Dagblaðið - 05.03.1981, Síða 18

Dagblaðið - 05.03.1981, Síða 18
18 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981. Spáfl er norflaustan átt mafl éljum á norflanvarflu landinu og á Aust- fjörðum. Láttskýjafl varflur afl mastu sunnanlands, vfflast hvar varflur nokkurt froat * Klukkan 6 var haogviflri, láttskýjafl og —10 stig f Raykjavfc, norflaustan 8, skýjafl og -7 stig á Gufuskákim; norflan 3, skýjafl og —7 stfg á Akur- ayrl; norflaustan 6, snjókoma og —9 stlg á Raufarhflfn; norflaustan 6, ál og —4 stig á Daiatanga; norflan 6, létt- skýjafl og —8 stig á Htffn og austan 4, léttskýjafl og —4 stig á Stórhöffla. í Þórshflfn var abkýjafl og 0 stig, þokumófla og 0 stig f Kaupmanna- hflfn, snjókoma og -3 stig í Osló, snjókoma og -9 stig f Stokkhólmí,' mlstur og 2 stig í London, þokumófla og 0 stig f Hamborg, láttskýjafl og 5 stig f Madrid, þokumófla og 13 stig f Llssabon og abkýjafl og 3 stig f Naw York. , J Hólmfríður Krlstjánsdóltlr, sem lézt 24. febrúar, fæddist 27. október 1901 að Úlfsdal í Bárðardal. Foreldrar henn- ar voru Rósa Helgadóttir og Kristján Sigurðsson. Skömmu eftir fermingu fluttist Hólmfríður til Akureyrar og vann þar við heimilisstörf á ýmsum heimilum. Árið 1923 fluttist hún til Reykjavíkur. Þar vann hún við ýmis störf en lengst af við hreingerningar- störf hjá Rikisútvarpinu. Hólmfríður átti eina dóttur. Óttar Eggert Pálsson, sem lézt 20. febrúar, fæddist 16. febrúar 1931 í Reykjavik. Foreldrar hans voru Páli Eggert Ólason og Margrét Magnús- dóttir. Árið 1954 lauk Óttar Eggert stúdentsprófi frá MA. Eftir það fór hann að kenna sjúkdóms og dvaldist hann oft lengri tíma á sjúkrahúsi. Fríðjón Guðmundsson frá Fáskrúös- firði, sem lézt 10. janúar, fæddist 17. apríl 1909 í Búðakaupstað í Fáskrúðs- firði. Foreldrar hans voru Guðmundur Michelsen og Snjólaug Jónsdóttir. Friðjón vann lengi vel sem verkstjóri í frystihúsinu i Búðakaupstað. Árið 1933 kvæntist Friðjón Borgþóru Guð- mundsdóttur og áttu þau eina dóttur, einnig óiu þau upp son Borgþóru og eina dóttur átti Friðjón með Jónu Torfadóttur. Friðjón og Borgþóra fluttust til Vestmannaeyja og bjuggu þar síðustu árin. Jakob Hermannsson bátsmaður lézt í Osló nýverið. Jarðarförin hefur farið fram. Edda Kvaran, Efstasundi 94, sem iézt 21. febrúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 6. marz ki. 15. Ingibjörg Stefanía Guðmundsdóttir, Bröttuhlíð 7 Hveragerði, verður jarð- sungin frá Hveragerðiskirkju laugar- daginn 7. marz kl. 11. Jóna Finnbogadóttir, Ásvallagötu 61, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 6. marz kl. 13.30. funéh A/.-samtökin 1 dag. fimmtudag, verða fundir á vegum AA-sam- takanna scm hér segir: Tjarnargata 3c kl. 21; Tjarnar- gata Sb (Ungt fólk) kl. 21 og 14; Laugarneskirkja kl. 21; Kópavogskirkja kl. 21; Ólafsvik, Safnaðarheimili, kl. 21; Sauðárkrókur, Aðalgata 3, kl. 21; Akureyri, Gcislagata 39, (s. 96-22373) kl. 21; Seyðisfjörður, Safnaðarheimili, kl. 21; Vestmannaeyjar, Heimagata 24 (s. 98-1140). kl. 20.30; Selfoss, Selfossvegi 9, kl. 21; Keflavik, Klapparstigur 7 (s. 92-1800), kl. 21; Patreks- fjöröur kl. 21; Blönduós, Kvennaskóli. kl. 21; Dalvik kl. 21. 