Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ1981. 12 1 íþróttir íþróttir íþróttir Iþróttir DB á Evrópumeistaramóti unglinga í golfi á Grafarholtsvelli í gærdag: ísland náði „aðeins 9. sæti þrátt fyrir framfarir —f lestar þjóðimar bættu sig geysijega f rá fyrri deginum, en aðeins þremur höggum munaði að ísland kæmist í A-riðílinn Þrátt fyrir að islenzka sveitin bœtti árangur sinn um fjögur högg i gær frá fyrri degi höggleikskeppninnar á Evrópumeistaramóti unglinga i golfi í Grafarholtinu dugði það ekki til. Hinar þjóðirnar bættu sig fiestar miklu meira LOKA ■ ■ 1. Svíþjóð 744 högg 2. írland 748 — 3. V-Þýzkaland 760 — 4. Ítalía 767 — 5. Spánn 769 — 6. Frakkland 775 — 7-8. Danmörk 777 — 7-8. Noregur 777 — 9. ísland 780 — 10. Sviss 789 — 11. Finnland 811 — 12. Holland 813 — 13. Austurríki 817 — 14. Belgía 828 — Fjóra undir eftirfjórar Það var e.t.v. ekki að undra þótt A. Hogan frá írlandi léki völlinn á 69 höggum í gær jafn frábærlega og hann fórnúaf stað. Hann sló inn á flöt á l. braut og lék hana á tveimur höggum — „eagle”. Aðra og þriðju braut lék hann á pari en náði svo aftur „eagle” á 4. brautinni. Var því kominn fjórum höggum undir pari eftir 4 brautir. Lék þær 14 sem eftir voru á tveimur yfir pari og þau högg komu strax á 5. brautinni — lék hanaáó, par4braut. Allir undir 80! Svíarnir voru með langjafnasta liðið af öllum i höggleikskeppninni. Þeir voru eina þjóðin þar sem allir keppend- urnir, 6 að tölu, léku undir 80 höggum báða dagana. ■ i— inrap—w—— og þegar upp var staðið i gær kom i ljós að ísland hafnaði I 9. sæti — þremur höggum á eftir Norðmönnum og Dönum. Sárgrætilegt eftir góða frammistöðu. Það hefði nægt íslandi að vera jafnt Dönum og Norðmönnum að högga- fjölda, 777 högg, því lakasti Norðmaðurinn og Daninn voru lakari en Gunnlaugur Jóhannsson sem átti lakasta árangur íslendinganna. Það hefði gilt ef öll liðin hefðu orðið jöfn. Daninn hefði þá orðið í 9. sæti og Norðmaðurinn í 8. ísland þá í 7. sæti. En það var þetta gamla og um leið mikilvæga ef, sem öllu skipti og því Mikið frafár greip um sig hjá v- þýzku fararstjórninni á mánudag, er einn keppendanna, Jung að nafni, fannst ekki á flugvellinum en hann komst ekki til landsins fyrr en þá. Flugleiðir hafa oft gert mönnum grikk og að þessu sinni var vélin á var ekki að heilsa i gær. ísland verður því að sætta sig við að leika um bezta sætið í lakari hópnum. Óneitanlega nokkur vonbrigði eftir það sem á undan vargengið. Það fór fljótlega kliður um gesti í Grafarholtinu er í ljós kom að Frakkinn J.C. Gassiat kom inn á nýju vallarmeti, 69 högg, á sama tíma og fyrsti íslendingurinn, Gylfi Kristinsson kom inn á 79 höggum. Þar voru 10 högg farin í baráttunni við Frakkana. Vonflestra brást er Sigurður Sigurðsson, GS, kom inn á 82 og var „saltbrældur”yfir frammistöðu sinni. „Eg lék bara alls ekki vel,” sagði hann undan áætlun aldrei þessu vant. Fóru þeir því á mis, Jung og Þjóðverjarnir sem ætluðu að taka á móti honum. Stráksi lét það engin áhrif hafa á sig og komst af eigin rammleik upp í Grafar- holt og var byrjaður að æfa úti á velli er forráðamenn þýzka liðsins komu þangað stormandi i öngum sinum. og bætti svo við snemma dags: „Ég vona bara að ég verði með lakasta skorið. Honum varð ekki að ósk sinni því Gunnlaugur Jóhannsson