Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.09.2001, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Margrét Ólafs-dóttir Kondrup fæddist á Bustarfelli í Vopnafirði 20. júlí 1917. Hún lést í Landspítalanum í Fossvogi 10. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ólafur Methúsalems- son frá Bustarfelli, kaupfélagsstjóri á Vopnafirði, f. 17. júní 1877, d. 13. júní 1957, og kona hans Ásrún Jörgensdóttir frá Krossavík í Vopna- firði, f. 11. september 1891, d. 27. september 1970. Systur Mar- grétar: Elín, f. 3. jan. 1916, d. 12. sept. 2000, Oddný, f. 6. jan. 1920, Guðrún, f. 25. sept. 1923, d. 25. ágúst 1992, og Ingibjörg, f. 9. febr. 1926. Árið 1944 giftist Mar- grét Henning Friðrik Kondrup, f. 11. des. 1919, d. 2. mars 1991. Þau eignuðust fimm börn, þau eru: Jó- hanna Margrét, f. 6. okt. 1944, maki Sigurlinni Sigurlinnason, dætur Jóhönnu eru Nathalie Mar- grét Doucet og Astrid Júlía Douc- et sem á litla dóttur, Debóru Lilju; Ólafur, f. 24. júní 1947, d. 1948; Ólöf Dóra, f. 17. febr. 1950, maki Trausti Þór Sverrisson, son- ur Dóru er Jóhann Meunier, börn Dóru og Trausta eru Júlía og Ólafur Sverrir; Bryndís, f. 7. nóv. 1953, maki Sigurður Bergsteinsson, þeirra börn eru Sunna og Máni; Ás- rún Inga, f. 2. apríl 1959, maki Ófeigur Freysson, börn þeirra eru Margrét, Arnheiður og Emilía. Margrét ólst upp á Vopnafirði en flutti síðan til Akureyrar með fjölskyldu sinni þar sem hún stundaði nám við Menntaskólann. Hún vann við verslunar- og skrif- stofustörf og tók um tíma mikinn þátt í leiklist á Akureyri. Margrét og Henning bjuggu alla tíð á Ak- ureyri, en eftir lát eiginmanns síns settist hún að í Reykjavík. Útför Margrétar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Margrét systir mín var önnur í röðinni af okkur fimm systrum, fædd á Bustarfelli í Vopnafirði 20. júlí 1917. Faðir okkar var lengst af kaup- félagsstjóri á Vopnafirði, frá 1922 til 1938. Við bjuggum í suðurenda kaupfélagshússins og áttum þar góða daga. Æska okkar var fjöl- breytt og skemmtileg eins og hún best verður í sjávarþorpi austan- lands. Alltaf gott veður og nóg að bíta og brenna. Nokkur spor niður á bryggjuna til að sækja fisk í soðið og æðareggin í hólmann skammt frá landi. Við vorum snemma látnar vinna öll almenn heimilisstörf en áttum líka margar frístundir sem við not- uðum óspart til allskonar skemmti- legheita. Við sungum mikið saman og með foreldrum okkar. Pabbi spilaði á orgelið og söng bassa en við efri raddirnar. Mamma kunni öll ósköp af kvæðum eldri skáldanna. Kvæðabók Kristjáns fjallaskálds var hreinlega uppétin af notkun og oftast táruðumst við þegar við sungum Þú sæla heimsins svalalind. Við lærðum líka mikið af þulum og þótti okkur þær skemmtilegar. Margrét var snemma mikill snill- ingur við saumaskap. Hún var ekki gömul þegar hún var látin sauma dýrindis föt á yngri systur sínar. Ég minnist þess að ég var að mynd- ast við að sauma mér svuntu á handsnúnu saumavélinni. Svo illa tókst til að nálin brotnaði í vélinni, en það var hið versta mál að brjóta nál. Magga kom þá og sagði mér að fara út og leika mér, hún skyldi taka á sig „glæpinn“. Hún var nefnilega aldrei skömmuð af því hún var svo góð. Margrét var mjög söngelsk og hafði fallega söngrödd. Hennar