Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981. DB á ne ytendamarkaði Skíðaganga er góð heilsubót: Ekki eins dýrt og margir halda — hægt að koma sér upp ágætum búnaAr ***» krnnnr „Skiðagangan bætir heilsufariö og starfsþrekið,” sagði Davíð Ólafsson seðlabankastjóri í viötali vlð DB í blaðauka um skíðagöngu sem fylgdi blaðinu 27. febrúar. Guðmundur Oddsson læknir tók í sama streng og taldi vart á betri íþrótt kosið fyrir al- menning. Skíðagangan hefur það fram yfir aðrar greinar skíðaíþrótta að hana er hægt aö stunda nær alls staðar þar sem einhver snjór er að ráði. Ekki þarf að leita langt til að finna hent- uga staði til að stunda skíöagöngu, og fyrir höfuðborgarbúa eru margir staðir hentugir, eins og kom fram í spjalli við Hafliöa Jónsson garð- yrkjustjóra borgarinnar i fyrrnefnd- um blaðauka. Þar má nefna Mikia- tún, Laugardalinn, á Ártúnshöfða og við Árbæ, öskjuhlíðina og svona mætti lengi telja. Það var hugmynd okkar DB-manna að vekja athygli borgarbúa á því að ekki þurfi að leita langt yfir skammt oft og tiðum þegar snjór er nægur, með því að efna til skíðadags fjölskyldunnar á Mikla- túni, þar sem gönguskíðaiþróttin yrði kynnt sérstaklega. Veðráttan setti hins vegar strik í reikninginn þannig aö undanfarnar helgar viðraði ekki beint til skíða- göngu og snjóinn tók upp þannig að ekki hefur enn verið hægt að efna til slíks skíðadags. Ekkieins dýrt og margir halda Þaö hefur haldið aftur af mörgum að spreyta sig á skíðagöngu að þeir hafa haldið að menn yrðu að steypa sér út í mikla fjárfestingu til aö geta gengið á skíðum. Það er vissulega afstætt hvað er dýrt í dag, en ekki er hægt að segja að það sé mjög dýrt að koma sér upp lágmarksbúnaði til aö komast á gönguskíði. Við brugðum okk ur inn i Utilif og litum þar á annars vegar byrjendabúnað og hins vegará búnað fyrir þá sem dálitið lengra eru komnir í göngulistinni og eru því tilbúnir að fjárfesta dálítið meira. Fyrir átta hundruð er hœgt að byrja Til að byrja skíöagöngu þarf að sjálfsögðu skíði, þau kosta 404 kr. Bindingar kosta 68 kr. Stafir kosta 62 kr. og gönguskór 273. Með þennan búnaö sem kostar samtals 807 krónur getur byrjandi hafið skíðagönguna. Fyrir þá sem annaðhvort vilja byrja með góðan útbúnað, eða þá sem lengra et u komnir i listinni kosta skiði 797 til 1062 krónur, stafir 112 kr. skórnir 420, bindingar 68 kr. Svo má bæta við göngugalla á 468 krónur, hönzkum á 75 krónur og húfu á 74 krónur. Samtals gerir þetta 2014 til 2279 krónur eftir gerð skið- anna. Það er því nokkur verðmunur á þvi hvernig menn haga þvi aö koma sér upp útbúnaði til skíðagöngunnar en samt er þetta mun lægra en að koma sér upp fullkomnum búnaði til að bruna á svigskíðum. Fyrir þá sem aldrei hafa stigið á skíði en vilja reyna fyrir sér í listinni er ágætt að notfæra sér það að hægt er aö taka á leigu skfði, bæði hjá Skíðaleigunni við Umferðarmiðstöð- ina og einnig hjá nokkrum verzlan- anna sem hafa skiöabúnað á boðstólum. -JR. SAMTALS: 20/4 GAMTAL^:807“ V „Fólkið stendur ráðþrota frammi fyrir verðhækkunum á tíma verðstöðvunarinnar” „Fólk á ekki orð til yfir allar þess- ar verðhækkanir sem eiga sér stað núna á tímum „strangrar verðstöðv- unar.” Fólkið er nánast lamað að svona hækkanir geti átt sér stað, þvert ofan í loforð og áform ráða- manna. Menn furða sig á að ekkert orð skuli heyrast frá forystumönnum verkalýðsstéttanna, sem felldu ríkis- stjórn fyrir 3 árum vegna kjaraskerð- ingar sem var hluti af þvi sem núna viðgengst. Fólkið gantast með það, sín á milli hvort skyldi nú vera að þeir þiggi mútur til að æmta hvorki né skræmta við lækkandi kaupmætti