náði sér ekki á strik og kom inn á 83 höggum og þá þyngdist brúnin á flestum enn frekar. „Ég náði alls ekki að pútta almennilega," sagði Gunnlaugur og var greinilega ekki ánægður með spila- mennsku sína. Sigurður Pétursson, sem undi.r- ritaður fylgdist með 18 holurnar i gær, kveikti neistann á ný er hann lauk 18 holunum á 74 höggum eftir að hafa verið á pari vallarins eftir fyrri 9 holurnar. Magnús Jónsson lék mjög yfirvegað allan timann og lét ekkert á sig fá og þegar hann hafði lokið við að einpútta á 16. flöt kváðu við öskur og klapp á 12. flötinni þar sem Sveinn Sigurbergs- son náði „fugli” með snilldarpútti. Sveinn var aðeins 2 yfir pari eftir 12 holur og Magnús var 6 yfir parinu og 2 holur eftir. Vonir manna fengu byr undirbáðavængi. Magnús lauk 17. og 18. brautinni á pari af öryggi og Sveinn hélt sínu striki, þar til á 17. braut. Þar þurfti hann 4 högg á brautina, sem er par 3, og á 18. braut varð hann að taka víti eftir að hafa lent á gersamlega ósláanlegum stað í teighögginu. Notaði 5 högg á hana og kom inn á 76 höggum. Menn biðu í ofvæni í tæpar 20 mínútur eftir niðurstöðunni og vonbrigðin voru augljós er hún kom í ljós. ísland ekki á meðal átta efstu þjóðanna. Það er þó engin ástæða til að vera óánægður með 9. sætið, því upphaflega var stefnan sett á 9.—11. sæti og flest bendir til þess að sá árangur náist. -SSv. Árangur íslendinganna — Sigurður Pétursson beztur Árangur íslenzku kylfinganna i höggleikskeppninni varð sem hér segir: högg Sigurður Pétursson, GR 77 + 74=151 Magnús Jónsson ,GS 78 +77 =155 Gylfi Kristinsson, GS 77 + 79 = 156 Sveinn Sigurbergsson, GK 82 + 76 = 158 Sigurður Sigurðsson, GS 80 + 82=162 Gunnl. Jóhannsson, NK 80 + 83=163 Siggi Pé. átti aldrei möguleika gegn McHenry! — írinn lék af frábæru öryggi allan tímann, þrátt fyrir harða keppni Sigurðar Péturssonar Það blés ekki byrlega fyrir Sigurði Péturssyni i gær er hann hafði lokið við fyrstu þrjár brautirnar. Hann var þá 2 höggum yfir pari, en írinn McHenry var þá einu undir pari. ,,Ég hef bara ekki fengið „bogey” á fyrstu brautina i mörg ár,” sagði Sigurður forviða í gær. DB fylgdist með þeim köppum 18 holurnar á enda. Báðir náðu auðveldu pari á 22. braut en á 3. brautinni missti Sigurður annað högg er hann lék á 5. McHenry á 4. Sigurður lék síðan 4. brautina á „fugli” en írinn gerði sér lítið fyrir og fór á „eagle” og var þremur undir pari. Báðir fóru 5. brautina á parinu, en á 6. braut náöi Siguröur fram hefndum frá deginum áður. Báðir slógu þeir inn á í teighöggi en Sigurður einpúttaði á sama tíma og McHenry þripúttaði. í raun hans einu mistök allan hringinn. Sigurður á pari, McHenry 2 undir. Óheppnin elti Sigurð á 7. braut. Teighöggið lenti í sandgryfju. Hann sló upp úr mjög laglega en bara til að fara ofan í þá næstu. Lék á 5 en írinn á parinu, 4. Sigurður náði fallegum „fugli” á 8. braut og var því aftur á parinu, en frinn hélt sínu striki og lék á parinu og var 2 undir áfram. Sigurður náði síðan höggi af McHenry á 9. braut. Lék á parinu, 4 en írinn á 5. Sigurður á pari, McHenry 1 undir. Báðir náðu pari á 10. eftir að hafa verið utan flatar í teighöggi. Á 12. braut varð Sigurður að taka víti er teighöggið brást og hafnaði utan brautar. Það kostaði „bogey” en írinn náði „fugli”, 4. Báðir léku 13. brautina