Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ1981. 10 í BIABIB Utgefandi: Dagblaöið hf. . Framkvnmdastjóri: Sveinn R. Eyjóifsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Aðstoðarrítstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. iþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingótfsson. Aðstoðarfróttastjórí: Jónas Haraidsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. ^ Blaðamenn: Anna Bjamason, Adi Rúnar Halidórsson, Atii Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig~ urðsson, Dóra Stefánsdóttir, E!ín Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrísson. Ljósmyndir: Bjarnleifur BjamleHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkori: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Hall- dórsson. Droifingarstjórí: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur: Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Sotning og umbrot: Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskríftarverð á mánuði kr. 80,00. Verð f lausasölu kr. 6,00. Ágreiningur hjá ráðherra Sé eitthvað að marka ummæli /S ráðherra, stefnir í átök í ríkisstjórninni um afstöðu til iðnaðarins. Enginn þeirra mælir í mót að gera þurfi ráðstafanir til að bæta stöðu iðnaðar. En ekki grillir í samkomulag um, hvernig þær eigi að vera. Til vandræða horfir í iðnaði vegna þróunar í gengis- málum. Sjávarútvegur hefur notið góðs af hækkun dollars. Iðnaðurinn geldur þess, að gengi gjaldmiðla á mörkuðum hans í Evrópu hefur lækkað. Gengi krónunnar byggist eins og vant er á þörfum sjávarút- vegs, án tillits til þarfa iðnaðarins. Vegna þessa er gengi krónunnar nú of hátt skráð. Þetta er afleiðing þess, að verðbólga er hér miklu meiri en í viðskiptalöndunum. Við slíka verðbólgu og aukinn kostnað við framleiðsluna innanlands verður ekki til lengdar komizt hjá gengisfellingum. Gengi krónunnar er ekki fellt strax, vegna þess að sjávarútvegur hefur fengið sína gengisfellingu gagnvart Bandaríkjadollar, auk verðhækkana á Bandaríkja- markaði. Hagur iðnaðarins hefur einnig versnað vegna niður- fellingar svonefnds aðlögunargjalds um síðustu ára- mót. Viðurkennt er, að iðnaðurinn situr ekki við sama borð og sjávarútvegur og landbúnaður. Þetta kemur meðal annars fram í skattlagningu, launaskatti, aðstöðugjaldi og skattfríðindum sjómanna. Iðnaðurinn krefst þess með réttu, að hann fái sömu fyrirgreiðslu og hinar greinarnar. Til að vega upp á móti misréttinu var lagt aðlögunargjald á innfluttar samkeppnisvörur iðnaðarins. Þetta gjald var þrjú prósent. Við niðurfellingu þess versnaði staða iðnaðarins því sem því nemur. Ekki virðist skorta, að ráðherrar viðurkenni í orði þær staðreyndir, sem hér hafa verið raktar. En engin samræmd viðbrögð fyrirfinnast. Tómas Árnason viðskiptaráðherra átti að fá samþykki bandalagsríkja okkar fyrir nýju aðlögunar- gjaldi, sem vera skyldi tvö prósent í eitt ár og eitt prósent í annað ár. Hann klúðraði því máli. Aðilar segja nú, að aðlögunargjald verði ekki lagt á að nýju, vegna þessa klúðurs. