Dagblaðið - 05.03.1981, Side 11

Dagblaðið - 05.03.1981, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981. 11 Lögregluvarðstjórinn í greinargerð til dómsmálaráðherra: Á VART ORÐ TIL AÐ LÝSA ÞEIRRIILLKVITTNISEM í ÁSÖKUN FÓGETANS FELST —ein ásökunin svo ámælisverð að vart verður við hana unað Barði Þórhallsson bæjarfógeti. Barði Þórhallsson bæjarfógeti á Ólafsfirði: „Get ekki tjáð mig um málið” „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál, það er nú hjá dómsmálaráðu- neytinu til umfjöllunar”, sagði Barði Þórhallsson bæjarfógeti á Ólafsfirði í gær. „Ég hef ekki séð greinargerð lögreglumannsins, sem hann hefur sent dómsmálaráðuneytinu og get því ekki tjáð mig um hana. Það er helzt að leita fanga hjá dómsmálaráðuneytinu, en ráðu- neytið tekur væntanlega afstöðu innan tíðar.” -JH. Stefán B. Einarsson lögregluvarð- stjóri á Ólafsfirði skrifaði Friðjóni Þórðarsyni dómsmálaráðherra greinargerð vegna bréf bæjarfógeta á Ólafsfirði, þar sem fógeti leysir hann frá störfum og tilgreinir ástæður. Stefán svarar hverri ásökun fyrir sig og fara þau svör hér á eftir: Ásakanir fógeta villandi „Varðandi fyrstu ásökun á hendur mér vil ég taka fram eftirfarandi: Upp úr kl. 21.30 þ.8.janúar 1981 fer ég ásamt konu minni i heimsókn að Hrannarbyggð 13, hér í bæ, en kona húsráðanda varð 40 ára. Ekki var meining min að hafa þar langa við- dvöl, vegna þess að ég var á skyldu- vakt til kl. 24.00. Fór ég á lögreglu- bifreið þar sem hún segir gjarnan til hvar lögreglu er að finna. Eftir nokkra stund var farið að ganga á mig, hvort ég gæti ekki fengið mann fyrir mig til að taka vaktina, svo og bakvakt um nóttina. Eftir nokkrar eftirtölur fór ég út og hugðist hafa samband við Hannes Sigurðsson en hann er einn 3ja manna, sem við höfum til aðstoðar ef þurft hefur og bæjarfógeti hefir samþykkt. Var Hannes genginn til náða. Ók ég því um bæinn i eftirliti og var raunar bú- inn að afskrifa þann möguleika að fá mann fyrir mig. Er ég var að aka um bæinn ók ég fram á Björn Stein Sveinsson, en hann er og einn þeirra manna sem við höfum haft til aðstoðar. Spurði ég hann hvort hann vildi taka fyrir mig afganginn af vaktinni, þ.e. þessa 3 stundarfjórðunga sem eftir væru svo og bakvakt, enda búinn að sjá að ekkert var um að vera í bænum og næturútköll mjög fá á þessum dögum, þó aldrei verði um það full- yrt, enda þá til annarra að leita, enda samkomulag gott hvað þau varðar. Björn sagði þetta sjálfsagt og gekk ég frá því að þetta væri fyrir mig, svo greiðsla kæmi ekki frá embættinu. Bjöm tók þvi við bifreiðinni um kl. 23.20 Það er því alrangt að ég hafi verið við áfengisdrykkju fram að þeim tima, eins og vitni geta borið um ef til þeirra þyrfti að leita. Það er hins vegar rétt að ég smakkaði áfengi eftir að ég var búinn að gera þær ráð- stafanir sem áður er lýst. Tel ég því ásakanir fógeta villandi, þar sem ekki er haft fyrir þvi að að geta þess, að ég fékk Björn fyrir mig, en skildi ekki vaktina eftir í reiðileysi. Min einu mistök eru þvi að hafa ekki látið fógeta vita af þessu og ef það telst það alvarlegt agabrot, tek ég þvi athugasemdarlaust. Ekki svarandi Varðandi aðra ásökun fógeta um að ég hafi haft i frammi móðgandi og meiðandi ummæli um starfsmann minn svo og skrifstofustúlku á skrif- stofu embættisins fjölyrði ég ekki, því hafi slíkt komið til sem mér hefur borist til eyrna, er það vart svaravert. Svo virðist sem ein persóna hafi heyrt þetta, þrátt fyrir að fleiri hafi átt að heyra, hvað ekki reyndist að athuguðu máli. Hefi ég fyrir löngu beðið hlutaðeigandi afsökunar hafi eitthvað fallið frá mér, og ég veit ekki annað en það sé úr „heiminum” frá okkar hálfu. Alvarlegasta ásökunin Varðandi 3. ásökun, um að nú undanfarið og þá sérstaklega á árs- hátíð Slysavarnadeildarinnar hinn 17. janúar sl. hafi ég haft i frammi ölvunarlæti, á 'ég vart orð til að lýsa þeirri illkvittni sem í ásökuninni felst. Ég tel þetta hvað alvarlegustu ásökunina sem í þessu bréfi felst, jafnvel þótt utan starfstima