eða hvort þeir séu bara svona ræki- lega keflaðir.” Þannig mælti Hrafn Bachmann kaupmaður í Kjötmiðstöðinni i spjalli við blaðamann DB. Slœm þróun eða „öfugþróun" „Við kaupmennirnir höfum lifi- brauð okkar af þvi fólki sem hjá okkur verzlar. Þrengist um getu fólksins til innkaupa, versnar hagur okkar verzlana og geta okkar verður minni til aö ná hagstæöustu innkaup- um og geta þannig boðið lægsta vöruverð. Það er bláköld staðreynd að Reyk- víkingum fjölgaði ekki nema um 84 á árinu 1979 meðan blómlegur vöxtur varö i nágrannabyggðarlögunum. Þetta kemur auðvitað niður á allri þróun mála i höfuðborginni. Vissu- lega er kominn tími til að gera eitt- hvað til að laða vinnandi fólk að hófuðborginni,” sagði Hrafn. Fólkifl vill fœra f órnir en þefl vill heiðarleg vinnubrögfl Og hann hélt áfram: „Fólkið var svipt hluta launa sinna um síðustu mánaðamót. Auðvitað vill þetta fólk og auðvitað viljum við kaupmenn eins og aðrir taka þátt I aðgerðum gegn verðbólgunni. Til þess vUja flestir færa einhverjar fórnir. En upp á þau vinnubrögð sem við- höfð eru vill enginn horfa. Land- búnaðarvörur hækka jafnt og þétt og nú síðast bensínverð, sem á eftir að hafa áhrif á verð á mörgu öðru. Rikið innheimtir i sína hít yfir 300 krónur á hvern litra. Mætti ætla að á baráttutimum við veröbólguna og á tímum harðrar verðstöðvunar gæti ríkið fært þá fórn að bera þessa hækkun af skatthluta sinum af bensíni. Svona tegund af „verðstöðv- unum” er endalaus, gagnslaus vit- leysa,” sagði Hrafn. Kaupmaöurinn upplýsti, að i mat- vöruverzlun væri nú svo komið að um 60% söluvarnings væri staö- greiddur af verzlunum er vörurnar berast. Þetta er nauðsynlegt til að ná hagstæðustu kjörum og geta veitt lægsta verð. En þetta staðgreiðslu- kerfi er mjög erfitt fyrir verzlunina aðbúa við. Ekki fá allir uppbœtur á laun sfnfráífyrra „Stöðugar hækkanir landbúnaöar- vara á þriggja mánaða fresti er ekki hægt að viðurkenna,” sagði Hrafn. Nær allar landbúnaðarvörurnar er búið að vinna fyrir mörgum mán- uðum og það ætti engin hækkun aö koma á þær milli sláturtiða — nema í hæsta lagi hækkandi dreifingar- kostnaður. Pétur og Páll fá ekki upp- bætur á laun sín frá þvi í júlí i fyrra eins og sagt er að verið sé að veita bændum með hækkun landbúnaðar- vara. Þetta gamla kerfi hreinlega dugir ekki og það verður aö finna nýtt kerfi, sem ekki skrúfar verðbólguna svona áfram eins og t.d. land- — „Við finnum það matarkaup- mennirnirhve kaupmáttur fólksins hefur minnkað,” sagði Hrafn Bachmann kaupmaður búnaðarvöruverðið. Sá gjaldeyrir sem fæst fyrir útfluttar landbúnaðar- vörur er dýrasti svartamarkaður sem á sér stað á gjaldeyri hvar sem leitað er. Af hverju ekki að auka innan- landsneyzluna og lofa fólkinu i land- ■ inu að njóta t.d. kjötsins jafnvel þó það fengi ekki kjötið á jafn lágu verði og útlendingar fá það,” sagði Hrafn. Tilbúin verðbólga „Og það má við bæta í sambandi við tilbúna innlenda verðbólgu í verð- lagningu landbúnaðarvara og t.d. skattlagningu ríkis á bensínverð. Um sl. áramót hækkaði flest þjónusta ríkisins um tugi og i sumum tilfellum hundraö prósent. Ofan á bættist aö t.d. fasteignagjöld eru hækkuð um 50—60% á grundvelli þess aö íbúða- verö muni hækka á yfirstandandi ári. Af hverju má ekki hafa þessi gjöld óbreytt í von um að verðbólgan verði minni en hún var og innheimta þá e.t.v. eftir á þann hluta sem ekki varð komizt hjá að hækka gjöldin um milli ára. Það væri réttari aðferð i baráttu við verðbóglu — og myndi skapa aukinn kaupmátt fólks og ánægðari landsmenn,” sagði Hrafn. -A.St. -■■■ i i J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.