1 hádeginu á morgun, föstudag, verða fundir scm hér segir: Tjarnargata 3c kl. 12; Tjarnargata 5b kl. 14; Akureyri, Geislagata 39 (s. 96-22372). kl. 12. Geðhjólp félag geðsjúkra, aðstandenda þeirra og velunnarra Almennur félagsfundur verður I kvöld 5. marz kl. 20.30 I nýju geðdeildinni. Málefni félagsins verða rædd og hugmyndir frá starfshópum. Allir velkomnir. m I GÆRKVÖLDI Frá draumaheimi Hollywood til vandamála þriðja heimsins Eins og svo oft kenndi ýmissa grasa í dagskrá útvarps og sjónvarps í gærkvöldi. Fyrirferðarmestu liðirnir voru þó harla ólíkir. j sjónvarpi var síðari hluti draumaheimasögu Har- old Robbins. Þessi mynd lýsti vel þeim draumaheimi sem kvikmynda- iðnaðurinn varð strax i upphafi og er enn. Það var ekki eins mikill drauma- heimur sem Stefán Jón Hafstein tók til umfjöllunar i umræðuþætti i út- varpinu. Andstæður ríkra þjóða og fátækra voru til umræðu. örbirgð gegn auðsæid kallaði Stefán umræðuna og er það nafn með sanni. Efnaiegt ójafnvægi það sem ríkir milli landa I heiminum í dag hefur verið mikið til umræðu, og það ekki að ófyrirsynju. Við erum ekki að tala um tölur í tölvu, heldur fólk sagði Stefán, og með réttu. Okkur sem búum við als- nægtir hættir til að ifta á vandamál fólksins í þróunarlöndunum sem fjarlægt vandamál, stundum vanda- mál sem okkur kemur hreinlega ekki við. Við Islendingar erum þannig staddir í dag að hjá okkur eru með hæstu þjóðartekjum á mann i heim- inum, en samt erum við mjög aftar- lega á merinni hvað þróunaraðstoð snertir. Samkvæmt lögum um aðstoð íslands við þróunarlöndin er stefnt að því að aðstoð okkar nái einu prósenti af þjóðartekjum. Ef við ætlum að ná því marki þurfum við heldur betur að taka á honum stóra okkar því sautjánfalda þarf núver- andi framlag til að ná þessu eina prósenti. Annars erum við rétt að byrja að fikra okkur á þá braut að verða veitendur i þróunaraðstoð. Það eru aðeins nokkur ár síðan við náðum þeim áfanga að hætta að þiggja þróunaraðstoð sjálfir. Annars er þróunaraðstoð á tímum olíukreppu og annarra vandamála í heiminum ekki einfalt mál, eins og eitt dæmi sem þeir félagar nefndu í gærkvöldi. Fyrir nokkrum árum var hafizt handa með þróunaraðstoð að byggja upp landbúnað í einu Afríkuriki með því að flytja þar inn dráttarvélar til að lyfta upp land- búnaði landsins. Núna eru heima- menn að gefast upp á tækninni og vilja snúa aftur til gamla tímans, að beita uxum fyrir plógana. Ástæðan er hækkandi olíuverð og dýrir vara- hlutir í vélarnar. Tæknin er oft og tiðum of dýr biti fyrir þessar þjóðir að gleypa. Það að taka upp umræðu um mis- skiptingu gæða heimsins er þarft verk og hafi Stefán þökk fyrir. Okkur íslendingum ber