uppáhalds tónskáld var Ingi T. Lárusson. Þau voru samtíða á Vopnafirði um tíma og þótti henni alla tíð mikið til hans koma og kunni flest af lögum hans. Við fluttum til Akureyrar 1938. Þar vann hún um tíma við skrif- stofustörf hjá KEA. Þá gerðist hún einnig meðlimur í Leikfélagi Ak- ureyrar og lék þar nokkur hlutverk og tókst það vel eins og allt annað sem hún lagði stund á. Hún giftist Henning Kondrup ár- ið 1944. Þau bjuggu á Akureyri all- an sinn búskap og var þar oft tekið lagið og jafnvel haldnir konsertar svo undir tók í fjöllunum. Henning var afburðasöngvari og einn af þeim sem hefði getað orðið heims- frægur hefði hann farið í söngnám. Þau eignuðust einn son sem lést tæplega ársgamall og fjórar dætur sem allar eru sómakonur. Margrét fluttist til Reykjavíkur eftir andlát Hennings. Margrét var fremur hlé- dræg, tranaði sér aldrei fram, kvenna kurteisust í allri framgöngu. Hún kvartaði aldrei þótt eitthvað væri andstætt, tók öllu með jafn- aðargeði. Hógværð og hlýja voru hennar aðalsmerki. Hún hafði ein- staklega aðlaðandi framkomu og yf- ir henni var einhver sérstök reisn sem minnti helst á hefðarkonur fyrri alda. Oft þegar við systur vorum að skoða gamlar eða nýjar fjölskyldu- myndir var alltaf einhver okkar sem sagði: „Alltaf er Magga systir fallegust af öllum.“ Hún var það, hún var glæsikona. Nokkur síðustu ár bjó hún á Austurbrún 2 hér í borg. Átti fal- legt heimili sem einkenndist af smekkvísi og notalegheitum. Hún tók þátt í félagsstarfi eldri borgara, spilaði tvisvar í viku og hafði gaman af. Hún kynntist þar góðu fólki sem henni þótti vænt um. Hún var heilsuhraust fram til síðasta dags. Ég átti langt samtal við hana kvöld- ið áður en hún lést. Hún var hress eins og vanalega, sagðist þó hafa fundið fyrir smá mæði síðustu daga. Við töluðum m.a. um lífið og dauð- ann og vorum sammála um að best væri að fara nokkuð snöggt svo enginn þyrfti að stumra yfir okkur síðustu árin eða dagana. Möggu systur varð að ósk sinni, hún flutti sig „yfir“ á svo fallegan og látlausan hátt, rétt eins og hún hafði óskað sér. Hennar er sárt saknað af ættingjum og vinum. Blessuð sé minning hennar. Oddný Ólafsdóttir. Sumar kveður, sól fer úr hlíðum Vér höfum fengið lausn og lið, lífs og sálar yndi og frið. Það skulum allir þakka drottni blíðum. Líklega hefur það sumar sem hér er ort um verið álíka gjöfult og gott og sumarið sem er að líða og ekki lifir nema einn mánuður af, haust- mánuður. Ekki er vitað hvaða sum- ar hefur kallað þessa lofgjörð fram í huga skáldsins, aðeins að það er ort á ofanverðri 17. öld austur á landi, líklega að Þingmúla og skáld- ið er presturinn á staðnum, séra Bjarni Gissurarson. Þegar Ólafur Methúsalemsson bregður búi á Bustarfelli árið 1922 og skilur við föðurleifð sína í góðum höndum bróður síns og flyst með fjölskyldu, konu sína, Ásrúnu Jörgensdóttur, og þrjár dætur út í þorp að taka við starfi kaupfélagsstjóra hafa þakk- arefnin verið mörg og átti eftir að fjölga. Eitt þeirra var fimm ára gömul hnáta sem mundi löngu síðar eftir ferðinni út fjörðinn á klyfj- uðum hestum og ekki síst því þegar hún, bundin tryggilega á bak einum hestinum aftarlega í lestinni, seig smátt og smátt niður uns hún sneri á haus undir kvið hans. Þessi saga var