Dagblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 4
■\ / 4 /* Eftir afmæli Mikil afmælishátíð var haldin um helgina sem leið — í blöðum og útvarpi og á leiksviði Þjóðleikhússins, og þó sjálfsagt miklu víðar, minntust menn 75 ára afmælis Halldórs Laxness, að sjálfum honum fjarstöddum. Hann var farinn úr landi í tækan tíma fyrir þennan tylli- dag, en lét hafa eftir sér að afmæli hefðu í sinni sveit aðeins verið haldin til að gleðja börn. Fáir held ég að lái afmælis- barni þótt hann að þessu sinni kysi að forðast mannfögnuð: mikið langlundargeð mun þurfa til að taka á fimm ára fresti þátt í einhvers konar minningarhátíð um sjálfan sig. En til þess eru vitasklud slíkir tyllidagar í lífi þjóðskálda eins og annara þjóðskörunga að þá veitist þjóðinni tilefni til að láta uppi hug sinn til þeirra, tjá þeim þökk og virðingu sem þeim ber, með vörunum og í orði kveðnu ef ekki af hug og hjarta. Og það hefur Halldór Laxness auðvitað látið sér lynda í aðra tíma: látið hylla sig, þegar honum hefur þótt það eiga við, svo sem fyrir aðeins fimm árum, á sjötugsaf- mælinu. Mannabörn og leikarar Sjálfsagt hefði mörgum þótt afmælissamkoma Þjóðleikhúss- ins á laugardag yfirbragðsmeiri að sjálfum honum viðstöddum. Slíkar samkomur eru ekki endi- lega til þess stofnaðar að hafa þar um hönd eða fjalla um bók- menntir heldur í hyllingar- skyni við höfund þeirra. Hvað skyldu annars margir hafa komið I leikhúsið á laúgardag- inn óboðnir og upp á sjálfs sfn kostnað? Auðvitað veit ég ekkert um það. En ekki var um neina fjölda-aðsókn að ræða, svo mikið var víst. Aftur á móti var fyrir allmörgum árum, kannski í tilefni af sextugsaf- mæli höfundarins, en það man ég ekki fyrir víst, efnt til slíkra „kiljanskvölda“ með leik og söng og lestri úr ritum hans, sem voru vellátnar og velsóttar skemmtanir að ég held. Og leikgerðir eftir skáidsögum Halldórs á seinni árum eiga vaalaust vinsældir sinar einkum að þakka útbreiðslu og vinsældum sagnanna og al- mennum kunnugleik áhorf- enda á þeim. En dagskrá Þjóð- leikhússins á laugardag var sem sé aðeins flutt það eina sinn í minningarskyni við höfundinn á af:næ!isdegi hans. Við svo búið væri það nokk- urn veginn út I bláinn að byrja nú eftir dúk og disk einhvers konar leikdóm um dagskrána á laugardag, enda skal það ekki gert. Bríet Héðinsdóttir hafði tekið saman efnið, auðkennt fleygu vísuorði úr Kvæðakveri: Mannabörn eru merkileg nefndist dagskráin sem flutt var af heilum hóp veilátinna leikara ásamt söngkonunni Þuríði Pálsdóttur. Vist var gaman að rifja þessa dagstund upp ýmsa velvalda staði úr ritum Halldórs Lax- ness, dagskrárefnið smekklega valið og saman sett. Hér á ekki að skrifa neinn leikdóm. En það rifjaðist líka upp við að hlýða á dagskrána, sem oftar hefur mátt taka eftir, hversu leikur- um er fjarskalega mislagið að flytja skáldskap svo vel sé, hvort heldur er ljóð eða laust mál. Hvernig skyldi standa á því? Einhverstaðar í menntun eða þjálfun eða starfi margra leikara, sem gefa sig að upp- lestri, virðist sá misskilningur eiga upptök sín að í lestrinum beri þeim að miðla áheyrandan- um einhvers konar „leikrænni tjáningu" efnisins sem þeir lesa, eða í öllu falli „tilfinninga- legri túlkun“ þess, sem vill þá oftar en ekki snúast upp í ein- skæra tilfinningasemi upples- arans sjálfs, eða innantómar umfram-áherslur einhverra efnisatriða textans. En gá ber að því að tilfinningaríki skáld- skapar eins og önnur merking hans er allt fólgið í textanum, orðanna hljóðan