Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 16
24 Myndplötuspilarar á markað hérlendis upp úr næstu áramótum — mynd- og hljómgæði sögð mun betri en í öðrum videotækjum Mynd- eða videoplötuspilarar eru væntanlegir á markað hérlendis upp úr næstu áramótum. Framleiðsla þeirra er hafin fyrir nokkru og reyndar eru þeir þegar komnir á markað í Bandarikjunum. Margir framleiðendur hljómtækja í heiminum eru nú að þróa video- plötuspilara. Þrjú kerfi eru þegar farin að berjast hatrammri baráttu eins og á sér stað hvað snertir video- 'kassettur. Eru það Philips, RCA og JVC. Videoplötuspilarar hafa ýmsa kosti umfram videoböndin. Mynd- gæðin eru t.d. sögð mun betri en í öðrum videotækjum og jafngóð eða betri heldur en mynd frá venjulegum sjónvarpssendi. Philipskerfið er þannig að í stað nálar, sem notuð er í venjulegum plötuspilara, er leysigeisli notaður til að nema það sem á myndplötunni er. Það veldur því að hægt er aö spila plötuna mörg þúsund sinnum áður en myndgæðin fara að versna. Auk þess þola myndplötur mun meira hnjask en hljómplötur. Samskonar efni á myndplötu og myndkassettu er talið verða allt að þvf þrisvar sinnum ódýrara á mynd- plötu. Einnig er talið að þegar fram- leiðsla myndplötuspilara kemst á fulit verði þeir ódýrari en venjuleg videotæki. Ekki aðeins myndgæðin eru talin betri á myndplötuspilurum heldur fæst frá þeim mjög góður stereo- hljómburður og hægt er að'tengja tækið við venjulega stereohljóm- flutningssamstæðu. Stærsti ókosturinn er hins vegar sá að ekki er hægt að taka upp á mynd- plötu á plötuspilarann frekar enn hægt er með hljómplötur. Tíminn sem ein myndplata rúmar er einnig heldur tninni en myndkassettur rúma eða ein klukkustund á hvorri hlið. Núna kostar myndplötuspilari um 700 dollara út úr búð í Bandaríkjun- um en taliö er að það verð muni fara lækkandi. -KMU. Myndplötuspilurum svipar mjög til venjulegra hljórnplötuspilara. Skálholtstónleikar Sumartónlaikar í Skálhoitskirkju 19. Júll. Flytjandur: Manuela Wiaslar flautuleikarí og Helga Ingótfsdóttir samballaikarí. Varkafnl: Jónas Tómasson: Aube at Sarana; Lalfur Þórarinsson: „Da" fantasla; AtJi Heimir Sveinsson: 10 Músfcminútur; Jón Þórarínsson: Brak. Sjöunda sumarið í röð eru fluttir sumartónleikar í Skálholti. Sumar- tónleikarnir eru orðnir að ómissandi hefð á staðnum. Á ekki lengri tíma hefur sú regla skapast í verkefnavali að þar trónar meistari Bach efstur, en jafnframt er nútímanum gert hátt undir höfði með frumflutningi nýrra íslenskra verka. Hinum síðasttalda þætti var vel sinnt á fyrstu Skálholts- tónleikum sumarsins, þar sem hvorki meira né minna en þrjú verk voru frumfiutt á þeim en fjórða er ekki eldra en síðan á Myrkum músík- dögum. Ljúfar stemmningar Aube et Serena voru tvær hugljúf- ar stemmningar um morgun og kvö‘d og kaflaheitin morgnnblær og kvölú- kyrrð reyndust einkar lýsandi. Flautuhlutverkið var skrifað af næmleik og góðri innsýn. Sembal- röddin fannst mér ívið píanistisk á köflum en samleikurinn var býsna vel ofinn. ,,Da” fantasían veitir flytjand- amtm talsvert frelsi í meðferð efnis- ins. Helga fer vel með frelsið. í leik þ.ennar felst ákveðin binding við fyrri flutning en þó jafnan eitthvað ferskt og nýtt. Músíkmínútur Atla Heimis eru samtals tuttugu, eða jafnvel einni betur. Flytjanda er í sjálfsvald sett hversu margar hann leikur og í frum- flutningi valdi Manuela að hafa þær tiu. Mér er til efs að þær þurfi að vera fleiri því svo heilsteypta og skemmti- lega litla svítu flutti Manuela áheyr- endum að þar var engu við að bæta. Óður Skál- holtskirkju Brek, verk Jóns Þórarinssonar, var síðasta frumflutningsverkið á tón- leikum þessum. Venjulega setja menn orðið brek í samband við barnaskap eða strákshátt. Hér virtist þó hvorugu til að dreifa. Brek hefði ég ekki síður kosið að nefna Óð til Skál- holtskirkju. Ekki einasta er verk Jóns fagurt og í fyllsta samræmi um skip- un innviða, heldur stílar Jón upp á að nýta sér hinn sérstæða innri hljóm kirkjunnar þannig að allt fellur í einn órofa samhljóm. Nærtækastur samanburður er að jafna Breki við altaristöflu Skálholtskirkju. 1 mínum huga hallar þar ekki á. Brek var kórónan á frábærum tónleikum.-EM. Tónlist DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. JÚLl 1981. Skyldu þeir raula Hafið bláa hafið, strákarnir? Hvar ætti betur við að gala: svifðu seglum þöndum, svifðu burt frá ströndum....? Akureyri: BRUNA ÞU NU, BÁ TUR MINN — lagt upp í kennslustund í siglingafræðum „Áhuginn er brennandi. Byrjendum er kennt að fara með segl, stjórna fokku og stýra dálítið,” sagði Guð- mundur Guðmundsson, félagi í siglingaklúbbnum Nökkva á Akureyri. Hann var að leggja upp í siglingu með tvo nemendur til að kenna þeim undir- stöðuatriðin í listinni að bruna um hafflötinn í seglbáti. Nökkvi hefur aðstöðu í gamla bænum, alveg niður við sjó. Klúbbur- inn á bátinn sem þeir félagar voru á. Guðmundur sagði það vera sérsmíðað- an bát til að nota við kennslu. Hann taldi að 50-60 manns væru starfandi í siglingaklúbbnum en 15—20 manns sækja námskeið félagsmanna í sumar. Hvert námskeið er í 10 klukkustundir alls. Siglt er í eina til tvær stundir hvert sinn -ARH. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. Lagt af stað I kennslustund I siglingafræðum. Frammi i bátnum stendur Sveinbjörn Jóhannesson. Milli segla grillir I Ólaf Hrafn Ólafsson. Sá slðhærði til vinstri er Guðmundur Guðmundsson. Hans hlutverk var að leiðbeina verðandi siglurum. DB-myndir: Sig. Þorri. ■'WI ■HTI ■■■ W iTTWTgTfTTl ■■■■■■<■! FILMUR OG VÉLAR S.F. t Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 - Sími 15105 }

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.