ein margra sem tengdamóðir mín, Margrét Ólafsdóttir Kondrup, hafði gaman af að segja frá æskuár- um sínum á Vopnafirði og úr þeim sögum standa okkur nú fyrir hug- skotssjónum átthagar fullir af æv- intýrum og gleði sem gott er að vita af. Gleðin var ekki síst fólgin í tón- listariðkun á heimili Ólafs og Ás- rúnar, orgelleikur húsbóndans og kvæðasjóður húsfreyjunnar voru tónlistarskóli sem reyndist systr- unum dýrmætt veganesti. Maður kom ekki að tómum kofanum hjá Margréti þegar talið barst að söng- list. Henni fannst stundum skorta hjá söngvurum af yngri kynslóðinni að söngurinn kæmi frá hjartanu, það skipti ekki máli að hafa mikil hljóð ef skorti á tilfinningalega dýpt í túlkun söngvarans. Hér talaði Margrét af reynslu því atvikin hög- uðu því þannig að hún eignaðist fyr- ir eiginmann einhvern tilfinninga- næmasta söngvara sem ég hef heyrt syngja, Henning Kondrup. Þegar Henning syngur „Komdu með mér, unga ástin mín“ í ljóði við erlent lag sem eitt hefur varðveist fjölmargra einsöngslaga hans með Karlakórnum Geysi, veit maður hvar hugur hans er á þeirri stundu. Þegar Henning lést vorið 1991 ákvað Margrét að bregða búi og flytjast til Reykjavíkur, þar sem þrjár dætra hennar bjuggu, eftir meira en hálfrar aldar samfellda vist á Akureyri. Hún eignaðist þá til að byrja með skjól á heimili okk- ar Dóru og í hönd fóru góðir ömmu- dagar hjá Jóhanni, Júlíu Margréti og Ólafi Sverri með pönnukökum og súkkulaðiköku án minnsta til- efnis. Síðan þá hefur ekki verið haldið uppá afmæli í þessari fjöl- skyldu án þess að súkkulaðikakan hennar ömmu væri á borðum. Börnunum þótti alltaf jafn gaman og gott að heimsækja ömmu sína í íbúðina á Austurbrún þar sem svo víðsýnt var til allra átta. Þótt Mar- grét hefði oft orð á því hve vel henni liði þarna þá vissi maður að það voru ekki átthagarnir hennar sem blöstu við sýn, nú hverfur hún þangað þar sem hún átti heima og þar bíður hennar söngurinn sem hún unni. Það skulum allir þakka Drottni blíðum. Trausti Þór Sverrisson. Ég kynntist tengdamóður minni fyrst þegar við hjónin bjuggum á Akureyri á árunum 1978 og 79. Okkur kom strax vel saman. Ég fann að hún var afar góð og heil- steypt manneskja. Hún var kjöl- festa fjölskyldunnar og raunar dætra sinna löngu eftir að þær voru fluttar að heiman. Heimsóknir til tengdaforeldranna urðu margar. Í minningunni angar eldhúsið af kaffi- og pönnukökuilm. Umræðuefnin voru margvísleg – æði oft um pólitík eða á heimspeki- legum nótum. Hinstu rök tilverunn- ar voru skeggrædd frá ýmsum hlið- um. Margrét var víðsýn og opin og hafði gaman af að spá í tilveruna. Þó man ég að hún sagði einhvern- tíma að ekki þyrfti að eyða of mikl- um tíma í að spekúlera í lífi eftir dauðann, sú tilvera kæmi í ljós þeg- ar þar að kæmi. Mikilvægara væri að huga að því að gera gott úr lífinu hér. Mér finnst þessi setning lýsa vel jákvæðu viðhorfi hennar til lífs- ins. Laufabrauðsbakstur fyrir jólin var nauðsynlegur hluti jólaundir- búnings. Það er erfitt að ímynda sér þennan bakstur næstu jól án Margrétar. Við tækifæri sem þessi rifjaði Margrét gjarnan upp ýmsar minningar og uppákomur úr upp- vexti sínum á Vopnafirði. Æska hennar var mjög hamingjurík og margt brallað hjá þeim kaupfélags- stjóradætrunum á Vopnafirði. Á svona