sé, eins og það var orðað. Ekki var fógeti á áðurnefndri skemmtun svo að hér hljóta að verða „sögusagnir”. Ég tel þessa ásökun svo ámælisverða að við hana get ég vart unað.” Stefán víkur að síðustu að áminn- ingu fógeta frá 13. desember 1978 og segir: „Mál þetta snýst um að kvartað var yfir ölvuðum ðkumanni við Söluskála Shell. Fór ég á staðinn, en þá var ökumaður farinn. Er ég fékk að vita hver hann var ók ég heim til hans, en hann var ekki heima. Fógeti var ekki í bænum og hafði ekki gert okkur að ræða við fulltrúa á Akureyri eins og tíðkaðist hér fyrr á árum. Þar sem mér hafði verið kennt í lögregluskóla, að við mættum ekki fara inn, nema um beina eftirför væri að ræða, tók ég það ráð að fara til starfsstúlkna Söluskálans og brýndi fyrir þeim hvort þær teldu eða hvort maðurinn heffli verið drukkinn. Sögðu þær manninn hafa verið drukkinn. Gat ég þessa i skýrslu, en þá drógu þær í land og treystu sér ekki til að staðfesta ummæli sín. Fyrir þetta fékk ég áðurnefnt bréf, þar sem ég er ásakaður um vanrækslu í starfi og ég hafl ekki hlutast til um að maðurinn yrði færður til blóðrannsóknar.” Kraf ðist uppsagnar Stefán víkur að því í lok greinar- gerðarinnar að fógeti hafl kallaö sig á sinn fund 30. janúar 1981. „Fór hann fram á, að ég segði upp störfum innan sólarhrings, þá færi þetta allt rólega fram, ella myndi hann vikja mér úr starfl. Þar ásakaði hann mig m.a. fyrir að vera búinn aö koma lögreglustarfinu hér i Ólafsflrði niður i ekki neitt. En að síðustu sagði hann að ég væri það mörgum kostum búinn sem lögregluþjónn, að ég ætti ekki að eiga i neinum vandræðum að fá starf annars staöar. Ýmislegt fleira var talað en verður ekki tiundaðaðsinni.” -JH. „Móðgandi og meiðandi” ummæli um starfsstúlku f ógetaskrif stof unnar: Ólafsfjörður: uppgjör fógeta og lögregluvarðstjórans. Haf i slík orð fallið í glaumn um þá baðst varðstjórí afsökunar —en kannaðist þó ekki við slík ummæli. Fullar sættir með varðstjóra og starfsstúlkunni Lögregluvarðstjóri áminntur af fógeta Upphaf sambúðarvandamála bæjarfógeta og lögregluvarðstjóra má rekja til ársins 1978 eins og lögregluvarstjóri víkur að í greinar- gerð sinni til dómsmálaráðherra. Lögregluvarðstjóri tók ekki blóð- prufu af manni nokkrum, sem grun- aður var um ölvunarakstur, þar sem maðurinn fannst ekki fyrr en heima. Varðstjóri taldi sig ekki hafa heimild til þess að fara inn til mannsins. Fógeti sendi mál mannsins til ríkis- saksóknara i júlí 1978, en í svari ríkis- saksóknara, undirrituðu af Pétri Guðgeirssyni kemur fram að ekki sé tilefni til frekari aðgerða af hálfu ákæruvaldsins. Alllöngu síðar eða 13. desember 1978 skrifar fógeti lögregluvarðstjór- anum bréf þar sem drepið er á svar ríkissaksóknara og segir m.a.: „Vegna lykta þess máls verður ekki hjá því komist að áminna yður alvar- lega fyrir vanrækslu í starfl, þar sem þér létuð hjá líða að hlutast ákveðið til um að kærða yrði tekið blóðsýni tafarlaust til ákvörðunar á alkóhól- magni og yfirheyrður strax um efni málsins.” -JH. Bæjarfógeti getur þess í upp- sagnarbréfi sínu að Stefán lögreglu- varðstjóri hafi viðhaft „móðgandi og meiðandi" ummæli um starfsstúlku fógetaembættisins á Ólafsfirði. Starfsstúlkan hefur í samtali við lögfræðing Stefáns, Hörð Ólafsson greint frá því hver þessi ummæli hafi verið. Þau eru höfð eftir vinstúlku þeirra beggja, lögregluvarðstjórans og starfsstúlkunnar. Starfsstúlkan segir að sér hafl mislikað ummælin og hafi hún nefnt það við Stefán varðstjóra þar sem þau hittist á hverj- um degi. Stefán hafi eindregið þrætt fyrir að hafa sagt nokkuð slíkt, sem borið var, en ef einhver orð hefðu fallið í giaumnum um nóttina, sem einhvern veginn hefði mátt skilja þannig, þá bæðist hann innilega afsökunar. Féll það tal svo niður og fullar sættir með þeim þá og eftirleiðis. Starfsstúlkan kvaðst engin áfengis- áhrif hafa séð á Stefáni þann tíma, sem hún var þar, en hann hafi hins vegar haldið á og sopið stundum á

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.