Dagblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1977. 7 Olfugosié hætti í 30 sekúndur —en hófst síðan að nýju með endumýjuðum krafti Tilraunir til að stöðva olíu- gosió á Bravo borpallinum á Norðursjó báru þann árangur í gær, að gosið stöðvaðist í hálfa mín., en hófst síðan að nýju. Ástæðan fyrir því að aðgerð- irnar mistókust var sú, að öryggisloki hafði verið settur öfugur á sinn stað á föstudags- kvöldið síðasta. Aðalhetjan í því að stöðva olíugos, Paul „Red“ Adair kemur á neyðarsvæðið í dag til að líta olíugosið eigin augum. Phillips olíufélagið, sem sér um rekstur Bravo-oliuborpallsins, segist hafa beðið Adair að koma til að líta á vegsummerki. Það var skýrt tekið fram að þarna væri aðeins um reglulegt eftir- lit að ræða, — en ekki van- traust á björgunarlið Adairs og sjálfboðaliða sem hafa barizt af hörku við að reyna að stöðva gosið. Talsmaður Phillips sagði í nótt, að í dag yrði reynt að koma sérstökum pípuútbúnaði um borð í Bravo. Útbúnaður þessi er til þess gerður að minnka gosbununa, sem í er jarðolía, leir og mikil gufa., Þetta hefur einnig í för með sér, að gasútgufun minnkar og það þýðir minnkandi eldhætta. — Þá var jafnframt tilkynnt að hafizt yrði handa við að setja upp nýjan olíuborpall skammt frá Bravo. Það er gert til að hægt verði að minnka spenn- una undir hafsbotni. Jafnframt á að kanna, hvort það hafi haft örvandi áhrif á olíugosið að aðrir borpallar olíufélagsins hafa ekki verið í notkun síðan óhappið átti sér stað. Erlendar fréttir ÁSGEiR TÓMASSON Enn veikist staða brezku stjórnarinnar: TAPAÐIENN EINUM MANNI í AUKAKOSNINGUNUM í GÆR Brezka Ihaldsflokknum jókst gær. Þingmannsefni hans í enn megin í aukakosningum í Ashfield í Mið-Englandi bar Eru skæruliðarnir að deyja úr hungri? Verjendur v-þýzku borgar- skæruliðanna þriggja, Andreas- ar Baader, Gudrunar Ennslin og Jan-Carls Raspe, óttast að þau séu að deyja úr hungri. — Þau þrjú voru dæmd til lífs- tíðar fangelsisvistar í gær fyrir morð og sprengingar. Skæruliðarnir þrir, sem eins og kunnugt er, tilheyra Baader- Meinhof samtökunum svoköll- uðu, hafa nú setið í fangelsi síðan í júní 1972. Þau hafa verið í hungurverkfalli í mánuð til að mótmæla aðbúnaði í fang- elsum þeirra. — Einn félagi þeirra, sem var settur í fangelsi um svipað leyti, lézt í nóvember 1974 eftir 135 daga föstu. Samkvæmt vestur-þýzkum lögum þýðir lífstíðarfangelsi það að fangar skuli sitja inni þar til þeir deyja. Andreas Baader. Hann og félagar hans hafa nú svelt sig í fjórar vikur, en félagi þeirra héit hungurverkfali út í 135 daga áður en hann lézt. sigurorð af manni Verkamanna- flokksins. Aftur á móti tókst Verkamannaflokknum að halda sínu þingsæti í Grimsby, — sæti Anthonys Crosland. — Þessi úr- slit veikja enn ríkisstjórn Verka- mannaflokksins, sem þó var orðin völt í sessi fyrir. Kosningaþátttaka i Ashfield var með eindæmum dræm, — aðeins 59% kjósenda mættu á kjörstað. I kosningunum í október 1974 hafði Verkamanna- flokkurinn um það bil 23.000 at- kvæða meirihluta. Nú hlaut þing- mannsefni íhaldsflokksins 264 at- kvæðum meira en Verkamanna- flokkurinn. Sjónvarpsfrétta- maðurinn Austin Mitchell sigraði með aðeins 520 atkvæða meiri- hluta í Grimsby. Crosland sigraði þar árið 1974 með 6.900 atkvæða meirihluta. ErKarl aðnásér i kvon- fang? Karl Bretaprins og Karólína prinsessa af Mónakó snæddu kvöldmat saman í gærkvöld í einu flottasta hótefi Mónakó. Blaðamenn, sem hafa verið iðnir við að gifta Karl hinum og þessum konum að undanförnu, þóttust himin höndum hafa tekið er þeir fréttu af matarboðinu. Það var bara einn galli á gjöf Njarðar: Pabbi, mamma og litli bróðir Karólínu voru líka viðstödd. Brezki prinsinn hefur verið í skíðafríi í Frakklandi að undanförnu. Hann er nú 29 ára gamall. Hann hefur látið hafa það eftir sér að hann telji hentugt að gifta sig, þegar hann verði þrí- tugur. Da, da ra da. Páll páfi og erkibiskupinn af Kantaraborg ræðast við Eftir tilslakanir kaþólsku kirkj- unnar árið 1966 var talið að Páll páfi væri á móti frekari hreyting- um deildarinnar við aðrar kirkju- deildir. Búizt er við þvi, að Páll páfi sjötti og erkibiskupinn af Kantaraborg gefi út sameiginlega yfirlýsingu í dag um nýjar til- raunir til að ná á sáttum milli þeirra sex hundruð milljóna manna, sem aðhyllast kenningar kaþólsku kirkjunnar, og hinna 65 milljónanna sem teljast til bisk- upakirkjunnar. Páll páfi og Coggan erkibiskup af Kantaraborg hittust í gær í fyrsta skipti og ræddu saman góða stund um að reyna að sam- ræma betur kenningar kirkju- deildanna tveggja. Embættis- menn kirknanna, sem viðstaddir voru hluta viðræðnanna, kváðust í gærkvöld ekki geta sagt neitt um, hvað leiðtogunum fór á milli. Fréttamenn, sem fylgjast með þessari hlið heimsmálanna, telja þó að aðallega hafi verið rætt um giftingar kaþólikka og meðlima biskupakirkjunnar. Árið 1966 slakaði kaþólska kirkjan mjög á kröfum sínum um blandaðar giftingar, eins og það er nefnt. Þá var kaþólikkum leyft að giftast fólki úr öðrum kirkju- deildum án þess að sá fyrirvari fylgdi, að hinn aðilinn mætti ekki skipta sér af trúarlegu uppeldi barna. Hingað til hefur verið talið að Páll páfi væri ekki til viðræðu um frekari tilslakanir fyrr en hinir hefðu fellt sig við nokkur átriði svo sem vald páfans og af- stöðu til kvenpresta. Gömlu kirkjuleiðtogarnir tveir ræddust við í einkabókasafni Páls páfa í Vatikaninu i gær. í dag hyggjast þeir biðjast fyrir saman og strax á eftir er búizt við að erkibiskupinn efni til blaða- mannafundar. Ilann ræðir við leiðioga grísk-kaþólsku kirk.junn- ar á morgun. PATRIARCA - finnsk lista hönnun, islensk listasmíó. Viö höfum yfir 40 gerðir af sófasettum, Patriarca er aóeins eitt af þeim. Dýrt? Þaó er álitamál. Húsgagnadeild Jón Loftsson hf. L i Cj l2 r': r? :;i rm n Cí Lj 11_j’ • I 1 i-n-ijV u 11!!-- 1 1 lllJIJI Tl' LITTT- Hringbraut 121 Sími 2 860'

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.