Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 24
Miss Young Intemational á Manila: ISLENZK STULKA KOS- IN UNGFRÚ HÆFILEIKI — sjálf úrslitakeppnin á sunnudag—Svava Johansen hef ur góða möguleika Svava Johansen, 17 ára nemandi í Verzlunarskóla íslands, var í fyrra- dag kosin Miss Talent í keppninni Miss Young International sem fram fer á Manila á Filippseyjum. Þar með er Svava komin með góða möguleika í úrslitakeppninni sem fram fer sunnudaginn 26. júlí. Miss Talent, eða ungfrú hæfileiki, var kosin ásamt ungfrú vináttu og ungfrú ljósmynda- fyrirsætu, en þeir titlar eru venjulega veittir í vikunni fyrir aðalkeppnina. Þær stúlkur, sem hljóta þessa titla, hafa jafnan meiri möguleika til að sigra í keppninni en aðrar. Þá var Svövu boðið að koma fram i sjónvarpsþætti en það býðst aðeins þeim sem hafa mestu möguleikana. íslenzkum stúlkum hefur oft Svava Johansen, 17 ára verzlunar- skólanemi, stendur sig vel i keppni ungu kynslóðarinnar á Manila. Hún var kosin uiígfrú hæfileiki og er talin eiga góða möguleika i úrslita- keppninni á sunnudaginn. Svava komst I úrslit í keppni ungu kyn- slóðarinnar sem Vikan og Ferðaskrif- stofan Úrval stóðu fyrir I fyrra. DB-mynd Ragnar Th. vegnað vel í þessari keppni en í fyrstu keppninni sigraði Henný Hermanns- dóttir, svo sem er í fersku minni. Þá stóð Unnur Steinsen sig mjög vel í keppninni í fyrra, hlaut þrjá aukatitla auk þess sem hún komst í úrslit. Nú er bara að bíða og sjá hvort Svava verður jafnheppin þann 26. júlí. Svava Johansen komst í úrslit í keppni um fulltrúa ungu kyn- slóðarinnar sem Vikan og Ferðaskrif stofan Úrval stóðu fyrir í fyrrasumar. Engin slík keppni var í ár og var Svövu boðið í þessa keppni í framhaldi keppninnar í fyrra. -ELA. „Ha, sáuð þið lax stökkva þarna?” Nei, hér er ekki verið að kíkja botninum hvað sem tautaði og raulaði. Þð er Björn Morthens sem eftir vœntanlegum ajla heldur erþessi mynd tekin á Evrópumeistara- rýnir í sjónglerin en heldur sér dauðahaldi í bakkann með vinstri móti unglinga í golfi í Grafarholti í gær. Einn Italánna hélt sig slá hendi. Áhotfendur fylgjast andaktugir með. bolta sínurn út í tjörnina fyrir framan 15. flöt og þar lá hann á -SSv./DB-mynd HK. HELGISIGRAÐIMAR- GEIR í HÖRKUSKÁK — Skákþing Norðurlanda hóf st í Reykjavík í gærkvöldi Alusuisseog iðnaðarráðuneytið: Báðiraðilar reiðubúnir til viðræðna ,,Á þessu fyrsta stigi verður rætt um súrálsmálið og þann skoðanaá- greining sem rikir milli aðila. Að mínu áliti er þetta hreyfing í rétta átt en i framhaldinu þarf auðvitað að ræða um endurskoðun,” sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherraímorgun. Nær víst þykir nú að fulltrúar Alpsuisse og fulltrúar iðnaðar- ráðuneytisins muni koma saman til viðræðna um miöja fyrstu viku á- gústmánaðar. Alusuisse lýsti sig i gær reiðubúið til viðræðna um skýrslur Coopers & Lybrand og skoðanaá- greining aðila og nefndi 4. ágúst sem hugsanlegan upphafsdag slíkra viðræðna. Setti Alusuisse um leið þann fyrirvara að þær viðræður byndu ekki aðila varðandi kröfugerð og endurskoðun samninga. Iðnaðarráðuneytið