Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 62

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1982, Page 62
Við leit að söguminjum eru örnefnaskrár afar mikilvægt hjálpargagn, og því hefur jafnan verið leitast við að afla sem ýtarlegastra lista af því tagi frá Örnefnastofnun og víðar, fyrir viðkomandi könnunarsvæði. I örnefnaskránum má líka oft finna sögur sem skýra örnefnin eða tengjast þeim á einhvern hátt. Reynt hefur verið að staðsetja örnefnin og merkja þau á stækkaðar loftmyndir (1:10 þús.) eða kort. Oftast hefur þá verið leitað til búenda jarðanna, eða annarra kunnugra manna, til að leiðrétta þessi örnefnakort og leiðbeina um söguminjakönnun. Örnefnafræði er því í rauninni einn þáttur þessa verkefnis, og e.t.v. ekki sá lítilvægasti. Náttúruminjar, söguminjar og örnefni eru hér þrenning sönn og ein, ef svo má segja. Sameinuð mynda þau það „lifandi landslag“, sem mætir okkur í hverri sveit, þar sem náttúran er auðguð af anda hugsun og tilfinningum mannsins. Skoðun og skráning söguminja er verkefni sem áhugasamir leikmenn geta unnið álíka vel og sérfræðingar. Hver bóndi ætti að huga að slíkum minjum á sinni jörð og leitast við að gæta þeirra. Mikið af slíkum minjum hefur farið forgörðum vegna ræktunar og annarra framkvæmda á undanförnum áratug- um, og sá skaði verður því miður ekki bættur. Okkur hefur hér farið líkt og tröllunum, sem styttu sér stundir við að henda fjöreggi sínu á milli sín, og urðu oft að gjalda þess með lífi sínu. Til þess eru mistökin að læra af þeim, og nú er vissulega tími til kominn að breyta um stefnu. Enn eru margar fornar tættur við lýði, sem mikilvægt er að vernda og varðveita, og margur huldufólksbústaður sem varasamt er að raska. í vændum eru ný þjóðminjalög þar sem líklega verður kveðið á um einhvers konar verndun allra byggingarminja sem eru eldri en 100 ára. Slík lög eru mikilvæg en ekki einhlít, nema til komi almennur skilningur fólksins sem landið byggir, eink- anlega þó þeirra sem eiga landið eða fara með umráð þess. Þeir verða að gera sér grein fyrir hinni miklu ábyrgð sem þeir bera í þessu efni, og þjóðfélagið felur þeim á hendur og treystir þeim til. Því trausti mega þeir ekki bregðast. 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.