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra virðist þó enn leggja áherzlu á aðlögunargjald. Hann neitar hins vegar að viðurkenna þá augljósu staðreynd, að gengis- felling er nauðsynleg til aðstoðar iðnaðinum. Tómas Árnason lætur á hinn bóginn í það skína, í viðtölum við iðnrekendur, að hann átti sig á, hversu óhagstæð gengisþróunin hefur verið iðnaðinum. Ætla má, að hann gæti fallizt á gengisfellingu til að leiðrétta ósamræmið. Hér er um tvö mál að ræða, annars vegar gengis- málin, hins vegar afleiðingar af niðurfellingu aðlögunargjalds. Sem stendur skipta gengismálin iðnaðinn meiru. Tómas Árnason gefur ennfremur í skyn, að hann hafi áhuga á að leiðrétta hlut iðnaðarins gagnvart launaskatti og aðstöðugjaldi, úr þvi að aðlögunar- gjaldið sé úr sögunni. Hætt er við, að slík leiðrétting komi seint. Þannig tala ráðherrar út og suður um nauðsyn á úr- bótum fyrir iðnaðinn. Sundurlyndið er greinilegt, þeg- ar kemur að því, hvað skuli gert. Iðnaðurinn hefur lengi verið í öskustó og virðist munu vera það áfram. Mesta hættan er sú, eftir að ráðherrar hafa þvælt um aðgerðir um hríð, að niðurstaðan i ríkisstjórninni verði, að ekkert skuli gert. Noregsbréf: N0RÐURLÖNDIN SEM KJARN0RKU- FRÍTT SVÆÐI MIKH) HITAMÁL — Verkamannaf lokkurinn taldi málið gott kosningamál, en margar blikur eru á lofti. Verður líklega mesta hitamálið hér síðan Norðmenn felldu inngongu í Efnahagsbandalagið Hugmyndir um aö gera gagn- kvæman samning við Sovétrikin um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum, eöa lýsa einhliða yfir sliku svæði til að draga úr spennunni milli stórveldanna, hefur komið miklu róti á hugi stjórnmálamanna innan NATO. Er skemmst að minn- ast skyndiferðar Knuts Frydenlunds, utanrikisráðherra Noregs, til Banda- ríkjanna (14. júlf) og viöræðna hans við Alexander M. Haig, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Haig lagðist eindregið gegn öllum slíkum hugmyndum og áformum, og segja fréttaskýrendur hér, að hann hafi gert það af meiri hörku en Fryden- lund átti von á fyrirfram. { stuttu máii vill Haig ekki heyra minnst á neitt sem geti veikt samningsstöðu NATO gegn Sovét- ríkjunum en talið er að Bandaríkja- menn séu nú reiðubúnir að hefja viðræður við Sovétrikin um vig- búnaðarmálin fyrir ársiok 1981. Hvernig stendur á því að þetta mál blossar upp nú og virðist ætla að Noregsbréf: Sigurjón Jóhannsson verða með hatrömmustu deilumálum i Noregi síðan inngangan i Efnahags- bandalagið var á dagskrá? Norð- menn hafa alltaf verið dyggir NATO- sinnar og í sérlega góðu vinfengi við bandarisk stjónvöid, ekki sist vegna þeirra milljóna Bandaríkjamanna, sem eru af norskum ættum. Hugmyndin um kjarnorkulaust svæði á Norðurlöndum er gamal- kunn, og hefur mest verið haldið á lofti af Kekkonen Finnlandsforseta. Það var þó ekki fyrr en NATO fór að tala um nauðsyn þess að planta .572 Pershing II eldflaugum víða um Evrópu. að almenningur i Evrópu fór að vakna til andstöðu við þessar hug- myndir, jafnvel þótt Ijóst væri að Sovétmenn ættu hér stóra sök með þvi að beina SS-20 eldflaugum að Evrópu i auknum mæli. Verkamannaflokkurinn norski fer með öll völd innan norsku rikis- stjórnarinnar 1 dag. Á síðasta flokks- þingi i vetur var samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta að Verka- mannaflokkurinn skyldi vinna að því að koma á fót kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum til að leggja IKIRKJAN 0G KJARN0RKU- V0PNINH Rúmlega 100.000 manns komu saman á fund í