Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ1981. mmmm Erlent Erlent Erlent Erlent g) i ' - Loftárásir ísraelsmanna halda enn áfram: Reagan ekki með i gagnrýni á Begin? — Gagnrýni Weinbergers og Clarks á Begin er nú sögð „persónuleg skoðun” þeirra sem óvíst sé að Reagan sé sammála Bandarískir embættismenn lögðu í gær áherzlu á að samband Bandaríkj- anna og ísraels væri mjög náið og reyndu að draga úr gagnrýni banda- rískra ráöamanna í garð Menachems Begins, forsætisráðherra ísraels, fyrir loftárásir hans á Líbanon að undanförnu. Á miðvikudag létu tveir ráöamenn i Bandaríkjunum i ljósi miklar áhyggjur vegna harðlínustefnu Begins i Miðausturlöndum. í gær sagði James Baker, starfs- mannastjóri Hvíta hússins, hins vegar að árásir Weinbergers varnar- málaráðherra og Clarks aðstoðar- utanríkisráðherra á Menachem Begin væru aðeins skoðanir þeirra sjálfra og ekki væri víst að Reagan forseti væri sömu skoðunar. „Þið skulið muna að forsetanum er mjög umhugað um varnir ísraels og að áframhald verði á hinu nána sambandi sem verið hefur milli þjóð- anna,” sagði Baker. Weinberger hafði sakað Begin um að grafa undan sáttatilraunum Philips Habib, sáttasemjara Banda- ríkjastjórnar í Miðausturlöndum, með því að fyrirskipa árásina á Ósírak-kjarnorkuverið í frak 7. júní og loftárásirnar í Beirút i síðustu viku. í morgun bárust fréttir af því að ísraelsmenn hefðu gert árás á búðir skæruliða á ströndu Líbanons og fellt marga skæruliða. Árásin átti sér stað um 10 kílómetra fyrir norðan Sidon. í tilkynningu fsraelshers sagði að her- menn ísraels hefðu snúið til baka heilir á húfi. Áður höfðu skæruliðar PLO skýrt frá þvi að þeir hefðu komið í veg fyrir landgöngu ísraelskra hermanna i nótt um 25 kilómetra fyrir sunnan Beirút. Frelsishreyfing Palestinuaraba, PLO, hefur hvatt arabaríkin til'að nota öll tiltæk ráð til að koma í veg fyrir „yfirgang ísraelsmanna” sem samtökin segja að njóti stuðnings Bandaríkjanna. Philip Habib, sáttasemjari Banda- ríkjastjórnar, mun ræða við Begin að nýju i dag eftir að hafa rætt við ráða- menn i Líbanon og Saudi-Arabiu undanfarna tvo dasa. Loftárásir tsraelsmanna á þéttbýl hverfi i Beirútborg I siðastliðinni viku hafa sætt mikilli gagnrýni, meðal annars frá Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandarfkjanna. Rauðu her- deildimar létu tvo gísla lausa Rauðu herdeildirnar á ftaliu létu í gærkvöldi lausan Rnzo Sandrucci, framkvæmdastjóra Alfa Romeo verk- smiðjanna, eftir að hafa haldið honum í gíslingu í 49 sólarhringa. f morgun bárust siðan fréttir af því að Ciro Cirillo, stjórnmálamaður frá Napólí, hefði einnig verið látinn laus. Rauðu herdeildirnar rændu honum 27. apríl síðastliðinn og hefur hann verið í haidi hjá þeim síðan. Óttazt hafði verið að Rauðu her- deiidirnar tækju þessa gísla sína af lífi þar sem þær höfðu fyrir skömmu líf- látið einn gisla sinna. Argentínu- menn vilja nánari upplýsingar Argentinumenn hafa beðið stjórn- völd í Sovétríkjunum um nánari upplýsingar um flugslysið á laugardag þar sem argentínsk flutningavél var sögð hafa farizt í lofthelgi Sovétríkj- anna eftir að hafa lent í árekstri við sovézka flugvél. Horacio Basabe, stjórnarerindreki Argentínu í Moskvu, sagði í samtali við Reuter-fréttastofuna i gærkvöldi að hann hefði enn mjög óljósar fréttir af slysinu sem Sovétmenn tilkynntu ekki um fyrr en í fyrradag. Forsetakosningar í íran í dag: , A BANI-SADR SKORAR AIRANIAÐ SNIÐGANGA KOSNINGARNAR Aðrar forsetakosningarnar í íran á átján mánuðum fara fram i dag í skugga vopnaðra árása á frambjóð- endur, bylgju af opinberum aftökum og aðvarana frá Bani-Sadr, fyrrverandi forseta, sem nú er í felum, að hætta sé á borgarastyrjöld i landinu. Talið er fullvíst að Mohammad Ali Rajai, for- sætisráðherra, verði kjörinn forseti landsins. Hann er hinn eini af fjórum forsetaframbjóðendum sem háð hefur Bani-Sadr. kosningabaráttu. Ali Rajai er fram- bjóðandi Islamska lýðveldisflokksins. Auk forsetakosninganna verður kosið i þingsæti þeirra 20 þingmanna sem fórust þegar höfuðstöðvar Islamska lýðveldisflokksins voru sprengdar í loft upp. Frá skrifstofu saksóknara byltingarstjórnarinnar hafa kjósendur veriö varaðir við því að spiiia kosningunum. Bani-Sadr hefur í neðanjarðarblaði sínu hvatt írani til að sniðganga kosningarnar og varað við að borgara- styrjöld kunni að vera á næsta leiti. 