Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 24.07.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ1981. (> HEYSKAPAR- HORFUR YFIRLEITT SLÆMAR Heyskaparhorfur um allt land eru yfirleitt slœmar og fyrirsjáanlegt að bœndur verða aðfœkka búfé i haust. Dagblaðið rœddi í gær við ráðnnauta og bœndur víða um land og fara þau viðtöl hér á eftir. Slæmar heyskaparhorfur í Skagafirði: Sláttur hefst mánuði síöar en í meða/árí — Sláttur er rétt að byrja hérna, mánuði á efdr því sem gerist í meðal- ári, sagði Egill Bjarnason, héraðs- ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Skagafjarðar, er hann var spuröur um horfur í heyskaparmálum í Skagafirði. Egill sagði sprettu hafa verið mjög lélega enda hefði verið mjög kalt i Skagafirði í sumar, þetta 4—6 stig yfir hádaginn og mikið kal i túnum. Egill sagði aö mikill arfi væri í kal- blettunum og tefði það mjög fyrir að heyið þornaði. — Horfur eru því heldur slæmar. sagði Egill og bætti þvi við að það eina sem gæti bjargað skagfirzkum bændum frá þvi að þurfa að fækka fé verulega i haust væri góð tíð það sem eftir lifði sumars. -ESE „Verðum sjálf- sagt að fækka eitthvað” — segir Jón Sigurðsson, ráðunautur á Blönduósi, um horfumar í A-Húnavatnssýslu — Það er mun minni spretta hér en i meðalári og þetta hefur verið hreinn djöfull að undanförnu, hvað veðurfar snertir, þriggja til fjögurra sdga hiti á daginn og rigningarsuddi, sagöi Jón Sigurðsson, ráðunautur hjá Búnaöarsambandi A-Húnavatns- sýslu, er DB ræddi við hann. — Það eru þó allir farnir að slá, sagði Jón og bætti því við að sláttur hefði hafizt að þessu sinni tveim til þrem vikum síðar en venjulegt gæti talizt. Jón sagði að ástandið væri verst út með ströndinni og útí á Skaga, en inni i dölum væri ástandið mun betra. Það hefði flest hjálpað til að gera bændum úti við ströndina lífið leitt því að þar heföi kal veriö mest og segja mætd að aðeinshefði vantað hafísinn tíl að fullkomna þetta ástand. — Við verðum sjálfsagt að fækka eitthvað, sagði Jón, er hann var spurður að því hvort bændur myndu skera niður fé í haust vegna heyskorts. Annars sagðist Jón ekki geta spáð um hvernig heyfengur yrði og vel mætti vera að úr þessum málum rættist ef vel viðraði síðari hluta sumars. -ESE. Kuldinn i vor og kalskemmdir eftir harðan vetur segja nú til sin. Heyfengur verður greinilega mun minni en i meðalári og Ijðst er að bændur verða að fskka á gjöf i haust. Árnessýsla: Heyfengur helmingi minni en í meðalári — Þetta er miklu verri spretta en í meðalári og ég gæti trúað því að heyfengur yrði allt að helmingi minni hjá bændum hér í vesturhluta Árnes- sýslu, en í meöalári, sagði Baldur Sveinsson, ráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Suðurlands, er DB hafði samband við hann og inntí hann eftir ástandinu í heyskaparmálum. Baldur sagði að ástandið undir Eyjafjöllum og í Mýrdal væri mun betra en á fyrrgreindu svæði og sagðist Baldur ekki vera mjög svart- sýnn á útkomuna í haust. —Ég býst við að hægt verði að jafna heyfeng eitthvað milli bæja og kannski komumst við þannig hjá þvi að skera niður fé i haust, sagði Baldur. Mikið kal var í túnum á Suðurlandi í vor og sagði Baldur að lítið hefði rætzt úr þeim málum. Sums staðar hefði grasið tekið aðeins við sér en á öðrum