Dagblaðið - 05.03.1981, Page 28

Dagblaðið - 05.03.1981, Page 28
$&**&** ftjálsl, óháð dagblað FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 Vísirundir hamarinn? — nauðungaruppboð á rítstjómarhúsnæði blaðsins auglýstí fjórðasinn ígær—íVísi „Þetta er svokallað fyrra uppboð, þannig að ekki er um raunverulega sölu að ræða,” sagði Páll Þorsteinsson, lög- fræðingur Gjaldheimtunnar í Reykja- vík, er blaðamaður DB hafði samband við hann vegna auglýsingar sem birtist í dagblöðum í gær um nauðungarupp- boð á hluta Síðumúla 14, þinglýstri eign Reykjaprents hf. Segir í auglýsing- unni að uppboðið fari fram á morgun, 6. marz. Áður hefur nauðungaruppboð á þessari eign Reykjaprents, þar sem ritstjórnarskrifstofur Vísis eru til húsa, verið auglýst þrívegis í 92., 98. og 102. tbl. Lögbirtingablaðs 1980. Alkunna er að Vísir hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum um hríð og hefur Reykjaprent nýverið selt hús- eign sína í Síðumúla 33. Síðan gerist það að í Visi birtist auglýsing um nauð- ungaruppboð á ritstjórnarhúsnæði blaðsins. Páll Þorsteinssón sagði að venjan væri sú að auglýst væri annað og síðara uppboð áður en uppboðið færi fram, þannig að af sölu verður væntanlega ekki á morgun eins og ókunnugir hefðu getað haldið. Guðmundur Vignir Jósepsson gjald- heimtustjóri sagðist ekki mega gefa upp hverjar skuidir Reykjaprents, út- gefanda Vísis, væru. í þeim efnum hefði Gjaldheimtan sömu þagnar- skyldu og skattyfirvöld. -GAJ Þótt ka/t só og snjór er vor í hjarta ungra meyja, sem skemmta sór i hiýjunni í sundlaugunum. DB-mynd Einar Ólason —bráðlega. Áætlanir um smíði þriggja skipa til að leysa gömlu strandferða- skipin af hólmi Skipaútgerð ríkisins er með í undirbúningi að bjóða út smíði fyrsta skipsins af þremur sem forráðamenn fyrirtækisins áætla að láta smiða fyrir strandferðir umhverfis landið. Skipaútgerðin ætlar með tímanum að endurnýja skipakostinn sinn sem fullnægir ekki kröfum um nútíma flutningatækni. Vonazt er til að fyrsta skipið, sem ríkisstjórnin samþykkti að ráðizt yrði í að smíða, komist inn á lánsfjáráætlunina sem Alþingi hefur ekki enn afgreitt. Guðmundur Einarsson forstjóri sagði í samtali við Dagblaðið að mikfll munur væri á útbúnaði Heklu og Teikning af væntanlegu nýju strandferðaskipi. Esju annars vegar og nýju skipanna hins vegar. Nýju skipin eiga að verða útbúin öllum bezta útbúnaði við losun og lestun sem fáanlegur er um þessar mundir. Nýju skipin henta betur til gámafiutninga, en einnig til flutninga á brettum og minni einingum. Hekla og Esja bera 820 tonn og eru með 65.000 rúmfeta lest- arrými, en nýju skipin verða með 1.200 tonna burðarrými og 120.000 rúmfeta lestarrými. Reiknað er með að smíði nýs strandferðaskips taki eitt ár frá því húnhefst. -ARH. Leiðin rudd til olíusamninga við Norðmenn: Norðmenn gera stóran olíusamning við Svía —fá raf magn í staðinn. Grund völlur svipaðra samninga við öll Norðurlönd ,segir Gro Brundtland.—ísland og Danmörk hafa sérstakan áhuga Frá Sigurjóni Jóhannssyni, fréttarit- ara DBí Osló: Noregur fær rafmagn frá Svíþjóð en Svíar fá í staðinn olíu frá Noregi. Þetta er í aðalatriðum samningur milli Noregs og Svíþjóðar er verður undirritaður 25. marz nk. Fjölmiðlar í Noregi telja að Norðmenn muni láta af hendi tvær milljónir tonna af olíu árlega, en fá í staðinn 2 terrawatttíma af rafmagni. Þá verður stofnaður sameiginlegur iðnþróunarsjóður með 200 milljón- um sænskra -króna í stofnfé. Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, sagði í sjónvarpi í gær- kvöldi að þessi samningur gæti orðið grundvöllur svipaðra samninga við öll Norðurlönd og má búast við að sérstaklega ísland og Danmörk hafi áhuga á samningum við Noreg um olíukaup. Slíkur samningur hefur lengi legið í loftinu því Svíar hafa verið utan við olíuævintýrið í Norðursjónum og standa höllum fæti með hinn háþró- aða iðnað sinn. Volvo-fyrirtækið reyndi ákaft að ná samningum við ríkisstjórn Noregs fyrir 2—3 árum, en samningar runnu þá út í sandinn. Með þessum athyglisverða samn- ingi verður jafnframt reynt að brjóta niður ýmsa múra til að gera öll at- vinnu- og fjármálaumsvif milli land- anna greiðari. - JH Dregið úr rafmagns- skömmtun Rafmagnsskömmtun undanfarnar vikur og fremur hagstætt veðurfar fyrir rafmagnsframleiðendur hefur nú gert það að verkum að Þórisvatn er ekki nema 75 cm lægra en á sama tíma í fyrra. Landsvirkjun hefur því talið sér fært — a.m.k. í bili — að heimila stöðvun olíustöðva, sem framleiða samtals 24 megawött. Standa þá eftir aðeins 4 mw í disilstöðinni á Kefla- víkurflugvelli, að þvi er segir í frétt frá Landsvirkjun í gær. Frostin og snjórinn í vetur gerði það að verkum að í lok janúar var Þóris- vatn orðið 3,4 metrum lægra en á sama tima í fyrra. Var því af hálfu Lands- virkjunar gripið til aukinnar skömmt- unar á rafmagni i samráði við við- skiptavini fyrirtækisins. Skömmtun hjá Isal og Áburðarverk- smiðjunni hefur enn ekki minnkað nema smávægilega og vill Landsvirkj- un engu spá um hversu hratt hægt er að auka aflið til þessara fyrirtækja. Járn- blendiverksmiðjanerennlokuð. -ÓV Opinber rann- sókn vegna ummæla læknis um lögreglumenn íDagblaðinu Rikissaksóknari hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á ummælum Rögn- valds Þorleifssonar læknis í Dag- blaðinu nýlega. Rannsóknarlögregla rikisins mun annast rannsóknina. í viðtalinu ræddi Rögnvaldur um handtöku læknis, sem grunaður var um ölvun við akstur og siðan með- ferð á þeim handteknu og blóðsýnis- horna. Lögregluféiag Reykjavikur óskaði opinberrar rannsóknar á um- mælunum. -JH 10 bflar í á- rekstrasúpu Samtals 10 bílar áttu aðild að einni árekstrasúpu sem varð í Álfabrekku f Kópavogi í gærmorgun. Mikil hálka var þá á götunni sem er með þeim brattari í bænum. Runnu bílarnir saman einn af öðrum og fengu öku- menn litið við ráðið vegna brattans og hálkunnar. Engin slys urðu á mönnum en bíi- arnir eru misjafnlega mikið skemmdir, þóenginnónýtur. -KMU SMÍDINÝS STRAND- FERDASKIPS B0DIN ÚT

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.