Hamborg fyrir fáeinum vikum. Stærsti fjöldafundur sem haldinn hefur verið gegn kjarn- orkuvopnum í Evrópu. Fundarboð- andi var þýska lútherskirkjan— systurkirkja islensku þjóðkirkjunnar. í Hollandi hafa allar helstu kirkju- deildir — mótmælendur, kaþólskir, kvekarar og fleiri — myndað forystu- aflið í baráttunni gegn kjarnorkuher- væðingunni. Á hverjum helgidegi predika prestar í hundruðum holl- enskra kirkna gegn stað.'etningu nýrra kjarnorkueldflauga I EVrópu. Friðarráð hollensku kirknanna hefur á undanförnum mánuðum myndað öfluga fjöldahreyfmgu og orðið ráð- andi afl i stefnumótun þjóðarinnar. Á Norðurlöndum eru prestar meðal virkustu talsmanna kröfunnar um lögbindingu kjarnorkuvopna- lauss svæðis á Norðurlöndum og rannsóknastofnun finnsku þjóðkirkj- unnar hefur verið falið að helga sig rannsóknum á kjarnorkuvígbúnaði I þvi skyni að leggja friðarhreyfing- unni til frekari röksefndir. Á meginlandi Evrópu — í Holl- andi, Vestur-Þýskalandi, Belgíu og Frakklandi — og á Norðurlöndunum fjórum — Danmörku, Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi — hafa leikir sem lærðir i leiðtogasveit kirkjunnar, starfshópar í söfnuðum og prestar úr predikunarstólum, gerst virkasta forystuaflið I hinni nýju friðarhreyf- ingu. Hvað dvelur íslensku kirkjuna? Mun hún ganga i sveit lúthersku systurkirknanna i öllum nágranna- löndum okkar og gera baráttuna gegn kjarnorkuhervæðingunni einnig að málefni islenskra kirkju- deilda? Friðarráð hollensku kirknanna Friðarráð hollensku kirknanna hefur á síðustu árum tekið forystu í hollenskum umræöum um af- vopnunarmál. í friðarráðinu eru allar höfuðkirkjur Hollands. Þar sam- einast fulltrúar ólíkra kristinna við- horfa í baráttunni fyrir friði og af- vopnun. Kjarnorkuvopnin ógna í bókstaf- legri merkingu tilveru gervalls mann- kyns. Á síðari árum hefur annað risa- veldanna viljað staðsetja ger- eyðingarvopn sin i æ ríkara mæli á hollenskri grund. Þegar Bandarikin ætluðu að flytja nifteindasprengjuna til Evrópu hófst Friðarráð hollensku kirknanna handa og tók upp baráttu undir kjörorðinu: „Útrýmum kjarn- orkuvopnum úr heiminum — Hefjumst handa i Hollandi”. Þetta kjörorð hefur orðið sigur- sælt. Flutningur nifteindasprengj- unnar til Hollands var stöðvaður. Kirkjan fagnaði sigri. Þegar Banda- ríkjastjórn knúði Nató til að sam- þykkja áætlun um stórfellda fjölgun kjarnorkueldflauga hóf kirkjuráðið í Hollandi nýja sókn. Sú lota stendur enn. Hingað til hefur kirkjuráðinu tekist að knýja hollenska þingið til að1 fresta samþykkt eldflaugaáætlunar- innar. í síðustu þingkosningum unnu andstæöingar eldflauganna sigur. Stærsti flokkur HoIIands, Verka- mannaflókkurinn, hefur gert kröfu kirkjuráðsins að stefnu flokksins. f haust kemur málið að nýju til at- kvæða í þinginu. Forystumenn kirkjuráðsins hafa þvi kailað á öfluga sóknarlotu gegn kjarnorkuher- væðingunni í þvi skyni að tryggja það að þingið hafni eldflaugaáætluninni. „Það verður heitt haust”, segja kirkjuleiðtogarnir. Þessi barátta kirknanna í HoIIandi er studd víðtækri safnaðarstarfsemi. Y fir 400 starfshópar hafa verið stofn- aðir í sóknum úti um allt land. í hverri viku er efnt til fjölda umræðu- funda um afvopnunarmál I kirkjum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.