Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 1
Hundur réöst á fjögur böm Hundur beit fjögur börn við fjöl- en þegar þau voru að ærslast og Mæðurnar fóru með börnin á slysa- handleggi og lófa. Úr börnunum býlishús í Eyjabakka í Breiðholti á hlaupa réðst hundurinn á þau með fyrr- deild en þar sem þau eru enn mjög ung blæddi og þau urðu eðlilega mjög þriðjudaginn. Fara þurfti með öll greindum afleiðingum. eru þau ónæm fyrir stífkrampa og hrædd. Lögreglan kom á staðinn og bömin á slysadeild Borgarspítalans. ,,Það er anzi hart að geta ekki haft þurftu því ekki sprautu. Eitt barnanna tók skýrslu og mæðurnar hafa verið Stúlka hafði komið með hundinn úr börnin úti vegna hunda í borginni,” var sett á penísillínkúr. boðaðar á fund með lögreglu og hund- Blesugróf og gekk hann annað slagið sagði móðir eins barnsins við DB í gær. Eitt barnanna var bitið í hné og eigandanum í dag. laus. Börnin létu hann afskiptalausan handlegg, annað í bakið og hin tvö í -JH. Vinnuslys í Slippnum: Slasaðist alvarlega þegar bóma féll niður 24 ára gamall maður slasaðist mjög alvarlega þegar bóma, sem kranabíl! hélt uppi, féll niður. Tveir menn voru að vinna við málningu hjá Slippfélaginu og voru þeir báðir I körfunni. Af ókunnum ástæðum féll karfan niður, en hún var komin í um 5—7 metra hæð. Annar maðurinn gat einhvern veginn haldið sér í, þannig að hann féfl ekki, en hinn féU úr körfunni og slasaðist alvarlega eins og áður er sagt. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en ekki var hægt að fá upplýsingar í morgun um liðan hans. -ELA. Ekið var ú Ijósastaur á Hringbrautinni I gœrkvöldi og eins og sjá má var bifreiðin illa skemmd. ökumaður hennar kvaðst hafa ekið utan i gangstéttarbrún, œtlað að rétta bílmn við en misst vald á henni. Ekki mun ölvun eða önnur vímuefni hafa verið þarna með l ferð, heldur ökumaðurinn af öðrum ástœðum miður sln. Maðurinn var fluttur á slysadeild en var ekki mikið slasaður. -ELA/DB-mynd S. Kranabíllinn á myndinni hélt uppi körfunni sem tveir menn voru 1. Annar maflurlnn gat haidið sér uppi þegar bóman féll níður en hinn féll og slasaðist alvarlega. -DB-mynd S. Sríálst úháð dagblað 7. ARG. FOSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1981 — 164. TBL: RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-ADALSlMI 27022. MAL KORTSNOJS LEYST? Maraþonsamningaviðræðum FIDE og Sovétmanna lauk í Atlanta í nótt „Þessum samningaviðræðum er nú lokið eftir nær stöðug fundahöld frá því á þriðjudag og ég býst við því að FIDE greini opinberlega frá niður- stöðum fundanna í dag,” sagði Sveinn Jónsson gjaldkeri FIDE í samtali við Dagblaðið frá Atlanta í Bandaríkjunum í morgun. Mikil fundahöid hafa staðið yfir á milli FIDE og sovézka skák- sambandsins vegna máls fjölskyldu Kortsnojs og þeirrar ákvörðunar Friðriks Ólafssonar að fresta heims- meistaraeinviginu í skák, sem fram á að fara í Merano á Ítalíu, um einn mánuð. Friðrik tók þessa ákvörðun til að knýja á um að fjölskyldu Kortsnojs yrði leyft að yfirgefa Sovétríkin áður en einvigið hæfist, en þessu hafa Sovétmenn mótmælt á- kaft og kölluðu meðal annars saman framkvæmdanefndarfund hjá FIDE vegna málsins. Komið hefur fram, að Sovétmenn eru reiðubúnir til að veita fjölskyldu Kortsnojs leyfi til að fara úr landi ef Kortsnoj sækir um að fá að sameina fjölskyldu sína í samræmi við ákvæði Helsinkisátt- málans og ef heimsmeistaraeinvíginu verður flýtt til þess tima sem ákveðinn var í upphafi. Á fram- kvæmdanefndarfundinum í Atlanta hefur verið unnið að því að leysa þessi vandamái en ifam hefur komið að mótshaldarar í Merano treysta sér ekki til að flýta einvíginu í samræmi við kröfur Sovétmanna. Þeir munu geta flýtt einviginu um nokkra daga, en hvort Sovétmenn geta sætt sig við það kom fram í fundahöldunum í nótt. Þá mun og hafa verið rætt um tryggingu fyrir því að fjölskylda Kortsnojs fengi að yfirgefa Sovét- ríkin, en ekki er vitað hvort forsvars- menn sovézka skáksambandsins hafa haft umboð til að lofa neinu í þeim efnum. Friðrik Ólafsson forseti FIDE var ekki reiðubúinn að tjá sig um málið er DB hafði samband við Atíanta i' morgun. -ESE. Heyskaparhorf ur yf irleitt slæmar um land allt: Óhjákvæmilegt að bændur fækki fé segir Öttar Geirsson jarðræktarráðunautur — Ég hef ekki trú á því að hey verði mikil í ár og því óhjákvæmilegt að fé verði fækkað eitthvað, sagði Óttar Geirsson, jarðræktar- ráðunautur hjá Búnaðarsambandi íslands, í samtali við DB, er hann var inntur eftir heyskaparhorfum í sumar. Óttar sagði að ástandið væri nokkuð dökkt ef litiö væri á landið í heild en spretta hefði þó verið sæmileg í sumum landshlutum, svo sem í Eyjafirði og á Suðurlandi, en þar hefði kal einmitt verið verst í vor. — Ástandið er hins vegar mun alvar- legra í Þingeyjarýslum og á Norðvesturlandi, sagði Óttar, en þar hefur jafnvel það sem var ókalið sprottið seint eða illa. Óttar sagðist ekki hafa trú á að hægt væri að miðla miklu heyi milli landshluta eins og gert hefði verið undanfarin ár, ef einstaklir landshlutar hefðu orðið illa úti. Nú væru allar horfur á að hey yrðu munminnien í meðalári umland allt og því varla hægt að búast við að bændur yrðu almennt aflögufærir um hey. Væru því allar líkur á að fækka þyrfti fé þó að vissulega gæti ásandið skánað ef tíð yrði góð seinni hluta sumars. Rætt er við ráðunauta búnaðar- sambanda viðs vegar um land um þessimálábls. 6ídag. -ESE. Sjá viðtal við ráðunauta á bls. 6

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.