Dagblaðið - 29.04.1977, Síða 8

Dagblaðið - 29.04.1977, Síða 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1977. Júdódeild Ármanns heimsótt: Karlarnir fá að sprikla i hádeginu" — þar er verðlaunað fyrir góðarmætingar Brynja Krisljánsson fékk verðlaun fyrir góðar mætingar, ferð til Kaupmannahafnar. „Hér byrjuðu 14 konur fyrir fimm árum en nú eru þær orónar 500“, sagöi Sigríður Lúthersdóttir, kennari hjá Júdódeild Ármanns, í samtali við DB. „Það var nauðsynlegt að húsnæðið að Ármúla 32 nýtt- ist sem bezt og þess vegna fór- um við af stað með leikfimi fyrir konur,“ sagði Sigríður. Hún sagði að það væri mjög kostnaðarsamt að fá hingað til lands góða japanska þjálfara „og það má segja að konurnar eigi sinn þátt í því að við eigum svona góða júdómenn“, Verðlaun fyrir góðar mœtingar Margar konur, sem byrjuðu fyrir fimm árum, eru ennþá í leikfimitímum hjá Sigríði. Þar er kennt frá klukkan hálfníu á morgnana og fram til klukkan sex á daginn. Þriðjudaga og fimmtudaga er kennsla á kvöld- in en þá eru júdómenn ekki við æfingar i salnum. Hina daga vikunnar æfa þeir frá klukkan sex. Veitt eru verðlaun fyrir beztar mætingar og i fyrravor var það Brynja Kristjánsson sem fékk ferð til Kaupmanna- hafnar fyrir góða ástundun. Nemendur Sigríðar eru á öll- um aldri en hún nefndi sérstak- lega Þórdísi Davíðsdóttur sem byrjaði hjá henni þegar hún var um sjötugt. Hún slær ekki slöku við og hefur verið í leik- fimi í fjögur ár. Sérstakir flokkar eru fyrir konur sem vilja grenna sig og sú sem duglegust var á síðasta námskeiði léttist um 30 kíló. Karlarnir koma í hódeginu Fljótlega eftir að konurnar fóru að koma í leikfimitímana fóru þær að sþyrjast fyrir um hvort hægt væri að fá tíma fyrir eiginmennina. Fór svo að þeir fengu tíma í hádeginu þrisvar í viku. Þeir virðast vera hæst- ánægðir með kennarann, þó hann sé kona. Sigríður kann sitt af hverju í þrekæfingum frá þeim tíma þegar hún var í íslenzka kvennalandsliðinu í handknattleik. Farið í sólbað ó staðnum Hægt er að fara í gufubað og fá nudd í Ármúlanum. Líka er jhægt að fara í sólbað á staðn- 'um, í góðum ljósalömpum. Eftir tímana er svo öllum boðið upp á kaffi á eftir, svona til þess að hressa enn betur upp á mann- skapinn. KP. Þórdis Davíðsdóttir (sú sem situr) byrjaði i leikfiminni þegar hún var komin yfir sjötugt og vantar varla í nokkurn tíma. „og upp, alveg upp í loft.“ Sigriður er lengst til hægri. Álafoss á. nú að freista gæfunnar íNígeríu: Lagarfoss enn kyrr - ferðin líklegast lengsta ferð „fossanna” til þessa Enn er óvíst um heimkomu Lagarfoss frá Nígeríu, nema hvað Eimskip fékk í gær skeyti frá umboðsmönnunum í Nígeríu þess efnis að losun lyki í dag og skipið gæti þá haldið heim á leið. Að sögn blaðafulltrúa Eimskips hafa slíkar upplýsingar áður borizt þaðan án þess að eiga við rök að styðjast. Ekkert heyrðist frá skip- stjóranum sjálfum í gær. Lagarfoss var ferðbúinn full- hlaðinn skreið 4. febrúar sl. en lagði ekki úr höfn fyrr en 11. marz. Eftir hálfsmánaðar siglingu til Nígeríu þurfti skipið að bíða í hálfan mánuð eftir að losun hæfist, eða til 11. apríl. Fór losun fram annað veifið til 18. apríl en var hætt er 157 tonn voru enn eftir í skipinu. Siðan hefur ekkert frétzt þar tii skeytið kom í gær, sem ekki er hægt að byggja fylli- lega á. Hafi skipið farið í gær eða fari það í dag verður það ekki komið hingað fyrr en undið miðjan maí og verður þá hálfur fjórði mánuður liðinn frá því lestun hófst fyrir ferðina og þar til skipið kemur. Mun það vera lengsta eða ein lengsta ferð skips frá Eimskip til þessa. Álafoss er nú nýlagður af stað til Nígeríu einnig og sagði blaða- fulltrúinn, að vonazt væri til að losun hans gengi betur. Þó vildi hann ekki fullyrða að það væri neitt öruggara en með Lagarfoss nema hvað Álafoss væri minni og möguleikar væru meiri á skjótri losun þess vegna. Þá ætti hann að losa í-Lágos en Lagarfoss er að losa í Port Harcourt. Ástandið í höfninni í Lagos mun þó lítið eða ekkert skárra, en í Port Harcourt. Skv. upphaflegum áætlunum (væri a.m.k. þrem skreiðarferðum lokið héðan til Nígeríu en önnur ferðin er nú að hefjast og þeirri fyrstu ekki lokið. G.S. Brotizt inn hjá AA Innbrot var framið í hús AA-samtakanna að Tjarnar- götu 3C í fyrrinótt. Var komið að útihurðinni brot- inni og skemmdri í gær- morgun. Ekki varð þess vart^ að nokkru hafi verið stolið og ekkert orðið að utan úti- dyrabrotsins. Er því ekki ljóst eftir hverju innbrots- maðurinn hefur verið að slægjast — nema þá andleg- um krafti helzt. -ASt. ??Kúnstugur dagur í þinginu” „STJÓRNIN ER — sagði utanríkisráðherra „Bétri stjórn en engin,“ sagöi Einar Ágústsson utanríkisráð- herra í ræðu á Alþingi í fyrra- dag og Gils Guðmundsson (AB) sagði að stemjna þyrfti stigu við hernaðarbandalögum, Alþýðu- bandalaginu og Varsjárbanda- laginu! Þetta var því kúnstugur dagur á þinginu. Utanríkisráðherra sagði sem svo að betra hefði verið að setja BETRIEN ENGIN” núverandi stjórn á fót en enga stjórn. Hann sagðist vera andvígur hersetu eins og margir í lýðræðisflokkunum svokölluðu. Þá sagði hann að Grænland þyrfti að fá aðild að Norðurlandaráði. Þingmenn nlógu að 'fyrr- greindum ummælum Gils en hann sá ekki að honum hafði orðið mismæli og sagt „Alþýóu- bandalag" í stað Atlantshafs- bandalags. Ummæli utanríkisráðherra vöktu að vonum mikla athygli. HH

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.