Dagblaðið - 29.04.1977, Side 11

Dagblaðið - 29.04.1977, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. APRlL 1977. 11 Sinfóníuhljómsveit íslands: „Hræðsla" við nútímaverk Sinfóníuhljómsveit íslands, 14. tónlaikar í Tónlist JON KRISTINN CORTES Háskólabíói 21.04. ‘77. Efnisskrá: Þorkell Sigurbjömsson: RÍMA Ludwig van Beethoven: Píanókonsert nr. 3. Samuel Jones: Let Us Now Praiso Famous Men AJexander Borodin: Polovsítskir dansar úr óp. Igorfursti. Stjórnandi: Samuol Jones Einleikari: John Ull. Enn einu sinni kemur í ljós þessi dæmalausa „hræósla íslenskra tónleikagesta vió það sem almennt kallast nútíma- verk. Ég man ekki eftir mörg- um tónleikum, þar sem flutt hefur verið nútímaverk, og þá sérstaklega íslenskt, þar sem ekki hefur vantaö svo og svo marga fasta tónleikagesti. Var leitt að sjá hve þunnskipaðir bekkirnir voru sl. fimmtudags- kvöld, því bæði verkin eru skemmtileg og verk Þorkels oft á tíðum ljúft í eyra. RÍMA er mun hefðbundnari tónsmíð en fyrri hljómsveitar- verk Þorkels, auðveldara aö átta sig á forminu, en það hjálpar til að hafa ánægju af hverju verki ef svo er, og ,,prógrammering“ tónskáldsins í efnisskrá gerði verkið enn skemmtilegra áheyrnar. „Let us Now Praise Famous Men“ eftir stjórnandann, Samuel Jones, var samið í tilefni 200 ára byggðar í Shenandoahdalnum vestur í Bandaríkjunum. Það er af allt öðrum toga spunnið en RlMA Þorkels, myndrikt sem kvik- myndamúsík og dálítið lang- dregið. Það er oft á tíðum hljómfagurt og innskot hins ágæta flautukvartetts, sem var staðsettur á aftasta bekk Háskólabíós og Marteinn Hung- er stjörnaði af sinni aikunnu kunnáttusemi, féiiu eðlilega inn í verkið, þoit sum væru stutt. John Lill, einleikarinn frá Englandi, hafði 3. píanókonsert Beethovens aiveg á valdi sínu. Það er ekki oft sem manni finnst einleikarinn vera eins samofinn því verki, sem hann leikur eins og hann var. Túlkun hans, sérstaklega í upphafi annars kafla, náði slíkum tökum á áheyrendum að heyra hefði mátt saumnál detta. Var allur leikur hans snilldarlegur í þeim þætti sem og öðrum. En stundum var eins og þetta væri of auðvelt og verður ánægja listamanns ekki minni við það að glima við of létt viðfangs- efni? Polovsítsku dansarnir eftir Borodin eru mjög skemmtileg og fjörug tónsmíð. Dansarnir eru úr óperunni Igor fursti sem Borodin tókst ekki að ljúka við fyrir dauða sinn 1887. Þeir eru þrungnir eldmóði og fjöri og tókst Sinfóníuhljómsveit vel upp. Samuel Jones er góður og nákvæmur stjórnandi. Varsér- staklega gaman að fylgjast með því hvernig hann mótaði hendingar með handa- og líkamshreyfingum, voru allar þessar hreyfingar skýrar og ieinilegar og hann er einn af fáum stjórnendum, sem hefur skipt sér að einhverju marki af kontrabössunum, en eins og þeir vita sem hafa lagt sig eftir því að hugsa um jafnvægi hljómsveitarinnar, þá heyrist oft lítið í þeim. Sinfóníuhljóm- sveit Islands lék vel á þessum tónleikum, öll verkin fengu góða ,,meðferð“. Senn líður að lokum þessa starfsárs S.I. og