skylda til að láta meira af hendi rakna til þróunar- landanna og við verðum líka að vera menn til að fylgja því eftir. Annars gæti svo farið að upp kæmi svipuð spurning og hjá okkur Stefáni, þegar við stóðum meðal flóttafólks á landa- mærum Kampútseu fyrir réttu ári: Hvaðverðursvoumþetta fólk? Fundur hjá viðskiptafræðingum og hagf ræðingum í kvöld Félag viðskipta- og hagfræðinga hefur ákveðið að halda röð funda um endurmenntun fyrir félagsmenn slna. Fyrsti fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 5. marz, kl. 20.001 Árnagarði, stofa 201. Á fundinum mun starfsemi viðskiptadeildarinnar í fyrirtækjakjarna verða kynnt af kennurum deild- arinnar. Einnig verður starfsáætlun félgsins lögð fram og gefst því mönnum ágætt tækifæri til að fræðast um þaö helzta, sem fram hefur komið á undanförnum árum. Kvenfélag Hallgrímskirkju Fundur helgaöur ári kristniboðsins. sem er í ár, verður haldinn fimmtudaginn 5. marz kl. 20.30 í félagsheim ilinu. Fjórir kristniboðar sem starfað hafa i Konsó munu annast fundinn. Þeir munu segja frá starfi sínu og sýna litskyggnur og syngja. Kaffi. Að lokum mun Helgi Hróbjartsson kristniboði flytja hugvekju. Fjöl- mennið og takið mcð ykkur gesti. Kvikmy ndir íþróttamenn i Háskólabíó Háskólabió hefur hafið sýningar á myndinni Players (árg. 1979) sem á íslenzku hefur hlotið nafnið Iþrótta- mennirnir. Myndin fjallar um ungan glaumgosæ tennisleikarann Dean-Poul Martin og ástarævintýri sem hann á með Nicole-Ali Mac Graw. Myndin er tekin á mjög óvenjulegum stöðum heimsins s.s. á Wimbledon leikvanginum. Mynd þessi er fjórða mynd kvikmyndaframleiðand ans Robert Evans. cn hann hefur áður framleilt úr- valsmyndirnar Chinatown, Marathon Man og Black Sunday. sem allar voru endursýndar i Háskólabiói fyrirskömmu. iþróttir _ íþróttafélag fatlaðra Innanfélagsmót í Boccia verður haldið helgina 21.-22. marz. Þátttaka tilkynnist til Lýðs. eða Jóhanns Péturs sima 29110 eða til Elsu Stefánsdóttur i sima 66570 fyrir 16. marz. Munið að tilkynna þátttöku I borð tennis keppninni sem verður þann 16. marz. Bikarkeppni KKÍ Fimmtudagur 5. marz Laugardalshöll Valur—UMFN úrslit kl. 20. Aðalfundir Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Keflavfkur verður haldinn fimmtudaginn 5. marz nk. kl. 20.30 a$ Hafnargötu 46, Keflavik. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Stefna flokksins I bæjarmálum. Frummælandi Tómas Tómasson, forseti bæjarstjórnar. 3. önnur mál. Nemendasamband MA heldur aðalfund fimmtudaginn 5. marz kl. 20.30 að Hótel Esju. Stjórnmalafundir L.. A Kópavogur Framsóknarfélögin i Kópavogi auglýsa fund að Hamraborg 5, 3. hæð 5. marz n.k. kl. 20.30. Fundar- efni: Fulltrúar flokksins i nefndum bæjarins skýra frá störfum ogsvara fyrirspurnum. Garðabær — Bessastaðahreppur Framsóknarfélag Garðabæjar og Bcssastaðahrepps heldur fund fimmtudaginn 5. marz nk. kl. 5.30 i Goðatúni 2. Jóhann Einvarðsson alþm. mætir á fundinn. Ályktun Norræna áhugaleik- listarráðsins af stjórnarfundi Á stjórnarfundi Norræna áhugaleiklistarráðsins, sem haldinn var 23.