á pari án erfiðleika, en Sigurður hafnaði á ný utan brautar á 14. braut. Sló í grjót í 2. höggi sinu og beygði 9-járnið sitt fyrir vikið. Missti af parinu— lék á 5, en frinn hélt sínu. Sigurður 2 yfir, McHenry 2 undir. Fimmtánda brautin var meistara- smíð Sigurðar á hringnum. Innáskot hans var „perfect”. Boltinn hafnaði aðeins um fet frá holu af 80 metra færi. frinn hafnaði einum 5 fetum frá. Sigurður náði „fugli”, en frinn tók parið. Sigurður missti síðan unnið högg á næstu braut efdr misheppnað inná- skot. írinn lék hins vegar á pari að vanda. Óheppnin elti Sigurð svo á 17. braut. Hann hafnaði á erfiðum stað i teighöggi og varð að slá þvert á brautina í öðru höggi vegna grjóts fyrir framan hann. Fór þó á 4, en McHenry á parinu. Báðir náðu svo átakalausu pari á 18. brautinni. Lokastaða. Sigurður Pétursson 74 högg, McHenry 69. -SSv. írinn A. Hogan lék á 69 höggum og jafnaði vallarmet GassiaL DB-mynd HK. FRAMFARIR — allar þjóðimar bættu sig Framfarir þjóðanna frá fyrra degi höggleiksins voru hreint ótrúlegar. ísland náði að bæta sig um ein 4 högg, en það var aðeins smáræði I samanburði við flestar hinna þjóðanna. Svíar bættu sig um 6 högg, írar um 14, V- Þjóðverjarnir um 24, ítalir um 17 og Spánverjar um heil 37 högg!! Frakkar um 23, Norðmenn um 7, Danir um 17, Sviss um 1, Finnar jm 23, Hollendingar um 9, Austurríkismenn um 15 og Belgar um 24, en höfnuðu samt langneðstir. Svflnn Antevik var sterkastur — varð höggi á undan A. Hogan Það varð Sviinn Antevik sem náði beztum samanlögðum árangri báða dagana i Grafarholtinu. Hann lék 36 holurnar á 143 höggum og það er sama skor og bezti maðurinn, J. Rassmussen frá Danmörku, lék á i Þýzkalandi í fyrra. A. Hogan frá írlandi kom næstur með 144 högg, þá Frakkinn J. C. Gassiat ásamt íranum McHenry á 146 höggum. Þessir þrír síðasttöldu léku allir á 69 höggum í gær sem er vallar- met. Göran Knutsson frá Svíþjóð kom næstur á 148 höggum og síðan Þjóðverjinn van der Schalk á 150höggum. Sigurður Pétursson var beztur íslendinganna á 151 höggi í 12.-15. sæti ásamt ekki ófrægari mönnum en Walton frá írlandi og Dananum Rasmussen og Þjóðverjanum Jung. Vallarmet! Frakkinn J.C. Gassiat setti vallarmet i Grafar- holtinu i gær er hann lék á 69 höggum. frinn McHenry jafnaði það svo nokkru síðar og annar íri, A. Hogan, gerði svo einnig siðar í gær. '■/T'l'M'ó, y> '?* ' ■ Magnús Jónsson lék yfirvegað allan tfmann og athugar hér púttlinuna. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. JÚLt 1981. 21 D Iþróttir jþróttir Iþróttir Iþróttir Fram sló Keflvíkinga út f bikarkeppni KSI: Sigur bikarmeistaranna hékk á bláþræði f lokin „Þetta var spennandi leikur og betra liðið sigraði, þó tvisýnt væri i lokin. Ég á ekkert óskalið i undanúr- slitum. Bæði liðin úr 2. deild, Fylkir og Þróttur, hafa náð góðum árangri, þar, en ég vona að Fram leiki við Vest- mannaeyinga i úrslitum keppninnar,” sagði Hólmbert Friðjónsson, þjálfari Fram, eftir að iið hans hafði slegið Keflvíkinga út i keppninni á Fögruvöllum i gærkvöld. Fram sigraði, 1—0 og likur á að Hólmbert verði að ósk sinni með mótherja i úrslitum.. Eftir leikinn var dregið i undanúrslitin. Fram og Vestmannaeyingar leika við liðin i 2. deild i undanúrslitum. í hörku-skemmtilegum leik Fram og Keflavíkur munaði sáralitlu