Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ1981. 11 Eldflaug NATÓ af gerdinni Pershing 1 A. Sovétmenn hafa beint SS-20 eldflaugum sínum að Evrópu í auknum mæli. Willy Brandt fyrrum kanslari V-Þýzkalands og Bresnéff ræðast við. Brandt kom með þau skilaboð frá Bresnéf að Sovétmenn litlu hugmyndirnar um kjarnorku- vopnalaus svæði á Norðurlöndum vinsamlegum augum og að Bresnéf væri reiðu- búinn að ræða nánar við stjórnmálamenn á Norðurlöndum um hugsanlega slökun Sovétmanna, þ.e. að friðlýsa ákveðin svæði í Sovétríkjunum — jafnvel Kóla- skagann og Eystrasaltssvæðið. verið jafn neikvæð og raun ber vitni. Það sé skylda ríkisstjórnarinnar að fá nánari skýringu hjá Sovétmönnum á hugmyndum þeirra hvað sem Bandaríkjastjórn er á móti siikum viðræðum. Knut Frydenlund sagði f viðtaii við Arbeiderbladet að ríkisstjórnin muni halda áfram viðræðum um málið. Hann hittir utanríkisráðherra Hollands um helgina, og í lok næstu viku mun hann ræða við Carrington, utanríkisráðherra Breta. Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, er nú á fundi í Bonn með fremstu leiðtogum sósialdemó- krata í Vestur-Evrópu og þar er aðalumræðuefnið samskipti austurs og vesturs; þar með hugmyndin um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Reiulf Steen vill ísland með í lokin er rétt að geta þess að í blaði, sem samtökin NEI TIL ATOMVÁPEN gáfu út nýlega, er viðtal við Reiulf Steen, formann', norsku utanríkismálanefndarinnar, og segir hann bar á einum stað: ,,. . . Kjarnorkuvopnalaust svæði verður að ná til allra Norðurland- anna — Danmerkur, Noregs, íslands, Svíþjóðar og Finnlands.” — Er raunsætt að halda aðísland geti verið með innan ramma slíks samnings? — Ég lít á ísland sem hluta af Norðurlöndunum. En við getum ekki vænst þess að þetta geti gerst allt í einu, þágerist ekkert í málinu. . . .” sitt af mörkum til að draga úr spenn- unni milli stórveldanna. Heppilegt kosningamál? Þar sem norskur almenningur er vel upplýstur um stjórnmál og utan- ríkismál töldu margir innan Verka- mannaflokksins að einörð afstaða í þessum málum myndi létta róðurinn í kosningabaráttunni, einkum þar sem margir fylgjendur miðflokkanna eru friðarsinnar. Það vakti því mikla athygli hér þegar Willy Brandt fyrrum kanslari V-Þýskalands kom frá Moskvu með þau skilaboð að Sovétmenn litu þessar hugmyndir vinsamlegum augum, og Bresnéf væri reiðubúinn að ræða nánar við stjórnmálamenn á Norðurlöndum um hugsanlega slök- un Sovétmanna, þ.e. að friðlýsa ákveðin svæði í Sovétríkjunum — jafnvel Kóla-skagann og Eystrasalts- svæðið. „Risastór, rómantísk sápubóla" Þessi ferð, og skilaboðin frá Bres- néf hefur komið eitthvað illa við Helmut Schmidt kanslara, sem lét hafa eftir sér fyrir nokkrum dögum að allt tal um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum (þ.e. samn- ingsbundið) sé „risastór, rómantísk sápubóla”. Snúum okkur þá aftur að Noregi og hvað skoöanakannanir gefa í skyn um vilja almennings hér: • Skoðanakönnun gerð 1980 benti til að 63.4% þjóðarinnar væri á móti þvi að NATO kæmi fyrir kjarnorkuvopnum á norsku yfir- ráðasvæði á striðstimum — 9.8% kvaðst þvi fyígjandi. • Skoðanakönnun gerð 1979 benti til að 44% þjóðarinnar værí á móti því að NATO endurnýjaði kjarn- orkustyrk sinn i Evrópu, en 38% voru þvi fylgjandi. • Skoðanakönnun sem gerð var i ár bendir til að 44% séu þeirrar skoð- unar að samningur um kjarnorku- vopnafritt svæði á Norðurlöndum myndi minnka hættu á að gerð yrði árás á Noreg — 38% taldi að hættan myndi aukast við slíkan samning. Mikil andstaða íHollandi Mikil hreyfing er nú meðal and- stöðuhópa gegn kjarnorkuvopnum í Vestur-Evrópu og má minna þar á Friðargönguna sem hófst í Kaup- mannahöfn 21. júní og endar í París 9. ágúst. Andstaðan er einna mest í Hollandi og er jafnvel talið að holl- enska ríkisstjórnin leggist gegn óskum NATO um staðsetningu Pershing eldflauganna í Evrópu. Ráðherranefnd NATO á að taka endanlega ákvörðun um eldflaug- arnar á fundi í Brussel dagana 7.