Vísir - 25.06.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 25.06.1979, Blaðsíða 9
VÍSIR Mánudagur 25. júnl 1979 Dagana 25.-29. mai s.l. efndi Rauöi kross tslands til nám- skeiðs i Valhöll á Þingvöllum fyrir ýmsa forystumenn og starfsmenn Rauöa krosshreyf- ingarinnar. Einnig sóttu nám- skeiðið starfsmenn Utanrikis- ráðuneytisins og Almanna- varna. Auk innlendra leið- beinenda á námskeiðinu voru þar þrir eriendir fyrirlesarar, sem allir hafa langa reynslu af starfi Rauða krossins í neyðar- ástandi af vöidum styrjalda og náttúruhamfara. Þeir voru Svisslendingurinn J.P. Maunoir frá Alþjóðaráði Rauða krossins, en frá Alþjóða- sambandi Rauða kross félaga voru Norðmaöurinn Sverre Kilde og Bandarikjamaðurinn Réne Carrillo. Markmið nám- skeiðsins var tviþætt. 1 fyrsta lagi að flytja þátttakendum almenna þekkingu á skipulagi og starfsháttum Rauða krossins og i öðru lagi að búa þá undir hlutverk I starfi Rauða krossins i striði eða friði, innanlands og erlendis. Alþjóðaráðið skipað Svisslendingum Alþjóðaráð Rauða krossins var stofnað að frumkvæði Henry Dunants I Genf árið 1863 og er enn þann dag i dag ein- göngu skipað svissneskum borgurum. Ráðir hefur m.a. afmörkuð verkefrii skv. Genfar- sáttmálunum svokölluðu, svo sem vernd sjúkra og særöra hermanna, herfanga og óbreyttra txirgara i styrjaldar- aðgerðum. Einnig hefur ráðið beitt sér fyrir margvislegum hjálparaðgeröum við þá, sem orðið hafa fyrir barðinu á styrjöldum og upp á siðkastið hefur það einnig einbeitt sér að málefnum fanga i fjölmörgum löndum, þar sem mannréttindi erulitin öðrum augum en I okk- ar heimshluta. Alþjóðaráðið er almennt viðurkennt af rikisstjórnum heimsbyggðarinnar, sem skv. Genfarsáttmálunum eru skuld- bundnartil þessað leggja þvi tii fé tii venjulegrar starfsemi þess. Þar á meðal greiða Islend- ingar nokkuð fé til þess met fjárframlagi, sem á fjárlögum er veitt með milligöngu Utan- rikisráðuneytisins. Ef til sér- stakra meiri háttar aðgerða kemur, svo sem i sambandi við ýmsar afleiðingar styrjalda, leitar ráðið til Rauða kross-fé- lags, sem þá standa straum af kostnaði af þeim aðgerðum á margvislegan hátt. A námskeiðinu var þátt- takendum kynnt þetta starf. Þar á meðal var skýrð verka- skipting innan Rauða krossins Leifur Dungal læknir, sem er nú I Zimbabwe — Ródesiu á vegum Rauða krossins. Flóttafólk frá suðaust- ur-Asíu hingað? Eitt stærsta verkefni Alþjóða Rauða krossins um þessar mundir er hjálparstarf við flóttamenn i Sauðaustur-Asiu. Flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna hefur yfirumsjón með þvi starfi, en þar sem hún hefur einungis yfir fámennu starfsliði að ráða og Ur litlum fjármunum að spila hefur hún kailað Alþjóðasamband Rauða kross félaga sér til aðstoðar. Hjálparlið frá hinum ýmsu landsfélögum Rauða krossins svo sem læknar og hjúkrunarlið starfa nú við flóttamannabúðir og viða eru fjársafnanir til stuðnings hjálparstarfinu. Flóttamannavandamálið er hrikalegt.Núeruum 300 þUsund manna i flóttamannabúðum, en tugþúsundir kunna að hafa far- izt i hafi. BUist er við hundruð- um þUsunda flóttamanna til við- bótar. Nokkurriki hafagripið til harkalegra aðgerða til þess að reka flóttamennina af höndum sér og möguleikar annarra rik ja til þess aö taka við þeim virðast á þrotum. Hvað á að gera? Vilja menn afneita ábyrgð sinni á nauðstöddum meðbræðrum og horfa á þá farast? Þvi miður virðist sú afstaða sums staðar ráðandi. Hér reynir á kristna lifsskoðun okkar Norðurlanda- bUa. Ætlum við að styðja þetta fólk með einhverjum hætti, — með stuðningi við starf Rauða krossins og Flóttamannastofn- unar Sameinuðu þjóðanna á meðal þess og e.t.v. með þvi að taka við hluta þess til búsetu i rikjum okkar? Hvert sem svar okkar verður hvers