Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 20
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981. 20 i Menning Menning Menning Menning D fau " . .... ....... ..... « Ballettinn fyrst og síöast Tónlist EYJÓLFUR MELSTED Tónleikar Sinfóniuhljómsvaitar (slands í Hé- skólabfói 26. fabrúar. Stjórnandi: Jaan-Piarra JacquUiat Einlaikari: Anna Quafféiac. Hamrahlfðarkórinn, kórstjórl Þorgarður Ing- ólfsdóttk. Efnisskrá: Igor Stravinsky: PulcinaUa; Wolf- gang Amadaus Mozart: Planókonsart ( B-dúr nr. 27, KV. 596; Maruice Raval: Daphnis at Chloð. Á hundavaði Með sanni má segja að ballettinn hafí sett mark sitt kyrfilcga á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar að þessu sinni þar sem Pulcinella og Dafnis og Klói trónuðu með Mozart pianókons- ertinn á milli sin. Pulcinella, eitt af afturhvarfsverkum meistara Stravin- skys yljar manni ætíð, því að músíkin er svo innilega hrein og bein og vafn- ingalaus frá hendi meistarans, jafn- vel þótt hljómsveitin slæmdist í gegn- um hana á hundavaði. Strengirnir héldu að visu bærilega saman en leikur blásaranna var æði götóttur. Sá grunur læddist að manni að verið væri að spila stykkið af blaðinu. Anne Queffélec lék Mozartkons- ertinn af stakri snilld. Hún hefur til- einkað sér stíl i fullu samræmi við ríkjandi hefð um flutning á verkum Mozarts í heimalandi hans. Heldur fannst mér tónn hennar í harðara lagi fyrir frábæran stilinn, en hygg að þar sé fremur um að kenna árinni en ræðaranum. Gjarnan mætti konsert- hús eins og Háskólabíó bjóða upp á lágmarksúrval verkfæra svo að pían- istar fyndu hljóðfæri sem hæfði leik- máta þeirra, hvers og eins. Heldur sótti hljómsveitin í sig veðrið og átti nú öllu betri leik en I Pulcinellasvitunni. Hamrahliðarkórinn á æfingu. Á köflum kjarn- mikill leikur Að lokum Daphnis et Chloé. Það er víst að bera í bakkafullan lækinn að lýsa vonbrigðum vegna fjölda strengleikara í hljómsveitinni, en sárast finnur maður til þeirra þegar um ræðir verk eins og Daphnis et Chloé. Á námsárum lék ég eitt sinn með í Daphnis et Chloé í fullskipaðri hljómsveit og fátt hef ég upplifað skemmtilegra en að leika í slíkum verkum við boðlegar aðstæður. Strengirnir stóðu sig eins og hetjur, en það dugði einfaldlega ekki til — verkið útheimtir stærri hljómsveit. Hins vegar verð ég að lýsa ánægju minni yfir valinu á Hamrahlíðar- kórnum. Hann varaf hæfilegri stærð til að knýja meðlimina til átaka. Alltof oft hættir mönnum til að fá til liðs mastodontkóra sem gera svo lítið annað en að hjala með. í heild tókst flutningurinn á Daphnis et Chloé vel og víða var boðið upp á kjarnmikinn og frisklegan leik þótt ytri aðstæður settu honum takmörk, sem fyrr segir. — Og Hamrahlíðarkórinn var frábær að vanda. - EM Háskólakórinn Tónleikar Háskólakórsins í Félagsstofnun stúdenta 1. mars. Stjórnandi: Hjélmar H. Ragnarsson. A efnisskrá: Stúdenta og gleðisöngvar; (slandsvisur eftir Gyifo Þ. Gfslason; Gamait vers oftir Hjálmar H. Ragnarsson; The Sick Rose eftir Atlo Heimi Sveinsson; A þessari rímlausu skeggöid eftir Jón Ásgeirsson; Fimm mannsöngvar eftir Jónas Tómasson; (slonsk þjóðiög ( útsetningum Róberts A. Ottóssonar, Jakobs Haligrfmssonar og Jónasar Tómas- sonar; A-Mahla Muhru eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Geri