Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti talar um „krossferð“, stríð gegn nýrri gerð af illsku. En sumir sér- fræðingar telja að það sé varasamt að nota þetta orð, sem er hlaðið sögu- legum skírskotunum til trúarstyrj- alda, því að það gæti vakið andúð hóf- samra múslima í Bandaríkjunum. „Það eru margir sem halda að Bandaríkjamenn ætli hvort heldur sem er að ná sér niðri á múham- eðstrúarheiminum,“ sagði Joshua Salaam, framkvæmdastjóri banda- rísk-íslamska samskiptaráðsins í Washington. „Við verðum að velja okkur orð af kostgæfni.“ Þjóðhöfðingi Bandaríkjanna ætti einkum að vera á varðbergi gagnvart því sem skírskotar til heilags stríðs, að áliti margra, vegna þess að slíkt kemur sér vel fyrir Osama bin Lad- en, sem hefur sagt að hann vilji að heilög styrjöld, eða jihad, hefjist í heiminum milli íslam og kristindóms- ins. „Það er þetta sem hryðjuverka- mennirnir nota til að fá fólk í lið með sér – þeir segja að kristnir menn séu í krossför gegn íslam,“ sagði Yvonne Haddad, prófessor í íslamskri sögu við Georgetown-háskóla í Wash- ington. „Það hljómar jafn illa í þeirra eyr- um og þegar við heyrum minnst á „jihad“.“ Á stríðstímum hefur forsetinn allt- af átt í erfiðleikum með að finna réttu orðin til að þjappa Bandaríkjamönn- um saman og veita þeim siðferðileg- an málstað til að berjast fyrir, án þess þó að draga upp svo djöfullega mynd af óvininum að það veki hatur á útlendingum, sagð Robin Lakoff, prófessor í málvísindum við Háskól- ann í Kaliforníu í Berkeley. „Fyrst og fremst þarf að sannfæra þjóðina um að við stöndum saman og fylkja henni um málstaðinn. Og það er erfitt að ná þessu án þess að fara út í það að við séum númer eitt, eða vekja útlendingahatur,“ sagði Lak- off. Síðan hryðjuverkin voru unnin í New York og Washington í síðustu viku hefur Bush lagt áherslu á að Bandaríkjamenn ættu ekki að kenna múslimum um. Forsetinn fór í heim- sókn í miðstöð múslima í höfuðborg- inni sl. mánudag og þar sagði hann: „Andlit hryllingsins er ekki hin sanna íslamska trú; það er ekki það sem íslam snýst um. Íslam er friður.“ Múslimir í Bandaríkjunum hafa orðið skotspónn fjölda hatursglæpa undanfarna viku, þ.á m. íkveikja, lík- amsárása og jafnvel tveggja morða, að því er Robert Mueller, fram- kvæmdastjóri bandarísku alríkislög- reglunnar, FBI, greindi frá. Kristnir biðu lægri hlut Krossferðirnar voru styrjaldir sem háðar voru á miðöldum eftir að herir kristinna manna höfðu haldið til Palestínu – þess landsvæðis þar sem nú er Ísrael – til að ráðast á heri múslima sem fóru með völdin í Jerú- salem. Á árunum 1096 til 1270 söfnuðu evrópskir konungar, t.d. Ríkharður ljónshjarta, liði riddara í því augna- miði að ná aftur á vald kristinna manna landinu helga þar sem Jesús fæddist og bjó, samkvæmt kristinni trú. Jerúsalem er einnig helg borg samkvæmt múhameðstrú og gyðing- dómi, og múhameðstrúarmenn, eða múslimir, höfðu farið þar með völd síðan um árið 600. Flestir sagnfræðingar eru þeirrar skoðunar að kristnir menn hafi beðið lægri hlut. Evrópsku herirnir náðu völdum í Jerúsalem öðru hvoru, en á endanum voru þeir ofurliði bornir. Orðið „krossferð“ er algengt í dag- legu tali í Bandaríkjunum og hefur ekki lengur mikla trúarlega skírskot- un, segir Lakoff. Vera kunni að Bush hafi einfaldlega verið að nota það óformlega þegar hann sagði: „Þetta er ný gerð af, ný gerð af illsku ... Og bandaríska þjóðin er farin að átta sig. Þessi krossferð, þetta stríð gegn hryðjuverkum mun taka nokkurn tíma.“ Engu að síður eru krossferðirnar í augum margra múslima versta dæm- ið um vestræna útþensluhyggju og nýlendustefnu, segir James Lindsay, félagi við Brookings-rannsóknarmið- stöðina. Þess konar myndmál gæti fyllt hófsama araba og múslimi efa- semdum um hvað vaki fyrir Banda- ríkjamönnum í raun. Bandaríkin þurfi á liðsinni þeirra að halda í her- ferð sinni gegn hryðjuverkum. „Það er mikilvægt að við tökum það fram, að þetta snýst ekki um Vesturlönd gegn íslam, eða Evrópu- menn gegn aröbum eða kristna menn gegn múslimum,“ sagði Lindsay. „Þetta snýst um illmenni og hvernig hægt er að hafa uppi á því og stöðva það.