Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 5
165 tonn Togarinn Hoffell landaði í dag 165 tonnum af frekar smáum fiski. Þá landar Ljósafellið á Djúpavogi á morgun 150 tonnum og Sæbjörgin (áður Fylkir), kom hingað með 30 tonnaf netum. Útgerð Sólborgar SU hefur byggt fiskverkunarhús á Fáskrúðsflrði, 260 fermetra skemmu. Þar er aflinn salt- aður. Björgvin, bátur sem rak upp í fjöru á Borgafirði eystra í óveðri í haust, hefur verið í viðgerð hjá Guðlaugi Einarssyni skipasmið. Guðlaugur hefur lokið verkinu og Björgvin verður sjósettur á morgun. Ægir, Fáskrúösfirði/-ARH. s1 a u-nuf & & MED S ILMUR DG VELAR S.F. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. „FÓLK HEFUR EKKIÁTTAÐ SIG Á ÞVÍ DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981. AÐ ÞAÐ ÞARF EKKIAÐ FARA LANGT TIL AÐ GANGA A SKÍÐUM” - segir Jón Aðalsteinn í Sportvali sem gengizt hef ur fyrir kennslu ískíðagöngu f Fossvogsdalnum „Fólk hefur ekki áttað sig á því að það þarf ekki að leita langt til að ganga á skíðum,” sagði Jón Aðal- steinn Jónasson kaupmaður í Sport- val í samtali við DB, en undanfarna laugardaga hefur Sportval gengizt fyrir kennslu i skíðagöngu i Foss- vogsdalnum. „Þarna hafa komið frá 40 upp í 70 manns og það ánægjulega er, að fólkið kemur á því sem það á og fær kennslu í undirstöðuatriðun- um i því að ganga á skíðum.” Jón Aðalsteinn sagði að það væri mjög mikilsvert að fólk fengi tilsögn í undirstöðuatriðum, þannig að það ætlaði sér ekki um of í byrjun. Það að fá tilsögn í því hvemig á að spenna á sig skíðin, fara í stafina og hrein- lega að finna jafnvægið á skíðunum. Á skíðadegi fjölskyldunnar á Miklatúni gefst fólki tækifæri til að koma á skíðunum sínum og fá tilsögn í því hvernig það eigi að bera sig að við að fá sem mestu ánægju út úr skíðagöngunni. -JR. Þaö þarf ekki alltaf að leita langt yfir skammt til að ganga á skíðum eins og sést á þessum göngumanni sem hér er á fullri ferð á Mikla- túninu. DB-mynd Sigurður Þorri. 12.000 Reykvíkingar viljaad Alþingi kanni betur skrefatalningu símans áður en hún tekur gildi í sumar: Arás á hagsmuni heimila áformin „árás á hagsmuni heimil- anna” og Gísli Jónsson benti á að það kæmi öldruðum lítt að gagni þó að skrefatalning yrði ekki á kvöldin. Ein- mitt á daginn þyrfti sá hópur mest á síma að halda þegar heimilisfólk er i skóla eða i vinnu, ekkert sjónvarp er o.s.frv. Gísli taldi að réttlátara hefði verið að auka tekjur simans með hækkun afnotagjalda. Skrefamæling væri aðeins ,,þróun aftur á bak.” -ARH. Fáskrúðsfjörður: Hoffell kom með — kallar Aðalheiður Bjarnf reðsdóttir Sóknarf ormaður áf orm Pósts og síma „Skrefatalningin er fyrst og fremst aukin gjaldheimta sem gefur möguleika á enn meiri gjaldheimtu síðar. Erlendis eru skref talin til þess að koma i veg fyrir að símakerfi springi vegna álags, en allir viðurkenna að svo er alls ekki hérlendis. Þvert á móti ættum við að stuðla að því að simi sé notaður,” sagði Gísli Jónsson prófessor og stjórnarmaður í Neytendasamtökun- um. Hann var einn úr fjögurra manna hópi er kynnti fréttamönnum viðhorf þeirra er mótmæla áformum yfirvalda Pósts og síma um að hefja skrefa- talningu símtala í sumar. Undanfarið hefur hópurinn beitt sér fyrir undir- skriftasöfnun í Reykjavík og safnað nöfnum 12.000 manna. í texta skjalsins sem skrifað er undir er þess farið á leit við Alþingi, að „það láti fara fram gagngera könnun á því hversu mikla út- gjaldaaukningu fyrirhugaður skrefa- teljari muni hafa í för með sér fyrir hinn almenna simnotanda og að án slíkrar fyrirfram gerðrar könnunar verði skrefateljari ekki leyfður.” Á laugardaginn kl. 14 er boðað til borgarfundar í Súlnasal Hótel Sögu um simamálið og innan tíðar verða Alþingi afhentir undirskriftalistarnir. Fjórmenningarnir lögðu á það áherzlu í gær að aukin gjaldheimta Póst og sima myndi koma illa við pyngju þeirra er minnst mega sín. Sérstaklega óttaðist aldrað fólk og hreyfihamlað að síminn yrði ekki það öryggistæki og samband við umheim- inn eftir að skrefatalning byrjar, sem hann núer. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir kallaði Gísli Jónsson prófessor, Helga Hannesdóttir, Halldóra Daníelsdóttir og Aðalheiður Bjamfroðsdóttir formaöur Sóknar. Þau höföu orö fyrir hópi fólks sem vill ekki að skrefateljarar mœli simtöl og hafa 6 borðinu framan við sig lista með nöfnum 12.000 Reykvíkinga sem vilja að Alþingi kanni málið betur. DB-mynd: Sig. Þorri. Hver er vitnaskylda blaðamanna? Ritstjóri ekki skyldaður til að nafngreina auglýsandann —ekki reyndi á réttmæti sakadómsúrskurðar fyrir Hæstarétti í máli ritstjóra Morgunblaðsins 1978 Rannsóknarlögregla ríkisins krafð- ist þess hinn 21. nóvember 1977, að Styrmir Gunnarsson, annar tveggja ritstjóra Morgunblaðsins, yrði kvaddur fyrir dóm til þess að bera vitni. Ástæðan var sú, sem nú skal greina: Hinn 9. nóvember sama ár var í Morgunblaðinu þessi auglýsing: „50% ávöxtun sparifjár! (sic). Vilt þú auka sparifé þitt um helming á einu ári á algjörlega löglegan hátt? Stærri og minni upphæðir í lengri og styttri tima. Hafir þú áhuga, sendu þá nafn og símanúmer til Mbl. merkt „X—4226”. Var ritstjórinn kvaddur fyrir dóm til að bera vitni um það, hver sett hafi ofangreinda auglýsingu í Morgun- blaðið. Jafnframt var þess krafizt af Rannsóknarlögreglu ríkisins, að úr- skurðað yrði um skyldu ritstjórans til vitnisburðarins, ef svo skyldi fara, að hann skoraðist undan vitnisburði. Kom ritstjórinn fyrir dóm og lýsti því yfir, að hann teldi, að lögum sam- kvæmt ætti hann ekki að bera vitni um slík atriði, sem hér væri um að ræða. Af hálfu harts hafði lögmaður hans, Guðmundur Pétursson hæsta- réttarlögmaður, lagt fram greinar- gerð áður en málefnið var tekið til úrskurðar. Samkvæmt ákvæðum einkamála- laga má sá er ábyrgð ber á innihaldi prentaðs rits eða blaðs að lögum, ekki skýra frá því fyrir dómi án leyfis, hver sé höfundur að riti, grein eða frásögn, sem birzt hefur án þess að höfundur væri nægilega nafn- greindur. Þetta á aðeins við vitna- skyldu í einkamáli. Um vitnaskyldu i opinberu máli fer eftir reglum XII. kafla laga 74/1974. Þar er ekkert tilsvarandi ákvæði til' einkamálalaganna og ekki til þeirra vitnað. Segir í úrskurði sakadóms, að vitnaskylda sé að ýmsu ríkari í opin- beru máli en einkamáli. Verði þannig reglum einkamálaiaga ekki beitt um málefnið, sem hér sé til meðferðar. 'lins vegar þyki samband ál gðarmanns blaðs eða tímarits og þe. rra er í það rita, þar á meðal aug- lýstnda, að eigi sé rétt, nema ríkar ástæður krefjist, að skylda ábyrgðar- manninn til að skýra frá nafni höf- unda, sem kjósa að leyna nafni sinu. Megi hér hafa hliðsjón af reglum í lögum um meðferð opinberra mála, þótt þær taki ekki beint til atriðis þess, sem til úrlausnar sé. Líta þurfi til þess, hversu alvarlegt sakarefni það sé, sem vitnisburði er ætlað að upplýsa. í því tilviki, sem hér um ræði, sé vitnisburðar krafizt vegna gruns um brot á lögum um okur, en refsing fyrir brot gegn þeim geti ekki farið fram úr sektum. Samkvæmt ofangreindu verði niðurstaðan sú, að Styrmi Gunnars- syni verði talið óskylt að bera vitni um það, hver auglýsandinn sé. Úrskurðinn kvað upp Halldór Þor- björnsson, yfirsakadómari. Rannsóknarlögreglustjóri ríkisins kærði úrskurðinn. Krafðist hann þess, að úrskurðinum yrði hrundið, og ritstjóranum lýst rétt og skylt að lögum að veita rannsóknarlögreglu ríkisins lið i þágu rannsóknar þeirrar, sem um ræði í máli þessu með skýrslugjöf fyrir rannsóknar- lögreglu og dómi og á annan hátt um auglýsandann og ætlað brot hans á lögum. Var málinu vísað frá Hæstarétti, þar sem kæruheimild út af úrskurð- inum sé hjá ríkissaksóknara en ekki rannsóknarlögreglustjóra ríkisins. Hafi hann ekki kæruheimild enda þótt hann hafi óskað eftir aðgerðum dómara. Reyndi því ekki frekar á vitna- skyldu ritstjórans. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.