Morgunblaðið - 19.09.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 19.09.2001, Síða 1
213. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 19. SEPTEMBER 2001 COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti í gær araba til að taka þátt í alþjóðlegri baráttu gegn hryðjuverkum í kjölfar hermd- arverkanna í Bandaríkjunum, og lagði Powell áherslu á að baráttan myndi ekki beinast gegn múham- eðstrú. „Við teljum að sem flestar araba- þjóðir eigi að taka þátt í þessari bar- áttu vegna þess að þær hafa mátt þola hermdarverk í ótalmörg ár,“ sagði Powell í viðtali við sjónvarps- stöðina al-Jazeera í Quatar. „Ég vona að fólk skilji að þetta er barátta hins siðmenntaða heims gegn ósið- menntuðum öflum í heiminum.“ Powell sagði ennfremur að hann byggist ekki við því að baráttan yrði með hefðbundnum hætti. „Í þessu stríði verða notuð fjármagnsvopn. Þetta verður leyniþjónustustríð. Allt verður þetta gert til að útrýma hryðjuverkum. Hryðjuverkum sem eyða lífi araba rétt eins og annarra.“ Sá tími kynni að koma að hervaldi yrði beitt, „og ég býst við að það verði að mestu leyti bandarískt her- lið, en aðrar þjóðir kunna þó að verða með.“ En Powell kvaðst ekki reikna með að „ríki á borð við Ísrael“ tækju þátt í slíkum hernaðaraðgerðum. Mörg þúsund manns streyma nú frá Afganistan vegna ótta við hugs- anlegar árásir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. Sagði frétta- maður BBC að flestir Afganarnir sem kæmu yfir landamærin til Pak- istan væru konur og börn, og fregnir hermdu að talibanastjórnin í Afgan- istan meinuðu körlum að flýja, því þeirra kynni að verða þörf í bardaga. Rannsóknin á tilræðunum í Bandaríkjunum beinist nú meðal annars að því hvort flugræningjar hafi verið um borð í fimmtu flugvél- inni á þriðjudaginn í síðustu viku, að því er blaðið Chicago Tribune greindi frá í gær. Um var að ræða vél frá American-flugfélaginu, og átti hún að fara í loftið frá Boston tæpum hálftíma eftir að vélin sem flogið var fyrst á World Trade Center fór af stað. Þessi fimmta flugvél fór aftur á móti ekki í loftið vegna bilunar. Sú röskun á flugumferð sem hlot- ist hefur af tilræðunum hefur komið illa við rekstur flestra flugfélaga í Bandaríkjunum, og evrópsk flug- félög finna líka harkalega fyrir henni. Voru stjórnvöld í nokkrum Evrópulöndum í gær að íhuga alvar- lega að feta í fótspor bandarískra stjórnvalda og veita flugfélögunum aðstoð vegna erfiðleikanna. Bandaríkjaþing hefur ákveðið að veita um 15 milljarða dala í aðstoð við þarlend félög og sögðu evrópskir embættismenn í gær að mikilvægt væri að evrópskir samkeppnisaðilar – flugfélög sem mörg hver væru rík- isrekin – stæðu jöfnum fæti. Sagði samgönguráðherra Frakklands m.a. að eðlilegt væri að evrópsk stjórn- völd fylgdu dæmi bandarískra. Talsmenn belgíska flugfélagsins Sabena sögðu í gær að afleiðingar hryðjuverkanna hefðu ýtt félaginu út á ystu nöf og ef ekki yrði þegar gripið í taumana væri hætta á að fé- lagið heyrði sögunni til. Svissneska félagið Swissair á líka í miklum erf- iðleikum eftir mikið tap í fyrra. George W. Bush Bandaríkjafor- seti lét þau orð falla sl. mánudag að baráttan framundan væri „krossferð gegn hryðjuverkum“, en talsmaður forsetans sagði í gær að Bush iðr- aðist þess að hafa notað þarna orðið „krossferð,“ vegna allra þeirra skír- skotana sem það orð hefði til trúar- styrjalda. Hefði forsetinn átt við þann „víðtæka málstað“ sem hann berðist fyrir. Bandaríkjamenn segja stríð gegn hryðjuverkum ekki verða hefðbundið Reuters Rjúkandi rústir World Trade Center-turnanna í New York. Síðdegis í gær tilkynnti Rudy Giuliani borgarstjóri að 5.422 væri saknað í kjölfar tilræð- anna í borginni í síðustu viku, og 218 lík hefðu fundist í rústunum. Vonir um að finna einhverja á lífi þar væru orðnar hverfandi. Powell biður araba um liðveislu í baráttunni Dubai, Brussel. AFP, AP.  Óttast „krossferð“/20 FÓLKI fjölgar nú hratt í Færeyjum og verði þróunin með sama hætti og nú má gera ráð fyrir að landsmenn verði orðnir 48.000 í árslok 2002, að sögn danska dag- blaðsins Jyllands-Posten í gær. Svo margir hafa Fær- eyingar aldrei fyrr verið. Fæðingar mun fleiri en dauðsföll Mikil mannfækkun varð í landinu upp úr 1990 en árið 1989 voru Færeyingar 47.838. Gert er ráð fyrir að þeir verði um 47.300 um næstu áramót. Er árlegur vöxtur 2,3% sem er mjög hátt hlutfall í saman- burði við önnur norræn lönd. Er miklar efnahagsþrengingar tóku að herja á landsmenn fækkaði fólkinu mjög vegna brottflutnings, aðallega til Danmerkur. Fór talan niður í 43.393 og hafði ekki verið jafn- lág síðan 1979. Frá 1996 hefur íbúum á hinn bóginn fjölgað á hverju ári. Fjölgunin undanfarin ár stafar ekki einvörðungu af því að fólk hafi flutt á ný heim frá útlöndum. Fæðingar eru mun fleiri en dauðsföll og hefur munurinn verið frá 250 til 350 manns á ári. Hröð mann- fjölgun í Fær- eyjum GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, fagnaði „jákvæðum yfirlýs- ingum“ Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, sem skipaði í gær liðsmönnum sínum að svara ekki árásum Ísraela. Í kjölfar yfirlýsingar Arafats hætti ísraelski herinn aðgerðum sín- um gegn Palestínumönnum, sam- kvæmt fyrirskipun frá Binyamin Ben Eliezer, varnarmálaráðherra landsins. Ísraelska útvarpið greindi frá því að Ariel Sharon, forsætisráð- herra landsins, hefði tekið þá ákvörðun að aðgerðum skyldi hætt vegna yfirlýsingar Arafats. Ísraelar hætta aðgerðum Washington. AP.  Ísraelsher bindur enda/21

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.