vona ég að aðsókn verði betri að þeim tónleikum sem eftir eru. Maðurinn gegn bákninu — Réttlæti og ranglæti Einn bllskúr til eða frá skiptir ekki sköpum í sam- félaginu — skyldi maður ætla. Bílskúr er ekki Krafla, ekki þörungavinnsla. I einum lög- brotnum bílskúr er í sjálfu sér ekki verið að eyða milljörðum af almannaverðmætum. Þannig séð er bílskúr kannske ekki stórmál. Yfirlitsgrein þeirra hjóna, Bjarna Jónssonar, læknis og Þóru Árnadóttur, sem kom í Morgunblaðinu fyrir rúmri viku, var samt ótrúleg iýsing á viðureign manns og bákns og lýsti nánast ótrúlegri niður- stöðu. Mál þetta, sem fjallar um byggingu bílskúrs í Gnita- nesi við Skerjafjörð í Reykja- vík, valdníðslu í leyfisveiting- um og, að því er bezt verður séð, beinlínis rangar niður- stöður Hæstaréttar, lýsir því, að þegar maðurinn stendur and- spænis bákni, sem er ráðið að hafa rétt hans að engu, þá ræður báknið á meðan einstaklingurinn verður að lúta i lægra haldi. Það virðist vera einföld niðurstaða þessa. Mál Bjarna Jónssonar og Þóru Árnadóttur eru ekkert einsdæmi i samfélaginu. Tugir eða hundruð einstaklinga hafa átt í málum sem eru eðlislík þessu. Stundum skilur fólk ekki refilstigu réttarfarsins og verður þess vegna undir. Stundum gefst venjulegt fólk upp vegna þess hvern óratíma slík mál taka. Venjulegur borg- ari getur ekki staðið í því að leita réttar síns, hversu augljós sem hann kann að vera. Og ef um skaðabætur er að ræða, þá rýrast þær 1 verðbólgu, þannig að sá seki græðir á seinvirku réttarfari. Og auðvitað gerist það lfka, að margt fólk sem troðið hefur verið á fær mál sín á heilann, sem kallað er, gerir þau að aðalatriðum og allt annað að aukaatriðum, og tekst þess vegna ekki að vekja áhuga annarra sem skyldi. Gömul saga og ný En ef réttlæti er takmark i sjálfu sér og ef það er takmark í sjálfu sér að réttarkerfi með siðmenntaðri þjóð sé þannig úr garði gert að það verndi sak- lausa og láti seka gjalda fyrir verk sfn, þá er upplýsinga- miðlun af því tagi, sem fram kom I grein Bjarna Jónssonar og Þóru Árnadóttur óendan- lega mikils virði. Á meðan við búum við oft á tíðum óvirkt dómskerfi —og stundum verra en það — og við lítilssiglda stétt lögfræðinga, þar sem klækir skipa hásæti en siðferði virðist að mestu hafa verið úthýst, þá er vissulega mikils virði að upplýstir borgarar kynni mál sín sjálfir með þessum hætti. Það er steinn í þá vörðu rétt- lætis, sem hafið er að hlaða og hlýtur að rísa stór á næstu árum. Kjarninn í sögu Bjarna Jóns- sonar og Þóru Árnadóttur sýndist mér ekki fyrst og fremst sá hve langan tíma mál þeirra hefur tekið.