Dagblaðið - 29.04.1977, Side 10

Dagblaðið - 29.04.1977, Side 10
10 frjálst, úháð dagblað Utgefandi Dagblaðið hf. Framkvœmdastjori: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjórnar: Johannos Reykdal. íþrottir: Hallur Símonarson. AAstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Ema V. Ingólfsdóttir. Gissur 'Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Palsdóttir, Krístín Lýðs- dóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, iHörður Vilhjálmsson, $voinn Þormoðsson. Skrifstofustjori: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkorí: Þrainn t»orleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.. M. Halldórsson. Askriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og afgroiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmirhf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skoifunni 19. Fágæt stjórnvizka Stundum detta íslenzk stjórn- völd niður á skemmtilegar lausnir á vandamálum, sepi gætu virzt óleysanleg. Einkum á þetta við um deilumál, þar sem fjölmennur minnihluti er harðlega andvígur skoðunum meirihlutans. Nokkuð traustur meirihluti þjóðarinnar er andvígur hundahaldi í þéttbýli og bruggun og sölu áfengs öls. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós, að þessi meirihluti helzt óbreyttur ár eftir ár. Hins vegar benda niðurstöður skoðanakann- ana til þess, að meirihlutamennirnir hafi ekki meiri samanlagða sannfæringu en minnihluta- mennirnir hafa. Bjarni Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, hefur hvað ölið snertir sett fram athyglisverða túlkun skoðanakann- ana einmitt í þessum dúr í Dagblaðinu. Alténd er í báðum þessum málum ljóst, að minnihlutinn er fjölmennur og harðákveðinn í afstöðu sinni. Þess vegna þarf að taka tillit til hans eins og venja er í lýðræðisríkjum, þótt meirihlutinn fái meiru að ráða. Stjórnvöld hafa reynt að leysa bæði þessi vandamál með því að láta sjónarmið meirihlut- ans gilda á yfirborðinu, en veita minnihlutan- um um leið ýmsa undankomumöguleika. Þetta veldur því, að báðir deiluaðilar eru tiltölulega ánægðir með sinn hlut. Bruggun og sala áfengs öls er bönnuð hér á landi og sömuleiðis er hundahald í þéttbýli yfirleitt bannað. Þar með hefur meirihlutinn á báðum þessum sviðum haft sitt fram og getur verið tiltölulega ánægður. Hins vegar geta menn yfirleitt haft hunda í þéttbýli þrátt fyrir bannið. í Reykjavík verða menn þó að fara mjög gætilega og láta lítið bera á hundum sínum. Lögreglan virðist ekki hafa afskipti af öðrum hundum en þeim, sem valdið hafa vandamálum. í mörgum byggðum í nágrenni Reykjavíkur er bannið mun mildara. Þar getur hver sem er fengið undanþágu gegn banninu og látið skrá hunda sína opinberlega gegn nokkuð háu gjaldi. Þeir, sem eru hræddir um hunda sína í Reykjavík, geta auðveldlega flutt sig um set í einhvern svefnbæinn í nágrenninu. Og menn geta líka haft sinn áfenga bjór þrátt fyrir bannið. Menn geta í fyrsta lagi keypt hann af farmönnum, sem undanþágu hafa. í öðru lagi geta menn bruggað hann sjálfir úr ágætum hráefnum, sem fást í flestum matvöru- verzlunum. Og í þriðja lagi geta þeir hellt örlitlu kláravíni út í venjulega ölið. Reynir Hugason verkfræðingur skýrði þetta ýtarlega í Dagblaðinu nýlega og rakti kostnað hverrar leiðar fyrir sig. Hvort sem um hunda eða áfengan bjór er að ræða, þurfa menn að hafa örlítið fyrir hlutun- um, ef þeir vilja komast undan hinu formlega banni. Þessi fyrirhöfn gæti dregið úr fjölda þeirra, sem annars mundu hafa hunda og áfengt öl. Bannmenn á þessum sviðum þurfa því ekki endilega aö vera óánægðir með undan- þágurnar. Hliðstæð dæmi eru fleiri. Formlega séð eru prestar kosnir hér. En biskupsskrifstofan hefur meo vaxandi árangri beitt sér fyrir því, að ekki sé nema einn prestur í kjöri í hverjum kosningum. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1977. Prúðu leikararnir slá ígegn víðarená íslandi: Elztu brúðumar eru orðnar tvítugar • Tvær elztu fígúrurnar i sýningu Prúðu leikaranna eru skammtikrafturinn Fossi björn og kynnirinn Kermit froskur. Kermit hefur til dæmis verið sjónvarpsstjarna í 21 ár. • Til hliðar: Grade lávarður „uppgötvaði“ Prúðu leikarana, ef svo má að orði komast. Hann er sagður sérstaklega naskur á að uppgötva efni sem hinum almenna áhorfanda feilur í geð. Sjálfur segir hann: „Ég hef venjulegan smekk þvi að ég er venjulegur maður.