að Kefl- víkingum tækist að koma knettinum í mark Fram og komast i framlengingu. Spennan var hreint ótrúleg síðustu fimm mínúturnar. Keflvikingar lögðu allt i að reyna að jafna og tvívegis bjargaði markvörður Fram, Guðmundur Baldursson, af snilld. Fyrst komst Óli Þór Magnússon frír inn fyrir vörn Fram. Guðmundur lokaði marki sínu með úthlaupi og varði skot Óla Þórs. Og á lokaminútunni vann Guðmundur mesta einstaklingsafrek leiksins. Ragnar Margeirsson átti hörkuskot á markið rétt undan markteig efst í markið en á einhvern undrahátt sveif Guðmundur upp og sló knöttinn yfir. Glæsilegt — og nokkrum sekúndum síðar voru Keflvíkingar hársbreidd frá því að jafna. Áhorfendur náðu vart andanum, svo mikil var spennan. Framliðið sterkara En ekki var gangur leiksins þannig yfir höfuð, síður en svo. Fram-liðið lengstum sterkara og verðskuldaði sigur, jafnvel þó svona litlu hafi munað i lokin eins og áður er lýst. Leikurinn byrjaði strax af miklum krafti. Mikill hraði og aldrei gefið eftir. Varnirnar þéttar hjá báðum liðum og því ekki mikið um opin tækifæri. En leikurinn var skemmtilegur fyrir Óskadráttur stórliðanna Það var sannarlega óskadráttur 1. deildarliðanna i gær, þegar dregið var til undanúrslita i bikarkeppni KSÍ. Bikarmeistarar Fram komu fyrstir úr hattinum, síðan Reykjavikurmeistarar Fylkis. Fram-Fyikir ieika því saman annars vegar en Þróttur, Reykjavik, fær Vestmannaeyjar. Nafn Þróttar kom á undan svo leikurinn verður í Reykjavik. Undanúrslitin eiga að fara fram 5. ágúst en þar sem báðir leikirnir verða í Reykjavík verður annar leikurinn annað hvort þriðjudaginn 4. ágúst eða fimmtudaginn 6. ágúst. Ef að líkum lætur verða það Fram og Vestmannaeyingar, sem ieika til úr- slita i bikarkeppninni 30. ágúst. Leikmenn þessara liða vanmeta þó örugglega ekki mótherja sina í undanúrslitum. Bæði Fylkir og Þróttur hafa slegið út lið úr 1. deild, Fylkir, Breiðablik og Þróttur FH. -hsim. fjölmarga áhorfendur og ekki laust viö að þeir væru fleiri, sem studdu við bakið á Keflvíkingum. Fram þó sterkara liðið, það fór ekki á milli mála. Á 20. mín. átti Pétur Ormslev, bezti útspilari Fram, hörkuskot á mark Keflavíkur, sem Þorsteinn landsliðs- markvörður Bjarnason varði mjög vel. Sló knöttinn yfir. Á 28. min. slapp mark Keflvíkinga ótrúlega vel. Eftir hornspyrnu Péturs skallaði Sverrir Einarsson knöttinn yfir Þorstein og boltinn virtist á leið í fnarkið. En hann lenti í neðanverða þverslána og skall niður á völlinn. Þar tókst varnarmanni að spyrna frá á síðustu stundu. Þá fengu Keflvíkingar sitt eina opna færi í fyrri hálfleiknum. Spyrnt var inn í vítateig Fram. Ragnar stökk hæst og hafði markið opið fyrir framan sig. Knötturinn kom aðeins við varnar- mann og fór rétt framhjá stöng. Mark lá íloftinuogFramskoraði. Guðmundur Steinsson átti allan heiður af þvi. Fékk knöttinn á vinstri kaiiti, lék upp að enda- mörkum og þar á tvo varnarmenn Keflavikur, og síðan inn að markinu, meðfram endamörkunum og þegar hann var kominn vel inn i vftateiginn spyrnti hann aftur til Péturs Ormslev, sem var aiveg frir innundir markteignum. Pétur lét ekki slikt tækifæri fara framhjá sér. Skoraði með föstu skoti sem Þorsteinn, frábær markvörður, átti ekki möguleika á að verja. Síðari hálfleikurinn var tíðinda- minni lengi framan