“ AP George W. Bush flytur ávarp í íslömsku miðstöðinni í Washington, að viðstöddum framámönnum úr röðum múslima í borginni. Óttast „krossferð“ gegn múslimum Kannski notaði George W. Bush orðið „krossferð“ einungis í óformlegri merkingu, en þetta orð vekur samt óhug meðal músl- ima, sem finnst það skírskota til verstu verka kristinna manna gegn íslam. Washington. AP. TÖLVUR sem bera andlitsmyndir farþega saman við gagnabanka með myndum af þekktum hryðjuverka- mönnum; fingrafaralesarar tengdir við læsinguna á stjórnklefanum; flugvélar sem hægt er að ná úr klóm ræningja og lenda með því að stjórna þeim frá jörðu niðri. Engin hugmynd að ráðstöfunum til að auka öryggi í farþegaflugi virð- ist of langsótt í kjölfar hryðjuverk- anna í Bandaríkjunum í síðustu viku, þegar fjórum farþegaflugvélum var rænt í þeim tilgangi að nota þær til árása á mannvirki. Flugmálasérfræðingar segja að hryðjuverkin muni koma af stað alls- herjar endurskoðun á flugöryggi. Lausnir gætu orðið allt frá því til- tölulega einfalda ráði að senda vopn- aða fluglögreglumenn í allar ferðir til þeirra flóknu aðgerðar að allir far- þegar þurfi að auðkenna sig með fingraförum. Hátæknibúnaður gegni stærra hlutverki Öryggismálasérfræðingar spá því að hátæknibúnaður, sem nú sé hvergi til nema á teikniborðinu, muni gegna sífellt stærra hlutverki. „Það kann að vera að næsta kynslóð flug- véla verði með einhvern útbúnað þannig að ef flugmennirnir verða al- veg úr leik geti flugvélin einangrað stjórnklefann og fengið með ein- hverjum hætti stjórn frá jörðu niðri,“ sagði James Coyne, framkvæmda- stjóri bandarísku flugmálasamtak- anna (National Air Transportation Association). Stephen Byers, samgönguráð- herra Bretlands, tjáði BBC að hann hefði fundað með öðrum samgöngu- ráðherrum í Evrópusambandinu í kjölfar atburðanna í Bandaríkjunum. Hertari öryggisgæslu væri þörf til að koma í veg fyrir að þeir atburðir end- urtækju sig. Meðal þess sem til greina kæmi væri að hafa vopnaða verði í farþegaflugvélum og einangra stjórnklefana frá öðrum rýmum í flugvélunum. Ísraelska ríkisflug- félagið El Al hafi nú þegar þennan háttinn á. Grant Evans, aðstoðarforstjóri bandaríska fyrirtækisins Identix, sagði að hægt væri að nota fingra- faralesara til að ganga úr skugga um að farþegar væru þeir sem þeir segð- ust vera og til að koma í veg fyrir að allir óviðkomandi kæmust inn í stjórnklefa flugvéla. „Tæknin hefur verið fyrir hendi, það hefur bara ekki verið talin ástæða til að nota hana.“ Sumir telja að hryðjuverkin leiði til þess að tekin verði í notkun mann- greinitæki sem taka mynd af andlit- um farþega í þeim tilgangi að hafa uppi á hugsanlegum hryðjuverka- mönnum. Farangursskannar geta mælt efnasamsetningu innihalds í farangurstöskum og þannig fundið vopn og sprengjur. Bandaríska orku- málaráðuneytið er að þróa þrívídd- armyndatækni sem getur búið til þrí- víða mynd af farþegum og þannig leitt í ljós falin vopn. Notaðar eru bylgjulengdir svipað- ar og í ratsjám og gervitunglamerkj- um, en ekki röntgengeislar. Tölva er síðan notuð til að búa til þrívíða mynd af líkama farþegans án fata. Tölvan verður þó forrituð þannig að hún sýni einungis hluti. Mögulegt að banna handfarangur Einnig hefur verið lagt til að fjöldi vopnaðra fluglögreglumanna á veg- um bandaríska loftferðaeftirlitsins (FAA) verði aukinn stórlega. Ekki er látið uppi hversu margir þeir eru nú, en talið er að þeir séu tiltölulega fáir. Til greina þykir koma að dyrabún- aður á stjórnklefum verði skotheld- ur. Flugfélög gætu bannað hand- farangur eða gert farþegum skylt að koma honum fyrir í læstum hólfum í farþegarýminu. „Áður en ráðist verður í algera umbyltingu á öryggisráðstöfunum ætti að rannsaka hvaða þættir brugðust,“ segir Richard Bloom, yf- irmaður rannsókna á hryðjuverkum, leyniþjónustu og öryggisgæslu við Embry-Riddle flugháskólann í Prescott í Arizona. „Ef breytingar eru gerðar núna er möguleiki á að ástandið myndi versna,“ sagði hann. „Eða þá að breytingar yrðu gerðar þannig að út- lit sé fyrir að kerfið hafi batnað, en þá væri verið að breyta hlutum sem snertu ekkert það sem fór úrskeiðis.“ Jafnvel hátæknilegustu ráðstafan- ir kunna að duga skammt gegn lág- tæknilegum aðferðum sem sjálfs- morðshryðjuverkamenn beita. Mennirnir sem rændu flugvélunum í síðustu viku og notuðu þær til árása á mannvirki eru taldir hafa verið vopn- aðir litlu öðru en vasahnífum og dúkahnífum, flugkunnáttu og sjálfs- tortímingarhvöt. Vopnaðir verðir og einangraðir stjórnklefar    !  " 5 ( & +  $   & G , ( 6/ (  ) ( ,  / (,  $ &  $ $   & /   , F(  ) , ,  )    +(  ,  ( - +(, 5L  ,  (  , M  A  (  A $  , )  M /  ,  ,       ) /  ,&(     ,  8 "7 47 0 "/9 /  " 92":79 " 9 0&9 / 003 ,'49&9:"#9 "0/9 07/ #"&52 #"##52 # 7" ; 7 0 "/9:"3  - /  <9  7 9(#0" /"" 7 47 0 "/9 0 &#="9 /%%! "0/9 7 0 :9&7 " #>/95/#/9 7 0 "/93   3   7 /   ,#/##/9"7#"0" 52":/9 "#: 7 0/ #> /9  92/ =2 :""5 =" 07/ 7 4 ; 0990" 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.