stöðum væru stórir dauðir blettir. Eina ráöið við þessu væri að rífa upp kalblettina og sá í þá aftur, sagði Baldur Sveinsson. -ESE. „Heymiðlun gæti bjargað miklu” — segir Guðmundur Gunnarsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjaf jarðar — Það má búast við því að heyfengur verði hér 15—20% minni en í meðalári, en þetta gæti þó allt breytzt til hins betra ef vel viðrar það sem eftir er sumars og hægt verður að tvíslá sum tún, sagði Guðmundur Gunnarsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, í samtali við Dagblaðið. Guðmundur sagði aö sláttur hefði hafizt á einstaka bæjum um siðustu mánaðamót, en almennt væri sláttur nú nýhafinn. Spretta hefði verið sæmileg þar sem tún væru óskemmd en grasspretta hefði samt sem áður verið mjög lítil á sumum stöðum. Ástandið er verst út með Eyjafirði vestanverðum en Guðmundur sagðist búast við því að með heymiðlun væri hægt að komast hjá því að fækka fé. — Það má vel vera að bændur á afmörkuðum svæðum verði að fækka fé eitthvað en ef á heildina er litið þá er ástandið ekki svo alvarlegt, sagði Guðmundur Gunnarsson. -ESE. „ENGIN ÁSTÆÐA TIL AÐ ÖRVÆNTA” — segir Sigurjón Friðriksson, bóndi í Ytri-Hlíð íVopnafirði „Gæti skapazt hörmungarástand” segirStefán Skaftason ráðunautur fAðaldal — Þetta veltur allt á þvi hvernig veðurfar verður hér I næsta mánuði, en ef veðrið verður ekki betra en að undanförnu þá er viðbúið að hér skapist hörmungarástand, sagði Stefán Skaftason, ráðunautur í Straumnesi í Aðaldal, er DB ræddi við hann um heyskaparhorfur í Þing- eyjarsýslum í sumar. Stefán sagði að brugðið hefði til betra veðurs undanfarna 3 daga, eftír mikla hörmungartíð og kulda, og t.d. væri nú steikjandi hiti og sól í Aðaldal og hefði hiti komizt yfir 20 stig. — Spretta er samt anzi hæg og bændur eru aö byrja að slá um jressar mundir, sagði Stefán, en það mun vera um þrem vikum síðar en í meðal- ári. — Fé var fækkað hér í fyrra um 13—15% þannig að það væri mjög slæmt ef við þyrftum að skera niður bústofninn aftur i ár, sagði Stefán. Stefán sagðist þó vona að ágúst- mánuður yrði sæmilegur en það breytti ekki þeirri staðreynd að hey- fengur yrði ekki mikið betri en í fyrra, eða um 20% minni en I meðalári. -ESE. — Þetta getur allt brugðið til beggja vona, sagði Sigurjón Friðriks- son, bóndi I Ytri-Hlið i Vopnafirði, I samtali við DB er hann var spurður um heyskaparhorfur á Austurlandi. — Ef hlýnar I veðri og tiðarfar verður gott þá á ég ekki von á því að heyskapur verði mikið minni en í meðalári, en eins og málin horfa í dag er útlitið ekkert sérstaklega gott, sagði Sigurjón. Mjög kalt hefur verið á Austur- landi að undanförnu og sagði Sigurjón að spretta hefði verið afar hæg. Bændur væru nú að byrja að slá og sláttur hæfist því um þrem vikum síðar en venja væri. Kal var ekki mjög mikið á Austurlandi í vor en samt voru tún I nyrztu sveitum, í Skeggjastaðahreppi og í Borgarfirði eystra, mjög illa leikin af völdum kals, að sögn Sigurjóns. — Það er engin ástæða til að örvænta. Menn verða bara að bíða og sjá hvað setur því að enn eru eftir um fimm vikur af heyskapar- timanum, sagði Sigurjón, sem sagðist ekki eiga von á að fækka þyrfti fé nema um 10—20% aö óbreyttu ástandi. -ESE

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.