af. Aldrei þó neitt gefið eftir en þeir yfirburðir, sem Fram hafði haft í fyrri hálfleik, voru ekki lengur fyrir hendi. Þó var sókn þeirra þung um tíma, hornspyrna eftir hornspyrnu, en Keflvíkingar komust hjá marki. Svo fóru þeir að koma meira inn í myndina. Reyndar hafði Fram í lok fyrri hálfleiks átt að ná tveggja marka forustu. Snögg sókn og Trausti Haraldsson og Marteinn Geirs- son voru allt í einu orðnir fremstu menn. Fengu knöttinn frá kantinum, Trausti gaf á Martein en þetta tók það langan tíma, að Sigurði Björgvinssyni tókst að komast fyrir spyrnu Marteins. Um miðjan síðari hálfleik var Ómari Ingvarsson klaufi að jafna ekki fyrir Keflavík. Komst einn inn fyrir vörnina efdr snögga sóknarlotu. Aðeins Guðmundur markvörður tii varnar en Ómar skaut laust og illa framhjá markinu. Hinum megin var hætta, þegar Guðmundur Steinsson var allt í einu frír innan vítateigs, en Þor- steinn hirti knöttinn af tám hans. Svo kom hinn æsandi lokakafli, sem áður er lýst. Spennan í hámarki en herzlumuninn vantaði hjá Kefl- víkingum að jafna. Skemmtilegur leikur 1 heild var leikurinn með skemmtilegri leikjum sumarsins og 2. i deildarlið Keflvíkinga reyndi svo sannarlega á taugar bikarmeistaranna. En Keflavík er heldur ekkert 2. deildar- lið á íslenzkan mælikvarða, þó örlög þess hafi verið að falla niður í fyrra- haust. Sigurður Björgvinsson bezti maður liðsins. Hreint frábær í þessum leik. Þorsteinn var öryggið sjálft í markinu þó honum tækist ekki að koma í veg fyrir mark Péturs. í framlínunni bar Ragnar af en naut alltof lítillar aðstoðar. Gisli Torfason er traustur varnarmaður, þó æfingin sé ekki hin 1 sama og áður eftir langa fjarveru. Óskar Færseth gerði góða hluti sem bakvörður. Pétur Fram. Ormslev, skoraði sigurmark Keflavík hlýtur að leika í 1, deiid næsta keppnistímabil. Fram lék sinn 12. bikarleik í röð án taps og lék mjög yfirvegað og vel lengstum í gær. Pétur Ormslev yfir- burðamaður og Guðmundur markvörður sýndu snilli sína í lokin, þegar mest reið á. Guðmundur Steins- son alltaf hættulegur í framlínunni, Marteinn traustur í vörninni og Sverrir Einarsson, sem lék við hlið hans, átti sinn bezta leik með Fram. Gunnar Guðmundsson dugnaðarforkur að venju, og sama er að segja um Hafþór Sveinjónsson. Var bókaður í leiknum — eini leikmaðurinn sem fékk að sjá gulaspjaldiðhjá VillaÞór. -hsím. Frábær árangur á stúdentaleikjunum í f r jálsum íþróttum: Kínverji með mótsmet í þrístökki —17,32 m Hreint frábær árangur hefur náðst í frjálsíþróttakeppninni á 11. stúdenta- leikjunum í Rúmeníu. Mest á óvart hefur komið árangur Kínverjans Zou Zhengaib í þrístökki. Hann sigraði og stökk 17.32 metra, sem er nýtt móts- met á stúdentaleikum. Gamla metið átti Willie Banks, USA, 17.23 m, sett á le>unum í Mtxíkóborg fyrir tveimur árum. Banks meiddist i forkeppninni nú og gvt ekki keppt i úrslitum. Tv.Jr kappar, Volkov og Polakov, báðir Sovétríkjunum, reyndu við nýtt heims- met í stangarstökki, 5.82 metra, en tókst ekki. Polokov felldi 5.75 m i fyrstu tilraun, lét hækka í 5.80, siðan 5.82 m og átti eina tilraun við hvora hæð. Var alls ekki iangt frá því að fara yfir. Volkov, sem haiói tryggt sér gullið, beið á meðan og reyndi síðan við 5.82 m. Kinverjar hafa komiö mjög á óvart á stúdentaleikunum. Hlotið sex guliverðlaun i hinum ýmsu greinum. Rúmcnar hæstir með 10 gull og hefur Nadia Comaneci hiotið fern í fimleikum. Þá eru það úrslitin í frjálsi- þróttakeppni karla: Þrístökk 1. Zou Zhengxiab, Kína, 17.32 veir reyndu við nýttl 2. Bela Bakosi, Ungverjal. 