Dagblaðið - 29.04.1977, Page 5

Dagblaðið - 29.04.1977, Page 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1977. 5 RAM Á ÍSLANDI AMIN, DESAIOG ,,Eg segist bara vera frændi Idi Amins og þá fer fólk yfir- leitt að hlæja og hættir að velta fyrir sér nafninu," sagði Vigfús Amin afgreiðslumaður í verzluninni .Jasmin við Grettis- götu, en þangað röltu DB-menn inn af forvitni. Auðvitað tókum við afgreiðslumanninn tali og spurðum hann að heiti. Óneit- anlega fannst okkur það skrítið og hváðum dálítið þegar hann sagðist heita Amin. Við héldum að hann væri aðeins til í Uganda. Visanu Amin, eins og hann hét áður en hann villtist til íslands, er frá Kenya í Afríku. Hann er samt sem áður af ind- verskum ættum. Ættingjar hans eru nú farnir frá Kenya vegna ástandsins sem ríkir nú í Afríkuríkjum. Bróðir hans fór til London óg kynntist þar íslenzkri stúlku og endaði hér uppi á Íslandi. Amin kom svo í heimsókn sem endaði þannig að hann giftist íslenzkri stúlku og hefur nú tekið sér nafnið Vig- fús. Eigandi verzlunarinnar, Khushendra Desai, er einnig Indverji en hann er fæddur í Singapore. Desai heitir reyndar forsætisráðherra Indlands, sá sem sigraði Indiru Gandhi í kosningunum. „Auðvitað er gaman að bera sama nafn og gamla hetjan Desai, en auðvit- að erum við ekkert skyldir," sagði Ármann Jóhannsson, eins og hann heitir á íslenzku. Hann sagði aðGandhi.Nehru og Des.ai hefðu á sínum tíma barizt fyrir sjálfstæði Indlands. Reyndar væri i þeirra hópi leiðtogi lægstu stéttar Indlands, Ram. En nafni hans var einnig staddur i verzluninni. Ram var þarna ásamt konu sinni og syni, en hann starfar sem sjúkra- þjálfari á Reykjalundi. Hann er á förum frá landinu en sagði að sér hefði líkað hérna mjög vel og hann kæmi einhvern tíma aftur. Það eru því víðar til Amín, Desai og Ram en í Úganda og á Indlandi. -KP. Ram: og fjölskylda hans. Litlu innsettu myndirnar eru af hinum frœgu stjórn- málamönnum. DB-myndir Hörður ☆ Þettaeru frægu mennirnir — og þeirsem beranöfn þeirra á íslandi ☆ 4 Desai: Ég er ekki skyldur for- sœtisráðherranum, svo ég viti. ☆ Amin: 4 Ég segi bara að hann sé bróðir minn, þá hœttir fólk að velta fyrir sér nafninu N að útbreiða ,,fægistíl“ fyrir „manérisma“, og „hlaðstíl" fyrir ,,barokk“ og vona ég að það takist. Hins vegar gengur mér erfiðar að sætta mig við þýðingar hans á mörgum nútímahreyfingum, kannski vegna þess að þau orð eru mér afar töm. „Klumbustíll" fyrir „kúbisma'* finnst mér td. fráleit þýðing, ekki síst fyrir það að lítið er skylt með „klumbu“ og „strendingi", — sem er bókstafleg þýðing á „cube“. Ekki svo að ég sé hress með „strendingsstíl“ heldur. En þessar þýðingar Þorsteins eru af góðum hvötum gerðar og þvl hægt að fyrirgefa stöku stirðbusahátt. En kapp hans í þýðingum ftéfur leitt hann lengraenrhér finnst ástæða til. Islenskar þýðingar á borga eða héraðariöfnum úti í heimi, svo og islenskun höfðingjanafna (Sbr. „Jóhann Karl Spánar- konungur" sællar minningar) þykja mér oft vafasamt fyrir- tæki. Þorsteinn gengur svo langt að hann þýðir nöfn einstakra sa/na og kirkna. Hvað skyldu t.d. margir rata á „Bolta- leikssafn" i París, „Einbúa- safn“ í Leningrad eða þá í litla kirkju eins og „Leikvangs- kapelluna“ í Padúa á Ítalíu? Nokkrar rangfœrslur Nokkrar rangfærslur og mis- túlkanir veit ég ekki hvort ég á að skrifa á reikning Þorsteins eða Ginu. Málarinn Titian er t.d. fæddur 1487 en ekki 1490, —Kristi í málverki fægimálar- ans Pontormo þykir mér rangt lýst sem „hégómlegum" (bls. 447), mynd sú sem stendur á torgi i Rotterdam undir nafn- inu „Eydd borg“ er ekki eftir Lipchitz heldur Zadkine (bls. 697) og myndin eftir Ben Nicholson á næstu síðu snýr öfugt. Ég held að það sé sömu- leiðis öruggt að mynd sú á bls. 623, sem hér er talin sjálfs- mynd Van Gogh, sé í raun af garðyrkjumanni vini hans. Greinilegt er að höfundar hafa bæði meiri innsýn í og ánægju af eldri myndlist heldur en nýrri, því ansi fljótt og flausturslega er hlaupið yfir hræringar í nútímalistum. „Klumbustill" fær t.d. tvær blaðsíður, lítið er gert úr fram- lagi rússans Malevitsch, Dada fær fljóta og óskemmtilega af- greiðslu („Óvitastefna"..) og þeir félagar Duchamp og Picabia eru sagðir vera á stöðugri leit að nýjum hneyksl- um til að komast í sviðsljósið. Um „Brúði“ Duchamps er sagt: „Hún vakti meira ógeð en athygli. Vildi engin kaupa hana, svo hún lá og rykféll og sprungunet kom í glerið í flutningum. Þá hrópaði höfundur: „Það er fullkomn- að“. Nú meðal dýrmæta í Lista- safninu i Filadelfíu“. Fordómar Fleira fáranlegt mætti nefna í kaflanum um nútímalist. Síðar er Konsept (skynlist“?) list ásamt öðrum hræringum nefnd tískufyrirbæri, en yfir- litsbækur af þessu tagi mega ekki ala á slíkum fordómum. Einnig finnst mér að í umskrifunum hefði Þor- steinn átt að tengja íslenska list þeirri erlendu í ríkara mæli en gert er í bókinni. En í heildina er bókin stórt skref fram á við og væntanlega verða gallar lagfærðir í næstu útgáfu. Við stöndum í ntikilli þakkar- skuld við Þorstein Thoraren- sen. Opið hús meðan á samningum stendur Að loknum útifundi 1. maí efnir starfshópur verkafólks til fundar í Tjarnarbúð. Þar flytja ávörp' Elísabet Sveins- dóttir verkakona, Sigríður Skarphéðinsdóttir iðnverka- kona, Kristinn Hrólfsson og Guðrún Ögmundsdóttir. Margt verður til skemmtunar, m.a. kemur Spilverk þjóðannar fram, Kjartan Ragnarsson og Hjördís Bergsdóttir. Fundar- stjóri verðurÆvarKjartansson. Starfshópurinn hefur ákveðið að hafa opið hús meðan á samningaviðræðum stendur og verður það fyrst 4. maí á Hallveigarstöðum. Fundurinn hefst khiksan álta. -KP Frumvarp um eignar- skattinn loks komið Loks er komið frumvarpið, sem beðið hefur verið eftir, um lagfæringar á eignar- skattinum. Skattlagningin hefði verið býsna ranglát ef fylgt væri núgildandi reglum, eftir hækkun fasteignamats. I frumvarpi sem kom fram í gær, segir að af fyrstu sex milljónunum hjá einstaklingi og fyrstu niu milljónunum hjá hjónum greiðist enginn eignar- skattur. Af því, sem umfram það er, greiðast 0,8 af hundraði. Eignarskatt, sem ekki nær þúsund krónurn, skal fella niður. Þegar skattframtöl voru gerð í vetur, voru menn í algerri óvissu um hvernig þessi ntál færu. Nú á sem sé að sker úr um það. -HH.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.