á blaðinu þar sem lesandi nemur hann. Og verkefni upplesarans er og verður að koma textanum sjálfum, orðanna hljóðan á framfæri við áheyranda sinn með eins miklu látleysi og honum er auðið og án þess að trana sjálfum sér og sinni milli- göngu að áheyrandanum. Umfram róminn og tækni fram- sagnar útheimtist af honum fyrst og fremst næmur skiln- ingur á efnið sem hann les, vantúlkun síst líklegri til að vinna skáldskapnum miska i flutningi en leikrænar öfgar og oftúlkun. Leikarar eru að sönnu mis- jafnlega til sinna verka fallnir eins og aðrir menn. En 1 Þjóð- leikhúsinu á laugardag fannst mér mestur ánægjuauki að flutningi þeirra Guðrúnar og Þorsteins ö. Stephensen á sínu dagskrárefni: sú fjölskyida er ágætlega læs á góðar bók- menntir. Mól og myndir Og meira var um í tilefni afmælisins en nú var talið: Straumrof í Iðnó, sýning í Norræna húsinu, ný útgáfa á Barni náttúrunnar með teikn- ingum eftir Harald Guðbergs- son. 1 Norræna húsinu var sýnt eitt af frægðarverkum Halldórs Laxness frá seinni árum hans: steinprentuð útgáfa Sögunnar af brauðinu dýra, sem síðar kom i Innansveitarkroniku, með myndum eftir hinn nafn- togaða málara Asger .Jorn. Og þar mátti um leið hlýða meistaralegum lestri höfundar sjálfs á sögunni 'af grammófón- plötu sem fylgdi hinni stein- prentuðu bók. Sjálf er útgáfa einhvers lags metfé svissneskr- ar prentlistarmanna, lúxus- gi;ipur handa vellauðugum söfnurum, og hafa líklega fáir þekkt þá bók hér nær uns sýningin kom til. En ekki fannst mér liggja I augum uppi samhengi máls og mynda þótt gaman væri að fá að sjá og kynnast fljótlega verk Jorns af þessu gefnu tilefni. Barn náttúrunnar og Straumrof eru víst hvortveggja verk sem lítt væri hirt um ef þau væru eftir annan höfund en þau eru. En margir hafa MIKIL BÚBÓT Það er kunnara en frá þarf að segja hversu mjög skortur á íslenskum bókum um sögu myndlistar hefur háð allri kennslu og útbreiðslu þekking- ar á henni hér á landi. Að vísu hefur mátt finna ágætar yfir- litsbækur um þetta efni á ensku og dönsku i bókabúðum og margir skólar hafa stuðst við þær, en talsverður fjöldi nemenda hefur átt I erfiðleik- um með þau verk tungu- málanna vegna, sérlega þar sem flest þau hugtök sem þar koma fyrir eru alls ekki hluti af daglegu máli. Á ég hér aðallega við yfirlitsrit H.W. Jansens, Ernst Gombrich, svo og lista- sögu Broby-Johansens, ólíkar bækur og allar gagnlegar. Okkur sem kennt höfum lista- sögu hefur einnig verið ljóst hverjir erfiðleikar hafa blasað við þeim útgáfufyrirtækjum íslenskum sem hugleitt hafa prentun slíkra verka. Kostar of fjór Listasögur krefjast margra ljósmynda, helst í litum og leyfi til prentunar þeirra kostar of fjár og litprentun sömuleiðis og allt þetta spennir upp verð slíkra bóka fyrir skólafólk sem þarf einna mest á þeim að halda. Á síðustu árum hefur samt örlað á mjög jákvæðri þróun í þessum efnum, en það er út- breiðsla þýddra fjölþjóðaút- gáfna. Italir hafa staðið framar- lega á þessu sviði, enda hafa þeir yfir að ráða miklum hag- leiksmönnum i bókaútgáfu, — í prentun, Ijósmyndun og öllum öðrum frágangi. Hafa þeir gefið út ríkulega skreyttar listasögur með texta eftir þarlenda sér- fræðinga og hafa aðrar þjóðir síðan samið um að fá bækurnar prentaðar á Ítalíu með þýðing- um. Hefur þetta fyrirkomulag alltént tryggt góða myndprent- un og þá er talsvert áunnið. Sá mikli atorkumaður Þorsteinn Thorarensen hefur komist að samningum af þessu tagi um útgáfu mannkynssögu, og nú hefur hann bætt við þremur