aðrir betur Háskólakórinn kom nú fram í fyrsta sinn undir handleiðslu nýs stjórnanda, Hjálmars H. Ragnars- sonar. Hann hefur alist upp um hríð, og dafnað undir stjórn Rutar L. Magnússon. En nýir siðir koma með nýjum herrum. Mátti það glöggt sjá, því að minnsta kosti fímm verk hlutu frumflutning á tónleikum þessum — og gerir aðrir kórar betur. Hefðinni trúr Eins og vera ber hófst söngurinn á nokkrum stúdentalögum. Háskóla- V kórinn á að vera hefðinni trúr, annað sæmir ekki. En það sem eftir var af efnisskránni heyrðist mest allt í fyrsta sinn á opinberum vettvangi. Réttar sagt, allt utan Á þessari rímlausu skeggöld eftir Jón Ásgeirsson og íslensku þjóðlögin. Æskuverk Gylfa Þ. Gíslasonar, Íslandsvísur við ljóð Hannesar Haf- stein, ber ótvírætt með sér, að þegar á þeim tíma hefði Gylfi fundið sér eigin stíl í tónsmíðum. Útsetning Jóns Þórarinssonar var vel og smekklega unnin eins og við var að búast. Gamalt vers er fallegt Iag og höfundi sínum til sóma. Fögur eftirmæli The Sick Rose, sem Atli Heimir samdi í minningu Benjamins Britten, eru fögur eftirmæli um látinn mæring. Margt minnti á Britten en engu að síður var um að ræða Atla Heimi eins og hann gerist bestur. — Trésmíðaverkstæði - trésmíðavélar Til sölu trésmíðaverkstæði með góðum vélakosti í 300 ferm leiguhúsnæði. Til greina kemuraðselja vélarnarsér. Vinsamlegast hringið í auglþj. DB í síma 271 2 eftir kl. 13, fyrir 10. marz. H-505. Verkstjórí - Frystihús Höfum verið beðnir að leita eftir verkstjóra í stórt frystihús á Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar veita Gísli Erlendsson eða Sævar Hjálmarsson. n fl p rekstrartækni sf. U i Síðumúla 37 - Sími 85311 svo fylgdi á eftir gamall kunningi. A þessari rímlausu skeggöld. Háskóla- kórinn fór létt með þetta hressilega verk Jóns Ásgeirssonar, sem mér þykir æ meira gaman að, því oftar sem ég heyri það. Fimm mansöngvar ná að varðveita þá ró og tign sem geislar af Manvísum Hannesar Péturssonar. Mér fannst þeir í heildina tekið, sam- stæðari en vísur Hannesar. Erfítt er þó að átta sig á þeim þegar maður heyri þá einu sinni hvern á eftir öðrum. En vist létu þeir vel í eyrum og ég vænti þess að fá að heyra þá aftur, sem fyrst. Hirðkór hertogans A-Mahla Muhru er magnað verk. Ekki kann Atlantis mál, en ljóðið hlýtur að vera helgiljóð og hvorki kristið né heiðið. í verki Hjálmars býr einhver frumstæður kraftur, sem geislar úr hverjum tóni. Háskólakórinn kemur sterkur út úr þessum tónleikum. Hann er mjög vel þjálfaður og meðlimir kunna sínar raddir utanað, sem sé með nóturnar í hausnum í stað þess að vera með hausinn ofan í nótunum. Slíkt sjálfsögð atriði ætti raunar ekki að þurfa að tilgreina sérstaklega, en ég geri það samt í þessu tilviki, þar eð ekki var ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur í verkefnavali. Aukalagið var Þjóðsöngur St. Kildu eftir hertoga eyjarinnar Karl Einars- son Dunganon. Hver veit nema Há- skólakórinn endi sem hirðkór hertog- ans af St. Kildu. Það er full ástæða til að óska Háskólakórnum og hans afbragðsstjórnanda til hamingju með árangurinn. -EM. Hjálmar H. Ragnarsson æfir lláskólakórinn. '. ' S': SlLvw-''' *. ám 1 M % ■ Q • I I ' JMP v-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.