn að ræða. Með þakklæti fyrir birtinguna. Ingibjörg Jónasdóttir frá Súgandafirði. Unglingar eru ekki nógu þroskaðir til ábyrgðarstarfa Ein mótfallin skrifar: Páll Daníelsson Melgerði 21 skrifar grein i DB 25. apríl sl. þar sem hann setur fram þá ósk að unglingar taki' að sér að stjórna dagskrá útvarpsins. Þetta tel ég algera fásinnu. Únglinga skortir þekkingu sem menn er hafa sérhæft sig hafa tamið sér. Mér er sem ég heyrði dagskrána þá. Barnatíminn yrði lagður niður þvi ungling- arnir teidu sig hafna yfir að hlusta á slíkt efni. Meðferð ís- lenzks máls, sem sérfróðir menn fjalla um, yrði einnig lögð niður. Kæmi þá einkenni- leg dagskrá. Hún byggðist sennilega mest á erlendum slögurum eða tali um böll og skemmtistaði fyrir unglinga. Allir vita að unglingana þyrstir í skemmtanir en þeir þurfa góða stjórn og mikið aðhald. Ég er hrædd um að illa færi ef fullorðnir menn færu að láta unglinga stjórna lífi sinu. Nóg er ringulreiðin og skipu- lagsleysið I þjóðmálum hér. Nógu finnst mér íslendingar eiga erfitt með að þroska sjálfa sig, t.d. félagslega, þótt þeir lúti ekki stjórn barna sinna. Hvernig færi ef ábyrgðinni yrði komið á unglinga, t.d. lög- gæzlustörfum, sálgæzlu, upp- eldismálum? Ætti forstjóri stórfyrirtækis að láta unglingi i hendur fyrirtæki sitt til að stjórna því? Ég hef heyrt að fullorðið fólk fari um of eftir alls konar uppátækjum unglinga. Það fólk hafi ekki fengið útrás fyrir skemmtana- þörf eða farið á mis við æsku sfna, til dæmis vegna erfiðleika á heimili, eða hafi orðið að taka á sig ábyrgð of fljótt. Þá laðast þetta fólk gjarnan meira að unglingum, finnst það vera að bæta sér eitthvað upp sem það hafi ekki fengið að kynnast. Það er haldið minnimáttar- kennd og öfund gagnvart ungu og áhyggjulausu fólki og skemmtanalífi þess. En at- hugið, þetta tekur enda. Glans- inn hverfur og unglingurinn breytist þegar alvara lífsins tekur við.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.