Vísir - 25.06.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 25.06.1979, Blaðsíða 3
Mánudagur 25. júnl 1979 3 u.\ Herskipiö Deutschland viö bryggju I Sundahöfn. Hingaö . kemur skipið frá Noregi, en Krancke sagöi hina mjóu djúpu firði þar ákjósan- lega til þjálfunar I siglinga- fræði. Héðan heldur svo Dautschland til Montreal i Kanada, þaðan til Azoreyja og slðan Kanarieyja. Siöasta höfn- in áður en lagst er að i Kiel að nýju, sem verður 30. ágúst, er Myndir: G.V.A. Dublin á írlandi. A meðan á ferðinni stendur er tækifærið notað til að stunda æfingar með skipum annarra NATO-þjóða. Krancke upplýsti að öll skip NATO-rikjanna notuðu ensku i samskiptum sinum og mun það til hagræöingar. Svo langt geng- ur það m .a.s. að er tvö þýsk her- skip mætast á sjó úti er enska notuð þeirra á milli! En er gaman aö vera her- skipamaður? . ,,Já, auðvitað”, sagði Krancke. „I fyrsta lagi er gam- an að vera á sjó, i öðru lagi kynnist maður miklum fjölda ungs fólks vegna þess hve ör skipting áhafnarinnar er, þaö veitir mér innsýn i hugsana- gang unga fólksins og hvað er á seyöi i þjóöfélaginu. Og I þriðja lagi, ef maður telur land sitt varnarvirði, þá er maður að gera skyldu sina viö land og þjóð. Höfuðtilgangur þýska flot- ans nú er verja Noröursjó og Eystrasalt fyrir hugsanlegum árásum úr austri og noröri”. Þess má geta að lokum að siö- asta þýska herskipið sem bar nafnið Deutschland var hiö fyrsta af „vasaorrustuskipun- um” frægu úr seinni heims- styrjöld. Eftir að styrjöldin skall á var hins vegar skipt um nafn á þvi og það skirt Lutzow. Var það vegna þess að Adólf taldi þaö geta haft slæmar móralskar afleiðingar ef skipi með nafni föðurlandsins yrði sökkt... —ij Þess má geta að herskipablóö viröist i ætt Geirharðar, þvi fað- ir hans, Theodor Krancke, var i siðari heimsstyrjöldinni einnig skipherra á herskipum og stýrði þá m.a. „vasaorrustuskipinu” Admiral Scheer I ýmsum hörð- um sjóorrustum. Deutschland er byggt ein- göngu sem æfingaskip og var smiði þess lokið 1963. Það er fullhlaðið 5.500 lestir að þyngd og er 138 metra langt. Aöalvopn skipsins eru fjórar 100 milli- metra hlaupviðar fallbyssur en auk þess sex 40 millimetra loft- varnabyssur. Loks eru á skipinu eldflaugar til varnar kafbátum, tundurskeyti o.fl. Deutschland er nú I 14. æf- ingaleiðangri sinum, en það hef- ur farið um öll heimsins höf, enda lagði Krancke skipherra áherslu á, að auk þess að þjálfa tilvonandi sjóliðsforingja, væri einn megintilgangurinn að kynna hinum ungu Þjóöverjum, sem flestir eru á aldri 18-20 ára, framandi þjóðir og „eyða for- dómum”, eins og hann orðaði það. Skipherrann, Gerhard Krancke, við skipskiukkuna. „Arið hjá okkur gengur þannig fyrir sig að i febrúar fáum við um borð sjóliðsforingjaefnin, venjulega kringum 120 að tölu, og förum sið- an i þriggja mánaða siglingu með þau. Undir lok april snúum við aftur til heimahafnarinnar Kiel og tökum birgðir og þess háttar i mai. Snemma i júni förum við i aðra æfingasiglingu með nýjan skammt sjó- liðsforingjaefna. Er heim er komið i lok ágúst, er skipið tekið i siipp en siðan taka við æfingar með nýrri áhöfn fram til áramóta en vegna her- skyldunnar i Vestur-Þýskalandi erum við með nánast nýja áhöfn á hverju ári”, sagði Gerhard Krancke skipherra vestur-þýska æfinga- skipsins Deutschland, sem hefur verið hér undanfarna daga en fór héðan i morgun. Þýska hersklplð Deutschiand í Reyklavfk: FAÐIR SKIPHERRANS STÝRÐI VASAORRUSTU- SKIPUM ISEINNI HEIMSSTYRJÖLDINNI Þú átt oð nota PRODUirS DE BEAUTE HYPOAliERGENKXiES SANS PARFUM •• - •On efni í Roc eru ofnæmisprófuð • Engin ilmefni eru í Roc •Roc er olltof ferskt •Hver pokkning er dagstimpluð •Roc hofnor vegno ofnæmishættu mörgum litorefnum sem oðrir noto • Roc notor oðeíns hreinsuð hráefni •Á umbúðum Roc eru öll efni í vörunni tilgreínd •Roc fyrir alla sem viljo komost hjá ofnæmí •Roc fyrir alla með viðkvæmo húð •Roc fyrir alla sem viljo hofo hrousto húð (Jtsöiustaðir: Ingólfs apótek Holts apótek Vesturbæjar apótek Arbæjar apótek Apótek Vestmannaeyja Apótek Akureyrar Laugavegs apótek Apótek Neskaupstaðar Garðs apótek Apótek Sauðárkróks Borgar apótek Hafnarborg Hafnarfirði Lyfjabúð Breiöholts Bylgjan Kópavogi Snyrtistofan Anita Keflavik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.