vönduðum bindum um lista- sögu I Fjölvaútgáfu sinni. Að víi,u eru þær ekki á neinum spottprís, yfir 5000 krónur hvert bindi, en það ætti ekki að vera neinum ofviða að kaupa eitt á ári eins og kennslu í þess- ari grein er hagað víðast hvar. Umskrifuð Upphaflega mun texti vera eftir ítalska iistfræðinginn Ginu Pischel, en Þorsteinn segir í formála bókina vera mjög umskrifaða í þýðingu. Gaman hefði verið að vita nákvæmar hver hlutur hans I bókinni er, en þangað til verða þau Gina og Þorsteinn bæði að teljast ábyrgðarmenn fyrir henni. Ég vil segja það strax, að þótt ég sé ekki sáttur við allt sem í þessari Fjölvabók er, þá er hún þegar á heildina er litið mikil og þörf búbót, ekki síst fyrir það að allar myndir hennar, sem eru mörg hundruð, eru í litum og að því leyti tekur hún fram þeim bókum, sem ég nefndi hér að ofan. Að vísu er litprentunin afskaplega mis- jöfn þegar kemur fram í tíð málverksins, mikið um græn blæbrigði sem eru til lýta, t.d í mynd Manets af „Morgunverði í grasinu" í þriðja bindi. En i flestum tilfellum má hafa gagn af litnum eins og hahn kemur fram í málverkunum. Hann segir okkur alltént meira en svört/hvít prentun. Þorsieinn Thorarensen. Bók menntir DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. APRlL 1977. — mætur á Barni náttúrunnar vegna höfundarins og hans seinni verka, eins og afmælisút- gáfa Helgafells væntanlega er til marks um. Og mynd- skreyting eða bókarlýsing Haralds Guðbergssonar finnst mér við fljótlega sýn fjarska fallegt verk, hin ljósa og ein- falda línuteikning horfir rétt við þvi sem upprunalegast er I Barni náttúrunnar: barnslegri einfeldni og næmleika sögunnar. Afmoeli og saga í afmælisminningu einhvers dagblaðsins um helgina bar glöggur maður upp einfalda spurningu um hinn fjarverandi heiðursgest; hver er hann eiginlega? spurði maðurinn. Það gæti skeð áð seinlegt yrði að svara þeirri spurningu til hlítar hver Halldór Laxness sé og hafi verið lesendum sfnum og samlöndum um dagana, og yrðu kannski jafnmörg svör uppi og spyrjendur að lokum. Fyrir einhverjum slikum svör- um mátti sjá óra í afmælis- greinunum á dögunum: það var eins og margir þeir höfundar kysu að fjalla um og hylla hver sinn part viðfangsefnisins. Einn metur umfram allt hinn byltingarsinnaða sósialista og ádeiluhöfund fyrri ára og þakkar honum að hafa gert sig að komma. Annar leggur mest upp úr borgaralegri efahyggju og íhaldssemi höfundarins | efri árum hans, þjóðskáídsins, sem allir geti nú samginast um að hylla. Þriðji sér í epískri list hans fyrr og síðar ávöxtun og endurnýjun klassískrar arf- leifðar í nútimanum. Og svo framvegis — og hver og einn lofar höfundinn eftir sinum smekk, og hafa allir nokkuð til síns máls. Þó er höfundurinn einn og samur allt frá Barni náttúrunnar fram að minninga- bókinni Ungur ég var síðan í haust. Þeirra 1 milli hefur mikil saga gerst, sem á meðal annars fjallar um lífsskoð,un og listræn viðhorf i slfelldri umsköpun með breyttum timum og mönn- um. Það sem tengir alla þá sögu saman skiptir ugglaust ekki minna máli en hitt sem milli ber ólikra tímaskeiða og verka á ferli höfundarins. Það væri þarflegt ef upp vektist ein- hvern tíma snjall höfundur, þess umkominn að gera grein fyrir og leggja mat á hlutdeild Halldórs Laxness í menningu aldarinnar, ekki bara með skáldverkum sinum, heldur einnig margvislegri þátttöku i daglegu menningarlífi og pólitík. En þess þarf varla að vænta á tilfallandi tyllidegi á ævi höfundarins. Svo mikið er samt