Dagblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2». APRlL 1977. 9 Austra snúið frá Reykjavíkurhöfn vegna sprengihættu í farmi: Fékk /egup/áss i Hafnarfjaröarhöfn —óhættað takahann þangaðeins ogstör olíuskip, segja hafnsögumenn FLUGLEIÐIRINNANLANDSFLUG FLUGLEIÐIRINNANLANDSFLUG Er flutningaskipiö Austri var á leið austur með Suðurlandinu fyrir skömmu með 150 tonn af kjarnaáburði innanborðs varð vélarbilun i skipinu er það var statt mðts við Þorlákshöfn. Var bilunin það alvarleg að kalla þurfti björgunarskipið Goðann til aðstoðar. Tók Goðinn skipið í tog og hugðist draga það til Reykjavikur þar sem fyrirhugað var að viðgerð færi fram. Er hafnaryfirvöld í Reykjavík fréttu hvaða farmur væri um borð neituðu þau skipinu um viðlegupláss. Að sögn hafnarstjóra í Reykja- vik 1 viðtali við DB var þetta gert af öryggisástæðum þar sem kjarn- inn er ammoníak og getur sprung- ið. Sagði hann að stðrtjón hafi oftar en einu sinni hlotizt af þess háttar sprengingum i erlendum höfnum og mæltu öryggisreglur Reykjavíkurhafnar svo fyrir að skipi með yfir 25 tonna farm af þessu efni væri ðheimilt að koma inn í höfnina. Reglur þessar hafi verið settar þegar Aburðarverk- smiðjan i Gufunesi tók til starfa. Áður fóru áburðarflutningar til landsins að verulegu leyti um Reykjavikurhöfn, en þá var áburðurinn meira blandaður og ammoníakshlutfall margfalt minna en i hreinum kjarna. Hins vegar fékk skipið leyfi til að leggjast að bryggju í Hafnar- fjarðarhöfn og er það þar nú. Að sögn eins hafnsögumanna þar mega skip koma þangað með 50 tonna farm af kjarna, eða þriðjung þess sem er um borð í Austra. Hins vegar sagði hann að m .........> Austri í Hafnarfjarðarhöfn með ammoníaksfarminn sem hafnar- yfirvöld i Reykjavfk vildu ekki fá inn í höfnina af öryggisástæðum. í Hafnarfirði getur skipið legið fjarri öllum mannvirkjum nema bryggjunni. DB-mynd Bj.Bj. par sem skipið væri nú, sunnan- virkjum, ætti ekki að stafa hætta megin hafnarkjaftsins við af þvi. Þar fengju t.d. stór oliu- bryggju f jarri öllum mann- skip að leggjast upp ao. G.S. NYTT SIMANUMER Frumvarp á Alþingi Ríkisstjórnin bannar reykingar — ívistarverum sem ætlaðar eru til OKKAR: FRA 0G MEÐl.MAI 1977 VERÐUR SÍMANÚMER Enn meiri lán — rní 2900 milljónir frá Bandaríkjunum Enn tökum við lán erlendis. í gær var gengið frá lántöku fyrir ríkissjóð að fjárhæð 15 milljónir dollara, eða 2900 milljónir ísl. króna. Lánsféð verður endur- lánað að hálfu til Sigölduvirkjun- ar og að hálfu til Hitaveitu Suður- nesja vegna yfirstandandi fram- kvæmda við hana. Lánið er til 15 ára og er afborgunarlaust tyrstu o árin, en endurgreiðist síðan með jöfnum afborgunum á 10 árum með 10% vöxtum. — Ekki er þess nákvæmlega getið i fréttatilkynn- ingu fjármálaráðuneytis hvaðan lánið er fengið, — það kemur af „bandariskum fjármagnsmark- aði“. -JBP- almenningsnota „Eg er viss um að herferð krakkanna í vetur gegn tóbaks- reykingum hefur haft sin áhrif á að nú hefur verið lagt fram á Alþingi þetta stjórnarfrumvarp um tóbaksreykingar," sagði Þorvarður örnólfsson fram- kvæmdastjóri