Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981. (S Erlent Erlent Eríent Erlent l t Tíu ára af- mælis ABBA minnzt með rándýrum sjónvarpsþætti Bandarisku sjónvarpsstjörnunni Dick Cavett hefur verið boðið til Stokkhólms til að taka þátt i sjónvarpsþætti með hljómsveitinni ABBA. Þáttur þessi verður einn sá dýr- asti, sem sænska sjónvarpið hefur staðið að. Hann er gerður í tilefni af þvi að í vor eru tíu ár liðin síðan ABBA varstofnuð. Forráðamenn sænska sjónvarpsins hafa ekki miklar áhyggjur, þó að þátt- urinn kosti skildinginn. Þeir reikna með því að hægt verði að selja hann út um allan heim, — eða að minnsta kosti til þrjátiu landa. Paramount veitir Francis Coppola vaxtalaust lán — svo hann geti lokið gerð nýjustu kvikmyndar sinnar Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn, Francis Ford Coppola, sem varð heims- frægur fyrir Guðföðurinn og bætti um betur með Apocalypse Now, hefur lagt hluta af milljónunum sínum í fullkomið kvikmyndaver í Hollywood. Er hann sýndi fréttamönnum húsa- kynnin var hann m.a. spurður að því hvernig gengi með nýjustu kvik- myndina, One from the Heart. „Ég á alltaf við fjárhagsörðugleika að stríða,” svaraði Coppola sem kannski er ekki nema von því þessi nýja mynd á að kosta 23 milljónir dollaa (150 milljónir nýkróna). En það er bara áætlun, vel gæti svo farið að kostnaðurinn ryki upp úr öllu valdi svo sem varð með Apocalypse. Gert hafði verið ráð fyrir að hún myndi kosta 12 millj. dollara, en endanlegir reikningar hljóðuðu upp á samtals 30 millj. dollara. Kvikmyndaiðnaðurinn hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir góðgerða- starfsemi en Paramount kvikmynda- fyrirtækið hefur nú veitt Coppola vaxtalaust lán sem heldur honum á floti í a.m.k. nokkrar vikur. Forstjóri Paramount sagði er hann var spurður um þetta góðverk að Coppola væri þýðingarmikil stærð í hugarheimi fólksins og hefði þar ákveðnu hlutverki að gegna. Höjum við þá 6. ÆS3S'ÍSSS«i*—*■' ~,L- í tímariti... Nú eru þau saman Francis Ford Coppola — á við fjárhagsörðugleika að striða. Robert De Niro i hlutverki sinu i Deer Hunter. Paul Newman: Leikur lögreglu- mann í illræmdu borgarhverfi heldur standa aðrar starfsaðferðir honum nær. Hann beitir frekar kíkmnigáfu, fyndni og skilningi í samskiptum sinum við íbúa hverfisins. Fort Apache er svæðið sem Murphy og félagi hans, Ken Wahl, keppast við að hafa stjórn á, þar til nýr yfirmaður tekur við stjórn. Sá er ákveðinn og metnaðargjarn og vill mæta ástandinu af hörku og koma á röð og reglu. Hann skilur ekki að íbúar sumra hverfa New York-borgar þekkja ekki merkingu laga í lífsbar- áttusinni frádegi til dags. En fyrstu mennirnir sem standa í vegi fyrir hinum nýju starfsháttum eru Paul Newman og Ken Wahl í Fort Apache. Paul Newman, hinn heimsþekkti leikari, hefur nú nýlokið leik í nýrri kvikmynd, Fort Apache. Þar fer hann með hlutverk lögreglumanns í einu af borgarhverfum New York, Bronx. Bronx er eitt illræmdasta blökku- mannahverfi borgarinnar, þar getur enginn farið um óhultur og hugtök eins og samvizka og siðgæði þekkjast varla. Lögregluþjónninn Murphy (Paul Newman) þekkir ástandið í hverfinu af eigin reynslu. Þar hefur hann séð ýmislegt með eigin augum. En honum er ekki sama. Hann reynir að taka á málunum, — ekki með hörku, 1 g Paul Newman Sú saga er sögð af Robert De Noro að nýlega þegar hann var á ferðalagi í flugvél, hafi hann verið að fletta tíma- riti. í tímaritinu sá hann mynd af ungri stúlku og það skipti engum togum, De Niro heillaðist af stúlkunni á myndinni. Um leið og flugvélin var lent fór De Niro að grafast fyrir um þessa stúlku og komst að því að nafn hennar er Isa- belle Lanza. Hann fann fljótlega síma- númer hennar og nú eru þau sögð sem eitt. . . FÓLK George, Paul og Ringo gera enga minningar- plötu um John Lennon Það er nú endanlega komið upp úr dúrnum, að frétt um að Paul McCartney, Ringo Starr og George Harrison ætluðu að leika saman inn á hljómplötu til minningar um John Lennon var tilbúningur einn. Eins og lesendur muna ef til vill átti George Martin meira að segja að stjórna upptökum á plötu þessari, sem átti að hljóðrita á eynni Montserrat í Vestur- Indium. Martin stjórnaði gerð flest- ailra platna Bitlanna á sínum tima. Sannleikurinn í þessu máli er hins vegar sá, að Paul ætlar að hljóðrita næstu plötu sina og hljómsveit- arinnar Wings á Montserrat. Að þessu sinni ætlar hann að njóta aðstoðar mun fleiri utanaðkomandi hljóðfæraleikara en áður. Ringo Starr verður einmitt einn þeirra trommuleikara, sem þar verða með. George Harrison hefur hins vegar ekki verið boðið að leika inn á þessa Wings-plötu og ekki falazt eftir því að sögn umboðsskrifstofu hans í London. Auk Ringos Starr verða Stevie Wonder og Elton John með á nýju Wingsplðtunni, meðal annarra. Forráðamenn sænska sjónvarpsins telja sjónvarpsþátt með ABBA góða fjárfestingu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.