- Það er gömul saga og ný. Ekki heldur það, að augljóslega hafa verið teknar rangar ákvarðanir í embættiskerfinu og á neðri stigum dómskerfisins. Það er líka gömul saga og ný. Hitt er nýstárlegra, og kannske mest áhyggjuefni, að Hæstiréttur tekur ákvörðun, sem að mati allra þeirra sem kynna sér málavöxtu, hlýtur að vera röng. Hæstiréttur fellir rangan dóm, og það hlýtur að vera erfitt að líða. Þegar til að mynda í þessum dálkum hefur verið fjallað um morkið dómskerfi, sem vissu- lega hefur oft verið gert, hefur annars vegar verið sagt frá dæmum, sem eðlilegt var að staldra við. Hins vegar hefur verið staldrað við innbyggða valdhlýðni í kerfinu, sem hefur á stundum snúizt í algera rang- hverfu sína og yfirhylmingu með hvers konar botnlausri spillingu og valdníðslu. Þar hefur sérstaklega verið vikið að embætti ríkissaksóknara, sem mér þykir ljóst að gersamlega hefur brugðizt hlutverki sfnu, frumkvæðisleysi saksóknara hefur sömuleiðis beinlínis snúizt í hvers kyns yfir- hylmingu. I málum Bjarna Jónssonar og Þóru Árnadóttur er það þó ekki rfkissaksóknari sem bregzt, heldur Hæstiréttur. Og það hlýtur sérhverjum hugs- andi manni að þykja óhugnan- legt. Það hefur stundum verið sagt, að blöð, fólk, eigi ekki að fella dóma. Það geri dóm- stólarnir. Sem auðvitað er rétt almenn regla. En æði fljótlega verður þetta tamt á tungu kerfiskalla og alls kyns annarra möppudýra. Þegar ástand verður óbærilegt, þegar rangir dómar falla trekk f trekk, þá hlýtur þessi almenna regla jafnframt að breytast, missa gildi sitt. En hvaó geta borgar- arnir gert? Hver er réttur þeirra og hverjir eru möguleik- ar þeirra? Stétt lögfrœðinga Allsherjarumságnir um heil- ar starfsstéttir hljóta að verða sleggjudómar. Enda skárra væri það. Engu að siður hlýtur það að vera hugsandi mönnum nokkurt áhyggjuefni hve lög- fræðin>.'ustéttin hér — með nokkrum virðingarverðum undaiitekningum 'ússulega — er lágkúruleg. Islenzk lögfræðingastétt er lágkúruleg meðal annars vegna þess að þegar það gerist að borgarar eins og Bjarni Jóns- son og Þóra Árnadóttir rita vel gerða og rökstudda blaðagrein, þar sem sýnt er fram á að Hæstiréttur hefur fellt rangan dóm, þá mætti gera ráð fyrir að slfkt yrði lögfræðingum áhyggjuefni. Að lögfræðingar rituðu greinar f blöð, eða létu á öðrum vettvangi í ljósi áhyggjur sínar. Það er alvarlegt mál, þegar Hæstiréttur verður sér til skammar. Á undanförn- um misserum hefur jafnframt æ ofan í æ verið ástæða fyrir lögfræðinga til þess að taka opinberan þátt í umræðu um niðurlægingu dómsvaldsins. En slíkt hefur varla eða ekki gerzt. tslenzkir lögfræðin'gar virðast hafa meiri áhyggjur af launum sinum en grundvallaratriðum réttarfarsins.Þar hefur einhver innri þróttur brugðizt. Og sem áður mun sennilega enginn lög- fræðingur láta í ljósi álit sitt á þessum dómi Hæstaréttar. Slíkt er nánast ábyrgðarhlutur. Á þessu kunna að vera skýringar. Þótt fslenzkir. lögfræðingar séu efalítið flestir góðir menn og gegnir eins og gengur, þá er menntun þeirra áfátt. Þeir eru allir aldir upp á nokkrum fermetrum vestur á melum í Reykjavík og hafa notið tilsagnar örfárra kennara. Þar virðist þeim umfram allt vera innrætt valdhlýðni, það að bera virðingu fyrir stofnunum samfélagsins, lögum þess og leikreglum. Þetta virðist vera fhaldssamt andrúmsloft. Laga- deild Háskóla Islands hefur þess vegna þvf miður orðið kar- töflugarður kerfislægrar hugsunar. Þegar það