Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981. 13 Kjallarirm VilmundurGylfason í október. sl. lagði undirritaður fram 4 Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum frá 1938 um stétt- arfélög og vinnudeilur. í þessu frumvarpi er lagt til að fyrirkomulag samninga um kaup og kjör verði breytt þannig, að á vinnustöðum þar sem starfa fleiri en 24 fastráðnir starfsmenn þar myndi þeir starfs- greinafélög, sem semji sérstaklega um kaup og kjör. Með öðrum orðum að vinnustaðurinn, sé hann yfír á- kveðinni stserð, verði grundvallar- eining, þegar samið er um kaup og kjör. í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir því, að þetta nái til allra annarra launþega en ríkisstarfsmanna, starfs- manna i ríkisbönkum, þeirra sjómanna sem taka laun sín sem hlut af afla og samvinnustarfsmanna. Sennilega er of hægt farið í sakirnar að þvi er tekur til samvinnustarfs- manna, þetta fyrirkomulag á væntanlega vel við að því er tekur til samvinnuformsins. í þessu frumvarpi til laga er að öðru leyti ekki hróilað við lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur, eins og Alþingi samþykkti þau fyrir rúm- um fjörutíu árum. Breytingin felst sem sagt í þvi að fólk á vinnustöðum yfir ákveðinni stærð semji sjálft við fyrirtækið um kaup sín og kjör, og ennfremur, að ef fólk í slíkum fyrir- tækjum telur það treysta stöðu sina með því að gera bandalög við fólk í öðrum fyrirtækjum, þá sé það opin leið. Hvað vilja launþegar? Þessar hugmyndir eru auðvitað ekki nýjar af nálinni, þó svo nákvæm útfærsla hljóti alltaf að orka tvi- mælis. Fjögur Alþýðusambandsþing í röð, á árunum 1956—1962 ályktuðu i þá veru, að form verkalýðshreyfing- arinnar væri orðið gamaldags og stæði framförum fyrir þrifum. Um 1960 var tekin saman ítarleg greinar- gerð á vegum Alþýðusambands íslands þar sem niðurstaðan var sú að æskilegt væri að hverfa áð fyrir- komulagi „starfsgreinafélaga” eins og það var kallað. Sá munur er þó á þeirri greinargerð Al- þýðusambandsins og frumvarpi því, sem hér er til umræðu, að í greinargerð Alþýðusambandsins var gert ráð fyrir þvi að fólk hjá öllum fyrirtækjum, sem stunduðu sams konar þjónusm, væri í bandalagi (þ.e. að allir þeir sem ynnu hjá flug- félögum væru þá saman í félagi) en í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir því, að í grundvallaratriðum sé fyrir- komulagið þannig, að allir þeir sem vinna hjá einu fyrirtæki séu saman í félagi, en síðán geti fólk hjá fyrir- tækjum myndað með sér bandalög, ef það svo kýs. Um það má deila, hvor útfærslan sé skynsamlegri og tryggi hag launþegans betur. Kjarni málsins er sá, að árum saman hafa menn rætt um það að breyting í þessa átt sé skynsamleg. Margvísleg rök hafa verið færð fram. í stóriðjufyrirtækjunum, Straumsvík og á Grundartanga, og einnig í ríkis- verksmiðjunum, er þessari aðferð í raun beitt, þó þannig að starfsfólkið fer ekki sjálft með samningsréttinn, heldur fulltrúar margra verkalýðs- félaga fyrir það. Segja má, að þar sé farin eins konar millileið, komið aftan að kerfinu. Samt er það svo, að í þessum fyrirtækjum eru borguð verzlunarmenn í sérstökum félögum? Allavega er það svo að þetta fyrir- komulag hefur verið lögfest — andi þeirra laga gengur út á stéttarfélög, og hvort sem mönnum líkar betur eða verr, þá þarf lagasetningu til þess að breyta þessu, vilji menn á annað borð