Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 4
DB á ne ytendamarkað/ IGRASAGARDINUMILAUGAR DAL ERU GERDAR TILRAUNIR MED RÆKTUN FJÖLDA JURTA — ognidur- stöðumar kynntar garðyrkju- stöðvum DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ1981. Starfsfólk grasagarðsins fyrir framan blómstrandi sýrenurnar. T.v. er Guörún Jóhannesdóttir, liffræðingur og ráðgjafi um islenzkar villiplöntur, þá forstöðu- maður grasagarðsins, Sigurður Albert Jónsson, og t.h. Jóhanna Þormar verk- stjóri og er hún útlærð f skrúðgarðarækt. GRÆÐLINGAR AF RUNNUM DAFNA VEL — ef þeir eru teknir núna Þeir sem hafa séð girnilega runna 1 görðum hjá nágrönnum eða vinum ættu að manna sig upp í það núna að biðja um græðlinga, þvl þetta er rétta vaxtarskeiðið til þess. Fáið góðan sprota ofan af grein, stingið honum í vatn eða sand innanhúss og með- höndlið hann eins og þið væruð að fjölga pottaplöntu. Undir haustið verða komnar á sprotann litlar rætur, og má þá planta græðlingnum undir gler í skjólreit fyrir veturinn. En Sigurður A. Jónsson i grasa- garðinum benti á að til að fá sem beztan árangur af runnarækt væri æskilegast að byrja á því að koma upp góðu skjólbelti af lifandi trjám, t.d. birki eða víði. Slíkt belti veitir runnunum ómetanlegt skjól. „Lifandi skjólbelti er miklu betra en steinveggur,” sagði hann, ,,því vindurinn deyr í trjánum, meðan steinveggurinn gerir ekki annaö en þjappa honum saman og fleygja honum frá sér í einhvern annan stað.” Einhverjir fallegustu runnarnir 1 grasagarðinum voru sýrenur, fluttar inn frá Þýzkalandi 1965 af tegund- inni prestania Elenora. Þær blómstra fagurlega og eru að sögn auðrækt- aðar í görðum hér, að því tilskildu að þeimsé hlíft með skjólbeltum. Þær fást í einhverjum garðyrkju- stöðvum, m.a. 1 Mörk, Stjörnugróf, þar sem 70—120 cm há planta kostar 45 krónur. En það fer að verða hver seinastur að planta þeim á þessu sumri, sagði afgreiðslufólkið 1 Mörk. -IHH Við brugðum okkur inn i grasa- garðinn í Laugardal til að forvitnast um hvað þar væri verið að starfa þessa dagana. Eftir fáar vikur, á afmæl Reykjavíkurborgar, 18. ágúst, eru tuttugu ár liðin síðanhjóninjón Sigurðsson oe Katrin Viðar grund- völluðu garðinn með því að gefa þangað 200 Islenzkar plöntur. En hann hefur vaxið upp í skjóli birki- trjáa sem eru miklu eldri, gróðursett af Eiríki Hjartarsyni rafvirkja- meistara og konu hans, Valgerði Halldórsdóttur, fyrir hálfri öld. í grasagaröinum er mikill fjöldi ístenzkra og erlendra jurta. „Við erum í sambandi við 150 erlenda grasagarða í 30 löndum,” sagði for- stöðumaðurinn, Sigurður Albert Jónsson. Við fáum frá þeim fræ og plöntur sem viö gerum tilraunir með. Nú er rétti tíminn til að binda upp hávaxnar — en gerið það fallega Margar plöntur hafa vaxið vel i sumar og eru orðnar háar og glæsi- legar. En þá er líka hætta á að þær lemjist niður í næsta stormi. Starfs- fólkið í grasagarðinum sýndi okkur hvernig hægt er aö binda þær upp án þess það sjáist. Það er þannig gert að bambuspinnum, gjarnan tveim eða þrem, er stungið niður innan við yztu stönglana. Síðan eru stönglarnir bundnir við þá með fingerðu snæri eða ullarbandi. Það er mikilvægt að bandið sé mjúkt og voðfdlt, þvi ann- ars getur þaö sært plönturnar. Þannig er nælongarn ekki heppilegt. Meö dálitilli natni má gera þetta þannig að bæði bambuspinni og snæri sé falið bak við blöð og stöngla, og er það ólíkt fallegra heldur en þegar vír og spýtum er tjaslað framan við plöntuna. Bambuspinnarnir fást í Sölufélagi garðyrkjumanna, en hampsnæri í veiðarfæraverzlunum. -IHH Jóhanna Þormar sýnir hvernig venus- vagninn er bundlnn upp með bamb- uspinna og voðfelldu bandi. Þegar hún sleppir plöntunni sjást engin verksummerki. Garðyrkjustöðvarnar fá svo hjá okkur græölinga eða efni i móður- plöntur af þeim tegundum sem reynast vel. En þannig kemst árangurinn af starfi okkar út til al- Steinbeðið sem verið er að útbúa i grasagarðinum. Lækurinn er farinn að fossa nlður brekkuna og á næst- unni verða alls konar íslenzkar jurtir gróðursettar milli steinanna. Getur maður haft grjóthól og læk i garðinum sínum? í grasagarðinum hafa islenzku jurtirnar lengstum verið í beinum sléttum beðum en nú er verið að undirbúa fyrir þær umhverfi þar sem þær ættu að njóta sin enn betur en fyrr. Verður þeim komið fyrir í steinbeði sem likist myndarlegum hól og fellur bunulækur frá brún hans og niður smábrekku. „Lækur er skemmtileg tilbreyting frá gos- brunni,” sagði Sigurður forstöðu- maður og bætti því við að tæknilega séð væri slfkur lækur ekki neitt galdraverk. Hann sagðist halda að laghent fólk gæti útbúið eitthvað i þessum stil án mikillar fyrirhafnar. En til þess þarf dælu og hafði grasa- garðurinn keypt sina dælu hjá tsleifi Jónssyni i byggingavöruvezlun f Bolholtinu. Neytendasíða DB hafði samband við þessa verzlun, og tók afgreiðslu maður unclir þá skoðun, að tæknilega séð væri það ekki flókið mál að búa til læk í garðinn sinn. „En dælan þarf helzt að vera innanhúss,” sagði hann, „og lfkjega bezt að leggja frá henni svokölluð Reykjalundarrör, sem eru svört plaströr. „Hann sagði ennfremur að dælur sem lyftu vatn- inu 4—5 metra kostuðu 600 til 700 krónur, en dæla af þeirri gerð sem grasagarðurinn hefði keypt kostaði tæpar 1500, enda mun öflugri. „En rörin kosta ekki nema 7,50 krónur metrinn,” bætti hann við. eins og Jóhanna Þormar og Guðrún Jóhannesdóttir og safna þær meðal DB-myndir Bjarnleifur. annars fræjum af yfir 250 innlendum tegundum á ári hverju. Leit auga þitt nokkuð fegra... ? 1 mennings.” í garðinum er leitazt við aö hafa sem allra flestar tegundir af íslenzk- um jurtum. Þar starfa sérfræðingar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.