og eins, þá er ljóst, að Islendingar geta ekki staðiö utan við slik vandamál. Þátttaka i samfélagi þjóðanna færir okkur bæði réttindi og leggur á okkur skyldur. Við höf- um þann metnað, að vikjast eigi undan skyldum og Rauöi kross Islands vill búa Islendinga betur undir að gegna þeim. Áhugi á auknu starfi á alþjóðavettvangi. Aiþjóðasamband Rauöa kross-félaga, er samband lands- félaga Rauöa krossins og syst- urfélaga hans i hinum einstöku löndum. Hlutverk sambandsins er aðmiðlaupplýsingum á milli félaga ogefla landsfélögin á alla lund og að samhæfa hjálpar- starf þeirra um heim allann. Island hefur bæði verið veit- andi og þiggjandi i þvf starfi og er nú vaxandi áhugi innan Rauða kross tslands á auknu starfi á alþjóðavettvangi, þar sem þörfin er viða mjög brýn. Alþjóðasamband Rauða kross félaga hefur á siðustu árum tek- ið hjálparstarf sitt til endur- mats. Reynt hefur veriö að koma I veg fyrir sóun á kröftum og fjármunum með betri skipu- lagningu og undirbUningi hjáip- arstarfs jafnt innanhvers lands og i hinni alþjóðlegu samhjálp. Það er ánægjulegt fyrir Islend- Frá vinstri: Bjarni Sigtryggsson frkvstj. Akureyrard. RKt, Guðrún Holt, varastjórn RKI, Arinbjörn Kolbeinsson form. Reykjavikurd. RKl, Jóna Hansen I stjórn Reykjavlkurd. RKt. mæli, enNorðurlandabúar njóta mikils trausts við slik verkefni. Viða er skortur á læknum og hjúkrunarliði við timabundin verkefni á vegum Rauða kross- ins og hafa komið fram óskir um aukna þátttöku Islendinga á þvi sviði. Nýverið hefur Leifur Dungal læknir farið til Zimbabve-Ródesiu, til þriggja mánaða dvalar á vegum Rauða krossins og vonandi munu fleiri feta i fótspor hans, en með þvi móti verður aðstoð okkar við nauðstadda árangursrikari og nánari þeim sem hennar njóta. A námskeiðinu skýrði Ingunn Sturlaugsdóttir læknir eftir- minnilega frá reynslu sinni I Kenya, þar sem hún dvaldi I sveitahéraði i 4 ár. Hið aukna starf Rauða kross Islands á alþjóðavettvangi hef- ur I för meö sér veruleg útgjöld, sem hjálparsjóður RKI þarf að standa undir. Sjóðurinn efldist nokkuð við kosningagetraun, sem rekin var I sambandi við siðustu Alþingiskosningar.hann hefurfengið bein fjárframlög Ur sjóði RKI og i undirbUningi eru frekariaðgerðirtil aðeflahann. Eitt stærsta verkefni Alþjóða Rauðakrossins nú er aöstoð við flóttafólk I Suöaustur-Asiu. milli Svisslendinga annars veg- ar, sem njóta sérstakrar viður- kenningar I samfélagi þjóðanna fyrir hlutleysi sitt og hafa þvi aðstöðu til þess að ávinna sér traust styrjaldaraðilja og hins vegar hjálpariiðs frá Rauða kross félögum annarra þjóöa. Einnig var kennt, hvernig Rauði krossinn leysir verkefrii sin við styrjaldaraðstæður, svo sem með þvi að lýsa ákveöna griða- staði hlutlaust svæði I átökum. Vonandi kemur aldrei sá timi, aö þörf sé fyrir þá þekkingu hér á landi, en engu að siöur er nauðsynlegt aö hún sé til meðal Islendinga. Hér þyrfti m.a. að kynna efni Genfarsáttmálanna miklu betur. Rauða krossi Islands á árinu 1976. A námskeiðinu á Þingvöllum var lögð áherzla á skipulags- bundið starf á sviði neyðar- varna og jafnframt var þátt- takendum kynnt starf sendi- manna Rauða krossins, en slikir sendimenn eru sendir um nokk- urra mánaða skeið til þeirra landssvæöa, sem njóta hjálpar meðlimafélaga Alþjóðasam- bandsins. Fylgjast þeir þar með hjálparstarfi og gæta þess að i öllu séréttaðfarið.Ervonasttil þess að íslendingar geti þar lagt fram starf að mörkum i vaxandi neöanmáls mga að við hjálparstarf og neyðarvarnir Rauða krossins er nú hvarvetna stuðst við við- frægahandbók.sem gefinvar Ut fyrir sérstakt fjárframlag frá Björn Friðfinnsson fjármálastjóri skrifar. Að gegna skyld- um okkar í sam- félagi pjóðanna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.