svo verður snar þáttur f uppeldinu að refilstigur lagakrókanna skipa hærri sess en grundvallarhug- tökin um rétt og rangt, þá er ekki von á góðu. Og þegar enn fremur við bætist að í vaxandi mæli leggja lögfræðingar fynr Kjallari á föstudegn Vilmundur Gylfason sig fasteignasölu og önnur við- skipti, verða snarir þátt- takendur í gróðabrallinu, þá verður hinum virðingarverðari þáttum lögspekinnar fljótlega gleymt. Þess vegna, sýnist mér, gerist það ao ekki einn einasti lögfræðingur fslenzkur lætur í ljósi áhyggjur þótt Hæstiréttur sannanlega felli ranga dóma. Þótt Hæstiréttur smám saman glati virðingu sinni. Þótt em- bætti ríkissaksóknara hafi orðið yfirhylmandi gagnvart hvers konar valdniðslu f stjórn- kerfinu. Þótt Sakadómur missi sjónar á réttu og röngu í vald- hlýðni sinni. Þetta ætti að vera kjarni málsins, og þetta ætti fólk að hugleiða. Því næst gætu þeir verið farnir að byggja bíl- skúra inni á stofugólfi hjá þér, lesafi góður. Hœstiréttur En lögfræðingarnir hafa ekki áhyggjur. Við lestur greinar Bjarna Jónssonar og ÞóruÁrna- dóttur hljóta vel meinandi les- endur hins vegar að leiða hug- ann að því, hvers vegna Hæsti- réttur hafi fellt þennan dóm. Ein skýringin gæti verið sú að rétturinn óttist að ef þau 'hjón hefðu unnið málið, þá kynnu ao rfsa upp tugir svipaðra mála annars staðar.þar sem leik- reglur hafa verið brotnar. Og rétturinn, valdhlýðinn og auðsveipur, vill forðast slfkt. Til þess að firra kerfið vand- ræðum, gerir ekkert til þótt troðið sé á nokkrum borgurum. Sem blaðamaður veit ég að mál Bjarna Jónssonar og Þóru Árnadóttur er ekkert eins- dæmi. Fjöldi fólks telur sig hafa verið beitt eðlisliku órétti — og jafnfrámt vantreystir það dómskerfinu — jafnvel sjálfum Hæstarétti — til þess að leiðrétta þessi mál. Við viljum að Hæstiréttur sé hafinn yfir tortryggni. Það er hann hins vegar ekki eftir slfk- an dóm. Og fleiri borgarar ættu adsegjasögu sfna af viðskiptum sfnum við valdið. Slíkt á með öðru að vera hlutverk fjöl- miðla. Slík upplýsing hlýtur að vera til góðs. Einhvern tfmann hlýtur þessu að linna. Bjarni Jónsson <>g Þóra Árnadóttir: Hæstiréttur Islands Sakadómur Reykjavíkur og fólkið 1 landinu Inngangur Nú á sjöunda ár hafa staðið yfir málafcrli ut af byggingu bllskurs viðGnitanes 10 i Rcykjavik. Byrjaði þetta mál þann veg. að við bentum borgaryfirvðldum á. að byKKingarnefnd Reykjavikur hcfðu verið mislagðar hendur er hún leyfði byggmgu skúrsins Hann vaeri of hár. of stór. miklum mun of langur og rangt staðsctl- ur. ef miðað væri við byggingar- samþykkt Reykjavikur og skipu- lagsuppdrátt af' hverfinu. Voru það hófleg tilmaeli okkar. að þcssi mistok yrðu leiðrétt. mistök sem lágu i augum uppi. eru enn sjáan- leg hverjum þeim. sem skoða vill og munu standa traustur bauta- steinn byggmgarnefndar Reykjavikur um ókomna tima Bráðlega tók þctla mál aðra vendingu. Það varð ckki lcngur ósk elns borgara lil yfirvalda bæjarfélagsins um að leiðrétla „Bifreiðageymsla skal að jafn- aði vcra i húsinu Leyfilegt