breyta. í annan stað verður að álykta svo, að fyrirkomulag samninga um kaup og kjör sé ekki einkamál forustumanna í verkalýðshreyfingu. Einnig vegna þess að þar geta verið augljósir persónulegir hagsmunir á ferðinni. Það sem skiptir máli er að í ljós komi, að undangengnum umræðum, hvort vilji er fyrir hendi hjá þeim launþegum sjálfum, sem hlut eiga að máli. Hvernig svo sem þær skoðanir eru framkallaðar, þá hlýtur Alþingi að hlusta fyrst og fremst eftir þvi. Ef það er almenn ánægja með óbreytt fyrirkomulag, þá er frumvarp eins og þetta sjálf- dautt að sinni. Ef það er hins vegar almennur vilji launafólks að fólk í fyrirtækjum af tiltekinni stærðar- gráðu fari með eigin samningamál, þá er auðvitað sjálfgefið að Alþingi brjóti isinn með lagasetningu. Ný þjóðfólagsgerð Alþýðusamband íslands hefur þegar sent þeirri nefnd Alþingis, sem þetta mál hefur til meðferðar, umsögn sína um efni þess. Þeir leggja einfaldlega til, að frumvarpið verði fellt. Áframhald málsins verður væntanlega það, að frumvarpið verður ekki látið ganga til atkvæða á þessu þingi, heldur lagt fram að nýju, i endurskoðaðri mynd að fenginni reynslu vetrarins, í haust. En viðbrögð Alþýðusambandsins vekja spurningar. Þegarþess ergætt, að það eru tuttugu ár stðan Alþýðusambandið ályktaði um nauðsyn slíkra breytinga, og þegar ekkert hefur gerzt síðan, er þá ekki bæði æskilegt og jafnvel nauðsynlegt að Alþingi geri þær breytingar á lögunum, sem að minnsta kosti heimila stofnun starfsgreinafélaga? Ég er sannfærður um að þessi breyting á eftir að koma innan fárra ára — og jafnsannfærður um hitt að vegna innri togstreitu, þess sem Guðmundur J. Guðmundsson kallaði eitt sinn „smákóngapólitík” þegar þessi mál voru til umræðu i tímaritinu Rétti, þá er ólíklegt að forusta Alþýðusambandsins muni hafa forustu um slikar breytingar, jafnvel þó svo komast mætti að því með stærðfræðilegri nákvæmni að vilji launþega var ótríræður. í jiessu felst þversögn alls málsins. Hugmyndir um starfsgreinafélög eða vinnustaðafélög fela i sér hug- myndir um breytta þjóðfélagsgerð. Aukin valddreifing vítt og breitt um byggðir landsins fylgir þessu fyrir- komulagi. Einingar í efnahagslífi verða smærri og manneskjulegri. Ennfremur má gera ráð fyrir því að raunverulegt atvinnulýðræði færi i vöxt, það væri beinlínis hagur fyrir- tækjanna að fulltrúar launafólks sætu þar í stjórnum, og jafnvel keyptu sig smám saman inn i fyrir- tækin. Þegar hvert fyrirtæki semur við sitt fólk, þá má gera ráð fyrir því að samningar fari fram af ábyrgð, það sé samið um þau verðmæti, sem til staðar eru. Og það er eðlilegt, að gangi fyrirtæki vel, þá skili það sér sem allra fyrst í bættum hag þeirra sem þar vinna. Vilmundur Gylfason. U Er skipulag launþega- verkalýðsforingja ? hærri laun og launajafnaðarstefna mun þar meiri en annars staðar. Eins hlýtur það að teljast kostur, að þegar samið er á einu bretti, þá er tekið fyrir það að fámennir minnihluta- hópar geti stöðvað rekstur. Meiri- hlutinn ræður ferðinni — og væntanlega er það launamiðjan og það fólk, sem hefðbundið hefur haft eins vel í stakk búin til þess að berjast fyrir umbjóðendur sína eftir sem áður? Er hætta á því að fólk hjá smærri fyrirtækjum, sem eftir sem áður yrði í fagfélögum, yrði verr úti eftir en áður? Er hætta á því, að á kreppu- og samdráttartímum hefðu vinnuveitendur sterkari stöðu við