vist að til að skilja sjálfa sig er lesendum hans áreiðan- lega hollt að leitast við að skilja verk síns mikla höfundar í sögulegu samhengi þeirra við sína tfma og þann samtima sem við nú lifum. Það kann að vera viðfangs- efni sjálfs hans í sínum síðustu bókum — sem hver tekur nú eftir öðrum og allir endanlega eftir höfundinum að séu í verunni einhvers konar skáld- sögur en ekki endurminningar. Breytir engu þótt kannski megi kalla frásagnarhátt þeirra skáldsögulegan, rétt eins og skáldsögur eru stundum samd- ar með aðferð minningahöfund- ar. Þær fjalla I öllu falli um höfund undir eigin nafni, Halldór skáld frá Laxnesi, staði og tíma og atburði, fólk og fé sem hann hefur lifað og kynnst við í æskunn — eins og þessi liðna tíð horfir við úr áfanga- stað fullorðinsaldursins. Kannski lif og reynsia sé endanlega skáldskapur? En efni þessara bóka hefst í árdaga islenskrar nútímasögu, sem höfundurinn hefur lifað og starfað alla sína tíð í henni miðri. Þá fundust 1 grasi í túninu heima þau gullnu töfl sem verk hans geyma okkur sem lesum. Bók menntir — AÐALSTEINN INGÓLFSSON s------- Ýmsar aðferðir Bók af þessu tagi verður að sjálfsögðu að fylgja tímaröð, en innan þess ramma má nota ýms- ar aðferðir. Þeir Janson, Gombrich og Broby-Johansen hafa allir þann háttinn á að takmarka fjölda listamanna og listfyrirbæra við þá helstu, en reyna þess í stað að segja rækilegar frá þeim og stöðu þeirra á hverjum tíma. 1 Fjölva- bókinni er hins vegar reynt að segja stuttlega frá afar mörgu. Fyrri gerðin er skemmtilegri aflestrar, en sú síðari og þar með talin Fjölvabökin, hentar kannski betur sem kennslubók, þar sem kennari getur með lit- skyggnum fyllt upp í myndina og farið nánar í atriði sem aðeins er drepið á. Tveir alvar- legir meinbugir eru þó á þess- ari útgáfu Þorsteins og v.irða báðar myndirnar. Það heyrir þar til und- antekninga að verkin séu tímasett, sem þýðir t.d. að nemandi verður að leita fyrir sér víðar að ártölum sé hann að bera saman tvö verk gerð á sama tíma, með tilliti til áhrifa o. fl. Hinn ljóðurinn er sá að hvergi er getið um stærð verkanna og falla höfundar þar í þá gryfju sem oft er nefnd Malraux-villan (tengd kenning- um André Malraux um „Musée Imaginaire“), þar sem gefið er í skyn að listgildi verka sé ekki í neinum tilfellum tengt stæið þeirra. Mannhœðarháar eða örsmáar Þó held ég að flestir hljóti að skilja að það skiptir töluverðu máli, hvort t.a.m. myndastytta sé mannhæðarhá og hringsæ eða þá 20 cm og ætluð til hand- fjötlunar og því er birting mynd af tveimur slíkum hlið við hlið, án upplýsinga um stærð til þess eins að glepja námsmanninn. Ég minntist á það í upphafi, hve óaðgengileg mörg hugtök listsögunnar hafa verið fyrir þá sem þurft hafa að lesa hana á erlendum málum. Enn erfiðara hefur reynst að finna íslensk orð yfir þessi hugtök. Að vísu hafa þeir Kristján Eldjárn og Björn Th. Björnsson unnið þarft verk við að snara þeim eða umskrifa á gott mál í bók- um sínum, en samt vantar enn mikið upp á islenskan orðaforða í þessari grein. í út- gáfu sinni hefur Þorsteinn reynt að bæta úr þessu ófremd- arástandi og í flestum tilvikum tekst honum vel upp. „For- bakur“ fyrir „front apse“, „dyraskúti" fyrir „recessed doorway", „baugaldur“ fyrir „tondo“, — þessi orð og fjöldi annarra þykkja mér hljóma vel, — hversu vel sem það mun ganga að leggja þau á minni nemenda og almennings. Fœgistíll og hlaðstfll Þorsteinn reynir ennfremur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.