cr þó að staðsetja hana við hús. eða fram úr þvi. þar sem svo er sýnt á mæliblaði " Fylgja bilskúrar i hverfinu þessari reglu. að vera áfastir við húsið ulan þessi eini, en hann er i 2.40 m. fjarlægð frá húsinu Hafðl þá byggingarnefnd Reykjavikur brotið flestar ef ekki allar reglur um byggingu bilskúra I hverfinu, þegar hún veilti leyfi fyrirþessari bifreiðageymslu Nu eru byggingarleyfi. sem byggingarnefnd veitir „að jafn- aði" fullgild. en þó gerir bygging- arsamþykkt ráð fynr að svo þurfi ckki að vera i bllum tilvikum. I 14 gr samþykktannnar segir. „Byggingarleyfi gctur ekki veill heimild til framkvæmda. scm kunna að fara ( bág vid ófrávlkjanlcgar reglur bygg mgarsamþykktar cða annarra samþykkla og rcglugcrða cða cf ( Ijós kcmur. að lcyfi fcr I bág við rclt annarra " endann á þessu máli. þvl úr- skurður ráðherra er endanlrg- ur og óáfrýjanlrgur. Væn sama hvermg hann yrði. þar yrðu málalok Hðfuni við og ekki fram á þennan dag skilið hvað vakti fyrir borgaryfir- vðldum að benda okkur á að fá úrskurð ráðherra úr þvi þau voru ráðin I þvi að sinna hon- um þvl aðeins að hann gengi þcim I vil Að fenginm kæru okkar Irit- aði félagsmálaráðherra um- sagnar skipulagsstjóra rlkisins eins og honum bar að logum Umsðgmn er I tvennu lagi. dags. 9 og 13. dcs 1971. Of langt mál er að rekja álitsgerðina hér, en örfáar tilvitnanir grta gefið af henni dálitla mynd: „Miðað við þessar aðstæður má tclja það andstætl venjum byggingarncfndar að leyfa þarna hærri og stærri bilskúr cn hámarksákvæði byggingar- samþykktar srgir til um. þar sem slikt var nganda hússins um skal lokið innan sex mán- aða frá dagsetningu þessa úr- skurðar að telja." Undir úrskurðinn skrifuðu Hannibal Valdimarsson. félags- málaráðherra og Hallgrimur Dal- berg Var þessi úrskurður sendur byggingarnefnd Reykjavlkur samdægurs Var nú kominn sá úrskurður. sem borgaryfirvðld hðfðu bent okkur á að leita eftir. Skyldi maö- ur þá halda að málinu hefði verið lokið, að yfirvðld borgarinnar hefðu flýtt sér að fylgja fram þeim úrskurði, sem þau hðfðu sjálf óskað eftir. En það fór annan veg. honum var ekki sinnl Var það þvi furðulegra. sem vitað var að úrskurður ráðherra var að lög- um fullnaðarúrskuróur og varð ekki áfrýjað. Eftir að byggingarnefnd hafði borist úrskurður rádherra. átti Vlsir viðtal við Pál Lindal og hef- ur eftir honum: „Hcyra má ég erkibiskups boð- skap. en ráðinn er ég að hafa þelrra beggja er falluaðarár Enn má geta þesa, að núveraadi félagsmálaráðherra. dr. Gunnar Thoroddsen kvað upp úrskurð 1975, sem ónýtti gerðir byggingar- nefndar Reykjavikur I Klepps- holti og fylgdi byggingarnefnd þcim úrskurði. Hlýlur þá sú spurning að vakna hvort ðnnur Iðg gildi inni við Sund en vestur við Skerjafjðrð eða hvorl ekki er sama hver á I hlut. Nú liðu svo ellefu mánuðir að ekkert gerðist. Fyrirmæli ráð- herra til yfir- sakadómara, að úrskurði hans verði framfylgt • ijiiiiiititmuirtiiuu ílMUIi mut il jy. Lll r'. J/

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.