Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1981. Kvenfangavörður giftist stórglæpamanni: Yfírgaf dgmmann- hm til ad gfftast einum fanganna —„Eg sé ekki eftir neinu/’ segir konan sem nú hefur verið ákærð fyrir brot á fíknief nalöggjöf inni „Við ætlum að gifta okkur í fang- elsinu. Það færir okkur hamingju.” Þetta segir ítalskur stórglæpamaður, Edmondo Benetti, 42 ára gamall. Hann er nú talsvert í sviðsljósinu í Danmörku vegna þeirrar ákvörðunar eins kvenfangavarðanna í ríkisfang- elsinu í Vridslöeslille að ganga að eiga hann. Það var í ágúst í fyrra að Edmondo Benetti hitti 30 ára gamlan, fallegan kvenfangavörð í fangelsinu. í janúar siðastliðnum kom konan að máli við fangelsisstjórann, Ole Hansen, til þess að segja starfi sínu lausu eftir að hafa starfað við fangelsi í sjö ár. „Ole Hansen gaf mér þrjár vikur til að hugsa mig um. Ef ég ætlaði að starfa áfram innan fangelsisins þá yrði ég að hætta við Mondi. En ég hafði tekið mína ákvörðun. Ég elska hann og ég varð því að gera þetta upp við mig. Þess vegna valdi ég hann,” segir hin þrjátíu ára gamla kona en hún hefur frá barnæsku átt sér þann draum stærstan að starfa við fang- elsi. Edmondo Benetti situr nú í Herstedvester fangelsi og þangað heimsækir fangavörðurinn fyrrver- andi hann daglega. Oft tekur hún níu ára gamla dóttur sína með sér. Ben- etti á að sitja í fangelsi til ársins 1986 vegna bankaráns sem hann framdi árið 1979. „Það hræðir mig ekki. Ég læt hverjum degi nægja sínar þján- ingar og skipulegg hlutina ekki mörg ár fram í tímann,” segir vinkona hans. Eftir að kvenfangavörðurinn sagði starfi sínu iausu hefur hún skilið við eiginmann sinn og fyrir skömmu var hún ákærð fyrir að hafa brotið gegn fíkniefnalöggjöfinni. Hún segist sak- laus af ákærunni og Benetti útskýrir hvernig málið kom upp: „Þetta byrjaði allt með því að við sátum nokkrir fangar saman. Ég var að grínast og sagði að það væri kókaín í kaffibollanum hjá einum þeirra.” Sjálf segir vinkona Benettis um þetta: „Það hefur verið ákaflega erfitt fyrir mig að vera skyndilega ákærð. Ég hef alls ekki gert neitt af mér. Það varð mér mikið áfall þegar ég var flutt til Glostrup lögreglustöðvarinnar eitt sinn eftir að hafa heimsótt Mondo. Nú skil ég betur en áður hve aðstandendur fanganna eiga oft erfitt.” í framtíðinni kemur parið til með að hittast sjaldnar en áður. Admondo Benetti vetður nefnilega fluttur í annað fangelsi. Ástæðan tnun vera sú að hann hafði i hótunum við samfanga sína. Vinkona Benettis var spurð að þvi hvort hún óttaðist ekki að hann væri einungis að notfæra sér hana og myndi síðan hlaupast á brott til útlanda strax og hann væri laus úr fangelsinu. „Nei, ég óttast það ekki og hættan á þvi að ég verði skilin eftir er ekki meiri en hjá öðrum konum, ” segir hún og kveðst alls ekki sjá eftir þeirri ákvörðun sem hún hefur tekið. Erlent Erlent Síðasti kossinn gæti þessi mynd heitið. Ung kona kyssir unnusta sinn af mikilli innlifun á járnbrautarstöð f Ziirich eftir að 16 þúsund Svisslendingar höfðu verið boðaðir til sautján vikna grunnþjálfunar i hernaði. Andsvar við stefnu Bandaríkjanna í Mið-Amcríku: Nicaragua játar að þangað berist vopn frá Sovét Jaime Román Wheelock, einn af stjórnarmönnum í þjóðfrelsishreyf- ingu sandinista í Nicaragua hefur viðurkennt að Nicaragua hafi fengið skriðdreka frá Sovétríkjunum vegna hættunnar á innrás og vopnasend- inga Bandarikjastjórnar til stuðn- ingsmanna sinnar i Mið-Ameríku. Þetta er fyrsta staðfestingin frá Nicaragua á fréttum frá því í síðasta mánuði þess efnis að utanríkisráðu- neyti Bandarikjanna hafi borizt sann- anir fyrir því að sovézkir skriðdrekar af gerðinni T-55 hafi verið fluttir til Nicaragua. Utanríkisráðuneytið kall- aði það ógnun við stöðugleika í Mið- Ameríku. „Við munum ekki segja hvort þetta eru T-55 eða eitthvað annað,” sagði Wheelock. „Látum utanríkis- ráðuneytið finna út úr því. Um það hversu margir þeir eru skulum við aðeins segja að magnið ætti ekki að skipta neinu máli nema þann sem kynni að vilja ráðast á okkur.” Stjórnin í Nicaragua hefur átt i höggi við fyrrum liðsmenn í þjóð- varðliðasveitum Anastasio Somoza sem steypt var af stóli árið 1979. Wheelock sagði að „vopnasendinga- stefna” núverandi ríkisstjórnar Bandaríkjanna — og átti þar við hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Hondúras, E1 Salvador og Guate- mala — hvetti skæruliðana ti! dáða. Bandaríkjastjórn hefur haldið því fram að skæruliðar í E1 Salvador fái vopn sín í gegnum Nicaragua. 9 -StAWíM,. KVIKMYNDA VÉLA ^ LEIGA ^ FILMAN I DAG* MYNDIRNAR A MORGUN'j SKÓLAVÚRÐUSTÍG 41 - SIMI Z0235. Tjáningarfrefsi er ein meginforsenda þess aö frelsi geti viðhaldist í samfélagi Fullkominn ferðabfll til sölu, fjörhjóladrif, 8 cyl., sjálf- sk., m/vökvastýri. Tvöfalt glcr, eldavél, útvarp, segulband, tal- stöð. Til sýnis og sölu á Óðins- götu 32 B eftir kl. 13:00 laugar- dag og sunnudag. Sími 10300. --------- SIMI39400 - EKNIRÓSKASTÁ SÖLUSKRÁ. Til sölu: 2ja, herb., íbúð við Baldursgötu. 3ja herb., íbúð við Njarðargötu. NÝJA FASTE/GNASALAN Ármúla 40. — Sími 39400. j ÚTBOÐ Áburðarverksmiðja ríkisins, Gufunesi, óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna byggingar sýruverksmiðju í Gufunesi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu fyrirtækisins í Gufunesi gegn 100.00 kr. skilatryggingu. Áburðarverksmiðja ríkisins SINE Sumarþing SINE verður haldið í Félagsstofnun stúdenta laugardaginn 25. júlí kl. 14.00. Fundarefni: 1. Skýrsla stjórnar og fulltrúa SINE1 stjórn LÍN. 2. Stjórnarskipti. 3. Fréttir úr deildum. 4. Kosning fulltrúa SINE í stjórn LÍN. 5. Önnurmál. Stfórnin

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.