1 REUTER i Kólaskagi yrði ekki með i kjamorkuvopna- lausu svæði N-Evrópu —segja Sovétmenn en lofa „sveigjanleika” í málinu Kólaskagi í Sovétríkjunum gæti ckki oröið hluti af kjarnorkuvopna- lausu svæði i Norður-Evrópu, að því er sovézka fréttastofan Novosti sagöi igasr. { frétt Novosti sagði að hernaðar- búnaður Sovétrikjanna á Kólaskaga væri hluti af hernaöarjafnvægi Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í heiminum. Fréttastofan sagði að þó að Sovét- ríkin væru ekki reiðubúin að gera allt Eystrasaltssvæðið að kjarnorku- vopnalausu svæði þá ætti það ekki að koma í veg fyrir samningaviðræður um þetta mál. Sovétríkin vildu sýna sveigjanleika í þessu máli. Hugmyndin um kjarnorkuvopna- laust svæði í Skandinavíu var fyrst sett fram af Uhro Kekkonen, forseta Finnlands, fyrir.nokkrum árum, en hefur fengið byr undir báða vængi að undanförnu og á ekki sizt miklu fylgi að fagna í Noregi þar sem skoðana- kannanir að undanförnu hafa sýnt að mikili meirihluti landsmanna er fylgjandi hugmyndinni og Verka- mannaflokkurinn hefur gert hana að kosningamáli sinu. Hugmyndir þessar hafa mætt öflugri mótstöðu rikisstjórnar Bandarikjanna. Nancy Reagan ermœtt íbrúð- kaupið Nancy Reagan, forsetafrú, kom til London í gærkvöldi til að vera við- stödd brúðkaup Karls prins og lafði Diönu Spencer næstkomandi miðviku- dag. Frú Reagan mun snæða hádegisverð með Margaret Thatcher forsætisráð- herra á laugardag og um kvöldið mun hún borða með Alexöndru prinsessu, frænku Elísabetar drottningar. Á mánudag mun hún mæta í mót- töku drottningarinnar í Buckingham- höll. Eftir brúðkaupið í St. Pauls dóm- kirkjunni er reiknað með að Nancy Reagan sitji hádegisverðarboð Thatch- ers forsætisráðherra að nýju, i þetta sinn í Engiandsbanka og er búizt við þjóðarleiðtogar víðs vegar að úr heiminum verði þar samankomnir. Eddie Fischer hefur fundið ástina Hinn 52 ára gamii söngvari, Eddie Fischer, segist nú loksins hafa fundið hamingjuna eftir fjögur hjónabönd, þar á meðal eitt með leikkonunni Liz Taylor. Það er 25 ára_ gömul „blondína” Linsey Davis sem hefur veitt gamla manninum trúna á ástina aðnýju. ,,Ég vissi ekki hvað hamingja var fyrr en ég hitti Linsey,” segir Eddie Fischer og ljómar af gleði. „Ég elska Linsey og hún elskar mig. Þetta er dásamlegt. Linsey er allt mitt líf.” Rolling- arnir „aldrei verið gáfaðir Félagarnir í brezku hljómsveitinni The Rolling Stones virðast lítið ætla að eldast þó þeir sú nú komnir fast að fertugu. f næsta mánuði munu þeir senda frá sér 25.hljómplötu sína og í tilefni af því tóku þeir upp stutta kvik- mynd um daginn á Manhattan. Myndin verður sýnd með einu laganna á plöt- unni sem þeir kalla „Neighbors”. „Við höfðum vonazt til að koma plötunni frá okkur í júní til að standa betur að vígi í samkeppninni,” sagði Mick Jagger, söngvari hljómsveitarinnar. „En við höfum aldrei verið neitt sér- staklega gáfaðir og það er of seint að byrjaáþvínúna.” 99 Fraserseg- irheiminn öruggari stað eftir innrásina „Ég held að Sovétmönnum hafi komið á óvart hin mikla andstaða við innrásina i Afganistan. Ég held að vegna innrásarinnar í Afganistan sé heimurinn öruggari staður vegna þess að fleiri þjóðum er nú ljós ógnunin en áður,” segir Malcolm Fraser, forsætis- ráðherra Ástralíu, í samtali við tíma- ritið Newsweek. „Við getum ekki látið eins og heimurinn sé annar en hann er. Nú ættu Sovétríki’i frekar en nokkru sinni að sýna merki þess að þau vilji frið.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.