Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981. Það er flestum ljóst að bíllinn er þarfasti þjónninn nú orðið, þó hest- urinn hafl einhvern tíma verið það. Fara menn úí í það að breyta bílskúr- unum i hesthús? Eins og ástandið er i dag litur sannarlega út fyrir það. Til að bæta afkomu fólks er kaup- ið hækkað, en það þyrfti ekki að hækka eins mikið ef allar neyzlu- vörur hækkuðu ekki eins mikið og raunbervitni. Bensínkostnaður er stór liður í út- gjöldum einnar fjölskyldu, með því að lækka hann, eða hækka ekki alveg eins mikið, þá myndi afkoma fólks batna. Raddir lesenda Fræðsluf undur um unglinga KYNUF OG HJONABAND —fjallað um málið á svo opinskáan hátt að dóttir mín var miður sfn þegar heimvarkomið Ein reifl i Breiðholti skrifar: Mig langar að víkja fáeinum orðum að félagsmálastarfsemi þeirri fyrir unglinga, sem fram fer i Fellaheili hér í Breiðholti. Þannig er mál með vexti að dóttir mín sótti þar einhvers konar fræðslufund þar sem fjallað var um unglinga, kynlíf og hjónaband. Mér skilst að þar hafi verið tveir ungir menn sem fjölluðu um þessi mái á svo opinskáan hátt að dóttir mín var miður sín þegar heim kom. Veit ég að fleiri mæður hafa sömu sögu að segja. Það er vitað mál að við Breiðhyltingar höfum ekki fengið að njóta sömu þjónustu og aðrir borgarbúar og jafnvel litið á okkur sem annars fiokks fólk. Því langar mig til að spyrja, er þetta viðhorf rikjandi í ráðningu starfs- fólks í þessa félagsmiðstöð? Hafa þeir starfskraftar sem þarna eiga að inna af hendi félagslega starfsemi, hlotið tilskilda menntun? Sé svo, sem ég efast um, iangar mig til að spyrja hver ber ábyrgð á störfum þeirra og því tjóni á uppeldi unglinganna sem þeir kunna að valda? Gera þessir menn sér einhverja grein fyrir þeim áhrifum. sem þessi ósmekklega umræöa þeirra og fleiri getur haft á óharðnaða unglinga? Eitt er víst að dóttir mín mun ekki framar sækja þennan stað og veit ég að hún er ekki ein um það. Það er skylda okkar mæðra að standa vörð um börn okkar og vernda þau gagnvart svona ósóma. Mættu gjarnan fleiri láta heyra í sér um þetta mál. Með von um skjót svör og úrbætur. Útivist og gönguferðir HHngiðíaHW tfs2- Góð þjónusta 4474—4023 hringdi: Mig langar til að biðja DB að koma á framfæri fyrir mig þökkum til starfsfólks sandsölunnar Björgun h/f. Það er alveg sama hvenær maður kemur eða við hvern maður þarf að eiga, það eru allir jafn elskulegir, bæði þeir sem eru á gröfunum og stúlkurnar, sem maður kvittar hjá. Mér finnst rétt að geta þessa, vegna þess að þetta er alveg einstakt. Vigdís Finnbogadóttir Vdkominheim Unnur Marinós, Austurbergi 32, skrifar: Alveg finnst mér furðulegt hve sjaldan er minnzt á ágæti göngu- ferða, þegar talað er um trimm alls konar. Veiztu nokkuð hve göngu- ferðir um nágrennið eru hressandi? Ég get frætt ykkur á því, ykkur sem ekki stundið útivist og göngur. Það er ein bezta hreyfing og úti- vera sem þú færð, og þar fer svo margt saman. Gangir þú með göngu- félagi kynnist þú frjálslegu og glöðu fólki. Þú eignast góða vini, unga og aldna, því i útivistarfélögum er ekk- ert kynslóðarbil, hamingjunni sé lof. Þú öðlast betri skilning á undrum náttúrunnar, gleymir öllu amstri og kemur heim sæll og glaður. Klæddu þig bara vel og drífðu þig út, þú munt ekki sjá eftir því. Félag fólks um útivist stendur fyrir ferðum um hverja helgi, lagt er af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13 á hverj- um sunnudegi. Þessar gönguferðir eru opnar öllum, drífðu þig með. Félagið Útivist hefur um langt skeið staðið fyrir ferðum um landið. Hér er hópur frá Útivist um borð i mb. Fagranesinu á leiðá Hornstrandir. Borgari skrifar: Mig langar til að bjóða Vigdísi Finnbogadóttur forseta velkomna heim úr vel heppnaðri heimsókn tii Danmerkur. Mér finnst þessi heimsókn forset- ans til Danmerkur hafa tekizt alveg sérstaklega vel. Ekki sízt fannst mér Vigdísi takast vel upp þegar hún sat fyrir svörum hjá dönskum blaða- mönnum. Þær stóðu sig reyndar báðar mjög vel, Vigdís og Margrét Danadrottning. Ég óska Vigdísi til hamingju með þessa ferð og ég er viss um að hún á eftir aö bera hróður íslands víða. Það var halfkalt i veðri þegar þessi var að taka bensin nú á dögunum. DB-mynd Einar Ólason. Bensínverð —að hækka enn einu sinni Forseti íslands, VÍgdís Finnboga- dóttir. DB-mynd Sig. Þorri. Borgari hringdi: Nú á að fara að hækka bensínlitrann í 6,25 krónur. Hvar endar þetta? Á skattpíning ríkisins sér engin takmörk? Aðalheiður Bergsteinsdóttir síma- stúlka: Já, þaö eru ekki alveg eins mikl- ar hækkanir og áöur. Spurning dagsins Friðrika Púlsdóttir fangavörflur: Nei, égfinn ekkifyrir þvi. Björgvin Gislason, starfar á Klepps- spitala: Nei, mér finnst allt hækka jafnt sem áður. Gísli Albertsson trésmiður: Ég veit það nú ekki, þaö eru ef til vill ekki eins miklar hækkanir og áður. Annars fylg- ist ég ekki svo mikið með verði. Siguriína Magnúsdóttir bankamær: Eg get nú ekki sagt tii um þaö, þar eð ég hef ekki verið á landinu svo lengi. Hugi Vigfússon: Nei, það get ég el sagt. Kauphækkanir eru teknar sti afturtil baka.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.