Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 1
I I f i \ í \ i \ 7. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 - 54. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022. Bandaríkjaforseti herskár: Stóraukinn herskipa- ríkjanna og Noregs — floti Bandaríkja- manna tafinn veikari þar en floti Sovétmanna. NATO mun sterk- ara ílofti, m.a. vegna Keflavíkur- stöðvarinnar Frá Sigurjóni Jóhannssynl fréttaritara DB i Osló: Fréttaritari norska blaðsins Aftenposten í Washington skýrði frá því í gær, að ríkisstjórn Reagans Bandaríkjaforseta hafi nú i hyggju að auka mikið her- skipa- og kafbátaflota sinn á hafinu milli íslands og Noregs til ,->ess að styrkja stöðu sína á Norður-Atlantshafssvæðinu. Hernaðaráætlunin gengur út á það að loka sovézka flotann inni við nyrztu mörk Noregs ef til striðsátaka kæmi og hindra að sovézkur her gæti ráðizt inn í Norður-Noreg. Að auki skal flotinn vera nægilega sterkur til að gera atlögu að Kolaskaga, þar sem Sovétríkin hafa öflugar her- stöðvar. Gert er ráð fyrir að Bandaríkin auki herskipaflota sinn á svæðinu úr 456 herskipum og kafbátum í 600 fyrir árið 1989. Sérstaklega er talin þörf á aö bæta við þremur flugvélamóðurskipum, þ.e. að fjölgaþeimúr 12 i 15. Formaður varnarmáladeildar Norska stórþingsins, Per Hysing — Dahl frá Hægri flokknum, fagnaði þessari ákvörðun þar sem hann telur að Sovétrikin séu nú sterkari aðilinn hvað skipasfól snertir á þessu svæði, en . NATO hafi yfirburði i lofti, ekki sizt vegna flugstöðvanna ' á Grænlandi, Íslandi og i Skotlandi. -JH. Umfangsmikil leit að línubát frá Sandgerði: TVEGGIA MANNA SAKN- AÐ Á TÓLFTONNA BÁT sem ekkert hef ur spurzt til síðan kl. 16 í gær Leit stendur nú yfir að 12 tonna bát sem gerður er út frá Sandgerði, Báru VE-141. Um borð eru tveir menn, báðir úr Garðinum. Síöast spurðist til hans kl. 16 í gær en þá hafði báturinn samband við Keflavikurradió. Var hann þá staddur um 32 sjómílur vest-norð- vestur af Garðskaga og var allt í stak- asta lagi. Báturinn var á línuveiðum. Er hann kom ekki fram í gær- • kvöldi var haft samband við Slysa- varnafélagið og skipuleg leit hafin. 10 bátar af Suðurnesjum leituðu í nótt auk radarvélar frá Keflavíkurflug- velli. í morgun bættust fleiri bátar í leitina og er blaðið fór í prentun voru um 30 bátar á leitarsvæðinu. Fokkervél frá Landhelgisgæzlunni hélt einnig til.leitar í morgun og leysti Varnarliðsvélina af hólmi. 1 gærdag voru 7—8 vindstig af austan á svæðinu þar sem báturinn var staddur er síðast spurðist til hans. Veður fór hins vegar lægjandi og í gærkvöldi og nótt voru ákjósanleg skilyrði til leitar, 5—6 vindstig, heið- skírt og ekki mikill öldugangur. KMU Litlar grýlur og púka gat að lita vfós vegar um borg og bi i gær — á öskudaginn. Krakkar áttu fri i skólum og notuðu tækifærið til að klæða sig f skrfpabúninga og leika lausum hala. 1 Breiðholti buðu hestamenn krökkum á bak klárum sfnum og svo hámuðu þau f sig fs og gosdrykki f nepjunni. DB-mynd: Sig. Þorri. Hitnar heldur betur í kolunum á Ólafsfirði: Harkalegar ásakanir ganga milli fógeta og varðstjóra — fógeti vék lögregluvarðstjóra úr starfi — sjá bls. 10-11 Skíðadagur fjölskyldunnará laugardaginn: BURSTIÐ RYKIÐAF SKÍDUN- UMOGKOMIÐ UTAÐ GANGA A Veðurguðirnir voru skíða- mönnum hliðhollir í gær og settu niður snjó á Suðvesturlandi. Margir bruðu fyrir sig betri fætinum og skelltu sér á skiöi, ekki sízt skóla- nemendur, sem áttu frí frá daglegri setu á skólabekkjum. En þegar snjórinn er nægur innan borgarinnar þá þurfa þeir sem stunda skíðagöngu ekki að leita langt yfír skammt og halda til fjalla til að iðka skiðaíþróttina, heldur eru næg tækifæri til að skella á sig skíðunum innan borgarinnar og í nágrenninu. Eins og við sögðum frá í blaðinu í gær ætlum við að kynna skíðagöngu sérstaklega á sérstökum „Skíðadegi fjölskyldunnar” á Miklatúni á laugardaginn kemur. Undanfarnar helgar hafa veðurguð- irnir verið okkur lítt hliðhollir, en nú hafa þeir bætt úr og sett niður nægan snjó. Ef veðrið helzt fram að helginni ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að halda skíðadaginn. Egill Skúli Ingibergsson borgar- stjóri mun setja skíðadaginn klukk- an tvö á laugardaginn. Lúðrasveit Reykjavfkur mun blása til leiks og gestir og gangandi munu fákakó og kex úr pylsuvagni sem verður við Kjarvalsstaði. Fyrir þá sem eru að byrja að spreyta sig á göngulistinni verða þaulvanir skíðamenn til taks og munu þeir veita fólki leiöbeiningar um hvemig bezt sé að bera sig að því að njóta þeirrar hollu útiveru sem skíðagangan er. Göngubraut verður merkt um Miklatún frá Kjarvalsstöðum. Þar verður upp- lagt tækifæri fyrir fjölskyldurnar að sameinast í hollri útivem á laug- ardaginn. -JR. sjá nánarábls.5 og DB á neytenda- markadi á bls. 4

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.