Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 10
ID DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981. Veró kr. 760,00 Verð kr. 353,00 Byggung W aa ZW Kópavogi Verkamenn óskast í byggingavinnu. Uppl. á skrifstofunni, Hamraborg 1, 3. hæð. Btönduós Nýr umboðsmaður á Blönduósi. Olga Óla Bjarnadóttir Árbraut 10 — Sími 95-4178 Hitnar íkolunum á Ólafsfirði: Uppgjör bæjar- fógeta og lög- regluvaröstjóra — ósamlyndi talið eiga þátt íáminningu varðstjóra. Varðst jóri telur ásakanir f ógeta illkvitt nar, ámælisverðar ogvillandi Málefni lögreglu og bæjarfógeta á Ólafsfirði eru heldur ókyrr um þessar mundir. Dagblaðið greindi frá því í fyrradag að bæjarfógetinn á Ólafs- firði hefði leyst lögreglumann á staðnum frá störfum vegna meintra brota i starfi. Málið væri nú í um- fjöllun hjá dómsmálaráðuneytinu. Málið á sér nokkuð langa forsögu og er talið af kunnugum að þarna sé á ferðinni uppgjör milli bæjarfógeta, Barða Þórhallssonar og Stefáns B. Einarssonar lögregluvarðstjóra. Stefán hefur lengi verið lögreglu- varðstjóri á Ólafsfirði og var lengi eini lögreglumaður staðarins. Hann hafði starfað í áratug með Sigurði Uppsagnarbréf frá fógeta til lögregluvarðstjóra: Áfengisdrykkja við skyldustörf, ölvun- arlæti á almannafæri Guðjónssyni bæjarfógeta á Ólafs- firði, en hann lézt árið 1977. Sig- urður Björnsson lögregluþjónn á Ólafsfirði hefur greint frá því að samvinna þeirra Sigurðar og Stefáns hafi jafnan verið með miklum ágætum og hafi Sigurður látið Stefán annast um ýmiss konar störf fyrir embættið. Barði Þórhallsson, sem áður var bæjarfógeti á Bolungarvík var síðan skipaður í embætti bæjarfógeta á Ólafsfirði sumarið 1978, eftir að full- trúar frá Akureyri höfðu gegnt þar störfum í millitíðinni. Svo virðist sem ósamlyndi hafi verið milli fógeta og varðstjóra og megi rekja það til þessarar forsögu. Fógeti áminnti Stefán fyrir van- rækslu í starfi síðla árs 1978, vegna atviks er kom fyrir fljótlega eftir að fógeti tók við. Þessarar áminningar er getið nú, er fógeti leysir varðstjóra frá störfum og tilgreinir þar að auki ýmsar ásakanir. Stefán lögregluvarðstjóri hefur sent dómsmálaráðherra greinargerð vegna málsins, þar sem hann telur ásakanir fógeta illkvittnar, ámælis- verðar og villandi. Eftir að fógeti leysti Stefán frá störfum, hefur hann misst öll laun sín. Dagblaðið hefur kannað ýmis atriði þessa máls og fara þau hér á eftir. -JH. BIAÐIÐ • • kr. 159.00 terylene-buxur 70.OO Jylene-buxur . ft* \r l25.00 uxur ............... kr. í25.00 sbuxur ••••;•" fríxkr. 49.00 flannelsskyr •• ffákr. 52.00 ibuxur .......... BUXNA- OG BÚTAMARKAÐURINN HVERFISGÖTU 82 - SÍM111258 —■ og móðgandi og meiðandi ummæli um samstarfsmenn í lögreglunni eru gefnar sem ástæður Barði Þórhallsson bæjarfógeti á Ólafsfirði skrifaði Stefáni B. Einars- syni lögregluvarðstjóra i bænum bréf 4. febrúar sl., þar sem hann veitir Stefáni lausn frá starfi lögreglumanns um stundarsakir vegna ítrekaðra brota og vanrækslu í starfi. Fógeti lýsir síðan brotum og van- rækslu lögregluvarðstjórans á eftir- farandi hátt: „Þann 8. janúar sl. fóruð þér á skylduvakt þinni, sem samkvæmt varðskrá stóð ffá kl. 16—24, á lögreglubifreiðinni um kl. 21.30 í afmælisveizlu að Hrannarbyggð 13 hér i bæ og voruð þar við áfengis- drykkju, en eftir skylduvaktina kl. 24 áttuð þér að vera á bakvakt um nótt- ina, en voruð þess í stað að áfengis- drykkju fram eftir nóttu. Hér er því um að ræða gróft brot í opinberu starfi. Við sama tækifæri voru höfð eftir þér móðgandi og meiðandi ummæli um samstarfsmann þinn í lögregl- unni og starfsstúlku á bæjarfógeta- skrifstofunni. Er því hér um að ræða annaðbrot í opinberu starfi. Þá hefur að undanförnu borið á því að þér hafið haft í frammi ölvunarlæti á almannafæri t.d. á árs- hátíð Slysavarnadeildar kvenna sem haldin var 17. janúar sl. Verður það að teljast alvarleg ávirðing fyrir lögreglumann þótt utan starfstíma sé”. í lokaorðum bréfs fógeta kemur fram að hann telur Stefán hafa brotið það gróflega gegn starfsskyldum, hlýðnis- og trúnaðarskyldum gagn- vart sér sem yfirmanni embættisins, sbr. alvarlega áminningu áður gefna með bréfi dagsettu 13. desember 1978. -JH. Björn Steinn Sveinsson: Sjálf sagt að taka við vakt og bakvakt —af Stefáni. Tók við bif reiðinni um kl. 23.15 Fógeti sakar lögregluvarðstjóra um áfengisneyzlu við skyldustörf, en þessu neitar varðstjóri og segir að Björn Steinn Sveinsson hafi tekið við skylduvakt sinni og síðan bakvakt áður en hann neytti áfengis í tilteknu húsiá Ólafsfirði. Björn Steinn hefur vottað það að Stefán B. Einarsson lögregluvarð- stjóri hafi beðið sig að taka vakt fyrir sig fimmtudagskvöldið 8. janúar sl. svo og bakvakt á eftir. Vottar hann m.a.: „Sagði ég það sjálfsagt enda hefi ég verið við störf hjá lögreglu ef á mér hefir þurft að halda. Tók ég við bifr. um kl. 23.15 áðurnefnt kvöld. Ekkert bar til tiðinda á vakt eða bakvakt.” -JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.