Krabbameins- félags Reykjavíkur í samtali við DB. Þorvarður sagði að með þessu frumvarpi hefði verið stigið stórt skref og nú væru reykipgavarnir taldar með heilbrigðismálum almennt. Stjórnvöld hyggjast með þessu frumvarpi um tóbaks- reykingar afla sér heimildar til að banna tóbaksreykingar í þeim vistarverum sem ætlaðar eru til almenningsnota. Einnig er í ráði að herða enn meir á auglýsingabanni um tóbaks- varning. Verður þá komið í veg fyrir það að auglýsendur geti farið í kringum lögin i. þessu tilliti. Það er ráðherra sem er heimilt að banna reykingar í byggingum sem notaðar eru fyrir almenning. Eigendum og stjórnendum skal tilkynnt um aðgerðir og þeir hafðir með í ráðum, áður en til reykinga- banns kemur. Öll farartæki sem rekin eru gegn gjaldi skulu lúta reglum um reykingabann að nokkru eða öllu leyti. Ráðherra er heimilt að skipa nefnd, sem sér um framkvæmd þessar laga og einnig um ýmsar aðrar aðgerðir gegn tóbaks- reykingum. Stefnt er að því að afgreiða þetta frumvarp á þessu þingi. -KP Það er reykl í þinginu eins og víðar, — kannski þurfa þingselar cinhvern tima að bregða sér út til að fá sér reyk? — Týndur taflmaður Eftir maraþoneinvígið komst einn þátttakenda að því að tafl- mönnum hans hafði fjölgað um einn. Gerðist petta meðan næst síðasti hópurinn tefldi við Hort. Telur hann að sessunautur hans eigi taflmanninn. Vill hann nú koma manninum til síns „heima“. Sá sem saknar manns úr tafli sínu er béðinn að hafa samband við Dagblaðið, sem mun sjá um að koma hlutunum i lag. -JBP- íslendingar í bjórborginni MUNCHEN: VILJA ÍSLENZKAN BJÓR - STERKAN 0G LÍKA ÓDYRAN Miinchen-búar búa líklega við bezta bjór I veröldinni. Það er því ekki að undra þótt Islendingar þar í borg hafi myndað sér skoðun á bjórmálum almennt. Félag Islendinga í Mtinchen hefur fjallað um málið á fundum sínum og samþykkt ályktun. Þeir telja að með því að aflétta banni á sölu áfengs bjórs verði „aflétt neyzlubanni, sem beinzt hefur gegn þeim fjölda lands- manna, er vilja neyta léttra, áfengra drykkja, auk, eða í stað, sterkra drykkja.“ Telja þeir að misnotkun áfengis sé ekki nægileg ástæða fyrir algjöru eða afmörkuðu banni á neyzlu áfengra drykkja. Benda þeir á að misnotkun fylgi flestri neyzlu, t'.d. lyfja, kaffis og sælgætis. Sé þó ekki brugðist við með róttækum aðgerðum gegn þessum vörutegundum. Álítur fundurinn að bjór gæti dregið verulega úr heiisuspillandi notkun á svefnlyfjum, róandi, töflum, kaffi og gosdrykkjum. Þá telur fundur Islendinganna í bjórborginni að óhóflag verð- lagning bjórs, ef leyfður yrði á Islandi, væri ólýðræðisleg athöfn stjórnvalda gagnvart neyzluvenj- um hluta landsmanna. „Flest þau vandamál, sem fylgja áfengisneyzlu, eiga rætur sínar að rekja til félagslegra ' vandamála, sem ekki verða leyst með boðum og bönnum, segir i ályktuninni. Þá er fundurinn sammála um að í áliti and- stæðinga bjórsins komi fram furðanlegt vantraust á siðþroska og dómgreind Islendinga. Hvetja landar í MUnchen bjórmenn að fylkja liði og sýna meiri sam- stöðu. JBP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.