Dagblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 29.04.1977, Blaðsíða 24
ÞETTA ERÞYRLAN Þessi mynd var tekin af þyrlunni á sunnudaginn var, daginn áður en hún hvarf. Þá var hún notuð til að flytja fólk í stutt útsýnisfiug yfir Reykjavík. Jón Heiðberg flugniaður er við stýri vélarinnar. (DB-mynd JIM). Tollvördur leystur frá störfum vegna meintrar smyglaðildar Ungur tollþjónn í Reykjavík hefur verið leystur frá störfum á meðan verið ,er að rannsaka mpinta aðild hans að smygli og var honum tilkynnt um það í gærmorgun. Það var á miðvikudags- kvöldið að tveir lögregluþjönar stöðvuðu mann, sem var að koma frá borði í írafossi, sem lá í Reykjavíkurhöfn. Bar hann þunga tösku og vildu lögreglu- mennirnir fá að skoða í hana, þrátt fyrir að maðurinn, sem var óeinkennisklæddur, segðisí vera tollvörður og væri að bera töskuna i land fyrir bróður sinn, sem er yfirmaður á skipinu. Vildu lögreglumennirnir kanna innihald töskunnar og, sótti töllvörðurinn þá bróður sinn! Er taskan var opnuð kom i ljós 19 flöskur af áfengi, en innifalið í því var tollur yfir- mannsins. Tók lögreglan skýrslur af báðum mönnum þá þegar og bar tollvörðurinn 'að hann hafi ekki vitað hvað í töskunni var. Sl. föstudagsmorgun, eða hálf- um öðrum sólarhring eftir at- vikið, spurðist DB fyrir um það hjá fulltrúa tollgæzlustjóra og tollstjórans í Reykjavik, þar sem þeir síðarnefndu voru báðir erlendis. Neitaði hann þá með öllu að nokkuð slíkt hefði átt sér stað, þrátt fyrir ítrekaðar spurningar. Síðan frétti blaðið að fulltrúanum hafi verið kunnugt um málið, er viðtalið átti sér stað. Er hann var þá spurður hverju rangar upplýsingar hans sættu, svaraði hann að magnið, sem um hafi verið að ræða, hafi ekki verið umtals- vert að sínu mati. Auk þess hafi hann ekki fengið fullnaðar lög- regluskýrslur í hendur fyrr en síðdegis á föstudaginn! Um helgina kom svo tollgæzlustjóri til landsins og var þá tekin ákvörðun um að senda málið til Sakadóms til frekari rannsóknar. Síðar var tekin ákvörðun um að leysa manninn frá störfum á meðan sakadómsrannsókn færi fram.G.S. Leitað að þyrlunni ídag: 300 MANNS MEÐ 60 VÉLSLEÐA — klif ursveit f rá Eyjum send af stað Leitin að þyrlunni TF-AGN var haldið áfram fram eftir kvöldi í gær, en án árangurs. í birtingu i morgun fóru leitarflokkar af stað, alls yfir 300 manns, og höfðu þeir um 60 vélsleða til leitarinnar. Talið er að þyrlan hafi ætlað að fljúga svonefnda Fjallabaksleið og verður í dag lögðmegináherzla á það svæði. Auk hjálparsveitanna munu a.m.k. 8 flugvélar taka þátt í leitinni að sögn Guðmundar Matthíassonar hjá Flugumferða- stjórn. Þá var sérþjálfuð klifsveit frá Vestmannaeyjum send af stað í morgun, en í henni eru 9 menn. Tveir menn eru með þyrlunni, þeir Jón Heiðberg flugmaður og Ásgeir Höskuldsson tæknifræð- ingur, en hann er framkvæmda- stjóri Hitatækja hf., sem eiga þyrluna. Eins og fram kom í blaðinu í gær, lögðu mennirnir af stað frá Reykjavíkurflugvelli á mánu- dagsmorgun kl. 10.22, en var ekki saknað fyrr en á miðvikudag. Samkvæmt flugáætlun var ferðinni heitið til Víkur í Mýrdal, en þar átti að taka þriðja mann- inn með í förina og síðan að halda til veiða. Á miðvikudag kom til Reykjavíkur maðurinn frá Vík og hafði samband við konu flug- mannsins. Spurði hann hvers vegna Jón og Ásgeir hefðu ekki sótt sig á mánudaginn eins og rætt hafði verið um. Viss' þá kona flugmannsins ekki betur en þyrlan væri fyrir austan. I gær bárust fjölmargar til- kynningar frá fólki sem telur sig hafa séð eða heyrt til flugvélar- innar. Samkvæmt framburði þessa fólks bendir ýmislegt til að þyrlan hafi hætt við að fara suður fyrir Eyjafjöll til Víkur vegna óhagstæðra vinda. Hefur flugmaðurinn þá sennilega ætlað að fara Fjallabaksleið norðan Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls. Hins