Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Side 21

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Side 21
störfin var sérlega rómað og mikið rætt af almenningi, en auðvitað hafði ég þá ekkert vit á að meta afrek þessara eða annarra heiðursmanna. En þá var alda vakningar um rækt- unarmál almenn. Sléttun lands. Þeir sem skráð hafa búnaðarsögu íslands láta þess getið, að um aldir hafi búendur hlotið að berjast við túnþýfið og sér- legir framtaksmenn hafi á flestum öldum leitast við að fækka þúfum, bæði á túnum og engjum. Hitt er svo annað mál, að varla hefur framtak á þessu sviði verið almennt, en með til- skipuninni frá 1776 átti að koma skriði á athafnir við sléttun og ræktun. Sú tilskipun mælti svo fyrir, að rista skyldi gras- svörð hverrar þúfu og skera hann frá miðju, grafa síðan moldina úr þúfunni og leggja grassvörðinn yfir aftur og dreifa moldinni yfir landið. Þetta var auðvitað seinvirk aðferð við sléttun lands enda ekki við mikilvirkum athöfnum að búast af verkfæralausum bændum, en þá voru handverkfærin páll og tréreka og varla annað við hæfi til túnasléttunar. Hvort Svarfdælir hafa tekið þátt í athöfnum samkvæmt hinni konunglegu tilskipun fara engar sögur af. Hinu er ekki að leyna, að garðlög til vörslu um tún og engjar hafa fyrr á öldum verið almenn í sveitinni ekki síður en annarsstaðar. Það sönnuðu vallargarðarnir, sem nú eru allir horfnir, þeir voru gerðir að jafnsléttu þegar túnin voru stækkuð. Hinsvegar má enn víða sjá leifar af „sveitar- lang“, sem án efa var vörslugarður um slægjulönd, gerður í kerfaðri einingu bænda bæði austan ár og vestan, sennilega á tímabilinu 1100-1400. Hvort unnið var að túnasléttum í Svarfaðardal fyrr en búnaðarfélag var stofnað er alveg óvíst, en þó má líklegt telja að framtaksmenn hafi verið til meðal búenda, sem sýnt hafi áhuga í verki á því sviði. Hitt er alveg víst, að eftir stofnun búnaðarskólanna komst almenn hreyfing á hugi manna til framtaks í ræktunarmálum. Búnaðarskólinn á Hólum var stofnaður 1882. Jósef J. Björnsson, sem fyrstur var þar skóla- stjóri, sagði mér, að þegar hann kom að Hólum hafi Svarf- 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.