16.97 3. Keith Connor, Bretlandi, 16.88 4. Alex. Beskrovny, Sovét. 16.87 5. Adrian Ghioroaie, Rúmeníu, 16.55 6. Vladimir Chernikov, Sovét, 16.53 Hástökk 1. Leo Williams, USA, 2.25 2. Zhu Jianhua, Kína, 2.25 3. Gerd Nagel, V-Þýzkalandi 2.25 4. Daniel Temin, Júgóslavíu, 2.22 5. Josef Hrabal, Tékkóslóv. 2.27 6. Alexey Demyanyuk, Sovét, 2.18 1500 m hlaup 1. Said Ouita, Marokkó, 3:38.43 2, Vinko Pokratic, Júgósl. 3:39.83 3. Amar Brahimia, Alsír, 3:39.85 1. Jim Spivey, USA, 3:40.12 5. Ab. Morcelli, Alsír, 3:40.42 6. Andreas Hauch, A-Þýzkal. 3:40.62 100 m hlaup 1, Mel Lattanyk USA, 10.18 2. Calvin Smith, USA, 10.26 3. Ernest Obeng, Chana, 10.37 4. Nikolai Sidorov, Sovét, 10.40 5. Istvan Nagy, Ungverjal. 10.45 6. Theo Nkounkoo, Kongó, 10.45 400 m grindahlaup 1. David Lee, USA, 49.05 2. Smitry Shkarupin, Sovét, 49.52 3. Antonio Ferreira, Brasilíu, 50.04 Róbert ökklabrotnaði í leik með 1. flokki — Miðvörðurinn sterki hjá Víking leikur varla meir á þessu keppnistímabili Einn af þekktustu knattspyrnu- mönnum Víkings, Róbert Agnarsson, miðvörður og fyrírliði meistarafiokks fyrir tveimur árum, brotnaði á ökkla i leik Vals og Vikings i 1. flokki fyrir nokkrum dögum. Litlar likur að Róbert leiki meira á þessu sumri. Valur sigraði 3—2 f leiknum sem var úrslita- leikur miðsumarsmótsins. Róbert, 23ja ára viðskiptafræðinemi í háskólanum, hefur verið afar óhepp- inn tvö síðustu árin hvað meiðslum viðkemur. Þetta mun vera í fimmta skipti sem hann beinbrotnar. Ekki alvarleg brot en þó slæm. Fyrir þau var hann einn af máttarstólpum Víkings- liðsins og lék með íslenzka landsliðinu 1978. í fyrrasumar gat Róbert lítið leikið vegna meiðsla en var þó orðinn fasta- maður í liðinu á ný undir lok leiktíma- bilsins. Hann lék með liði sinu í fyrstu leikjum Reykjavíkurmótsins i vor en brotnaði þá á svipuðum stað og nú. Var þó alveg að ná sér af þeim meiðsl- um og var reiknað með að hann kæmi inn í Víkingsliðið í 1. deild nú á næst- unni. Brotið fyrr í vikunni hefur sett strik í þann reikning eins og stundum áður hjá þessum geðfellda íþrótta- manni á knattspyrnuferli hans. Hann varð íslandsmeistari með Víking innan- hússívetur. -hsím. 4. Nikolai Vasiliev, Sovét, 50.11 5. David Patrick, USA, 50.40 6. Krank Csioska, V-Þýzkal. 50.84 Stangarstökk 1. Konstantín Volkov, Sovét, 5.75 2. Vladimir Polakov, Sovét, 5.70 3. Philippe Houvion, Frakkl. 5.65 4. Thierry Vigneron, Frakkl. 5.60 5. Jurgen Winkler, V-Þýzkal. 5.40 6. Anton Paskalev, Búlgaría 5.40 Kringlukast 1. Armin Lemme, A-Þýzkal. 65.90 2. Wolfg Warnemunde, A-Þýzk.63.54 i. loi' Zamfirache. kum ■•m, 63.40 4. Jmitry Kovtsun. Sové,. 61.92 5. G. Kolnootschenko, Sovét, 61.56 6. Rolf Danneberg, V-Þýzkal. 57 60 100 m grindahlaup 1. Larru Cowling, USA, 13.65 2. Pall Palffy, Rúmeníu, 13.73 3. Georgy Shabanov, Sovét, 13 87 4. Tony Campbell, USA, I3.8t> 5. Romuald Giegiel, Pólland, IJ.yi 6. Arto Bryggare, Finnlandi, 13.94 Róbert Agnarsson miðvörðurinn hávaxni. ___________í_____ DB-mynd Einar Ölason.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.