þessar aðstæður en þeir hafa nú? hreyfingunni beri að taka með nokkrum fyrirvara. Sú hætta er sem sé fyrir hendi — án þess að um það skuli nokkuð fullyrt — að forustufólk í verkalýðshreyfingunni sé íhaldssamara á formið en góðu hófi gegnir, af þeirri ofur mannlegu ástæðu að menn halda gjarnan í völd og áhrif, sem þeim hefur einu sinni á- Greinarhöfundur gagnrýnir harðlega forystu Alþýðusambandsins. — Frá siðasta ASt-þingi. lág laun, sem ræður ferðinni. Og nokkuð vega þau rök, sem fram komu hjá Sigurði Magnússyni, raf- virkja, þegar þessi mál voru til um- ræðu í timaritinu Rétti fyrir nokkrum árum. Sigurður sagði þar: ,,Ég hef verið þeirrar skoðunar að stefna þurfi markvisst að því að gera vinnustaði sem mest að einni félags- einingu. Breyta þarf skipulagi verka- lýðssamtakanna úr því að vera ein- hver sérgreinafélög iðnaðar- og verkamanna í félag starfsfólksins á tilteknum vinnustöðum. Þannig held ég að möguleiki sé á að mynda þann samhug og þá bræðralagskennd, sem þarf til að hindra að það gerist sem hefur verið að gerast hjá okkur varð- andi hina miklu tekjuskiptingu.” Kostir þessarar breytingar eru augljósir. Én kunna að vera miklir gallar? Er hætta á því, að slíkar breytingar dragi úr styrk verkalýðs- hreyfingarinnar — að hún verði ékki Vitaskuld er ekki hægt að gefa algild svör við spurningum sem þessum. En á það skal lögð áherzla, að aðeins er við það miðað að þetta fyrirkomulag nái til samninga um kaup og kjör i fyrirtækjum yfir ákveðinni stærð. Eftir sem áður myndu fagfélögin auðvitað starfa, eftir því sem æskilegt þykir, til þess að halda á lofti merki sinnar sérgreinar, og semja fyrir þá, sem við minni fyrir- tæki starfa. Eftir sem áður myndu launþegar auðvitað mynda heildar- samtök, eins og þeir gera nú. Kjarnaspurning er einfaldlega þessi: Hvað vilja launþegar sjálfir? Telja launþegar hjá stærri fyrirtaékj- um æskilegt að vera í mörgum, kannske mörgum tugum, verkalýðs- félaga eða telja þeir æskilegra að vera saman í einu félagi? Um þessi efni vantar allar haldbærar upplýsingar. Mér er ennfremur nær að ætla, að röksemdir forustufólks í verkalýðs- skotnast. Það vekur spurningar, að Alþýðusambandið sjálft ályktaði í þá veru fyrir tveimur áratugum, að stefnt skyldi að þessari skipulags- breytingu — en síðan hefur nákvæm- legaekkert gerzt. Má Alþingi setja lög? Þeirri röksemd er oft hreyft gegn frumvarpi af þessu tagi að skipulags- mál verkalýðshreyfingarinnar séu alfarið mál hreyfingarinnar sjálfrar, og utanaðkomandi aðilar, eins og Alþingi, megi undir engum kring- umstæðum skipta sér af þessum málum. Þessar röksemdir vekja spurningar. í fyrsta lagi er það svo, að þessum málum var fyrir rúmum fjörutíu árum skipað með lögum — gagnstætt því sem hefur verið víða erlendis. Þessi lög voru gríðarlega umdeild á sínum tíma. Þau voru samin af talsmönnum Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, en kommúnistar, sem þá voru að verða að Sameiningarfiokki alþýðu — Sósíalistaflokki, börðust af miklum þrótti gegn þessari lagasetningu. Þar með var hugtakið stéttarfélag, ogöll hugsunin, sem þar liggur að baki, lögfest. En eru stéttarfélög endilega .æskileg? Er víst að það sé æskilegt að verkámenn séu í sérstökum félögum, rafvirkjar í sérstökum félögum, „Þeir leggja einfaldlega til að frumvarpið verði fellt!”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.