-25. janúar I St. Mikkel i tengslum viö leiklistarhátið Sambands áhugaleikara í finnsku verkalýðshreyfmgunni, var samþykkt eflirfarandi á- lyktun: Norræna áhugaleiklistarráðið. er samanstendur af landssamböndum áhugaleikara á öllum Norðurlönd unum. lítur svo á að norrænt menningarsamstarf verði fyrst og fremst að byggja á frjálsu samstarfi og áhuga fólksins sjálfs. ibúa landanna. og standa föstum fótum i daglegu lífi þcss. Það áhugafólk. sem helgar listinni krafta sina. er jafnframt hluti þessa samfélags og slær þann ncista er tcndrar sjálfsvitund og bætir og þroskar umhverfi sitt. Norræna áhugaleiklistarráðið hefur. á tiðum. fagn að opinberum yfirlýsingum norrænna stjórnmála- manna og álvktunum samnorrænna stofnana þar sem með hlýjum orðum var staðfest nauðsyn þessarar Sænski kvikmyndaleikstjórinn STEFAN JARL heldur fyrirlestur og sýnir kvikmynd sína „Förvandla Sverige”, fimmtudaginn 5.3. kl. 20.30 í Norræna húsinu. Verið velkomin Norræna húsið frjálsu samvinnu áhugafólks fyrir norrænt samstarf en harmar mjög að sannreyna að þrátt fyrir þetta allt er cnn ekki veitt sanngjörnum fjárupphæðum til sam- taka. hverra félagar og samstarfsmenn halda uppi. án endurgjalds. svo umfangsmiklu og grundvallandi sam- starfi norræns fólks. Norræna áhugaleiklistarráðið væntir þess nú að umrætt starf áhugaleikara verði svo hátt metið að af leiði verulegur aukinn stuðningur frá þeim samnor- rænu sjóðum sem ætlað er að leysa hin menningar- legu verkefni. Istjórn Norænaáhugaleiklistarráðsinseru 1 fulltrúi frá hverju landi. Fulltrúi tslands er Einar Njálsson. Húsavík. Formaður Norræna áhugaleiklistarráðsins er Helga Hjörvar. Ýmislegt á döfinni i Norræna húsinu Ýmislegt verður á döfinni I Norræna húsinu vikuna 2.-8. marz. fyrirlestrar, kvikmyndasýning og bóka- kynning. Norræna húsið hefur boðið hingað Hans Frederik Dahl frá Noregi. en hann er menningarmálaritstjóri við Dagbladet í Osló. Hans Frederik Dahl er faíddur 1939 og sagnfræðingur að mennt. Hann hefur skrifað nokkrar bækur, þar á meðal bókina „Kringkastning- ens historie i Norge”. Hér heldur hann tvo fyrirlestra: Þann fyrri þriðjudaginn 3. marz kl. 20.30 og nefnist hann „Massmediedebatten i Norge". hinn siðari fjallar um stefnur i sagnritun i Noregi i dag eða „Nyc tendenser i norsk historieskrivning” og verður föstu- daginn 6. marz kl. 17.15. Einnig er von á sænska kvikmyndaleikstjóranum Stefan Jarl. Hann heldur fyrirlestur í Norræna húsinu fimmtudaginn 5. marz kl. 20.30 og ræðir þar um kvik- myndagerð sina og mynd hans „Förvandla Sverigc" verður sýnd, en hún fjallar um lifsskilyrði okkar. Stef- an Jarl er einkum þekktur fyrir samfélagsádeilu I kvik- myndum sínum. 