vegar sást vélin á flugi milli Búrfells og Heklu og gæti það bent til þess að fyrst hafi flug- maðurinn ætlað að fara Land- mannaleið en snúið við. Þetta svæði var rækilega kannað úr lofti í gær en án árangurs. Talið er erfitt að sjá þyrluna úr'lofti þar sem hún er mjög lítil og hvít- leit. -JFM- „Eldhúsið ígærkvöldi” Ólaf ur fylgjandi 100 þúsundunum Ólafur Jóhannesson döms- málaráðherra kvaðst fylgjandi 100 þúsund króna lágmarks- launastefnunni, og Geir Hallgrlmsson forsætisráðherra gaf í skyn, að rikisstjórnin kynni að gera einhverjar úr- bætur í skatta- og lífeyris- málum til að auðvelda samningana. Þetta kom meðal annars fram í útvarpsumræðunum, „eldhúsinu", í gær. Dómsmálaráðherra sagði, að yrðu 100 þúsundirnar samþykktar, mætti það ekki ganga gegnum launakerfið, svo að skriðu yrði hleypt af stað. Hann sagði, að „tregðulögmál" atvinnurekenda, að hafna 100 þúsundunum, væri ,,út í bláinn". Lúðvik Jósefsson ( AB) sagði. að nú væri spáð 15—16% hækkun útflutningsverðs í ár og 7% hækkun á innflutnings- verði. Því væri aðstaða til bættra kjara. Hann og aðrir stjórnarandstæðingar gagn- rýndu það, sem þeir kölluðu svikin loforð ríkisstjórnarinn- ar, og Benedikt Gröndal (A), benti á, að úrbætur Ólafs Jó- hannessonar í dómsmálum hefðu nú sofnað værum svefni. Forsætisráðherra sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með, að skattafrumvarpið hefði ekki náð fram að ganga á þessu þingi. Hann nefndi möguleika á sex prósent kauphækkun. Eðvarð Sigurðsson (AB) sagði fyrirsjáanlegt, að stór verkföll blöstu við innan skammstíma. -HII. frjálst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 29. APRIL 1977. Fannfergi og snjóflóð á Seyðisfirði Mjög mikil snjókoma hefur verið undanfarið á Seyðisfirði. Fannfergið er þvílíkt að sambandslaust er við Hérað og hefur svo verið frá því fyrir helgi. Enga mjólk er að fá og dagblöð hafa Seyðfirðingar ekki séð á aðra viku. Snjóflóð féll aðfaranótt fimmtudags í námunda við bæinn Hánefsstaði. Bærinn er sambandslaus og 3 síma- staurar brotnir og nokkrir rafmagnsstaurar. Á fimmtudag var gerð til- raun til þess að fara með snjóbíl og jarðýtu upp á Fjarðarheiði. Snjóbíllinn tepptist vegna þess að snjór settist mjög á beltin. Leiðangur var gerður upp á heiðina til þess að reyna að koma honum yfir til Egilsstaða. 33 unglingar fóru í keppnisferð til vinabæjar Seyðisfjarðar, Dalvíkur. Þau hafa verið veðurteppt á Akureyri frá því fyrir helgi. Hret þetta er staðbundið og kalla Seyðfirðingar það Sýslunefndarhret. Sýslu- nefnd N-Múlasýslu kemur saman til fundar einu sinni á ári á Seyðisfirði og næsti fundur er einmitt á mánu- daginn. Það hefur ekki brugðizt undánfarin ár að hið mesta illviðri fylgir fundum þessum. .jjj Samningarnir: Fær gamla fólkið eitthvað? Fær gamla fólkið ein- hverjar bætur í þetta sinn út úr samningunum. Þetta er eitt af því, sem verður til umræðu á samningafundum i dag. „Líkur á verkföllum hafa margfaldazt," sagði Guðmundur .J. Guðmunds- son, formaður Verkamanna- sambandsins, í morgun. En í gangi eru nefndir beggja aðila, sem kanna málin. Til dæmis er verið að skilgreina „opinber þjónusta", sem aðilar eru nokkurn veginn sammála um að leggja til, að hækkanir komi ekki á fyrr en 20. hvers mánaðar fyrir næstu hækkun visitölubóta. Fundur verður í dag klukkan fjögur. -HH. Reykjahlíðarhverfi Þeir fengu ylinn í nótt Ibúar Reykjahlíðar- hverfis urðu fegnir í nótt, en þá komst hitaveita þeirra í lag. Aðalæðin hafði gliðnað sundur, á 2-3 stöðum við jarðskjálftana. Unnið var sleitulaust að viðgerð við erfiðar aðstæður, og tókst að ljúka verkinu í nótt. Ýmsum var orðið kalt' og mikið var um rafmagnsofna- pantanir í gær til hverfisins. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.