stundum átti hún til að taka lagið og söng einhverjar af hinum sérkennilegu austfirsku lausavísum, sem ég hef aðeins heyrt hjá henni og systrum hennar. Hún hafði mikla og fallega söngrödd. Á haustdögum kom Margrét til okkar norður til Akureyrar, en hingað fluttum við í sumar. Þá var ekið um Eyjafjörðinn og Akureyri og rifjaðar upp gamlar minningar. Síðasta daginn hennar hér fórum við í berjamó í hlýjum sunnanþey. Við vorum öll hamingjusöm yfir gjafmildi náttúrunnar. Margrét var hress og kát að vanda. Þetta voru síðustu samverustundir okkar með henni. Andlátið kom á óvart þrátt fyrir að hún væri á níræðisaldri, enda var hún alla tíð afar heilsu- hraust. Margrétar er sárt saknað. En minningin um þessa góðu glaðlyndu konu mun ávallt ylja okkur. Sigurður Bergsteinsson. Mig langar að minnast Mar- grétar tengdamóður minnar með fáeinum orðum. Ég kynntist henni fyrst á Akureyri þegar Henning, eiginmaður hennar, var enn á lífi. Þau tóku mér afar ljúflega og ég fann strax fyrir miklum velvilja þeirra í minn garð. Eftir að Henn- ing féll frá fluttist Margrét til Reykjavíkur til að vera nálægt sínu fólki. Þar bjó hún sér fallegt og smekklegt heimili eins og henni var alltaf svo lagið. Hún bar aldurinn vel og raunar fannst mér hún ekk- ert hafa elst síðan ég kynntist henni. Margrét var mjög sjálfstæð kona og yfir henni ákveðin reisn og virðuleiki en aldrei hroki. Hún var vel með á nótunum og kunni t.d. enn að njóta þess að taka í spil og lifa sig inn í knattspyrnuleiki. Það var gott að eiga hana að og dýr- mætt að kynnast henni. Mér finnst gott til þess að vita að dætur okkar náðu allar að kynnast henni og þær eiga ógleymanlegar minningar um notalegar sögustundir þar sem hún spann trölla- og grýlusögur af endalausri hugmyndaauðgi. Fráfall hennar var óvænt, og ein- hvern veginn áttum við öll von á að hafa hana lengi enn á meðal okkar. Við söknum hennar sárt en erum þakklát fyrir góðar minningar. Guð blessi minningu hennar. Ófeigur Freysson. MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR KONDRUP ✝ Sveinn EllertsEllertsson fædd- ist 14. apríl 1931. Hann lést mánudag- inn 3. september síð- astliðinn. Foreldrar Sveins voru Guðleif Sveinsdóttir f. í Vill- ingaholtshreppi í Flóa, 31.10. 1900, d. 14.9. 1988 og Ellert Helgason, í Reykja- vík f. 21.8. 1908, d. 12.10. 1988. Sveinn var elstur þriggja systkina. Systkini Sveins eru Erlingur, f. 7.9. 1933, kvæntur Þórhildi Guð- jónsdóttur og eru þau búsett í Virginíu í Bandaríkjunum og Bergljót, f. 4.3. 1935, búsett í Reykjavík. Sveinn kvæntist árið 1961 Önnu Erlu Magnúsdóttur, f. á Akranesi 22.1. 1937. Foreldrar hennar voru Magnús Gunnlaugs- son sérleyfishafi, f. að Ytri-Þor- steinsstöðum í Haukadal 25.8. 1893, d. 16.1. 1970 og Friðmey Guðmundsdóttir f. í Örnólfsdal í Hvítársíðu 15.2. 1908, d. 26.7. 1965. Sveinn og Anna eignuðust þrjú börn: Guðleifu, f. 25.5. 1962, Friðmeyju, f. 5.6. 1964, og Magn- ús, f. 24.9. 