Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 25 Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland Gættu að því sem þú átt og fáðu til baka það sem hefur tapast VITA-A-KOMBI dag- og næturkrem Mikill árangur á skömmum tíma Ferskir vindar..... 20% afsláttur Kynning 14-18 Í dag Lyfju, Laugavegi, fim. Lyfju, Smáratorgi og Lágmúla, fös. Lyfju, Lágmúla og Smáratorgi. www.ef.is Skoðaðu þessa frábæru pönnu! Fást grunnar eða djúpar og sem grillpönnur. 24-26-28-30 sm. Feitislaus steiking. Hagstætt verð! 3 viðurk enningar „Frábær“ hjá þýskum neytenda samtöku m Besta steikarpannan í Evrópu.... samkvæmt dómi þýskra neytendasamtaka FYRIRTÆKI geta í meginatriðum valið á milli 5 aðferða – aug- lýsinga, söluhvata, al- mannatengsla og um- fjöllunar, persónu- legrar sölumennsku og beinnar markaðssetn- ingar – til að ná boðmiðlunarmark- miðum sínum (þ.e. skapa vitund, ímynd, dálæti, fjölga neytend- um/auka neyslutíðni eða auka tryggð). Þess- ar 5 aðferðir ásamt vör- unni/þjónustunni sjálfri, verði, dreifileið- um og þjónusturáðunum 3 (fólki, ferlum og umhverfi) eru notuð til þess að staðfæra vörumerki fyrir- tækisins (þ.e. skapa ákveðna ímynd) gagnvart markhópi (eða markhóp- um) þess. Í því sem hér fer á eftir verður fjallað stuttlega um eina þessara aðferða, þ.e. söluhvata. Í Bandaríkjunum fer um 25% af markaðsfé auglýsenda í auglýsingar, 25% í söluhvata gagnvart neytend- um og 50% í söluhvata sem beint er að endursöluaðilum. Mér vitanlega liggja ekki fyrir neinar tölur um hlutfallslega skiptingu markaðsfjár á Íslandi en öruggt má telja að veru- legum hluta þess sé varið í söluhvata. Samkvæmt erlendum rannsóknum er það einungis í undantekningartil- vikum sem söluhvatar borga sig. Sama á við um auglýsingar ef ein- ungis er tekið tillit til skammtíma- áhrifa þeirra. Ef langtímaáhrif aug- lýsinga eru aftur á móti tekin með í reikninginn geta þær skapað meiri verðmæti en þær taka til sín. Söluhvötum gagnvart neytendum er ætlað að breyta atferli þeirra þannig að þeir kaupi vörumerki í fyrsta skipti (með söluhvötum eins og vörukynningum, meira magni fyrir sama verð eða verðtilboðum) eða kaupi meira af vörumerkinu eða kaupi það fyrr eða oftar (með söluhvötum eins og kaupaukum og leikj- um). Söluhvötum gagn- vart endursöluaðilum er aftur á móti ætlað að breyta atferli þeirra þannig að þeir bjóði upp á vörumerkið eða styðji betur við bakið á því (með því að bjóða þeim aukaafslátt, út- vega plaköt og standa og taka þátt í sameig- inlegum markaðsað- gerðum). Hið hefðbundna sjónarhorn hefur verið að með auglýsingum sé leitast við að hafa áhrif á viðhorf markhóps- ins til lengri tíma litið (sem skapast vegna þess sem hann veit um vöru- merkið, þ.e. vitund og ímynd) en með söluhvötum sé leitast við að hafa áhrif á atferli til skamms tíma. Með vel hönnuðum söluhvataherferðum er þó hægt, eins og með auglýsing- um, að byggja verðmæti inn í vöru- merki með því að koma á framfæri upplýsingum um það eða skapa neyslureynslu sem hjálpar til við að auka vörumerkisvitundina og/eða skapa sterkar, jákvæðar og einstak- ar tengingar við vörumerkið. Það er nefnilega hægt að velja á milli tvenns konar söluhvata. Annars vegar þeirra sem fjölga neytendum (t.d. vörukynningar) eða auka neyslutíðni þeirra til lengri tíma litið (t.d. kaup- aukar eða leikir sem eru í takt við staðfærslu vörumerkisins) og hins vegar þeirra sem einungis skapa skammtímasölu (t.d. verðtilboð og meira magn fyrir sama verð) en fjölga hvorki neytendum né hafa áhrif á neyslutíðni þeirra til lengri tíma litið. Fyrri tegund söluhvat- anna getur skilað fyrirtækinu aukn- um hagnaði, sú seinni gerir það yf- irleitt ekki! En hvaða ráðleggingar er almennt hægt að gefa auglýsendum um notk- un markaðsfjár og sérstaklega varð- andi söluhvata í ljósi þess sem sagt hefur verið hér að ofan? Í fyrsta lagi þurfa auglýsendur annaðhvort að leggja hlutfallslega meiri áherslu á auglýsingar í sinni markaðslegu boð- miðlun (og huga þá betur en áður að miðlasamsetningu, auglýsingagerð- inni sjálfri og birtingum) og/eða leita leiða til að draga úr kostnaði við söluhvata og gera ávinninginn af þeim langærari þannig að hver króna skili a.m.k. því sama og ef hún væri sett í auglýsingar. Í þessu sam- bandi þurfa auglýsendur að átta sig á því að ekki er nóg að auglýsingar skili sér í viðhorfsbreytingu sem síð- an á að skila sér í breyttu atferli neytenda. Sýnt hefur verið fram á trekk í trekk að til þess að auglýsing skili langtímaárangri þurfi hún fyrst að skila skammtímaárangri, þ.e. sölu. Í öðru lagi er ekki nægilegt að söluhvatar skapi skammtímasölu. Söluhvatar, sem beint er að neytend- um, þurfa til þess að þeir borgi sig líka að skapa langtímaáhrif í gegnum aukna vörumerkisvitund og betri ímynd sem skilar sér í fleiri neyt- endum og aukinni neyslutíðni. Her- ferðir á landsvísu (þ.e. almennar að- gerðir) eru miklu líklegri til að skila hagnaði heldur en sértækar aðgerðir í einstökum dreifileiðum eða með ákveðnum endursöluaðilum. Til að lækka kostnað vegna söluhvata þarf að búa til ákveðin þema (t.d. kóla-jól) sem hægt er að keyra aftur og aftur. Söluhvatar, sem beint er að endur- söluaðilum, þurfa síðan að tryggja að vörumerkið fáist og vörunum sé vel framstillt. Sameiginlegu markaðsfé þarf fyrst og fremst að verja í að- gerðir á sölustað til þess að fá fleiri til að kaupa vörumerki framleiðand- ans/heildsalans í meira magni og oft- ar á fullu verði en ekki til að draga neytendur inn á viðkomandi staði. Að síðustu þurfa auglýsendur al- mennt að bæta sjálft ákvarðanatöku- ferlið þegar söluhvatar eru annars vegar þannig að markmiðin með söluhvötunum séu skýr, fram- kvæmdin úthugsuð og árangurinn metinn. Ef ofangreindum ráðleggingum er fylgt er ekki nokkur vafi að auglýs- endur geta sparað í bráð og lengd umtalsverðar fjárhæðir og aukið sölu jafnframt því að auka verðmæti vörumerkja sinna þegar til lengri tíma er litið. Söluhvatar og (mis)notkun þeirra Friðrik Eysteinsson Markaðssetning Mér vitanlega liggja ekki fyrir neinar tölur um hlutfallslega skipt- ingu markaðsfjár á Ís- landi, segir Friðrik Eysteinsson, en öruggt má telja að verulegum hluta þess sé varið í söluhvata. Höfundur er rekstrarhagfræðingur, formaður samtaka auglýsenda og framkvæmdastjóri markaðs- og sölu- sviðs Vífilfells hf. Hrei nsum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634. www.leir.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.