“ — Hann kynntist Prúðu leikurunum fyrst er þeir voru gestir í skemmtiþætti Julie Andrews. t flestum löndum heimsins er og var litið á leikbrúðusýningar sem annars flokks skemmtiefni fyrir börn. Sú skoðun er nú ððum að breytast og er það sjálfum Prúðu leikurunum að þakka. Þeir eru nú sem ððast að leggja heiminn undir sig, — þegar þetta er skrifað hafa sjónvarpsstöðvar i 100 löndum keypt sýningarrétt á þáttum Prúðu ieikaranna. Þættirnir um Prúðu leikarana nefnist „The Muppet Show“ á ensku og er nafnið samsett af orðunum Marionette og puppet. Bandarískur maður, Jim Henson, stendur að baki sköpun þessara skemmti- legu furðufugla, sem birtast á sjónvarpsskjánum. Hann gerir þætti sína í Englandi og þar hafa þeir slegið í gegn svo að um munar. Það eru ekki bara börnin sem elska Prúðu leikarana, — fullorðið fólk er ekki síður hrifið af skratta- kollunum. Fölk safnast saman fyrir utan glugga sjónvarps- verzlana þegar þættirnir hefj- ast. Eitt sinn voru Prúðu þættirnir færðir frá helgi fram í miðja viku i Manchester. Bálreiðir aðdáendur réðust að sjónvarpsstöðinni og kölluðu starfsfólkið alls kyns ónefnum, svo sem morðingja Prúðu leikaranna og annað í þeim dúr. Þættirnir voru færðir á sinn gamla stað í dagskránni. Jafnvel gagnrýnendur, sem þykja fremur fúlir í lund hvers- dagslega, viðurkenna að sjón- varpsþættir Prúðu leikaranna séu skemmtilegir Þó ;.ð Pruðuieikaraæðið sé nokkuð nýtt af nálinni, fer því fjarri að brúðurnar séu nýjar. Kynnir þáttanna, Kermit froskur, kom til dæmis fyrst fram sjónvarpi í Bandaríkjun- eru baktjaldafólkið, skemmti- kraftarnir og áhorfendur. Hver þáttur gengur út á tilraunir og ' erfiðleika brúðanna við að komast í gegn- um öll atriði þáttarins. Jafn- framt er fastur liður á dag- skránni heimsókn eins gests úr mannheiminum. Svo gífur- legar eru vinsældir Prúðu- leiksýninganna orðnar að fólki eins og Twiggy, Peter Ustinov og Paul Williams þykir ávinningur að því að fá að koma þar fram. Viðtökur sjónvarpsáhorf- enda við Prúðu leikurunum virðast jafnvel enn meiri en staðföst trú Grade lávarðar á hæfileikum Jim Hensons. Þ6 að þeir séu upphaflega hugsaðir fyrir börn er gálgahúmorinn og mannlegur breyskleiki brúðanna þannig að hann höfðar ekki síður til full- orðinna. Fyrstu tíu vikurnar sem þættirnir voru sýndir í Bretlandi varð áhorfenda- hópurinn sjö milljónir manns. I byrjun þessa árs voru þeir orðnir þrettán milljónir og fer sífellt fjölgandi. — I síðasta mánuði heiðraði brezka kvik- myndaakademían Prúðu- þættina með viðurkenningunni „skemmtilegasta sjónvarpsefn- ið“. Grade lávarður sér ekkert því til fyrirstöðu að haldið verði áfram að framleiða Prúðuleikaraþætti á méðan ein- hver vill horfa á þá. Fyrstu vikuna sem þeir voru sýndir í Frakklandi og Þýzkalandi var hrifningin gífurleg og í næsta mánuði hefja Prúðu leikararnir innreið sína í Sviss. Þannig á áhorfendahópurinn vafalaust eftir að fara stækkandi. — „Það geta allir orðið prúðuleikara- aðdáendur," segir Grade. ASGEiR TOMASSON Svo var það loks fyrir tveim- ur árum að Grade lávarður, yfirmaður samtaka brezku sjónvarpsstöðvanna,uppgötvaði að Prúðu leikararnir gátu sem bezt skemmt I sjálfstæðum sjónvarpsþáttum. Hann náði fljótt sambandi við höfundinn, Jim Henson, og fékk hann til að koma með allan hópinn og aðstoðarfólk sitt til Bretlands. Lávarðurinn segist vera þess fullviss að Henson sé snillingur. Árangurinn varð röð sjón- varpsþátta þeirra, sem jafnvel tslendingar fylgjast með af at- hygli annað hvert föstudags- kvöld. Prúðu brúðurnar, sem eru mjög misjafnar að stærð, — allt frá fjórum metrum niður I litlar handbrúður, — fau neð öli hlutverk I þáttunum. Þær um fyrir 21 ári. Hjarta- knúsarinn ástsæli, Fossi björn, og trommuleikarinn Dýri komu fyrst fram fyrir löngu í barna- tíma bandarískrar sjónvarps- stöðvar. Fleiri dýr hafa verið viðriðin alls konar skemmti- þætti.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.