1966, kona hans er Julia Peters frá Pennsylvaníu, börn þeirra eru Brianna Þóra og Magn- ús Thomas. Magnús á eina dóttur frá fyrri sambúð, Laurel Noelle. Sveinn útskrifað- ist sem viðskipta- fræðingur frá Syra- cuse-háskóla í New York 1957. Hann starfaði eitt ár hjá Útvegsbankanum í Reykjavík og fór síð- an aftur til Banda- ríkjanna og starfaði hjá Coldwater Sea- food Corporation í New York í 2 ár. Ár- ið 1961 fór hann að starfa hjá Citi- bank í New York og starfaði þar til 1991 er hann fór á eftirlaun. Hann var einn af útibússtjórum bankans á Manhattan og starfaði í þeirri deild sem sá um útlán til fyrir- tækja. Hann starfaði mikið í sjálfboða- vinnu, t.d. sem gjaldkeri kirkjunn- ar sinnar og hélt bókhald og var gjaldkeri fyrir 154 íbúða fjölbýlis- hús þar sem fjölskyldan bjó. Sveinn veiktist af alvarlegum sjúk- dómi fyrir þremur árum sem hann barðist við af miklu hugrekki, en sem að lokum yfirbugaði hann. Útför Sveins fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það var fyrir tæpum fjörutíu árum að ég hélt til New York. Anna systir mín hafði sest þar að ásamt eigin- manni sínum Sveini, en hann var starfsmaður hjá Citibank. Ferð minni var heitið í blindraskóla þar í borg, sem Anna og Sveinn höfðu kynnt sér og virtist henta mér vel. Þegar ég eignaðist börn sjálfur varð mér ljóst að það hefur verið erfið ákvörðun fyrir foreldra mína að senda mig 15 ára óharðnaðan ung- linginn í aðra heimsálfu. Hefði trú- lega ekkert orðið úr því, ef Sveins og Önnu hefði ekki notið við. Ég dvaldi fimm daga vikunnar í heimavist skól- ans en var um helgar hjá Sveini og Önnu. Hann lagði fúslega á sig nær tveggja tíma akstur eftir vinnu, til að ná í mig á föstudagskvöldum og koma mér síðan til baka á mánu- dagsmorgnum, löngu fyrir venjuleg- an fótaferðatíma, þar eð hann þurfti sjálfur að mæta tímanlega til vinnu í bankann. Þannig gekk þetta til í u.þ.b. tvö ár eða þar til ég hafði lært að nota hvíta stafinn og gat sjálfur ferðast milli staða með lestum. Nokkrum árum seinna fór Anna að vinna hjá Flugleiðum í New York og vegna starfa hennar þar áttu þau þess kost að koma til Íslands oftar en ella. Áttu þau til að birtast öllum að óvörum og er okkur einna minnis- stæðast þegar þau komu í brúðkaup okkar Guðleifar 1975. Anna sem er glettin og gamansöm, hefur yndi af óvæntum uppákomum og Sveinn fylgdi með traustur sem klettur. Fyrir u.þ.b. 10 árum settu þau á stofn heimagistingu fyrir Íslendinga og nefndu G & A gistingu. Þetta var þeim mikið hjartans mál og hafa mörg hundruð Íslendinga notið frá- bærrar þjónustu þeirra og gestrisni og þau um leið notið þess að hitta samlanda sína. Á undanförnum dög- um hafa margir þeirra haft samband við fjölskylduna og lýst samúð sinni og hryggð vegna fráfalls Sveins. Hann var víðlesinn og afar fróður um ólíklegustu málefni, fljótur að til- einka sér tæknina, bókaði gistingar og las Moggann á netinu og vissi oft miklu meira um það sem gerðist á Ís- landi, en við sem hér búum. Fyrir nákvæmlega einu ári komu þau Anna og Sveinn í heimsókn til að fagna níræðis afmæli Þóru frænku á Akranesi. Fjölskyldunni duldist ekki, að Sveinn var orðinn veikur, en ekki grunaði okkur að þessi stóri, sterki maður yrði svo fljótt lagður að velli. Elsku Anna, Guðleif, Friðmey, Magnús og Julia, litlu barnabörnin Laurel Noelle, Brianna Þóra og Magnús Thomas. Við Guðleif, börnin okkar, Ingileif, Kristinn og Þóra vottum ykkur innilega samúð svo og systkinum Sveins og ættingjum öll- um. Leifur H. Magnússon. SVEINN ELLERTS ELLERTSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.