— 11. desember, en kvöldið fyrir fund- inn munu friðarsamtökin í V-Evrópu hefja,,Opnaráðstefnu” íBrussel. Ekki er alveg ljóst hvort Verka- mannaflokkurinn norski muni vinna kjósendur á þessu máli, þar sem Hægri flokkurinn hefur ráðist harka- lega gegn framámönnum Verka- mannaflokksins fyrir málsmeðferð- ina og falla óvenjulega hvöss orð á norskan mælikvarða i þessu máli. Dagbladet segir i leiðara í dag, 16. júlí, að norska rfkisstjórnin megi ekki láta sér fallast hendur, þó að viðbrögð Bandarikjamanna hafi landsins. Prestastefnur og kirkjuþing hafa sent frá sér ítarlegar ályktanir og biskupar hafa sent erindisbréf til kirkjudeilda til að útskýra stefnu- grundvöilinn í baráttunni gegn kjarn- orkuhervæðingunni. Hollenskar kirkjur hafa ekki látið staðar numið við baráttuna heima fyrir. Þær hafa tekið höndum saman við þýskar kirkjur og beita sér nú fyrir samstarfi kirkjudeilda í hinum smáu ríkjum Evrópu, einkum kirkju- deilda í hinum smærri Nató-löndum. Lútherska kirkjan: For- ystuafl gegn kjarn- orkuhervœðingunni Þótt ólíkar kristnar kirkjur taki þátt í þessari baráttu, er ljóst að lútherskar kirkjur, systurkirkjur íslensku þjóðkirkjunnar, eru sterk- asta kristna aflið í hinni nýju evrópsku friðarhreyfingu. Þessi lútherska forysta kemur skýrt fram í Vestur-Þýskalandi f síðasta mánuði, 17.—21. júní, voru skipulagðir sér- stakir kirkjudagar í Hamborg. Aðal- umræðuefnið voru afvopnunarmál og baráttan gegn bandarískum kjarn- orkuvopnum i Evrópu. Meginfundur þessara kirkjudaga varð að stærstu fjöldasamkomu f þágu friðarins sem haldin hefur verið í Evrópu á síðast- liðnum áratugum. Yfir 100.000 þátt- takendur. öll helstu fréttablöð heims fluttu ítarlegar frásagnir af fundin- um. Kanslari Vestur-Þýskalands, Helmut Schmidt, og varnarmálaráð- herrann heimsóttu kirkjudagana í Hamborg og þar fóru fram sérstakar viðræður milli ráðherranna og full- trúa þess fjölda sem tók þátt í afvopnunaraðgerðum kirkjudag- anna. Þessum viðræðufundi var sjónvarpað um allt Þýskaland og varð orðræða kanslarans og hinna kristnu leiðtoga tilefni til mikilla blaðaskrifa og frekari umræðna. í málflutningi lútherskra kirkju- leiðtoga kemur fram að eðli kristinnar trúar og samsvörun við fagnaðarerindi Krists og kenningar Kjallarinn Ólafur Ragnar Grímsson um upprisu og dauða knýja kristna menn og kirkjuna sem stofnun til að taka upp öfluga baráttu gegn þeim áróðri hernaðarmaskínunnar að „frekari kjarnorkuvígbúnaður sé nauðsynlegur sem svar við spennunni í alþjóðamálum.” Hinir lúthersku leiðtogar árétta að saga mannkynsins og eðli vig- búnaðarins feli óhjákvæmilega i sér að verði haldið áfram á braut kjarn- orkuvígbúnaðar hljóti óhjákvæmi- lega að koma að því að hin óhugnan- legu tortímingarvopn verði notuð og hundruðum milljóna saklausra borgara verði útrýmt á fáeinum klukkustundum — stórborgum Evrópu verði hundruðum saman á svipstundu breytt í kjarnorkukirkju- garð þar sem öllu lífi verði tortímt líkt og í Hiroshima og Nagasaki. Samkvæmt núgildandi hernaðar- áætlunum stefna risaveldin að því að geta háð kjarnorkustrið sem bundið yrði við Evrópu eingöngu. Bandaríkin vilja staðsetja hinar nýju eldflaugar fjarri eigin ströndum en dreifa þeim um þéttbýlustu svæðin á meginlandi Evrópu. Með fram- kvæmd slíkra eldfiaugaáætlana «r beinlinis reiknað á kaldrifjaðan hátt með þeim möguleika að Evrópa verði kjarnorkukirkjugarður framtiðarinnar. Pax Christi Þótt lúthersku kirkjurnar á mót- mælendasvæðunum í norðurhluta Evrópu hafi tekið forystu í þessari baráttu, hafa kaþólskir söfnuðir ekki legið á liði sinu. Sérstök kaþólsk friðarhreyfing, Pax Christi, hefur látið æ meira að sér kveða á síðustu mánuðum. Þessi hreyfing hefur til- kynnt að nú beri