Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981. Kristinn Snæland Óbyggða- ferðir eftir stríð í lok síðari styrjaldar má segja að öræfaferðir almennings hefjist þegar duglegir bilstjórar fengu í hendur bíla frá bandaríska og brezka hernum sem voru með drif á öllum hjólum. Biiar þessir vorur flestir árgerð 1942 og af gerðunum G.M.C., Chevrolet, Dodge og Bedford. Herbílar þessir voru gerðir upp, byggð yfir þá vönduð fólksflutningahús og síðan rokið til fjalla. Á myndinni er 10 hjóla trukkur G.M.C. sem breytt var þannig að hann er á einföldum hjólum að aftan. Fjallabilar eftir- stríðsáranna gerðust ekki stærri. Þessi var í eigu Guðmundar Jónas- sonar, sem fljótt kom sér upp mörgum góðum fjallabílum. í áfangastað Hér eru fjórir fjallabílar komnir á áfangastað. Þessi mynd sýnir góð eintök stríðs- áranna, en talið frá vinstri er fyrst G.M.C. trukkur árg. ’42. Þá Dodge Weapon árg. ’42 og loks Chevrolet árg. ’42. Á bak við Chevroletinn er svo annar Dodge Weapon. (Árgerð bílanna er ekki nákvæm). Dugmiklir Ford ’47 vörubill og Ford Prefekt ’55. Ford vörubílarnir um ’47 voru nær allir með 8 strokka vélar, einna glæsilegastir þeirra bíla voru Dala- rúturnar tvær sem byggt var yftr hér á landi, en varahjólbarðar þeirra voru byggðir inn í yftrbygginguna rétt aftan við framhjólið. A.m.k. ein Fordrúta af þessari árgerð er til í góðu lagi en hana á Sæmundur Sigmundsson sérleyfishafi í Borgar- nesi. Einn galli er þó á þeim bíl, en hann er sá að einhver dísilvélar- óskapnaður er í bílnum. Sæmundur hefur þó í hyggju að bæta úr því og er honum manna bezt trúandi til þess að koma i hann „original” vél. Prefektinn er hins vegar fyrsti utan- bæjarbíllinn sem náði verðlaunum í góðaksturskeppni Bindindisfélags ökumanna, en það var árið 1961. Árnesingar FERTUGUR GLÆSIBÍLL Þessi glæsibill frá Akureyri, Dodge ’40, var mættur í Lækjar- götuna í sumar. Norðlendingar og ekki sízt Akureyringar hafa verið býsna glúrnir i að halda gömlu bílunum við. Við Sunnlendingar höldum því vitanlega fram að það sé fyrst og fremst þurrari veðrátta og minna salt sem verndar bílana fyrir norðan. Hvað sem því líður þá fer ' sennilega saman góður vilji manna og heppilegt veðurfar. Dodgeinn var með 6 strokka Iínumótor og hliðar- ventla. Stolt fom- bflaflotans Ford ’37 Fordinn var með V8 strokka vél og vökvabremsum, hvort sem þær voru upprunalegar eða settar síðar í. Þessi gerð var 5 manna. Svona bíll er í fornbílaflotanum og er hann ákaf- lega glæsilegur. Lincoln ’37 var mjög áþekkur þessum í útliti en bæði lengra vélar- hús og boddí, enda var hann sjö manna og vélin stærri. Þó nokkrir bílar af þessari gerð voru til hér. Vélarnar í Lincoln bílunum munu bæði hafa verið V8 strokka og V12 strokka. I þvi sambandi má geta þess að hingað til lands mun einnig hafa komið 16 strokka Cadilakk en hann er mesti glæsibill General Motors verksmiðjanna. Áning við Staupastein Áð við svonefndan Staupastein í Hvalfirði 1957. Staðurinn mun með réttu heita Skeiðhóll en steinninn Prestur. Fremri bíllinn er Ford ’29 með íslenzkri yfirbyggingu og kominn á jeppafelgur. BUstjórinn er Baldur Snæland vélstjóri. Aftari billinn er Tatra ’47.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.