Vísir - 25.06.1979, Blaðsíða 7

Vísir - 25.06.1979, Blaðsíða 7
vísm Mánudagur 25. júnl 1979 Umsjdn: Katrin Pálsdóttir 30 pus. loggur gæta Carters - loppíundurlnn l Japan hefst á limmtudag Carter forseti Bandarikjanna er nú I opinberri heimsókn i Japan. Forsetinn mun sitja fund vestrænna rikja i Japan strax aö heimsókninni lokinni. Toppfundurinn skyggir dálitiö á heimsókn Carters og blöö I Japan einbeita sér aö málefni fundarins, sem er oliukreppa og ástandiö i oliumálum. Fundurinn hefst á fimmtudag- inn, en þátttakendur eru fulltrúar frá Frakklandi, Vestur-Þýska- landi, Bretlandi, Japan, Italiu, sætisráöherra Japans Masayoshi Chira. Þeir munu ræða orkumálin og einnig mun flóttamanna- vandamáliö bera á góma og hugsanlega lausn meö dvalar- staði fyrir þær milljónir Viet- nama sem hafa flúið land. Nokkuð var um að róttækir vinstri menn létu i sér heyra við komu forsetans til Japan. Þeir fóru i mótmælagöngu við Narita flugvöll og sendu upp blöðrur með boðskap sinum sem var : eyði- leggjum toppfundinn. Kanada og Bandarikjunum. Gifurlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar i Japan vegna fundarins og komu Carters Bandarikjaforseta. Yfir 30 þús- und lögreglumenn hafa verið kallaðir út. Móttökuathöfnin i Tokyo var hin glæsilegasta. Hirohito keisari tók á móti forsetanum. Mikill mannfjöldi safnaðist saman til að taka á móti forsetanum og fjöl- skyldu hans. Carter forseti mun hitta for- Framlíö Palestínu rædd Fulltrúar Israelsmanna og Egypta koma saman I dag til aö ræöa framtið Ibúanna á Vestur- bakka Jórdanár og á Gazasvæð- inu. Þarna býr um ein milljón Ar- aba, og Egyptar hafa fariö fram á aö þeim veröi veitt sjálfstjórn. Fulltrúarnir ræðast við i israel, noröan viö borgina Tel Aviv. Viö- staddir viöræðurnar eru fulltrúar Bandarikjastjórnar. Talsmaður Israelsstjórnar lét hafa það eftir sér um þessar við- ræður að þær væru til litils. Eng- inn árangur hefði náðst i slíkum viðræðum sem þessum. Hann sagði að engra breytinga yrði að vænta fyrr en ef til vill þegar leiö- togar rikjanna hittust, en þaö er ráðgertað þeir fundi I Alexandriu I Egyptalandi i júli. Utanrikisráðherra Israels Moshe Dayan gat ekki tekiö þátt i þessum umræöum, þar sem hann liggur nú á sjúkrahúsi og er aö jafna sig eftir uppskurð. Ezer Weizman varnarmálaráö- herra er heldur ekki I viðræöu- nefndinni, þar sem hann sagði sig úr henni nokkru áður en fundir hófust. Israelsmenn vilja ekki láta af hendi þau landsvæði sem þeir hafa náð I styrjöldum sinum. Þeir lita á stofnun rikis Palestinuar- aba sem ógnun við eigið öryggi. ÞJÖBNÝTA TRYGGINGAFELOG Stjórnvöld i tran hafa þjóönýtt öll tryggingafélög i landinu. Þetta var tiikynnt i útvarpi þar i landi i gær. Leiðtogar byltingarinnar tóku fram að stjórnin ætti að reka tryggingafélögin I þágu þjóðar- innar. Þaö var einnig tekið fram að tryggingafélögin yrðu rekin samkvæmt trúarkenningunum framvegis. Fyrr i þessum mánuði þjóð- nýttu stjórnvöld alla banka i landinu. Skipanirnar um þjóðnýtinguna koma frá Leynilega byltingar- ráðinu svonefnda. Ekki hefur verið gefið upp hverjir sitja i þvi, en talið er að þaö séu eingöngu trúarleiðtogar. FAHGAVERÐIR I VERKFALLI 24 langar sieppa Alis 24 fangar hafa sloppiö úr Namur fangeisinu I Belgiu i þess- um mánuö. ! gær fóru flestir út eöa 11 manns. Fangaverðir hafa verið i verk- falli, en i stað þeirra hafa lög- reglumenn gætt fanganna. Fangaverðir fara fram á hærra kaup og betri aöbúnaö á vinnu- stað. Ekki hefur ennþá tekið að hafa upp á föngunum. Þeir komust út um glugga á fangelsinu, eftir að hafa sagað burtu rimla. Yfirvöld I Malasiu gripu til þess ráös aö láta herskp stööva bátafólkiö, þegar þaö ætlaöi í land. Þúsundir flóttamanna frá Vietnam eru þegar i Malasiu en yfirvöld þar treysta sér ekki til aö taka viö fleira fólki. Klæönaöurinn á Derby veöreiöunum er eftir kúnstarinnar reglum. I Ekki þýöir fyrir Karl Bretaprins annaö en aö fylgja þeim. Ekki er annaö aösjá en hann takisig bara vel út i skrúöanum. Þegarskynsemin rœður kaupa menn kveikjara: Bic kveikjarinn er fyrir feröarlítill, og fer vel í hendi. Stórt tannhjól auöveldar notkun. Á Bic kveikjara kviknar alltaf þegar reynt er aö kveikja, meöan gasiö endist. Meira en 6 milljónir kveikjara seldust í Svíþjóö 1978. Hlutdeild Bic í solunni voru 4 milljónir. Þetta segir meira en mörg orö. ightEr Mm UMBOÐ: Þóröur Sveinsson&Co.h.f. „ a ^ _ Haga v/Hofsvallagötu, BaiíOGRAFBecAB Reykjavík Sími: 18700.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.