Dagblaðið - 05.03.1981, Síða 27

Dagblaðið - 05.03.1981, Síða 27
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981. 27 I Útvarp Sjónvarp KÓRSÖNGUR — útvarp kl. 21,45: Hamrahlíðarkórinn syngur íslenzk og erlend lög Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur nokkur íslenzk og erlend lög í útvarpinu í kvöld. Hefst sá dagskrár- liður kl. 21.45 og er um hálftíma langur. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð hefur fyrir löngu aflað sér viður- kenningar, ekki aðeins hérlendis, heldur einnig á alþjóðlegum vettvangi. Kórinn hefur margoft haldið út fyrir landsteinana og sungið víða erlendis og harvetna fengið mikið lof. Mörg íslenzk tónskáld hafa samið verk sérstaklega fyrir kórinn og sýnir það vel hverrar virðingar og hvers trausts hann nýtur. Árangur kórsins er engin tilviljun. Að baki liggur mikil vinna, kórinn kemur saman oft i viku og stjórn- andinn, Þorgerður Ingólfsdóttir, lætur sitt ekki eftir Iiggja. Enda er það svo að kórinn getur leyft sér djörfung í verkefnavali. í Menntaskólanum við Hamrahlíð starfa í raun tveir kórar; aðalkórinn sem kemur fram opinberlega og annar sem innanskólamenn kalla „mini”- kór. ,,Mini”-kórinn er bæði notaður til að þjálfa upp söngfólk fyrir aðal- kórinn og eins fyrir þá nemendur sem taka vilja þátt í kórstarfi en ekki treysta sér til að æfa svo stíft sem krafizt er af meðlimum aðalkórsins. -KMU. Kórinn eins og hann var skipaður haustið 1979. Flestir nemendanna sem þá voru i kórnum eru nú útskrifaðir úr skólanum. DB-mynd: Hörður. HVAÐ SVO? - útvarp kl. 21,10: Þekktarí fyrir út brot en innbrot — Helgi Pétursson spjallar við mann sem lent hefur öfugum megin við lögin Jóhann Víglundsson. Þáttur Helga Péturssonar, Hvað svo?, verður á dagskrá útvarps I annað sinn í kvöld. Að þessu sinni segir Helgi frá viðburðaríku lífs- hlaupi Jóhanns Víglundssonar og ræðir við hann. í fyrsta þætti var sagt frá sjóslysum sem gerðust á ísafjarðar- djúpi I febrúar 1968. Þrjú skip fórust þá I miklu óveðri og af einu þeirra komst einn maður af, Harry Eddom. Björgun hans þótti ótrúleg og vakti Helgi Pétursson m.a. mikla athygli fjölmiðla í Bret- landi sem sendu margir hverjir frétta- menn hingað til lands. Jóhann Víglundsson hefur eins og Harry Eddom einnig komizt i fréttirnar. Hann lenti öfugum megin við lögin og var dæmdur í fangelsi. Hann undi þvi illa og strauk — komst við það á forsíður dagblaða. „Það er sagt I gríni að hann sé þekktari fyrir útbrot en innbrot,” sagði Helgi Pétursson sem spjallar við Jóhann um fortíð hans og stöðu hans í þjóðfélaginu í dag. -KMU. NEMENDALEIKHÚSIÐ Peysufatadagurinn eftirKjartan Ragnarsson Sýning í kvöld og sunnudag. Miðasala opin i Lindarbse frá kl. 16—19 alla daga, nema laugar- daga. Miðapantanir i sima 21971 á sama tima. Ráðskona óskast á veitingastað í nágrenni Reykjavíkur. Æskilegur aldur 30—40 ára. — Helzt utan af landi. Eiginhandarumsókn með upplýsingum um fyrri störf sendist auglýsingadeild DB merkt „Ráðs- kona ’8r’semfyrst. RÍSKÚLUR í MIKLU ÚRVALI MJÖG HAGSTÆTT VERÐ LJÓSOGHITI Laugavegi 32 — Sími 20670 VIDEO * * * nerr Kv VHS videospólur til leigu í miklu úrvali ásamt mynd- segulbandstækjum og litasjónvörpum. Ennfremur eru til leigu 8 mm og I6 mm kvikmyndal'ilmur í mjög miklu úrvali í stuttum og löngum útgáfum. bæði þöglar og með hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéla, m.a. Gög og Gokke, Chaplin, Walt Disney, Bleiki Pardusinn, Star Wars o.fl. Fyrir full- orðna m.a. Jaws, Marathon man, Deep, Grease. God- father, Chinstown o.fl. Filmur til sölu og skipta. Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla daga nema sunnúdaga. Kvikmyndamarkaðurinn Simi 15480 Skólavörðustíg 19 (Klapparstigsmegin) KVIKMYNDIR * * * >»

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.