svaraði um hæl og sagðist reiðubúið til slíkra viðræðna. Gerði það tillögu um fund með Alusuisse S. ágúst nk. -KMU. Litlar sviptingar voru í fyrstu um- ferð á Skákþingi Norðurlanda, sem tefld var í Menntaskólanum við Hamrahlíð í gærkvöldi. Aðeins tveim skákmeisturum tókst að knýja fram sigur en öðrum skákum lyktaði með jafntefli. Helgi Ólafsson sigraði Margeir Pétursson í skák kvöldsins og varð Margeir, sem stjórnaði hvítu mönn- unum, að gefast upp í aðeins 24 leikj- um. Axel Ornstein frá Svíþjóð, sem er alþjóðlegur meistari, sigraði Jan Hansen frá Færeyjum, en Hansen er annar tveggja titillausra skákmanna á mótinu. Skákum Guðmundar Sigurjóns- sonar og Carsten Höi frá Danmörku, Eero Raaste, Finnlandi, og Knut J. Helmers, Noregi, Jens Christiansen, Danmörku, og Harry Schussler, Svi- þjóð, og Yrjo Rantanen, Finnlandi, og Sverre Heim, Noregi, lauk öllum með jafntefli. Tveir stórmeistarar, Guðmundur Sigurjónsson og Rantanen, Finn- landi, tefla á mótinu og í annarri um- ferð mótsins, sem tefld verður í kvöld, nytn Guðmundur tefla gegn Helgi Ólafssyni en Rantanen gegn Helmers frá Noregi. -ESE Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar leikur upphafsleik Guðmundar Sigurjónssonar. DB-mynd Sigurður Þorri. fijálsl, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ1981. Koma dagar og dagar þegar ekki er til kjöt — segir Steinþór Þorsteinsson, deildarstjóri hjá SIS „Við erum dilkakjötslausir eins og stendur en það kom bíll með kjöt utan af landi í gær og annar í dag og sá þriðji er væntanlegur á mánudag,” sagði Steinþór Þorsteinsson, deildar- stjóri hjá Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga, í samtali við DB i gær. Það koma svona dagar og dagar þegar ekki er til kjöt hjá okkur hér í Reykjavik, en það stafar ekki af kjötieysi. heldur af því að flutningar ganga ekki alltaf samkvæmt áætlun. Í gær fengum við átta tonn af dilkakjöti og því var dreift í búðirnar og kjötinu, sem kom i dag, verður dreift í dag og á morgun. Við reynum að dreifa því í búðirnar eftir hlutfallslegri stærð verzlananna en það getur lika komið fyrir að aðrir aðilar þurfi að ganga fyrir, t.d. sjúkrahúsin og ef ferma þarf skip sem eru alveg að fara. Hins vegar held ég að minna hafi verið flutt út af dilkakjöti núna en í fyrra. Ég býst við að þessi tímabundni kjötskortur verði úr sögunni eftir örfáa daga,” sagði Steinþór Þorsteinsson, deildarstjóri. -SA. Maðurinn látinn Maðurinn sem fékk bifreið sína yfir höfuð og brjóst er hann var að gera við hana í bílskúr sínum að Vallholti 39 á Selfossi í vikunni lézt á Borgarsjúkra- húsinu í fyrrinótt. Maðurinn mun ekki hafa komizt til meðvitundar. Hann hét Ingþór Jóhann Guðlaugsson, 35 ára gamall. -ELA. —J u 3/. VIN Q NIN e_ 50R ?RI IVIKUHVEI Áskrifendur DB athugið Vinningur I þessari viku er 10 gíra Raleigh reiðhjól frá Fálkan- um, Suðuriandshraut 8, Reykjavlk og hefur hann verið dreginn át. Ntesti vinningur verður kynntur I blaðinu á mánudaginn. Nýir vinningar verða dregnir út vikulega nœstu mánuði. hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.