Dagblaðið - 05.03.1981, Page 6

Dagblaðið - 05.03.1981, Page 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981. (m Erlent Erlent Erlent Erlent g) 1 1 * Reagan biður um aukaf járveitingu til hermála: „vm HÖFUM DREGIZT HÆTTULEGA AFTUR ÚR SOVÉTMÖNNUM” - segir varnarmálaráðherrann, Caspar Weinberger - Reagan f er f ram á 32,6 milljarða $ hækkun til hermála Ronald Reagan Bandaríkjaforseti fór í gær fram á 32,6 milljarða doll- ara aukafjárveitingu við Bandaríkja- þing. Fjármagni þessu hyggst hann verja til hermála á næstu átján mán- uðum. í beiðni forsetans felst 33 pró- sent hækkun til smíða á nýjum vopn- um. Hann fór fram á aukningu út- gjalda á nær öllum sviðum hermála ef miðað er við eyðslu stjórnar Carters forseta til þessa málaflokks. Caspar Weinberger, varnarmála- ráðherra Bandarikjanna, studdi beiðni ríkisstjórnarinnar meðal ann- ars með þessum orðum: „Við höfum dregizt hættulega aftur úr Sovét- mönnum og verðum aö grípa til naúðsynlegra ráða til að ná þeim . . . Það er höfuðnauðsyn að við gerum eitthvað I þessu eins fljótt og mögu- legt er . . . Við förum hér fram á það sem við teljum algjöra nauðsyn.” Weinberger sagði að fyrirhuguð út- gjaldaaukning Bandaríkjanna til her- mála á næstu fimm árum væri ætluð til þess að stuðla að valdajafnvægi. Ronald Reagan og Margaret Thatcher er brezki forsætisráðherrann sótti Reagan heim á dögunum. Fór að sögn ákaflega vel á með þeim og kvaðst Thatchcr styðja afstöðu Bandarikjanna i málum El Salvador. Allmikil hækkun varð nýverið á bjór i Noregi og hefur hún að vonum mælzt misjafnlega fyrir. Nú kostar hálfur litri af bjór 28—29 krónur norskar á veitingahúsum. Hækkunin er liður i tilraun rikisstjórnarinnar til að sporna við áfengisbölinu í land- inu. I sama tilgangi hefur áfengisverzlunum nú verið lokað á laugardögum. Flugræningjamir hóta að sprengja Foringi flugvélaræningjanna sem halda 121 farþega I gíslingu í Kabúl hefur sett fram kröfur ræningjanna gagnvart samningamönnum, sem komnir eru frá Islamabad, að því er út- varpið í Kabúl segir. í gær slepptu ræningjarnir 27 far- þegum; konum og börnum, úr flug- vélinni, sem er frá Pakistan. Talsmaður ríkisstjórnar Pakistan sagði að þrátt fyrir írekaðar tilraunir hefði stjórnarerindrekum Pakistans og samningamönnum ekki tekizt að fá Ieyfi til að hitta konurnar og börnin, sem látin hafa verið laus úr vélinni. Hann sagði að Afganir hefðu neitað Pakistönum um að hafa beint samband við ræningja flugvélarinnar og krafizt þess að þeir hefðu milligöngu í málinu. Bmndtiand skip- ar efsta sætið Forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland , hefur verið út- nefnd i efsta sæti á framboðsUsta Verkamannaflokksins við næstu þing- kosningar í Noregi. UppstUlingar- nefndin var einhuga við þessa á- kvörðun, sem tók ekki meira en hálf- tíma. Verkamannaflokkurinn hefur sjö fulltrúa í Osló á þessu kjörtimabUi. Tryggve Bratteli og Halldis Havroy gefa ekki kost á sér á næsta kjörtíma- bili. Sjö efstu sæti framboðsUstans skipa: 1. Gro Harlem Brundtland, 2. Reiulf Steen, 3. Thorbjörn Berntsen, 4. Sissel Ronbeck, 5. Knut Frydenlund, 6. Ivar Odegaard, 7. Ingrið Eide. í síðustu kosningum fékk Verka- mannaflokkurinn sjö þingmenn kjörna í Noregi en er nú talinn mega þakka fyrir fimm og er utanríkisráðherrann Knut Frydenlund jafnvel talinn I fallhættuí5. sætinu. 81 árs gamall maður dæmdur fyrir ölvun á hestakerru —Yf irheyra varð gamla manninn með aðstoð hátalara vegna heymarleysis hans Hinn 81 árs gamli Jens Peter Kamp, hefur sett þorpið Skjern á Vestur-Jótlandi á annan endann. Þorpsbúar tala ekki um annað en Jens Peter Kamp. Hann hefur hlotið ölvunar- akstursdóm, ekki fyrir að aka bifreið ölvaður, heldur hestakerru. Áfengis- magn í blóði gamla mannsins mældist 1.37%. Sjálfur tekur hann þessum tíðindum með stakri ró, en hann losnaði lika við að greiða sekt upp á 200 kr. fyrir að hafa ekki ljósin ilagi. Þegar dómarinn í Skjern ætlaði að I Hinn 81 árs Jens Peter Kamp tekur hlutunum með stóiskri ró. Hann hefur nú fengið nýjan hest. yfirheyra Jens Peter um slysið, sem kostaði líf hestsins, var vandamálið það að gamli maðurinn heyrði sama og ekkert. Heyrnartæki myndi hann ekki fá fyrr en eftir átta mánuði. Larsen dómari var ekki til viðræðu um það að fresta yfir- heyrslunni. Hjá lögreglunni fékk hann lánaðan hátalara og með aðstoð hans yfirheyrði hann gamla manninn. Gamli maðurinn hafði eftirfar- andi að segja varðandi aðdraganda slyssins: „Ég keyrði með hestvagn minn til Egeris sem er 18 km héðan til að láta járna hestinn minn. Enginn smiður í Skjern fæst til þess lengur,” sagði hann. ,,Á leiðinni heim, var Lydo, hinn 14 ára gamli hestur minn, eitthvað pirraður út i nýju járnin og ég stansaði því í Fastekjær og gaf honum hálft rúgbrauð. Sjálfur fékk ég mér nokkra bjóra, vegna blóðrás- ar minnar, sem er léleg. Á leiðinni heim skall á mikU úrhellisdemba svo ég varð að leita mér skjóls. Lydo fékk hálft rúgbrauð í viðbót og ég nokkra bjóratilaðhressa okkurvið. „Vegna þessara tafa náði ég ekki heim til Skjer fyrr en skollið var á myrkur og hafði ég enga ljósalukt og enginn endurskinsmerki,” sagði hann. „Tveim km frá húsi mínu keyrði bíll aftan á kerruna og gjöreyðilagði hana. Við ákeyrsluna missti ég meðvitund og var fluttur á sjúkrahús- ið í Tarm, hvar ég lá svo í þrjá mánuði. Lydo var svo illa farinn að hann var skotinn á staðnum,” sagði gamli maðurinn er hann rifjar upp at- burði þessa. „En fyrir hálfum mánuði fékk ég nýjan hest, sem er blanda af íslenzkum hesti og smáhesti,” sagði gamli maðurinn kampakátur. Hann segist frekar vilja fara leiðar sinnar á hesti og kerru, en að notast við vél- knúin ökutæki.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.