1 myndunum „Dom kallaross mods” og „F.tt anstándigt liv” tekur hann fyrir lif ungra eitur- lyfjaneytenda. Þessar tvær myndir ásamt. siðustu stuttu mynd hans „Memento mori" verða einnig sýnd- ar í tilefni af heimsókn Stefans Járls til lslands. I Regn- boganum i Reykjavik 4.-8. marz. á Egilsstöðum 28.2.—1.3. og á Akureyri I. marz. Þaðeru Fjalaköll- urinn. sænska sendiráðið og Norræna húsið sem standa að þessari heimsókn Stefans Jarls. Kynning sendikennaranna á bókum frá Norðurlönd- unum: Laugardaginn 7. marz kl. 15.00 munu sendi kennararnir I norrænum málum við Háskóla Íslands kynna bækur sem hafa komið út 1980. Claus Lund kynnir danskar bækur. Ros-Mari Rosenberg kynnir finnskar bækur. Tor Ulset norskar bækur og Lennarl Pallstedt sænskar bækur. Af þessu tilcfni hefur Norræna húsið boðið hingað rithöfundinum Christina Andersson og mun hún ræða um ritverk sin á bókakynningunni. Christina Andersson er finnlandssænsk og skrifar einkum fyrir börn og unglinga. Fyrsta bók hennar kom út 1956 og með bókum sínum um Jakob Dunderskðgg varð hún mjög þekkt og vinsæl. Christina hefur einnig unnið við útvarp og sjónvarp og gert 13 kvikmyndir fyrir börn. Siðustu árin hefur hún skrifað leikrit ætluð börnum og einkum fyrir leikhóp sem kallar sig Skóla- leikhúsið. Meðal leikrita eftir hana má nefna tvö sem hafa verið sýnd hér. Kóngsdóttirin, sem kunni ekki að tala. sem Alþýðuleikhúsið hefur sýnt við miklar vin- sældir og Hlynur. svanurinn og Heljarfljótið. sem Leikfélag Reykjavlkur sýndi fyrir skólanema í vetur. 1 bókasafni Norræna hússins verður sýnt úrval þeirra bóka sem bókasafnið hefur keypt á sl. ári og verða þær til útláns að lokinni kynningunni ásamt öðrum kosti safnsins. Starfsmannafélagið Sókn Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarráðs Starfs mannafélagsins Sóknar fyrir árið 1981. Framboðslist- um skal skila í skrifstofu félagsins Freyjugötu 27 eigi siðaren kl. 12 á hádegi mánudaginn 9. marz. Hverjum lista skulu fylgja nöfn 100 fullgildra félaga sem með mælenda. Eflum framfarir fatlaðra, gíróreikningur 50600-1. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferðamanna Nr. 44 — 4. marz 1981 gjaideyrír Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 8,548 6,564 7,220 1 Sterlingspund 14,499 14,639 15,993 1 Kanadadollar 5,449 5,464 6,010 1 Dönsk króna 0,9841 0,9868 1,0855 1 Norskkróna U103 1,2238 U350 1 Sœnskkróna 1,4188 1,4205 1,5626 1 Finnskt mark 1,6065 1,6100 1,7710 1 Franskur franki 1,3116 1,3151 1,4466 1 Belg. franki 0,1885 0,1890 0,2079 1 Svissn. franki 3,3891 3,3984 3,7382 1 Holienzk florina 2,7942 2,8018 3,0820 1 V.-þýzktmark 3,0863 3,0984 3,4042 1 ftölekllra 0,00640 0,00641 0,00705 1 Austurr. Sch. 0,4361 0,4373 0,4810 1 Portug. Escudo 0,1148 0,1152 0,1267 1 Spánskur peseti 0,0768 0,0760 0,0836 1 Japansktyen 0,03151 0,03160 0,03476 1 IrsktDund SDR (sérstök dréttarréttindi) 8/1 11,308 8,0404 11,339 8,0623 12,473 * Breyting frá slðustu skráningu. Sfmsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.