kaþólsku kirkjunni að taka upp allsherjar fordæmingu á kjarnorkuvopnum sem hugsanlegum „varnartækjum”. Áður hafi kaþólska kirkjan harðlega gagnrýnt notkun kjarnorkuvopna, en nýjustu þróunarstig kjarnorkuhervæðingar- innar geri það óhjákvæmilegt að kirkjan taki nú upp baráttu fyrir tafarlausri og alhliða kjarnorkuaf- vopnun og afneiti í eitt skipti fyrir öll villukenningum um „jákvæðar varnarhliðar kjarnorkuvopna”. Núverandi kjarnorkuforði sé oröinn slíkur að hann hljóti fyrr eða síðar að bjóða heim notkun vopnanna og þá dugi engar varnir. Pax Christi hreyfingin á megin- landi Evrópu hefur tekið undir nýlegar yfirlýsingar kaþólskra kirkna í Bandaríkjunum og lagt fram ítarlega gagnrýni á falskénningar áróðursfulltrúa hernaðarmaskin- unnar. Það er athyglisvert að hin ka- þólska hreyfing og einnig forystusveit lúthersku kirknanna hafa sótt rök- semdaforða í hin tæknilegu rit her- fræðiumræðunnar. Biskupar, prestar og safnaðarfulltrúar lesa nú á gagn- rýninn hátt timarit og bækur rann- sóknastofnana í. herfræðum til að geta stutt mál sitt nýjustu upplýsing- um og fært ferskan fróðleiu ti! safnaðanna við guðþjónustur,. á kirkjukvöldum og á sérstökum umræðufundum. Þessi barátta kirkjunnar fyrir upp- lýsingum um kjarnorkuvígbúnaðinn kemur fram i mörgum myndum. Lútherska þjóðkirkjan i Fintllandi hefur t.d. falið rannsóknastofnun sinni að helga sig fyrst og fremst afvopnunar- og friðarrannsóknum á næstu mánuðum. Trúarleiðtogar hafa ákveðið að þekking á eðli víg- búnaðarins sé prestum jafnnauðsyn- leg og textaskýringar Biblíunnar. Með þekkingu ætlar kirkjan að sigra herforingjana og stríðsæsingamenn- ina í umræðunum. Fagnaðarboð- skapur Krists og fordæming á kjarn- orkuvígbúnaðinum, sem risaveldin vilja fyrst og fremst beina að smáríkj- unum, eru sameiginlegir megin- straumar í hinni daglegu predikun. Samstaða smáu ríkjanna Þrýstingur á staðsetningu helvopn- anna innan landamæra hinna smáu ríkja í Evrópu hefur knúið hollenska kirkjuráðið til að gera samstöðu evrónskra smáríkja a.1' sérs'öku stefnumáli. Kirkjuráðið telur að brýna nauðsyn beri til jiess að hin smáu ríki innan Nató — Danmörk, Noregur, ísland, Belgía, Holland og Luxem- burg — taki höndum saman og neiti þátttöku í áætlunum Bandaríkjanna um uppbyggingu kjarnorkuvíg- búnaðarins á meginlandi Evrópu og á Norður-Atlantshafi. Þessi smáu Natóríki eigi síðan að mynda sam- stöðu með hlutlausum smáríkjum í Evrópu, eins og Finnlandi, Svíþjóð og Austurríki, og ná tengslum við hin smærri ríki innan Varsjárbandalags- ins. Þannig verði mynduð breiðfylk- ing smárra ríkja i Evrópu — Nató- rikja, Varsjárbandalagsríkja og hlut- lausra rikja — sem nái samstöðu um stöðvun kjarnorkuvígbúnaðarins í álfunni. Þessi breiðfylking beiti sér fyrir lögbindingu kjarnorkuvopna- lausra svæða, bæði á Norðurlöndum og á meginlandi Evrópu, og setji fram sjálfstæðar kröfur í af- vopnunarmálum sem risaveldin verði að taka tillit til. Krafan um samstöðu smáríkjanna sýnir stjórnmálalegan þrótt og víð- sýni kirkjuleiðtoganna. Hún er knúin fram vegna óttans við þann möguleika að risaveldin fórni fyrst og fremst smáríkjunum í hugsanlegu kjarnorkustríði í Evrópu. Þessi krafa um samstöðu smáríkjanna á sérstakt erindi til fslendinga og íslenskrar kirkju. Við erum friðarins þjóð. Við erum smáriki. En við höfum flækst inn í kjarnorkuvopnakerfi stórveldis. íslensk kirkja getur því margt lært af systurkirkjum sínum í Evrópu. Þeir lærdómar gætu dugað kirkjunni hér til virkrar þátttöku í umræðu um örlög mannkynsins. Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður. ^ „Hvað dvelur íslensku kirkjuna? Mun hún ganga í sveit lúthersku systurkirkn- anna í öllum nágrannalöndum okkar og gera baráttuna gegn kjarnorkuhervæðingunni einnig að málefni íslenskra kirkjudeilda?” 7

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.